Fara í efni

Sveitarstjórn

219. fundur 03. apríl 2008 kl. 09:00 - 12:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a) Grímsævintýri.

b) Leiguhúsnæði sveitarfélagsins á Borgarsvæðinu.

c) Fyrirspurn um aksturskostnað ferðaþjónustu fatlaðra.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 13. mars 2008 liggur frammi á fundinum

2. Fundargerðir.
a) 47. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, 18.03.2008.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

b) 48. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, 27.03.2008.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

c) 100. fundur félagsmálanefndar, 10.03.2008.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

d) Fundargerð skólalóðarnefndar/húsnæðisnefndar skólanna, 10.03.2008.
Fundargerðin lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að ráða Sigríði Magnúsdóttur, arkitekt til að gera úttekt á mögulegri aukinni nýtingu á húsnæði sem nú er fyrir hendi í skóla og félagsheimili til að bæta aðstöðu nemanda og starfsfólks grunnskólans. Fulltrúar C-listans leggja til að skoðaður verði sá möguleiki að nýta allt húsnæðið undir starfssemi skólans og byggt verði nýtt hús undir skrifstofu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að vísa þessu til nefndarinnar og að þetta verði skoðað sérstaklega.

e) Minnisblað vegna íbúafundar á Borg vegna aðalskipulags 2008-2020, 13.03.2008.
Minnisblaðið lagt fram.

3. Umsögn um frumvörp til skipulagslaga, mannvirkjalaga og brunavarnarlaga.
Sveitarstjórn tekur undir þær athugasemdir sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert um frumvörp til skipulagslaga og mannvirkjalaga. Jafnframt vill sveitarfélagið benda sérstaklega á að markmið frumvarpana virðist vera að draga úr sjálfákvörðunarvaldi sveitarfélagana og færa það til stofnana ríkisins. Varðandi frumvarp til laga um breytingu á brunavarnarlögum er lagt til að í 2. gr. falli út “björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum” Litið hefur verið á það sem verkefni björgunarsveita á landinu og með þessu væri verið að kippa stoðum undan sjálfboðastarfi björgunarsveitanna.

4. Stofnun byggðarsamlags um Byggingar- og skipulagfulltrúasembætti Uppsveita Árnessýslu og Flóa.
Lagt er fram minnisblað frá KPMG um mat á kostum og göllum þess að stofnað verði byggðarsamlag um Byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóa. Sveitarstjórn samþykkir að stofnað verði byggðarsamlag um embættið.

5. Breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköpum Grímsnes- og Grafningshrepps vegna skipulags og bygginganefndar.
Sveitarstjórn samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á samþykktum Grímsnes- og Grafningshrepps, í samræmi við samþykkt á fundargerð oddvitafundar uppsveita í sveitarstjórn þann 21.02.2008.
IV. kafli.
49. gr. liður 2. Bygginganefnd. Skipulagsnefnd fer með málefni bygginganefndar.
Málinu vísað til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn vill þakka fulltrúum sveitarfélagins í bygginganefnd fyrir vel unnin störf. 

6. Erindi Stangveiðifélags Reykjavíkur vegna netauppkaupa á veiðisvæði Hvítar og Ölfusár.
Lagt er fram erindi frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur vegna umsóknar í Fiskræktarsjóð vegna netauppkaupa á veiðisvæði Hvítár og Ölfusár. Sveitarfélagið lýsir því yfir sem veiðiréttarhafi í Soginu að það styðji áform félagsins vegna uppkaupanna. Ólafur Kjartansson situr hjá við afgreiðslu málsins

7. Áætlun Suðurlandsskóga um skógrækt í landi Vatnsholts.
Lagt er fram erindi frá eiganda Vatnsholts að sveitarfélagið samþykki áætlun sem Suðurlandsskógar hafi gert um skógrækt í landi Vatnsholts. Sveitarstjórn ítrekar fyrri athugasemdir við að hægt sé að sækja fjármuni og byggðaþróunarverkefni í Suðurlandsskóga án þess að vera með skráð lögheimili á lögbýlinu.

8. Beiðni um skólavist í Vallarskóla á Selfossi.
Lögð er fram beiðni um að nemandi sem er að flytja lögheimili í sveitarfélagið fái að klára 10. bekk á næsta skólaári í Vallarskóla á Selfossi. Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu enda taki sveitarfélagið ekki þátt í skólaakstri á Selfoss. Fulltrúar C-listans sitja hjá við afgreiðslu málsins.

9. Beiðni Markaðsstofu Suðurlands um samstarfssamning.
Lagt er fram erindi frá Markaðsstofu Suðurlands um samstarfssamning. Sveitarstjórn hafnar erindinu en styður ályktun stjórnar SASS að Atvinnuþróunarfélag Suðurlands kanni aðkomu að málinu.

10. Úrskurðir úrskurðarnefndar skiplags- og byggingarmála í málum nr. 83/2007 og 130/2007.
Lagðir eru fram úrskurðir úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í málum nr. 83/2007 og 130/2007 vegna breytingar á deiliskipulagi í frístundabyggð í landi Nesja og byggingarleyfi vegna sumarhúss að Réttarhálsi 7 í landi Nesja. Sveitarstjórn lýsir sig ósammála niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar felur lögmanni sveitarfélagsins að sjá um framgang málsins og athuga hvort skjóta eigi niðurstöðu málsins til dómstóla.

11. Beiðni um styrk vegna Íþrótta- og leikjanámskeiða á Sólheimum sumarið 2008.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 321.000 og vekur athygli á að námskeiðin eru ætluð öllum börnum í sveitarfélaginu.

12. Beiðni Félags hollvina Grímsnes um aðstoð og styrk vegna verkefna félagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að veita félaginu styrk að fjárhæð kr. 200.000 vegna verkefna félagsins og leggja til endurgjaldslaus afnot af húsnæði í íþróttasal til sýningarhalds helgina 27-29. júní nk. og vinnuframlag starfsmanna sveitarfélagsins vegna þess. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að veita móttöku á dráttarvél og sláttutætara sem félagið hyggst gera upp og þakkar félaginu fyrir gott frumkvæði og áhugaverða dagskrá.

13. Beiðni um styrk vegna skólahreysti 2008.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.

14. Beiðni um rotþróarstyrk vegna Litla-Háls.
Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 200.000 í rotþróarstyrk vegna Litla-Háls.

15. Vegamál sumarhúsaeiganda í Kerhrauni.
Sveitarstjórn telur að umræddur vegur milli Kerhóls og Seyðishóls sé gamall þjóðvegur og á forræði Vegagerðarinnar.

16. Samningur vegna fráveituhreinsistöðvar að Borg.
Lagður er fram samningur við landeigendur vegna fráveituhreinsistöðvar á Borg

17. Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lagt er fram minniblað frá Berki Brynjarssyni verkfræðingi sem unnið var í samvinnu við Einar Sveinbjörnsson endurskoðanda hjá KPMG og Sigurð Jónsson hrl, um eignir hitaveitu Grímnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn telur tímabært á grundvelli framkominna upplýsinga leggji Orkuveita Reykjavíkur fram tilboð í eignir hitaveitunnar og orkudreifingu í sveitarfélaginu.

18. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands.
Sveitarstjórn tilnefnir Ingvar Ingvarsson fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands þann 11. apríl nk og Sigurð Jónsson til vara.

19. Samráð við sveitarfélög varðandi Héraðsáætlanir Landgræðslunnar.
Sveitarstjórn tilnefnir Ólaf Inga Kjartansson fulltrúa sveitarfélagsins sem tengilið við Landgræðsluna vegna Héraðsáætlunar Landgræðunnar.

20. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
Sveitarstjórn tilnefnir Ingvar Ingvarsson, oddvita sem aðalmann og Jón G. Valgeirsson til vara sem fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Lánasjóð sveitarfélaga ohf þann 4. apríl nk.

21. Ráðning starfsmanns í fullt starf við Íþróttamiðstöðina á Borg.
Sveitarstjórn samþykkir að auka stöðugildi í Íþróttamiðstöðinni á Borg um eitt og að ráðinn verði starfsmaður í fullt starf. Sveitarstjóra falið að ganga frá ráðningunni.

22. Ósk um umsögn vegna stofnunar lögbýlis úr landi Torfastaða II.
Lagt er fram erindi þar sem óskað er eftir umsagnar vegna stofnunar lögbýlis úr landi Torfastaða II sem er ca. 20 ha spilda með landnúmerið 213635. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að stofnað verði lögbýli á ofangreindri landspildu og gerir ekki athugasemd við nafnið Arnarnes.

23. Rafmagnstruflanir í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn krefst þess að nægilegt rafmagn sé til staðar í sveitarfélaginu jafnt á álagstímum sem öðrum. Í kjölfar síendurtekninga rafmagnstruflana um páska óskar sveitarstjórn eftir fundi með Rarik, Landsneti og Landsvirkjum til að fá skýringar á ástandinu og hvaða ráðstafanir eru fyrirhugaðar til úrbóta.

24. Önnur mál.
a) Grímsævintýri.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Kvenfélag Grímsnes um framkvæmd á Grímsævintýri.

b) Leiguhúsnæði sveitarfélagsins á Borgarsvæðinu.
Lagt er fram uppsagnarbréf á húsnæði íbúa að Borgarbraut 4 og afturköllun á sömu uppsögn. Fulltrúar C-lista lýsa yfir undrun á stjórnsýsluvinnubrögðum meirihlutans þar sem málefnið var ekki tekið fyrir í sveitarstjórn.

c) Fyrirspurn um aksturskostnað ferðaþjónustu fatlaðra.
Fulltrúar C-lista óska eftir því að lögð verði fram kostnaðaráætlun vegna aksturs ferðaþjónustu fatlaðara hið fyrsta.

25. Til kynningar
a) Árskýrsla Fræðslunets Suðurlands 2007.
b) Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.
c) Umhverfi og heilsa barna í norrænum leikskólum.
d) Skólamálastefna Sambands íslenskra sveitarfélaga.
e) Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2007.
f) Bréf Hannesar Ingólfssonar til Sýslumannsins á Selfossi vegna landamerkja Litla-Háls og g) Torfastaða I og II, dags. 25.03.2008.
h) Ályktanir aðalfunds Félags Leikskólakennara.
i) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 272. stjórnarfundar.
j) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 273. stjórnarfundar.
k) SASS. Fundargerð 412. stjórnarfundar.
l) Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 103. stjórnarfundar.

Getum við bætt efni síðunnar?