Fara í efni

Sveitarstjórn

497. fundur 20. janúar 2021 kl. 13:00 - 17:10 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.  Fundargerðir

a)      Fundargerð 208. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 22. desember 2020.

Mál nr. 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12 og 16 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 208. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 22. desember 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 6: 2012022 - Kiðjaberg lóð 114 L200172; Stækkun byggingarreits; Fyrirspurn.

Lögð er fram fyrirspurn er varðar stækkun byggingarreits á lóð Kiðjabergs lóð 114.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að umsókn um stækkun byggingarreits verði hafnað. Samkvæmt gr.5.3.2.12 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 skal ekki byggja nær lóðarmörkum en 10 metra innan frístundasvæða. Sveitarstjórn telur að sú takmörkun eigi jafnt við að mörkum aðliggjandi lóða sem og að vegum. Mælst er til þess við umsækjanda að staðsetja húsið innan byggingarreits lóðar í samræmi við deiliskipulag svæðisins.

Mál nr. 7: 2010071 - Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Skilgreining iðnaðarsvæðis; Deiliskipulag.

Lögð er fram tillaga deiliskipulags vegna Gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi í landi Króks L170822. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir þremur borholum ásamt gufuskilju, gufuháf ásamt gufulögnum og öðrum búnaði gufuaflsvirkjunar auk stöðvarhúss og kæliturna. Gert er ráð fyrir því að 11 kV jarðstrengur verði lagður um 7 km leið að bænum Króki. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagstillöguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 8: 2012023 - Ásborgir 44 og 46 L199041 og L199042; Sameiningar lóða; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Grímsborgum ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi Ásborga í landi Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst sameining lóða Ásborga 44 L199041 og Ásborga 46 199042 sem báðar eru verslunar- og þjónustulóðir. Að sameiningu lokinni fær lóðin staðfangið Ásborgir 44 og verður 12.413 fm að stærð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.

Mál nr. 9: 2012021 - Minni-Borg Baula (L169146); umsókn um byggingarleyfi; gestahús.

Fyrir liggur umsókn Höllu H. Hamar fyrir hönd Önnu Ó. Sigurðardóttur og Stefáns Hrafnkelssonar, móttekin 11.12.2020 um byggingarleyfi til að byggja 62 fm gestahús á íbúðarhúsalóðinni Minni-Borg Baula L169146 í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 10: 2010070 - Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Skilgreining iðnaðarsvæðis; Aðalskipulagsbreyting.

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna gufuaflsvirkjunnar á Folaldahálsi í landi Króks, L170822. Í breytingunni felst skilgreining iðnaðarsvæðis á Folaldahálsi fyrir gufuaflsvirkjun. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW sem nýtt verður fyrir sumarhúsabyggð og mögulega aðra starfsemi í landi Króks.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 11: 2009076 - Eyvík 2 L168241; Eyvík 3; Stofnun lóðar.

Uppfært lóðablað lagt fram til kynningar þar sem hnitpunktur 4 hefur verið færður til eftir breyttu samkomulagi. Línan á milli punkta 3 og 4 er þar með á mörkum Eyvíkur og Eyvíkur II og stækkar lóðin úr 5.153 fm í 5.688 fm við breytinguna. Fyrir liggur undirritað samþykki eigenda beggja jarða á uppfærðu lóðablaði móttekið 22.12.2020. Grenndarkynning á því að á lóðinni verði byggt íbúðarhús lauk með athugasemdarfresti til 21.12.2020 og bárust engar athugasemdir.

Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við uppfærð gögn málsins. Skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu. Smári Bergmann Kolbeinsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 12: 2012010 - Nesjar; Stapavík L170904; Frístundalóðir; Deiliskipulag.

Lögð er fram umsókn frá Höskuldi Darra Ellertssyni er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til lóðarinnar Stapavík L170904 að Nesjum. Í deiliskipulaginu felst skilgreining þriggja lóða auk byggingarheimilda.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Þar sem um áður ódeiliskipulagt svæði er um að ræða telur sveitarstjórn samþykkt þess ekki stangast á við stefnumörkun aðalskipulags er varðar uppskiptingu lóða innan sumarhúsahverfa.

Mál nr. 16: 2012002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 20-133.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16. desember 2020.

 b)     Fundargerð 209. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 13. janúar 2021.

Mál nr. 10, 11, 12, 13 og 22 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 209. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 13. janúar 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 10: 2012039 - Grænahlíð; Efri-Brú; Hliðrun lóða og skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Landhönnun slf. f.h. landeigenda Grænuhlíðar er varðar breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í breytingunum felst hliðrun á lóðum og grænum svæðum innan skipulagssvæðisins auk breytinga á greinargerð þar sem settar eru fram nánari kvaðir varðandi útlit og eðli bygginga og lóðaframkvæmda.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.

Mál nr. 11: 2012041 - Eyvík 1 (L225230); umsókn um byggingarleyfi; garðstofa.

Fyrir liggur umsókn Smára B. Kolbeinssonar og Írisar Gunnarsdóttir, móttekin 30. desember 2020 um byggingarleyfi fyrir garðstofu 37,5 fm við íbúðarhúsið í Eyvík 1 (L225230) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 207,1 fm.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Smári Bergmann Kolbeinsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 12: 2011059 - Stangarbraut 20 L202435; Breyting á byggingareit; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Sigurði Halldórssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Öndverðarness, Kambshverfi. Í breytingunni felst að byggingarreitur lóðarinnar er skilgreindur í 10 m fjarlægð frá lóðarmörkum til norðurs, að vegslóða í stað 20 m. Tilgangur stækkunar er m.a. að vernda hól sem er innan byggingarreits fyrir jarðraski.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um uppfærð gögn í samráði við skipulagsfulltrúa UTU. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt.

Mál nr. 13: 2012035 - Nesjar (Réttarháls 10) L170889; Staðfesting á afmörkun og breytt heiti lóðar.

Lögð er fram umsókn Einars S. Ingólfssonar, dags. 19. desember 2020, um staðfestingu á afmörkun og heiti lóðarinnar Nesjar L170889 skv. meðfylgjandi lóðablaði. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Réttarháls 10. Stærð lóðarinnar mælist 2.364 fm skv. afmörkun og er í samræmi við skráningu í fasteignaskrá. Þá er óskað eftir að ekki verði gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðarlaga.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við staðfestingu á legu lóðar og breytt staðfang skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið með fyrirvara um samþykki á hnitsettri afmörkun þar sem við á.

Mál nr. 22: 2012004F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20-134.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 6. janúar 2021.

c)      Fundargerð ársfundar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, 11. desember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 d)     Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 5. janúar 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e)      Fundargerð 3. fundar starfshóps um sameiginlega vatnsveitu Uppsveita, 6. janúar 2021.

Lögð fram 3. fundargerð starfshóps um sameiginlega vatnsveitu Uppsveita, dagsett 6. janúar 2022.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í áframhaldandi hönnun og útfærslu á sameiginlegri vatnsveitu í Uppsveitum. Samhliða þessari vinnu verða aðrir valkostir skoðaðir við vatnsöflun. Ragnari Guðmundssyni umsjónarmanni aðveitna og Smára Bergmann Kolbeinssyni formanni veitunefndar falið að vinna áfram að málinu.

 f)       Fundargerð 18. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 15. desember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 g)      Fundargerð 9. fundar bygginganefndar Búðarstígs 22, 15. desember 2020

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 h)     Fundargerð fundar lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum, 15. desember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 i)       Fundargerð 24. fundar stjórnar Bergrisans, 9. desember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 j)       Fundargerð 25. fundar stjórnar Bergrisans, 14. desember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 k)     Fundargerð 565. fundar stjórnar SASS, 4. desember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 l)       Fundargerð 892. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 11. desember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.  Erindi til sveitarfélagsins Árborgar um sameiginlega vatnsöflun.

Ræddir voru kostir um vatnsöflun í sveitarfélaginu og mögulegt samstarf við Sveitarfélagið Árborg um sameiginlega vatnsöflun. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita að senda erindi til bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar.

3.  Erindi frá Þresti Sigurjónssyni um umferðarrétt að lóðinni Stóru-Borg  lóð 7 (L218051).

Fyrir liggur bréf frá Þresti Sigurjónssyni, dagsett 13. janúar 2021, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir umferðarrétti frá Sólheimavegi um Oddsholtsveg að línuvegi út í lóðina Stóru-Borg lóð 7 (L218051). Lóðin er skilgreind sem frístundasvæði í aðalskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Björn Kristinn Pálmarsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

4.  Erindi frá stjórn Bergrisans bs. vegna viðaukasamnings við Sólheima SES.

Fyrir liggur beiðni frá stjórn Bergrisans bs., dagsett 6. janúar 2021, um gerð viðaukasamnings um þjónustu við einstakling með sértækar þjónustuþarfir og lán til uppbyggingar á sértæku húsnæði á Sólheimum.

Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

5.  Erindi til sveitarstjórnar frá Magnúsi Ingberg Jónssyni vegna Lyngdals (L168232).

Fyrir liggur erindi frá Magnúsi Ingberg Jónssyni, dagsett 28. desember 2020, þar sem óskað er eftir tilboði frá sveitarfélaginu í jörðina Lyngdal (L168232).

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela formanni veitunefndar, Smára Bergmann Kolbeinssyni að vinna málið áfram. Ingibjörg Harðardóttir vék sæti við afgreiðslu málsins.

6.  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II í Vesturbrúnum 4 í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 11. janúar 2021, þar sem óskað er eftir umsögn vegna leyfis til sölu gistingar í flokki II í Vesturbrúnum 4 í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er í skipulagðri frístundabyggð.

7.  Erindi frá Hrunamannahrepp vegna vinnuhóps um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitunum.

Fyrir liggur erindi frá Hrunamannahrepp, dagsett 17. desember 2020, þar sem óskað er eftir fulltrúum frá sveitarfélaginu í sameiginlegan vinnuhóp um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum Árnessýslu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ása Valdís Árnadóttir og Björn Kristinn Pálmarsson verði fulltrúar sveitarfélagsins í vinnuhópnum.

8.  Beiðni um styrk frá Ferlir vegna heimasíðunnar www.ferlir.is.

Fyrir liggur beiðni um styrk frá vefsíðunni www.ferlir.is að fjárhæð 7.900 kr. til að viðhalda vefsíðunni.

Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða.

9.  Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi varðandi framboð grænkerafæðis í skólum.

Fyrir liggur áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi, dagsett 29. desember 2020, um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum. Erindið lagt fram til kynningar.

10.  Upplýsingar frá Landgræðslunni um uppgræðslu í samstarfsverkefnum í sveitarfélaginu á árinu 2020.

Fyrir liggur bréf frá Landgræðslunni, dagsett 23. desember 2020, þar sem kynnt er hvaða uppgræðsluverkefni hafa verið unnin í samstarfsverkefnum í sveitarfélaginu á árinu 2020.

Lagt fram til kynningar.

11.  Lokaskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning.

Fyrir liggur erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. desember 2020, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórna til eins opinbers stuðningskerfis við leigjendur. Lokaskýrsla um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning fylgir.

Sveitarstjórn telur jákvætt að einfalda stuðningskerfi við leigjendur.

12.  Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna COVID-19.

Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 15. desember 2020, varðandi tillögur Velferðarvaktarinnar til sjórnvalda í mótvægisaðgerðum vegna Covid-19 faraldursins.

Lagt fram til kynningar.

13.  Opinber kynning Umhverfisstofnunar á drögum að vatnaáætlun, aðgerðaráætlun, vöktunaráætlun og umhverfisskýrslu vatnaáætlunar.

Lagt fram til kynningar.

14.  Beiðni Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um umsögn á drögum að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.

Afgreiðslu málsins frestað.

15.  Beiðni Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um umsögn á drögum að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á sveitarfélög.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

16.  Beiðni Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um umsögn á „Grænbók um byggðamál“.

Lagt fram til kynningar.

17.  Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.

 Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps er sammála um að vernda þurfi víðerni miðhálendis Íslands sérstaklega í ljósi þessi að hér eru ein stærstu víðerni Evrópu og verðmæti þeirra því mikið. Sveitarstjórn telur að fara þurfi enn dýpra í nokkur atriði innan frumvarpsins, má þar nefna skipulagsvald sveitarfélaganna, starfsmannamál innan rekstrarsvæða og vinnu við tillögur á stjórnunar- og verndaráætlun. Stofnun Hálendisþjóðgarðs er málefni allra landsmanna og liggur því fyrir að skapa þurfi víðtæka sátt um verkefnið. Það er því mat sveitarstjórnar að til að fá meiri sátt um verkefnið þurfi að hægja á ferðinni og vinna enn nánar að hugmyndafræðinni í samráði við sveitarfélögin.    

18.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

19.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

20.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

21.  Beiðni Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, 360. mál.

      Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

22.  Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um kosningalög, 339. mál.

      Frumvarpið lagt fram til kynningar.

Getum við bætt efni síðunnar?