Fara í efni

Sveitarstjórn

281. fundur 01. júní 2011 kl. 09:00 - 11:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. maí 2011 lá frammi á fundinum.

 

2.   Fundargerðir.

a)     35. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 26.05 2011.

            Mál nr. 3, 8, 9, 16, 17, 18, 19, 20, 21 og 31 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram.  Farið yfir mál nr.  3, 8, 9, 16, 17, 18, 19, 20, 21 og 31, þau rædd og staðfest af sveitarstjórn.

 b)    Fundargerð 6. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 26. maí 2011.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.   Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp  Grímsnes- og Grafningshrepps.
Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps lagðar fram til seinni umræðu. Frá fyrri umræðu eru gerðar þær breytingar að í 2. tl. 1. mgr. 49. gr. samþykkta Grímsnes- og Grafningshrepps er vísað til 2. mgr. 7. gr. laga nr. 40/1991 í stað 2. mgr. 7. gr laga nr. 48/1991 og í 3. tl. 1. mgr. 49. gr. samþykkta Grímsnes- og Grafningshrepps er vísað til 12. gr. laga nr. 10/2008 í stað 10. gr. laga nr. 96/2000. Sveitarstjórn samþykkir samþykktirnar.

 

4.   Kjör oddvita og varaoddvita.
Gengið er til skriflegra kosninga oddvita og varaoddvita. Í kjöri oddvita hlaut Gunnar Þorgeirsson 3 atkvæði og 2 seðlar voru auðir . Gunnar Þorgeirsson er því rétt kjörinn oddviti til eins árs. Í kjöri varaoddvita hlaut Hörður Óli Guðmundsson 3 atkvæði og  2 seðlar voru auðir. Hörður Óli Guðmundsson er því rétt kjörinn varaoddviti til eins árs.

 

 5.   Beiðni um styrk frá Skógræktardeild Grímsneshrepps.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Skógræktardeild Grímsneshrepps. Sveitarstjórn samþykkir að veita 75.000 kr. styrk til verkefnisins að því gefnu að fyrir liggi samningur um ráðstöfun fjárins. Herði Óla falið að afgreiða málið.

 

6.   Beiðni um styrk frá Bergmáli.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Bergmáli, líknar- og vinafélagi að fjárhæð kr. 500.000 til rekstrar Bergheima sem er ókeypis orlofsdvöl fyrir alvarlega veikt fólk. Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð 200.000 til verkefnisins.

 

7.   Beiðni um styrk vegna skólahreysti 2011.
Fyrir liggur erindi um styrk kr. 50.000 vegna skólahreysti 2011. Sveitarstjórn samþykkir að veita þennan styrk.

 

8.       Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki III í Ljósafossskóla, Ljósafossi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki III í Ljósafossskóla, Ljósafossi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 

9.       Minnisblað vegna fundar sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýlu um sameiginlega íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Minnisblaðið lagt fram til kynningar. Starfshópurinn gerir vegna vinnu sinnar um samstarf íþrótta- og æskulýðsmála í Uppsveitum Árnessýslu eftirfarandi tillögu:

“Lagt er til að skoðað verði með frekari samvinnu og uppbyggingu á félagsmiðstöðvum í  Uppsveitum Árnessýslu áður en næstu skref verði skoðuð með sameiginlegan íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.  Rökin eru aðallega þau að í félagsmiðstöðvum safnast þessi hópur barna saman sem þarf helst að sinna og ætti að vera jafnframt tengiliður við skóla, íþrótta- og félagasamtök”.

Sveitarstjórn tekur undir tillögu starfshópsins.

 

10.    Álit Óskars Sigurðssonar hrl. vegna leigusamninga Grímsnes- og Grafningshrepps og Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.
Lagt fram.

 

11.    Svarbréf Óskars Sigurðssonar hrl. vegna lóðaskila í Ásborgum.
Fyrir liggur svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. við bréfi frá Grétari Hannessyni, lögfræðingi Blikalóns ehf. vegna lóðaskila í Ásborgum.

 

12.    Bréf frá Vegagerðinni vegna skýrslu um öryggi vegfarenda frá Pétri H. Jónssyni.
Fyrir liggur bréf frá Vegagerðinni vegna skýrslu frá Pétri H. Jónssyni um öryggi vegfarenda á Biskupstungnabraut. Vegagerðin lýsir ánægju sinni með skýrslu Péturs og er samþykkt að óska eftir umsögn Umferðarráðs á tillögum skýrslunnar.

 

13.    Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kiðjabergs vegna lóðar nr. 131.
Málinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu.

 

14.    Öryggi á nýja Lyngdalsheiðarveginum.
Ljóst er að gríðarleg umferð muni vera á nýjum vegi yfir Lyngdalsheiði. Ekki er nein girðing meðfram veginum sem liggur í gegnum afrétt Grímsnes- og Grafningshrepps og er því ljóst að slysahætta er mikil af völdum búfjár, bæði sauðfjár og hrossa. Öryggi vegfarenda er því ógnað. Við framkvæmdir sem þessar er óhjákvæmilegt að  verði  jarðrask og því sáð nýgresi í vegkanta. Það er því eðlilegt að búpeningur vilji vera í vegköntunum. Vegurinn er beinn og breiður og býður upp á að umferð um hann verði hröð. Það er mat sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps að til þess að ekki hljótist alvarleg umferðarslys verði að girða beggja vegna vegarins og þó sú girðing muni kosta samfélagið einhverja fjármuni eru þeir ekkert á móti kostnaði sem getur orðið við bílslys. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps fer því fram á að Vegagerðin girði veginn af nú þegar.

 

15.    Tilnefning fulltrúa í endurskoðun á fjallskilasamþykkt fyrir Árnessýslu austan vatna nr. 408/1998.
Fulltrúi í endurskoðun á fjallskilasamþykkt fyrir Árnessýslu austan vatna nr. 408/1998. Samþykkt er að Hörður Óli Guðmundsson verði fulltrúi sveitarfélagsins.

 

16.    Málefni golfvallarins á Minni-Borg.
Fyrir liggur staðfest kauptilboð með fyrirvara um forkaupsrétt ríkisjóðs í golfvöllinn á Minni-Borg. Oddvita falið að undirrita afsalið.

Fulltrúar K lista mótmæla því harðlega að keyptur sé golfvöllurinn á  Minni-Borg.  Það er með öllu óeðlilegt að sveitarfélagið sé að kaupa landsvæði sem ætlað er sem golfvöllur og ætli sér að breyta þeirri notkun og þannig kasta fjölmörgum atvinnutækifærum á glæ og því fjármagni sem nú þegar hefur verið veitt í skipulag og framkvæmd golfvallarins. Það er auk þess með öllu óásættanlegt að fara í slík kaup auk alls þess óskilgreinda kostnaðar sem falla mun á sveitarfélagið vegna þessara kaupa samhliða því að fara í byggingu á nýjum leik- og grunnskóla.

 

Til kynningar
SASS.  Fundargerð  443. stjórnarfundar 20.05 2011.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 133. stjórnarfundar 29.04 2011.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  203. stjórnarfundar 10.05 2011.
Bréf frá Sorpstöð Suðurlands vegna hækkunar á gjaldskrá og lokunar á umhleðslustöð.
Fundargerð upplýsinga- og samráðsfundar Sorpstöðvar Suðurlands bs., 10.05 2011.
Bréf frá Varasjóð húsnæðismála vegna úthlutunar framlaga vegna sölu félagslegs íbúðarhúsnæðis.
Bréf frá Innanríkisráðuneyti um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2011.
Afrit af bréfi frá skólameistara Fjölbrautarskóla Suðurlands um próf í einstökum áföngum við Fsu á haustönn 2011.
Bréf frá Unmennafélagi Íslands vegna ráðstefnunar „Ungt fólk og lýðræði“.
Bréf frá Umhverfisstofnun vegna eftirlits með leiksvæðum.
Samtök um kvennaathvarf, ársskýrsla 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Icelandic Times, issue 8 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Íslenskur sjávarútvegur.
-liggur frammi á fundinum-.
Tæknivísir, blað byggingartæknifræðinga 34. árg. 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Bréf frá ÍSÍ vegna 70. Íþróttaþings ÍSÍ ásamt ársskýrslu 2010 og tölfræðiupplýsingurm 2009.
-liggur frammi á fundinum-.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:15

Getum við bætt efni síðunnar?