Fara í efni

Sveitarstjórn

495. fundur 02. desember 2020 kl. 13:00 - 19:15 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

Oddviti leitar afbrigða.

Samþykkt samhljóða

a)      Brennu- og skoteldaleyfi.

1.  Fundargerðir

a)      Fundargerð 36. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar, 6. október 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b)     Fundargerð 16. fundar umhverfisnefndar, 16. nóvember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 c)      Fundargerð 21. fundar samgöngunefndar, 25. nóvember 2020.

Mál nr. 1, 2 og 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 21. fundargerð samgöngunefndar, dagsett 25. nóvember 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

Mál nr. 1: Styrkir til veghalds í frístundahúsabyggðum.

Farið var yfir fyrirkomulag vegstyrkja til frístundahúsabyggða og rætt um nýja útfærslu á þeim. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fyrirkomulaginu verði breytt samkvæmt fylgiskjali nr. 1.  Helstu breytingarnar sem nýja fyrirkomulagið felur í sér eru þær að í stað fyrirfram styrkveitinga vegna viðhalds á vegum verða styrkirnir veittir til veghalds í víðari skilning en áður hefur verið gert, ásamt því að styrkir verða veittir vegna framkvæmda sem þegar hafa átt sér stað. Lagt er til að sveitarfélagið hætti að sinna snjómokstri í frístundahúsabyggðum um páska líkt og gert hefur verið, og snjómokstur verði þess í stað styrkhæfur sem hluti af veghaldi. Þá verði gerð flóttaleiða einnig styrkhæf og falli undir sömu styrkveitingar, og sérstakar styrkveitingar vegna gerðar flóttaleiða því felldar út. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að reglurnar taki gildi frá og með áramótum, og að gert verði ráð fyrir 3.500.000 kr í fjárhagsáætlun ársins 2021 í styrki til veghalds.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi styrkfyrirkomulag og styrkfjárhæð.

Mál nr. 2: Umsókn um lagningu bundins slitlags á heimreiðar.

Farið var yfir umsókn um lagningu bundins slitlags á heimreið að Snæfoksstöðum lóð 99 og 100.  Samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í framkvæmdina og að gert verði ráð fyrir henni á fjárhagsáætlun ársins 2021.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til umræðu um fjárhagsáætlun.

Mál nr. 3: Reglur um kostnaðarþátttöku Grímsnes- og Grafningshrepps við lagningu bundins slitlags á heimreiðar í sveitarfélaginu.

Ljóst er að uppfæra  þarf reglur um kostnaðarþátttöku Grímsnes- og Grafningshrepps við lagningu bundins slitlags á heimreiðar í sveitarfélaginu, sem samþykktar voru á fundi sveitarstjórnar þann 5. maí 2020, í samræmi við upplýsingar frá Vegagerðinni. Samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að reglunum verði breytt í samræmi við fylgiskjal 2 með þessari fundargerð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að breytingum á reglunum.

 d)     Fundargerð 206. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 25. nóvember 2020.

Mál nr. 6, 7, 8, 9, 10 og 17 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 206. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 25. nóvember 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 6: 2011022 - Sólheimar, byggðahverfi; 2020-2025; Deiliskipulag.

Lögð er fram umsókn frá Sólheimum ses. varðandi heildar endurskoðun deiliskipulags að Sólheimum. Innan deiliskipulagsins eru m.a. skilgreindar lóðir og byggingarreitir auk byggingaskilmála.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.

Mál nr. 7: 2011042 - Tilraunahreinsistöð á Nesjavöllum; Fyrirspurn um matsskyldu.

Lögð er fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 varðandi mat á umhverfisáhrifum. Óskað er eftir því að Grímsnes- og Grafningshreppur gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum viðkomandi framkvæmd er varðar tilraunahreinsistöðvar að Nesjavöllum skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum í takt við framlagða beiðni.

Sveitarstjórn telur að innan fyrirspurnar um matsskyldu sé á fullnægjandi hátt gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Sveitarstjórn telur að framkvæmd á grundvelli framlagðra gagna sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin getur verið háð útgáfu framkvæmdaleyfis og eftir atvikum byggingarleyfa. Sveitarstjórn telur framkvæmdina rúmast innan skilmála aðal- og deiliskipulags fyrir svæðið.

Mál nr. 8: 1709092 - Heiðarbrún 2-10 í landi Bjarnastaða 1: Landbúnaðarsvæði með lögbýlisrétti: Aðalskipulagsbreyting.

Lögð er fram tillaga að breyttu aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 20082020. Áður hefur tillaga verið kynnt. Athugasemd barst á kynningartíma. Í tillögunni felst breyting á landnotkun stakrar lóðar í jaðri frístundasvæði F51a. Svæðið breytist úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Fyrirliggjandi svæði er óbyggt og liggur að landbúnaðarlandi. Umfang breytingar hefur minnkað frá áður kynntri lýsingu verkefnisins. Samhliða er unnin breyting á deiliskipulagi. Í athugasemd fólst að upphaflegur málsaðili málsins gerði athugasemd við að stök lóð væri tekin út fyrir með aðalskipulagsbreytingu og óskað er eftir því að lóð Heiðarbrúnar 4 verði innan viðkomandi breytingar einnig.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.

Mál nr. 9: 2011016 - Bíldsfell III (L170818); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús - tengibygging og sólskáli.

Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Árna Þorvaldssonar, móttekin 09.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja við íbúðarhús, tengibyggingu 15,3 m2 og sólaskála 32,8 m2 á jörðinni Bíldsfell III (L170818) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 165,6 m2.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Ása Valdís Árnadóttir vék sæti við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 10: 2011062 - Neðan-Sogsvegar 4 L169505, 4A, 4B L169507 og 4C; Deiliskipulagsbreyting; Kæra til ÚUA.

Lagður er fram tölvupóstur mótt. þ. 18. nóvember frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem kynnt er stjórnsýslukæra sem móttekin var þ. 17. nóvember vegna ákvörðunar um breytingu á deiliskipulagi Neðan-Sogsvegar 4 L169505, 4A, 4B L169507 og 4C er varðar breytta legu byggingarreitar á lóð Neðan-Sogsvegar 4 í framhaldi af athugasemd lóðarhafa Neðan-Sogsvegar 4A.

Sveitarstjórn ítrekar fyrri bókun sína vegna málsins þar sem niðurstaða sveitarstjórnar er rökstudd út frá athugasemdum eigenda aðliggjandi lóðar. Samkvæmt fyrri bókun telur sveitarstjórn að nýting byggingarreits á umræddu svæði gæti því haft töluverð áhrif á lóð 4A m.t.t. skuggavarps og friðhelgis frá því sem fyrir er. Enginn byggingarreitur var skilgreindur á lóðinni fyrir breytingu þar sem lóðin var þegar byggð og hefði því bygging á viðkomandi hluta lóðarinnar verið í öllum tilfellum háð niðurstöðu grenndarkynningar ef ekki hefði komið til skipulagsbreytingar sem fyrirfórst að grenndarkynna lóðarhöfum lóðar 4A. Núverandi sumarhús lóðar 4 er að auki í töluverðri fjarlægð frá umræddu svæði og telur nefndin í raun litlar líkur til þess að hentugt sé að byggja á nýjum stað innan lóðarinnar svo langt frá núverandi bústaðarstæði. Auk þess er byggingarreitur lóðarinnar rúmur þrátt fyrir þessar takmarkanir og mun minnkun reitsins því hafa lítil sem engin hamlandi áhrif á lóðarhafa gagnvart byggingarheimildum innan lóðarinnar að mati nefndarinnar. Sveitarstjórn telur að sveitarfélagið hafi fulla heimild til þess að takmarka stærð byggingarreits lóðarinnar og gæta hagsmuna allra lóðarhafa innan svæðisins. Kærandi vísar til þess að minnkun byggingarreits hafi verið samþykkt án rökstuðnings og að UTU hafi farið fram úr valdheimildum sínum með því að samþykkja athugasemdir eigenda lands 4A. Sveitarstjórn hafnar þessum fullyrðingum. UTU fer með stjórnsýslulega meðferð málsins en ákvarðanir um breytingu á deiliskipulagi eru teknar af sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps. Kærandi vísar reyndar til þess innan athugasemda sinna að skipulagsnefnd og hreppsnefnd sé í sjálfsvald sett að hafna beiðni um byggingu sem hefði veruleg áhrif á íbúa land 4A ef að það kæmi til þess að byggt væri hús á umþrættum stað innan núverandi byggingarreits. Útgáfa byggingarleyfa sem eru í samræmi við deiliskipulag koma ekki til afgreiðslu skipulagsnefndar. Eins og kærandi bendir réttilega á er nefndinni og sveitarfélaginu þó í sjálfsvald sett að hafna því að byggt verði á umræddu svæði sé talið að það muni hafa veruleg áhrif á aðliggjandi lóð. Skipulagsfulltrúa falið að svara kæru til Úrskurðarnefndar í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

 Mál nr. 17: 2011002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 20-131.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 18. nóvember 2020.

 e)      Fundargerð 208. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 13. nóvember 2020.

      Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 f)       Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga, 5. nóvember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 g)      Fundargerð 564. fundar stjórnar SASS, 6. nóvember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 h)     Fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 24. nóvember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.   Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2021.

Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám og álagningu gjalda vegna ársins 2021.

 1.   Útsvarshlutfall árið 2021 verði óbreytt 12,44%.

 2.  Fasteignaskattur A, 0,470% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.

Fasteignaskattur C, 1,65% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.

5% staðgreiðsluafsláttur verður veittur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem staðgreiða álagninguna fyrir 5. mars 2021.

 Afsláttur er af fasteignaskatti íbúðarhúsa til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri eða 75% öryrkjar og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign. Afsláttur er hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali. Til tekna teljast bæði launatekjur og fjármagnstekjur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

 Tekjumörk vegna afsláttar ársins 2021 eru eftirfarandi:

Tekjur einstaklinga                          Tekjur hjóna                                     Niðurfelling

Allt að 3.610.000                               Allt að 5.430.000                                           100%

Milli 3.610.001 – 4.215.000              Milli 5.430.001 – 6.245.000                           75%

Milli 4.215.001 – 4.810.000              Milli 6.245.001 – 7.070.000                           50%

Milli 4.810.001 – 5.415.000              Milli 7.070.001 – 7.895.000                           25%

Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda:

Fjárhæðir að 25.000 eru með einn gjalddaga 1. maí, 25.001-90.000 eru með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 7 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. september.

3.  Seyra, seyrulosunargjald vegna kostnaðar við seyrulosun/fráveitukerfi verður óbreytt kr. 11.613 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingar­skil­málum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.

Fyrir aukahreinsun, að beiðni eiganda, greiðist eftirfarandi:

                        Aukahreinsun á rotþró í tengslum við aðra hreinsun             kr. 45.000.-

                        Aukahreinsun á rotþró sem sérferð                           kr. 110.000.-

 Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins og verður það 0,23% af fasteignamati húss. Hámarksálagning verði kr. 50.000 kr. á íbúðarhús.

 Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna frá lóðarmörkum við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera kr. 211.750.

4.  Sorp, álagning vegna sorphirðu og sorpeyðingar fyrir heimilissorp er:

Gert er ráð fyrir 10% hækkun frá síðasta ári á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi sem er tilkomin vegna mikillar kostnaðaraukningar við meðhöndlun og eyðingu sorps.

Fyrir liggur að taprekstur á málaflokknum er áætlaður 2,1 milljón á árinu 2021 þrátt fyrir gjaldskrárhækkanir.

 Sorphirðugjald fyrir íbúðarhús:

Heimilissorp skal flokkað í fjóra flokka og er greitt gjald fyrir tunnueiningu. Tunnueiningin inniheldur brúna tunnu fyrir lífrænan úrgang, græna tunnu fyrir plast, bláa tunnu fyrir pappír og gráa tunnu fyrir annan úrgang.

Ílátastærðir                

240 L ílát                       45.055 kr.               

360 L ílát                      66.974 kr.                

660 L ílát                    134.473 kr.    

240 L, stækkun 1          49.146 kr. (stækkun á brún/blá/græn tunnu)

240 L, stækkun 2          54.702 kr. (stækkun á grátunnu)

240 L, stækkun 3          53.236 kr. (stækkun á tveimur tunnum af brún/blá/græn tunnu)

 Sorpeyðingargjald:

Íbúðarhúsnæði                       26.565 kr.

Frístundahúsnæði                  22.407 kr.

Lögbýli                                   12.990 kr.

Fyrirtæki                                43.468 kr.

Allir fasteignaeigendur sem greiða sorpeyðingargjald fyrir íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði eða lögbýli fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð fyrir samtals 4,5 m3 á ári. Inneign færist ekki á milli ára.

Allir fasteignaeigendur sem greiða sorpeyðingargjald fyrir íbúðarhús og lögbýli fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð fyrir samtals 10 m3 á ári. Inneign færist ekki á milli ára.

Allir fasteignaeigendur sem greiða sorpeyðingargjald fyrir fyrirtæki fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð fyrir samtals 10 m3 á ári. Inneign færist ekki á milli ára.

 Glatist inneignarkort getur fasteignaeigandi nálgast nýtt kort á skrifstofu sveitarfélagsins gegn gjaldi kr. 5.000,-

 Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs.

Móttökugjald á einn m3         6.000 kr.

5.  Gjaldskrá vatnsveitu:

Gjaldskrá vatnsveitu verður óbreytt.

Vatnsskattur eigna í fasteignaskattsflokki A,  lögbýli/einbýlishús, verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 50.000 á hverja eign/hús. 

Vatnsskattur eigna í fasteignaskattsflokki A í skipulagðri frístundabyggð verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 65.000 og lágmarksálagning verði kr. 25.000 á hús.

Vatnsskattur eigna í fasteignaskattsflokki C verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 170.000 á hverja eign/hús. 

Tengigjöld vatnsveitu (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verða kr. 480.965.

Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða kr. 714.385.

Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 25.000.

Fyrir ný skipulagða frístundabyggð sem tengjast skal vatnsveitu sveitarfélagsins skal landeigandi greiða kr. 45.000 fyrir hverja lóð á skipulagi fyrir lagningu stofnlagnar.

Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda verði kr. 15.375 án vsk á dagvinnutíma en sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.

Gjaldskráin miðast við að heimtaug í sumarhús sé 20mm.  Velji menn 25mm heimtaug tvöfaldast tengigjaldið og semja verður sérstaklega um sverari heimtaugar.

6.  Gjaldskrá hitaveitu:

Gjaldskrá hitaveitu verður óbreytt.

5. gr. A, B, C, D og E-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps er þannig:

A. Hemlagjald (varmagjald):

Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lágmarksstilling er 3,0 l/mínútu.

Hemlagjald fyrir hvern mínútulíter á mánuði er kr. 2.640.

B. Rúmmetragjald skv. mæli:

Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns er kr. 125,60.

Sumarbústaður sem er með mæli og greiðir skv. rúmmetragjaldi skal þó aldrei greiða minna en sem nemur 3,0 l/mínútu eða sem nemur kr. 7.921 á mánuði, sbr. A-liður 5. gr.

Mælagjald á mánuði:

            C1 Stærð mælis/hemils DN 15    1.259 kr.

            C2 Stærð mælis/hemils DN 20    1.800 kr.

            C3 Stærð mælis/hemils DN 25    2.224 kr.

            C4 Stærð mælis/hemils DN 32    2.653 kr.

C5 Stærð mælis/hemils DN 40    3.081 kr.

C6 Stærð mælis/hemils DN 50    4.216 kr.

C. Stofngjöld

            Íbúðarhús allt að 300m3 og gróðurhús allt að 200m3 kr. 672.171 og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 256 kr/m3.

Vélageymslur og gripahús allt að 300m3 kr. 390.732 og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 256 kr/m3.

Fyrir sumarhús er stofngjaldið kr. 672.171.

Gjald fyrir auka mælagrind er kr. 100.311.

Auk stofngjaldsins sem að framan greinir skal greiða 5.032 kr. fyrir hvern lengdarmetra heimæðar frá stofnæð.

D. Önnur gjöld

Lokunargjald verður kr. 18.847 og auka álestur kr. 8.869.

 Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda verði kr. 15.375 án vsk á dagvinnutíma en sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.

 Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps áskilur sér rétt til að beita viðurlögum við rofi á innsigli.

7.  Lóðaleiga, verði óbreytt 1% af lóðamati.

8.  Gatnagerðargjöld, verði óbreytt og jafnframt verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum í þéttbýli út árið 2021.

Af hverjum fermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:

Húsgerð

Hlutfall

Einingarverð/m²
m.v. hámarksnýtingar   hlutfall kr.*

Einbýlishús með bílgeymslu

8,5%

15.386 kr.

Parhús með/án bílgeymslu

7,5%

13.575 kr.

Raðhús með/án bílgeymslu

7,0%

12.670 kr.

Fjölbýlishús með/án bílgeymslu

4,0%

7.240 kr.

Verslunar-, þjónustu- og annað húsnæði

3,5%

6.335 kr.

Iðnaðarhúsnæði

3,0%

5.430 kr.

Hesthús

3,0%

5.430 kr.

Gróðurhús o.fl. tengt landbúnaði

1,0%

1.810 kr.

*Verð breytist með byggingarvísitölu, viðmið 580,2 stig í janúar 2013.

Fjárhæð gatnagerðargjalds breytist 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins (181.006 kr./m2, byggingarvísitala 580,2 stig fyrir janúar 2013).

9.  Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg, verði eftirfarandi: 

Sund:                fullorðnir, 19-67 ára                                     börn, 10-18 ára

Stakt skipti                              950 kr.                                       450 kr. 

10 miða kort                        5.000 kr.                                     2.500 kr. 

30 miða kort                      13.000 kr.                                     6.500 kr. 

Árskort                               35.000 kr.                                   17.500 kr. 

Þreksalur:

Stakt skipti                           1.500 kr.

10 miða kort                      11.000 kr.

30 miða kort                      21.000 kr.

Árskort                                           35.000 kr.

Íþróttasalur:

Fullorðinn – 60 mín.              1.500 kr. 

Barn – 60 mín.                           750 kr. 

Hálfur dagur                        12.000 kr. 

Heill dagur                          21.000 kr. 

Sturta                                          700 kr. 

Leiga á sundfatnaði                   700 kr. 

Leiga á handklæði                     700 kr. 

Handklæði og sundföt            1.000 kr.

Íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu er boðið upp á að kaupa árskort í sund, þreksal og íþróttasal.

Fullorðnir, 19-67 ára                10.500 kr. 

Börn, 10-18 ára                          4.500 kr. 

Íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu geta leigt íþróttasalinn fyrir afmælisveislu barna sinna fyrir kr. 4.500.

Börn 0-9 ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá frítt í sund, þreksal og íþróttasal.

10.  Gjaldskrá dagvistargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla:

Gjaldskrá dagvistunargjalda verður óbreytt.

4 klst. vistun                   7.080 kr.

4,5 klst. vistun                7.965 kr.

5 klst. vistun                   8.850 kr.

5,5 klst. vistun                9.735 kr.

6 klst. vistun                10.620 kr.

6,5 klst. vistun             12.005 kr.

7 klst. vistun                13.390 kr.

7,5 klst. vistun             14.775 kr.

8 klst. vistun                16.160 kr.

8,5 klst. vistun             20.930 kr.

9 klst. vistun                25.700 kr.

 Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn. Systkinaafsláttur dagvistunargjalda er samtengdur systkinaafslætti frístundar.

Afsláttur einstæðra foreldra er 20%.

Afsláttur ef annað foreldri er í fullu námi er 20% en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.

11.  Gjaldskrá frístundar:

Gjaldskrá frístundar verður óbreytt.

Hver klukkustund                   300 kr.

 Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn. Systkinaafsláttur frístundar er samtengdur systkinaafslætti dagvistunargjalda.

Afsláttur einstæðra foreldra er 20%.

Afsláttur ef annað foreldri er í fullu námi er 20% en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.

12.  Gjaldskrá mötuneytis:

Gjaldfrjálst er fyrir börn Kerhólsskóla og frístundar í mötuneyti Kerhólsskóla. Jafnframt er gjaldfrjálst fyrir eldri borgara með lögheimili í sveitarfélaginu í mötuneyti Kerhólsskóla.

Hádegisverður, starfsmanna                 550 kr.

Hádegisverður, kostgangara             1.300 kr.

 13.  Gjaldskrá bókasafns:

Heimiliskort, árskort                      1.500 kr.                            

 Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2021.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.

 3.  Fjárhagsáætlun 2021-2024, fyrri umræða

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjár­hags­árin 2021 – 2024 sbr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 var farið yfir hverja deild fyrir sig og hún skoðuð ítarlega með tilliti til þess hver áætlun var vegna 2020 og staða deildarinnar eftir 9-10 mánuði. Þessar forsendur voru svo aðlagaðar aðstæðum.

Við mat á útsvarstekjum var stuðst við upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, upplýsingum úr bókhaldi sveitarfélagsins og íbúaþróun en vísbendingar eru um að íbúasamsetning í sveitarfélaginu leiði ekki til mikilla breytinga á útsvarstekjum.

Útsvarsprósenta er sú sama og árið 2020 eða 12,44%.

Fasteignaskattur er byggður á upplýsingum um álagningastofn frá Þjóðskrá Íslands og prufukeyrslu úr Fasteignaskrá. Álagningarprósenta fasteignaskatts í flokki A, verður 0,470% og álagningarprósenta fasteignaskatts í flokki C verður 1,65%.

Ekki eru áætlaðar tekjur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Í áætluninni er gert ráð fyrir 10% hækkun á gjaldskrá sorpeyðingar og sorphirðu. Gjaldskrá seyrulosunar, hitaveitu og vatnsveitu verða óbreyttar og 50% afsláttur verður af gjaldskrá gatnagerðargjalda.

Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verður óbreytt nema árskort til íbúa hækkar í 10.000 kr. fyrir fullorðna og 5.000 kr. fyrir börn. Gjaldskrá dagvistunargjald verður óbreytt og mötuneyti Kerhólsskóla verður áfram gjaldfrjálst.

Ekki er gert er ráð fyrir lántökum vegna fjárfestinga á árinu né sölu eigna.

 Sveitarstjórn vísar áætluninni til annarrar umræðu.

 4.  Stytting vinnuvikunnar hjá starfsfólki skrifstofu og áhaldahúss.

Fyrir liggja drög að samkomulagi milli starfsmanna skrifstofu og áhaldahúss sveitarfélagsins og Grímsnes- og Grafningshrepps um fyrirkomulag á styttingu vinnuvikunnar, skv. samkomulagi milli stéttarfélaga og sveitarfélaga.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög.

 5.  Skipulagsmál - 2010032 - Stóra-Borg lóð 13 L218057; Pallur og kúlutjald; Fyrirspurn.

Lögð er fram að nýju fyrirspurn frá Ögmundi Gíslasyni vegna áætlana um að setja upp kúlutjöld og palla á landi nr. 13 við Stóru-Borg.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við erindið.

 6.  Úrskurður nr. 99/2020 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Fyrir liggur úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 99/2020 þar sem kærð var ákvörðun byggingarfulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps frá 14. október 2020 um að leggja dagsektir að fjárhæð 20.000 kr. á dag á eiganda Þerneyjarsunds 23 frá og með 16. Nóvember 2020. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunarinnar er hafnað. Lagt fram til kynningar.

 7.  Beiðni um styrk frá reiðveganefnd hestamannafélagsins Trausta vegna lagfæringar á reiðvegi.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Benedikt Gústavssyni f.h. reiðveganefndar hestamannafélagsins Trausta, dagsettur 25. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir styrk til að lagfæra reiðveg milli Hamra og Ormsstaða. Áætlaður kostnaður framkvæmdarinnar er 500.000 kr., en félagið getur lagt fram 200.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 8.  Minnisblað vegna kostnaðarmats vatnsveitu frá Fljótsbotnum.

Fyrir liggur minnisblað frá Eyþóri Sigurðssyni hjá Verkís, dagsett 25. nóvember 2020, um kostnaðarmat vegna sameiginlegrar vatnsveitu uppsveitanna frá Fljótsbotnum. Þar kemur fram að heildar stofnkostnaður verkefnisins sé áætlaður 1.263.100.000 kr., en þar af yrði hlutur Grímsnes- og Grafningshrepps 256.600.000 kr.

Minnisblaðið lagt fram til kynningar.

 9.  Bréf frá BSRB um styttingu vinnuvikunnar.

Fyrir liggur bréf undirritað af fulltrúum BSRB, ASÍ, BHM, Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla, dagsett 18. nóvember 2020, þar sem fjallað er um mikilvægi þess að vanda til verka við styttingu vinnuvikunnar og ávinninginn af styttri vinnuviku fyrir starfsfólk.

Bréfið lagt fram til kynningar.

10.  Bókun byggðaráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar um kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarstjóði.

Fyrir liggur bókun byggðaráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 24. nóvember 2020, þar sem skorað er á Reykjavíkurborg að falla frá kröfu sinni á hendur Jöfnunarsjóði upp á um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum. Jafnframt skorar byggðaráð sveitarfélagsins Skagafjarðar á önnur sveitarfélög á landinu að taka undir bókunina og gera hana að sinni.

Bókunin lögð fram til kynningar.

11.  Ársskýrsla og ársreikningur Hjálparsveitarinnar Tintron 2019.

Fyrir liggur ársskýrsla og ársreikningur Hjálparsveitarinnar Tintron fyrir árið 2019.

Lagt fram til kynningar.

 12.  Ársskýrsla Persónuverndar 2019.

Fyrir liggur ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2019.

Ársskýrslan lögð fram til kynningar.

13.  Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála vegna Covid-19.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Maríu Ingibjörgu Kristjánsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. nóvember 2020, þar sem kynnt er 8. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

 14.  Tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar.

Fyrir liggur tillaga Skipulagsstofnunar að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026, ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða m.t.t. laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða.

Tillagan lögð fram til kynningar.

15.  Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 81. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 16.  Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis), 82. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

17.  Beiðni Alþingis- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030, 278. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 18.  Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 19.  Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 20.  Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 21.  Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 22.  Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 23.  Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir o.fl.), 311. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 24.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 25.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 26.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 104. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 27.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 28.  Önnur mál.

a)   Brennu- og skoteldaleyfi.

Fyrir liggur beiðni frá Hjálparsveitinni Tintron um brennu- og skoteldaleyfi fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu á Borg þann 31. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita brennu- og skoteldaleyfi.

 

Getum við bætt efni síðunnar?