Fara í efni

Sveitarstjórn

496. fundur 16. desember 2020 kl. 13:00 - 18:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

Oddviti leitar afbrigða.

Samþykkt samhljóða

a)      Fyrirhuguð stofnun miðhálendisþjóðgarðs.

b)      Minnisblað um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, kostnaðarskipting og framkvæmd.

1.  Fundargerðir

a)      Fundargerð 1. fundar stýrihóps um verkefnið Heilsueflandi samfélag, 30. mars 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b)     Fundargerð 2. fundar stýrihóps um verkefnið Heilsueflandi samfélag, 27. ágúst 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 c)      Fundargerð 207. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 9. desember 2020.

Mál nr. 15, 16, 17, 18, 19 og 26 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 207. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 9. desember 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 15: 2009103 - Hrossakrókar L168261; Úr landi Miðengis; Deiliskipulag.

Lögð er fram uppfærð umsókn frá Benedikt Gústavssyni þar sem nú er óskað eftir að stofna um 35.500 lóð úr landi Miðengis L168261 þar sem vinnsla við deiliskipulag fer á bið þar til endurskoðað aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps tekur gildi. Lóðin mun fá staðfangið Hrossakrókar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið. Ekki er gerð athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. grein jarðalaga.

Mál nr. 16: 2011085 - Höfðabraut 1 L196603; Vaðnes; Þakgerð; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Sigurlaugu Vilhjálmsdóttur og Tryggva Tryggvasyni varðandi breytingu á deiliskipulagi sumarhúslóðar við Höfðabraut 1. Í breytingunni felst að þakform verði gefið frjálst m.t.t. þakhalla, formlegu og stefnu. Í umsókninni felst að breytingin skuli eingöngu taka til Höfðarbrautar 1.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Breytingin taki til deiliskipulagssvæðisins í heild. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum innan deiliskipulagssvæðis.

Mál nr. 17: 2012001 - Foss L168242; Foss 2 og 3; Skipting lands og stofnun lóða.

Lögð er fram umsókn Landforms, dags. 30. nóvember 2020, f.h. landeigenda um skiptingu jarðarinnar Foss L168242 í þrjá hluta. Óskað er eftir að stofna annars vegar 180,03 ha landeign sem fengi staðfangið Foss 2 og hins vegar 152,50 ha landeign sem fengi staðfangið Foss 3. Eftir skiptin mælist Foss með stærðina 236,14 ha skv. meðfylgjandi lóðablaði en hún er í dag skráð með stærðina 0,0 í fasteignaskrá þar sem hnitsett uppmæling hennar hefur ekki legið fyrir fyrr en nú. Aðkomur að landeignunum eru frá Kiðjabergsvegi (353) um núverandi aðkomur að sumarbústöðum innan jarðarinnar skv. lóðablaði.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi umsókn, með fyrirvara um að samþykki aðliggjandi landeigenda liggi fyrir þar sem það á við. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. grein jarðalaga.

Mál nr. 18: 2010051 - Nesjar L170824; Tjarnarlaut 6 L186649; Minnkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram breyting á deiliskipulagi í landi Nesja, Tjarnarlaut 6, eftir grenndarkynningu. Athugasemdir bárust á grenndarkynningartímanum sem lagðar eru fram til kynningar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 19: 2012008 - Grýluhraun 1, 3 og 5; Farborgir; Sameining lóða; Kæra til ÚUA.

Lagður er fram tölvupóstur, móttekinn þann 3. desember frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem kynnt er stjórnsýslukæra sem móttekin var þann 2. desember vegna ákvörðunar um breytingu á deiliskipulagi við Grýluhraun 1, 3 og 5.

Sveitarstjórn ítrekar fyrri bókun sína vegna afgreiðslu málsins og bendir á að þó svo að helsta markmið ákvæða aðalskipulags sé að ekki sé heimiluð fjölgun lóða innan þegar skipulagðra frístundasvæða að þá eigi ákvæði þetta sannarlega einnig við vegna sameiningar á lóðum. Slíkt er fordæmisgefandi gagnvart sambærilegum beiðnum og þarf því að huga vel að því að slíkar heimildir séu vel rökstuddar. Að mati sveitarstjórnar liggur ekki fullnægjandi rökstuðningur að baki ítrekaðri beiðni um sameiningu lóða innan svæðisins. Skipulagsfulltrúa falið að svara kærunni í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

 Mál nr. 26: 2011004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 20-132.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 2. desember 2020.

 d)     Fundargerð 81. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 26. nóvember 2020.

Mál nr. 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram fundargerð 81. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, dagsett 26. nóvember 2020. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar;

Mál nr. 4: Fjárhagsáætlun UTU 2021.

Farið var yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.  Niðurstöðutala hennar er 169.521.649 sem skiptist niður á sveitarfélögin samkvæmt samþykktum hlutföllum.  Hlutur Grímsnes- og Grafningshrepps er áætlaður 54.246.928 kr. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun en gerir þó athugasemd við að ekki komi fram hvort húsaleiga muni hækka á árinu vegna þeirra breytinga sem til stendur að gera á húsnæðismálum embættisins.

 e)      Fundargerð 82. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 9. desember 2020.

Lögð fram fundargerð 82. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, dagsett 9. desember 2020. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Húsnæðismál UTU.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps telur að sú lausn sem stjórn UTU leggur til að verði samþykkt sé ófullnægjandi miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að stjórn leggi til að embættið verði áfram í húsnæði sem verður enn of lítið eftir lagfæringar og bætir ekki aðbúnað starfsfólks. Jafnframt gerir sveitarstjórn athugasemdir við að stjórn leggi til með þessari bókun að samþykkt sé að rekstrarkostnaður embættisins verði töluvert hærri þrátt fyrir að annar möguleiki sé hagkvæmari. Sveitarstjórn telur með öllu óskiljanlegt að stjórn leggi til dýrari tillöguna þegar í sömu fundargerð er skrifstofustjóra embættisins sett fyrir að hagræða í rekstri embættisins. Í 10. grein í samþykktum byggðasamlagsins fyrir Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita segir „Ákvarðanir um lántökur, húsnæðismál eða mál er varða útgjöld umfram fjárhagsáætlun byggðasamlagsins þarfnast staðfestingar frá sveitarstjórnum allra aðildarsveitarfélaganna“. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið óskar sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hér með eftir að öll aðildarsveitarfélögin taki afstöðu til þeirra tveggja valkosta sem liggja fyrir í húsnæðismálum embættisins. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða að embættið verði staðsett í þeirri aðstöðu sem Grímsnes- og Grafningshreppur bauð fram þann 3.   júlí s.l.

 f)       Fundargerð frá fundi Oddvitanefndar UTU, 27. nóvember 2020.

Mál nr. 1, 2, 3 og 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram fundargerð frá fundi Oddvitanefndar UTU, dagsett 27. nóvember 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Drög að endurnýjun á samstarfssamningi.

Farið var yfir greiningu á föstum kostnaði o.fl. og kynnt efni minnisblaðs sem var tekið saman í þessari vinnu.  Þá var farið yfir tillögur að efnisbreytingum á samstarfssamningum frá síðasta fundi og kynnt útfærsla á kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaganna. Miklar umræður fóru fram á fundinum um drögin og snérust þær sérstaklega að kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaganna og þá gagnvart skiptingu á föstum kostnaði. Samþykkt var að sveitarstjórar allra sveitarfélaganna myndu funda fljótlega um efni samningsins og gera að tillögu breytingum sem gætu leitt til sameiginlegrar niðurstöðu. Jafnframt var samþykkt að kostnaðarskipting á árinu 2020 yrði með þeim hætti að 5% af föstum kostnaði af rekstri Seyrustaða, hreinsibifreiðar og þjónustufulltrúa yrði skipt jafnt á milli sveitarfélaganna áður en samnings- og hefðbundin skipting tæki við.  Tillögu þessari er vísað til sveitarfélaganna til endanlegrar afgreiðslu.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir athugasemd við kostnaðarskiptinguna og samþykkir kostnaðarskiptingu starfshópsins.

Mál nr. 2: Gjaldskrá Seyrustaða 2021.

Rætt var um gjaldskrá Seyrustaða fyrir árið 2021.  Gert er ráð fyrir þeirri breytingu að gjaldskráin verði sett í nafni Hrunamannahrepps á grundvelli fráveitusamþykkta Hrunamannahrepps. Fundarmenn voru sammála um að gera breytingar á gjaldskrá þannig að móttökugjald hækki um 3,3% á milli ára.  Þá voru tekin upp ákvæði varðandi aukalosanir og aðildarsveitarfélögn hvött til að setja sér samræmda gjaldskrá varðandi aukalosanir en gert er ráð fyrir að aðildarsveitarfélögin innheimti gjöld vegna aukalosana beint til sín. Tillaga að gjaldskrá 2021 samþykkt og vísað að nýju til sveitarfélaganna til endanlegrar afgreiðslu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá Seyrustaða fyrir árið 2021.

Mál nr. 3: Fjárhagsáætlun 2021.

Lögð var fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og hún samþykkt með þeim breytingum að gera eigi ráð fyrir 5% skiptingu á milli sveitarfélaganna á föstum kostnaði.  Þá var lagt til að fjárfestingu að fjárhæð 6 millj. yrði frestað tímabundið. Samþykktri fjárhagsáætlun vísað til sveitarfélaganna til endanlegrar afgreiðslu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun að öðru leyti en því sem snýr að skiptingu á föstum kostnaði, sbr. bókun við lið númer 1.

Mál nr. 4: Skiptayfirlýsing og lóðaleigusamningur vegna Flatholts 2.

Lögð var fram skiptayfirlýsing og lóðaleigusamningur vegna fasteignarinnar að Flatholti 2 á Flúðum. Í skiptayfirlýsingunni  koma fram eignarhlutföll aðildarsveitarfélaganna sem eru í samræmi við framlög til fjárfestingarinnar. Skiptayfirlýsingin og lóðarleigusamningurinn samþykkt og vísað til sveitarfélaganna til afgreiðslu og heimilda til undirritunar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skiptayfirlýsingu og lóðaleigusamning vegna Flatholts 2.

Þó er gerð athugasemd við tilgreind landnúmer og fastanúmer eignarinnar að Flatholti 2. Sveitarstjóra falið að skrifa undir skiptayfirlýsinguna og lóðaleigusamninginn.

 g)      Fundargerð 297. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 30. október 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 h)     Fundargerð 298. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 24. nóvember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 i)       Fundargerð 46. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 3. desember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 j)       Fundargerð 13. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 26. nóvember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 k)     Fundargerð aðalfundar Bergrisans bs., 25. nóvember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 l)       Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, 30. október 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 m)   Fundargerð aðalfundar SASS, 29.- 30. október 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 n)     Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands, 30. október 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 o)      Fundargerð aðalfundar Leikfélagsins Borg, 3. júní 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 p)     Fundargerð 19. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 12. nóvember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.  Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2021.

Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árin 2021-2024 er tekin til lokaafgreiðslu.

Helstu lykiltölur samstæðureikningsins í þúsundum króna:

                                                2021                         2022                            2023                      2024

Tekjur                              1.123.941                  1.172.838                    1.223.984             1.277.484

Gjöld                               1.091.312                  1.133.707                    1.179.351             1.224.911

Fjármagnsgjöld                 28.333                      30.630                         33.629                    34.243

Rekstrarafgangur                4.297                         8.501                        11.003                    18.330

Eignir                             2.305.246                  2.276.423                    2.246.473              2.219.943

Skuldir                             926.612                     889.288                        848.335                803.474

Eigið fé                         1.378.634                  1.387.135                     1.398.138             1.416.468

Fjárfestingar (nettó)       237.050                     239.500                        166.000                126.000

Ekki er gert er ráð fyrir lántöku né sölu eigna vegna fjárfestinga.

 Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárin 2021-2024.

3.  Stytting vinnuvikunnar hjá starfsfólki Kerhólsskóla.

Fyrir liggja drög að samkomulagi milli starfsmanna Kerhólsskóla og Grímsnes- og Grafningshrepps um fyrirkomulag á styttingu vinnuvikunnar, skv. samkomulagi milli stéttarfélaga og sveitarfélaga. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög.

4.  Skipan fulltrúa í fjallskilanefnd.

Fyrir liggur að Ingólfur Oddgeir Jónsson, aðalmaður í fjallskilanefnd, er fluttur úr Grafningi. Til þess að jafna hlutfall milli afrétta í nefndinni er lagt til að Ása Valdís Árnadóttir taki sæti hans í nefndinni og verði jafnframt formaður nefndarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipanina.

5.  Aðalfulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps í Skipulagsnefnd Uppsveita

Fyrir liggur að Ingibjörg Harðardóttir, aðalfulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps í Skipulagsnefnd Uppsveita hefur beðist lausnar frá störfum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ása Valdís Árnadóttir verði aðalfulltrúi sveitarfélagsins í nefndinni í hennar stað.

6.  Kauptilboð í hlut sveitarfélagsins í borholu á Stóra-Hálsi.

Auglýst var eftir tilboðum í hlut sveitarfélagsins í borholu á Stóra-Hálsi. Hlutur sveitarfélagsins er 85%. Tvö tilboð bárust og er hæsta tilboð að fjárhæð 350.000 kr. frá Ingþóri Óla Thorlacius og Halldóri Bergmann Þorvaldssyni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka hæsta boði með fyrirvara um forkaupsrétt landeiganda að Stóra-Hálsi. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra / oddvita að undirrita kaupsamninginn og afsalið.

7.  Drög að verk- og kostnaðaráætlun vegna deiliskipulags fyrir þéttbýlið Borg.

Fyrir liggja drög að verk- og kostnaðaráætlun frá Eflu verkfræðistofu vegna deiliskipulags fyrir þéttbýlið Borg.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð og felur oddvita / sveitarstjóra að undirrita samning.

8.  Bréf frá Ásgarðsnefnd Oddfellow um aðgengi að skógræktar- og útivistarlandi í eigu Oddfellow í Ásgarðslandi.

Fyrir liggur bréf frá Ásgarðsnefnd Oddfellow, dagsett 5. desember 2020, þar sem óskað er eftir því sveitarfélagið finni ásættanlega lausn á aðgengi að skógræktar- og útivistarlandi í eigu Oddfellow í Ásgarðslandi. Við endurgerð Búrfellsvegs nr. 351 tapaðist vegsamband frá Búrfellsvegi að umræddu landi.

Sveitarstjórn felur oddvita að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

9.  Skipulagsmál - 2010091 - Neðan-Sogsvegar 61 L169338; Norðurkot; Skipting lóðar; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram að nýju umsókn frá Þrúði Karlsdóttur er varðar uppskiptingu lóðar Neðan-Sogsvegar 61. Í skiptingunni felst skilgreining núverandi svæðis sem lóðin tekur til og tillaga að skiptingu hennar.

Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða. Í skilmálum aðalskipulags er ekki gert ráð fyrir uppskiptingu lóða innan þegar byggðra sumarhúsasvæða.

10.  Tilkynning um kæru 127/2020 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Fyrir liggur tilkynning um kæru nr. 127/2020 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem kærð er sú ákvörðun sveitarstjórnar að synja eigendum lóða við Grýluhraun 1, 3 og 5 um breytingu á skipan lóða.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að svara kærunni í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

11.  Tilkynning um kæru 128/2020 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Fyrir liggur tilkynning um kæru nr. 128/2020 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem kærð er sú ákvörðun sveitarstjórnar að leiðrétta ekki lóðamörk lóðarinnar að Þórsstíg 3.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela lögmanni sveitarfélagsins að svara kærunni.

12.  Tilkynning um kæru 130/2020 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Fyrir liggur tilkynning um kæru nr. 130/2020 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem kærð er sú ákvörðun sveitarstjórnar að synja eiganda lóðarinnar Kerhrauns C 103/104 um að breyta lóðinni úr frístundabyggð í landbúnaðarlóð í aðalskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela lögmanni sveitarfélagsins að svara kærunni.

13.  Endurnýjun samnings milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Motus.

Fyrir liggur endurnýjaður samningur milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Motus um innheimtuþjónustu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samninginn og felur sveitarstjóra / oddvita að annast undirritun hans.

14.  Bréf frá stjórn Svifflugfélags Íslands vegna áforma um byggingu vindorkugarðs á Mosfellsheiði.

Fyrir liggur bréf frá stjórn Svifflugfélags Íslands, dagsett 7. desember 2020, þar sem settar eru fram athugasemdir við áform um breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Gafningshrepps vegna áforma um byggingu vindorkugarðs á Mosfellsheiði.

Bréfið lagt fram til kynningar.

15.  Þátttaka í stafrænu ráði sveitarfélaga á Suðurlandi.

Fyrir liggur beiðni um þátttöku í stafrænu ráði sveitarfélaga á Suðurlandi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu, sem felst í stofnun miðlægs tækniteymis Sambands íslenskra sveitarfélaga sem sinna mun innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagna gagnvart öllum sveitarfélögum landsins.

16.  Bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.

Fyrir liggur bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, þar sem sveitarstjórn leggst alfarið gegn stofnun þjóðgarðsins og hvetur önnur sveitarfélög í landinu til að gera slíkt hið sama.

Bókunin lögð fram til kynningar.

17.  Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019.

Fyrir liggur ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2019.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

18.  Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum, 106. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

19.  Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

20.  Næsti fundur sveitarstjórnar.

Samþykkt er að fella niður næsta reglulega fund sveitarstjórnar þann 6. janúar n.k. Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 20. janúar 2021, kl. 9:00.

 21.  Önnur mál.

a)      Fyrirhuguð stofnun miðhálendisþjóðgarðs.

Af umræðunni um frumvarp umhverfisráðherra um Miðhálendisþjóðgarð má ljóst vera að ekki hefur tekist að vinna málinu það brautargengi sem til þarf, ef skapa á víðtæka sátt um verkefnið. Það er mat sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps að málefnið um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sé svo stórt í sniðum að ekki sé skynsamlegt að leiða það til lykta nema um það ríki þjóðarsátt og í því felist tækifæri og ávinningur fyrir komandi kynslóðir. Jafnframt mætti hugsa sér, að það sé einmitt hlutverk komandi kynslóða að leggja mat á þau tækifæri og ákveða sjálfar hvort og hvenær sett verða lög um Miðhálendisþjóðgarð – að fenginni meiri og betri reynslu af starfsemi þeirra þjóðgarða sem þegar eru við lýði, og fylgt hafa misfellur sem nauðsynlegt virðist að jafna. Aðeins þannig er líklegt að umræðan þroskist, hugmyndin þróist og sárin grói eftir þann ,,utanvegaakstur“ sem stundaður hefur verið í umræðunni um þjóðgarða.

 b)      Minnisblað um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, kostnaðarskipting og framkvæmd.

Fyrir liggur minnisblað um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, kostnaðarskipting og framkvæmd. Starfshópurinn og verkefnisstjórn leggur til að áfram verði unnið að gerð svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið og að skipting kostnaðar sveitarfélaganna byggi á töflu og starfsreglum sem voru til kynningar á fundi starfshópsins 18. nóvember s.l.

Hvert sveitarfélag þarf til samræmis við skipulagslög að skipa tvo aðalmenn og tvo til vara í starfshópinn sem vinnur að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. Staðfesta þarf skipan tveggja aðalmanna og tveggja til vara í starfshópinn um gerð svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið.

Sveitarstjórn skipar eftirtalda aðila sem aðalmenn í starfshóp um svæðisskipulagsvinnuna: Ása Valdís Árnadóttir og Björn Kristinn Pálmarsson og til vara Smári Bergmann Kolbeinsson og Bjarni Þorkelsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ráðgjafar EFLU leiði vinnu við gerð svæðisskipulagsins og fyrirliggjandi tillögu að kostnaðarskiptingu verkefnisins.

Getum við bætt efni síðunnar?