Fara í efni

Sveitarstjórn

216. fundur 21. febrúar 2008 kl. 09:00 - 11:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður K. Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a) Drög að samningi um snjómokstur.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. febrúar 2008 liggur frammi á fundinum

2. Fundargerðir.
a) 88. stjórnarfundur Brunavarna Árnessýslu, 05.02.2008.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps staðfestir 88. fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 5. febrúar 2008, ásamt fylgiskjölum. Þar koma fram fjármögnunarleiðir vegna kaupa á slökkvibílum fyrir brunavarnirnar. Jafnframt samþykkir Grímsnes- og Grafningshreppur hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 50.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, og er hún óskipt gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti/greiðsluskyldu. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til kaupa á slökkvibifreiðum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Kristjáni Einarssyni, slökkviliðsstjóra (150749-4849) f.h. Brunavarna Árnessýslu veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

b) Fundargerð skólalóðarnefndar, 06.02.2008.
Fundargerðin lögð fram.

c) Fundargerð oddvita uppsveita Árnessýslu , 13.02.2008.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.

3. Skipulagsmál
a) Aðalskipulagsbreyting vegna iðnaðarsvæðis í landi Hallkels- og Klausturhóla.
Lagt er fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur þar sem farið er fram á að sveitarfélagið staðfesti að ekki sé þörf á aðalskipulagsbreytingu vegna borunar á rannsóknarholum í landi Hallkels- og Klausturhóla. Meirihluti sveitarstjórnar telur að ekki sé þörf sé á aðalskipulagsbreytingu vegna borunar á rannsóknarholum á lághitasvæði. Fulltrúar C-listans sitja hjá við afgreiðslu málsins.

b) Deiliskipulag vegna frístundabyggðar úr landi Syðri-Brúar.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21. desember 2007 varðandi endurskoðun deiliskipulags í landi Syðri-Brúar. Málið var áður á dagskrá skipulagsnefndar 30. janúar 2008 og í sveitarstjórn 7. febrúar. Til að koma til móts við ábendingar stofnunarinnar hafa lóðir við Mýrarbrekku verið felldar út og er því ekki farið inn á svæði sem skv. uppdrætti er skilgreint sem mýrlendi. Þá er nú gert ráð fyrir sameiginlegri fráveitu og sýnt hvar sameiginlegar rotþrær verða staðsettar. Einnig hefur verið bætt við gönguleiðum um svæðið. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

4. Þriggja ára fjárhagsáætlun
Þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins lögð fram til 1. umræðu. Málinu vísað til 2. umræðu.

5. Umsókn um styrk vegna heimagæslu.
Sveitarstjórn ákveður að veita styrk til foreldra/forráðamanna barna frá 12. mánaða aldri til 18. mánaða sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og kjósa eða geta ekki nýtt sér þjónustu leikskólans. Styrkurinn nemur kr. 20.000 á mánuði og greiðist að fenginni umsókn til skrifstofu sveitarfélagins. Styrkurinn greiðist ekki fyrir það tímabil sem leikskólinn er lokaður í sumarfríum og fellur niður ef til leikskólavistar kemur. Erindið afgreiðist samkvæmt ofangreindri reglu.

6. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sveitarstjórn samþykkir að Ingvar Ingvarsson verði aðalmaður á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 4. apríl nk. og Jón G. Valgeirsson verði varamaður.

7. Verksamningur vegna veitulagna að Stangarlæk og stofnlagnar að Minna Mosfelli.
Verksamningur vegna veitulagna að Stangarlæk og stofnlagnar að Minna Mosfelli er lagður fram.

8. Drög að samningi vegna hreinsistöðvar að Borg.
Lögð eru fram drög á samningi milli sveitarfélagsins og landeiganda vegna frárennslis vegna hreinsistöðvar að Borg. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins á grundvelli fyrirliggjandi draga. Hildur Magnúsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu máls.

9. Skólaakstur í Reykholt.
Lögð er fram beiðni um breytingar á skólaakstri vegna heimkeyrslu barns frá Reykholti til að stytta dvöl í skólabíl. Sveitarstjóra og skólastjóra er falið að athuga með möguleika á breytingum á útfærslu á heimkeyrslu í samvinnu við skólabílstjóra og aðra foreldra á viðkomandi svæði.

10. Beiðni um skiptingu frístundalóðar í Mýrarkoti í tvær.
Lögð er fram beiðni frá 4us ehf. um skiptingu frístundalóðar úr landi Mýrarkots úr einni í tvær. Beiðni þessi er send skipulagsnefnd til umfjöllunar og afgreiðslu.

11. Beiðni um styrk vegna lagningu klæðningar á Miðengisveg.
Lögð er fram beiðni um styrk vegna lagningu klæðningar á Miðengisveg. Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 450.000 í styrk vegna klæðningarinnar og gert verði ráð fyrir þeirri fjárhæð í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

12. Alþjóðlegt menningarsetur fyrir lista- og fræðimenn í Héraðsskólahúsinu á Laugarvatni.
Lögð eru fram kynningargögn vegna hugmynda að alþjóðlegu menningarsetri fyrir lista- og fræðimenn í Héraðsskólahúsinu á Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir að beina þessu erindi til umfjöllunar í oddvitanefnd uppsveita Árnessýslu.

13. Beiðni um framkvæmdaleyfi á lagningu Lyngdalsheiðarvegar.
Lögð er fram beiðni Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi á lagningu Lyngdalsheiðarvegar um land Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegarins og að samráð verði haft við sveitarstjórnir Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar um girðingar og reiðvegastæði.

14. Lokauppgjör vegna framkvæmda við götur og lagnir á Borg.
Lagt er fram lokauppgjör vegna vegna seinni hluta framkvæmda við götur og lagnir á Borg. Samningsfjárhæð var kr. 79.954.920 en samþykkt uppgjör nam kr. 95.867.530. Verkið fór því 19,9% fram úr kostnaðaráætlun. Þá er ótalin vinna við hreinsistöð sem nemur kr. 2.602.801 sem var viðaukverk í tengslum við samninginn.

15. Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda.
Lagt er fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda. Sveitarstjóra er falið að svara erindinu.

16. Önnur mál.
a) Drög að samningi um snjómokstur.
Lögð eru fram drög að samningi milli Vegagerðarinnar og Grímsnes- og Grafningshrepps við Ólaf Jónsson og Tækji og tól ehf um snjómokstur á tengivegum í sveitarfélaginu þar sem Vegagerðin tekur þátt í kostnaði. Sveitarstjóra falið að undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagis á grundvelli fyrirliggjandi draga. Sigurður Jónsson situr hjá við afgreiðslu málsins.

17. Til kynningar
a) Héraðsáætlanir Landgræðslunnar.
b) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 154. stjórnarfundar.

Getum við bætt efni síðunnar?