Fara í efni

Sveitarstjórn

213. fundur 20. desember 2007 kl. 09:00 - 11:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður K. Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða
a) Aðalskipulagsbreyting í landi Þóroddstaða.
b) Veitulagnir vegna Stangarlækjar og stofnlögn að Minna-Mosfelli.
c) Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar.
d) Brennuleyfi.
e) Útboð vegna háhraðatenginga.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. desember 2007 liggur frammi á fundinum.

2. Fundargerðir.
a) 14. fundur bygginganefndar uppsveita Árnessýslu, 11.12.2007.
Sveitarstjórn gerir athugasemd við mál nr. 3622 og 3634 að þar séu heimiluð bygging gestahúsa sem eru stærri en núverandi skilmálar svæðisins heimila.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti samhljóða.

b) 44. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, 17.12.2007.
Varðandi lið 9 þá beinir sveitarstjórn þeim tilmælum til landeiganda að samræmdir verði byggingaskilmálar á svæðinu.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti samhljóða. 

c) 97. fundur félagsmálanefndar, 07.12.2007.
Fundargerðin lögð fram og staðfest. 

3. Skipulagsmál.
a) Aðalskipulag
1) Miðengi-íbúðarbyggð.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Miðengis. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að 3 ha. svæði sem liggur upp að aðkomuvegi að frístundahúsasvæði í landi Miðengis, vestan aðkomuvegar að bæjartorfu Miðengis, breytist úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði. Í dag er í gildi deiliskipulag fyrir tvær íbúðarhúsalóðir á þessu svæði en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í 10 talsins. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 21. gr. byggingar- og skipulagslaga. Hildur Magnúsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

2) Texti í breyttu aðalskipulagi.
Rætt er um breytingar á texta vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafninghrepps 2008-2020. 

4. Fjárhagsáætlun Grímnes- og Grafningshrepps vegna 2008-seinni umræða.
Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 var tekin fyrir í lokaumræðu.
Niðurstöður áætlunarinnar eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Rekstrarniðurstaða A-hluta tekjur umfram gjöld 90.306
Rekstrarniðurstaða samstæðu tekjur umfram gjöld 58.058 Handbært fé frá rekstri A-hluti 87.532
Handbært fé frá rekstri samstæðu 85.210
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er áætluð samtals kr 173,8 millj. kr. Helstu liðir í fjárfestingu eru kaldavatnsveita, hitaveita og gatnagerð á Borg. Gert er ráð fyrir lántöku vegna fjárfestinga samtals að fjárhæð 110,0 millj. kr.
C – listi leggur til við seinni umræðu fjárhagsáætlunar eftirfarandi:
1) Álagningastuðull fasteignaskatts A hluta verði lækkaður í 0,45% í ljósi hækkanna fasteignamats í sveitarfélaginu. Þetta mun ekki hafa áhrif á tekjuhlið áætlunarinnar eins og hún liggur fyrir.
2) Lagt er til að leggja 20.000.000 kr. til undirbúnings á hönnun og þarfagreiningu íþróttamannvirkja á Borgarsvæðinu. Fjármunir verða teknir af eigið fé sveitarfélagsins.
3) Íþróttamiðstöð á Borg – Lagt er til að gert verði ráð fyrir 1.000.000 kr til kaupa á líkamsræktatækjum.
4) Lagt er til að varið verði 500.000 kr. til úttektar á hugsanlegri uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða.
5) Lagt er til að hitaveitur verði seldar á árinu, í samræmi við hugmyndir meirihlutans við áhugasama kaupendur. Lagt er til að þeir fjármunir verði lagðir til framkvæmda í kaldavatnsveitu sveitarfélagsins.
6) Lagt er til að gámasvæðið við Seyðishóla verði afgirt hið fyrsta og ráðinn verði starfsmaður til að sjá um úrgangsmál í sveitarfélaginu hugsanlega í samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Kostnaðaráætlun vegna þessa verkefnis verði lögð fyrir sveitarstjórn sérstaklega. Þar sem nú þegar hefur verið gert ráð fyrir 3 millj. til verkefnisins en ljóst er að þeir fjármunir munu ekki duga.
7) Lagt er til að ekki verði innheimt leikskólagjöld fyrir 5 ára börn frá og með 1. ágúst 2008.
Fulltrúar K-lista bóka eftirfarandi:
Varðandi lið 1. Í ljósi væntanlegrar hækkunar á fasteignarmati hefur verið ákveðið að breyta álagningarstuðli fasteignaskatts A í 0,45% og er vísað liðar 12c í fundargerð.
Vaðandi lið 2. K-listi hefur lagt áherslu á hönnun skóla og útisvæðis skólans og hafnar tillögunni.
Varðandi lið 3. Fjármunir til tækjakaupa eru inni fjárhagsáætlun en komi í ljós að aukin fjárþörf verði mun það verða tekið fyrir í endurskoðaðri fjárhagsáætlun.
Varðandi lið 4. Er samþykkt.
Varðandi lið 5. Fagnað er að sveitarstjórn sé sammála því að stefna að sölu hituveitu ef ásættanlegt verð fæst en ákvörðun um ráðstöfun fjármuna eða framkvæmdafjár er ekki tímabær. Því er tillögunni hafnað.
Varðandi lið 6. Gámasvæðið er á fjárhagsáætlun og komi í ljós að aukin fjárþörf verði mun það verða tekið fyrir í endurskoðaðri fjárhagsáætlun.
Varðaðandi lið 7. Sveitarfélagið hefur lagt aukið fé til leikskólans og mun gera á næsta ári og er tillagan felld en að öðru leyti er vísað er til liðar í 12c í fundargerð sveitarstjórnar.
Samþykkt er að hækka fjárveitingu vegna reiðvega um kr. 1.000.000 og kr. 500.000 til úttektar á þörf á þjónustu fyrir aldraða.
Ekki er gert ráð fyrir því að lántökuheimild fyrir árið 2007 að fjárhæð kr. 85,0 millj. kr. verði nýtt.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með framkomnum breytingum. 

5. Kaldavatnslögn í land Snæfoksstaða.
Lagt er fram erindi frá Skógræktarfélagi Árnesinga um tengingu við kaldavatnsveitu sveitarfélagins vegna sumarbústaðahverfis undir Rauðhól í landi Snæfoksstaða. Sveitarstjórn samþykkir að þeir geti tengst kaldavatnsveitu sveitarfélagsins samkvæmt samkomulagi. 

6. Markaðsstofa Suðurlands.
Lagt er fram erindi frá Markaðsstofu Suðurlands þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið geri samstarfssamning. Sveitarfélagið er í samstarfi um ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu sem hefur skilað frábærum árangri. Sveitarfélagið hafnar erindinu. 

7. Umsókn um styrk frá Foreldrasamtökum á Suðurlandi.
Lagt er fram erindi frá Foreldrasamtökum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið styrki félagið. Sveitarfélagið hafnar erindinu. 

8. Reglugerð um lögreglusamþykktir.
Lögð er fram reglugerð um lögreglusamþykkir.

 9. Ósk um umsögn um frumvörp til laga um Framhaldsskóla, Menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda o.fl., Leikskóla og Grunnskóla.
Lagt er fram erindi frá Menntamálaráðuneytinu þar sem óskað er umsangar um frumvörp til laga um Framhaldsskóla, Menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda o.fl., Leikskóla og Grunnskóla. Sveitarstjórn vísar frumvörpunum til umsagnar Leik- og grunnskólaráðs og frestar afgreiðslu málsins.

10. Ósk Hestamannafélagsins Trausta um styrk vegna reiðvegagerðar.
Lagt er fram erindi frá Hestamannafélaginu Trausta um styrk vegna reiðvegagerðar. Sveitarstjórn samþykkir að veita auknu fjármagni í reiðvegagerð og hefur nú við afgreiðslu fjárhagsáætlunar verið tekið tillit til erindisins.

11. Næsti fundartími sveitarstjórnar.
Samþykkt er að fella niður næsta fund sveitarstjórnar þann 3. janúar nk. Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 17. janúar 2008, kl. 9:00.

12. Önnur mál

a) Aðalskipulagsbreyting í landi Þóroddstaða.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Þóroddsstaða. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir svæði fyrir frístundabyggð sem liggur upp að Stangarlæk, austan Laugarvatnsvegar, stækki úr 25 ha í 70 ha. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 21. gr. byggingar- og skipulagslaga.

b) Veitulagnir vegna Stangarlækjar og stofnlögn að Minna-Mosfelli.
Lögð er fram niðurstaða tilboða í veitulagnir vegna Stangarlækjar og stofnlagnir að Minna-Mosfelli. Eftirfarandi tilboð bárust. Ólafur Jónsson kr. 9.764.500, Uppúrtekt ehf, kr. 16.761.950, Gröfutækni kr. 8.987.000, Þjótandi ehf, kr. 21.525.750, Nesey ehf, kr. 12.995.000 og Sigurjón Hjartarson, kr. 9.795.750. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 13.106.500. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Gröfutækni.

c) Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar.
Sveitarstjórn samþykkir að lækka fasteignaskatt í gjaldstofni A, þannig að hann verði 0,450% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslum, geymsluhúsnæði, löndum og útihúsum í landbúnaði og sumarhúsum, með tilheyrandi lóðum.
Þá samþykkir sveitarstjórn að leikskólagjöld verði óbreytt á árinu 2008 og fæðiskostnaður í leik- og grunnskóla verði óbreyttur.

d) Brennuleyfi.
Óskað hefur verið eftir brennuleyfum fyrir áramótabrennu á Borg 31. desember frá Björgunarsveitinni Tintron og fyrir þrettándabrennu á Sólheimum 6. janúar. Sveitarstjórn samþykkir ofangreind erindi.

e) Útboð vegna háhraðatenginga.
Lagðar eru fram upplýsingar frá Fjarskiptasjóði vegna útboðs á háhraðatenginum og lagður fram listi yfir heimilisföng sem fara í útboðið í Grímnes- og Grafningshreppi.

13. Til kynningar
a) Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um framlag vegna nýbúafræðslu, dags. 23.11.2007.
b) Bréf frá Menntamálaráðuneytinu vegna rannsóknarinnar Ungt fólk, dags. 20.11.2007.
c) Tölvupóstur frá Félagi sumarhúsaeiganda í Vaðnesi v/styrk til frístundabyggða,dags d) 08.12.07.
d) Bréf frá Skipulagsstofnun vegna breytingu á aðalskipulagi á þéttbýlinu á Borg, dags. 06.12,.2007.
e) Bréf frá Skipulagsstofnun vegna breytingu á aðalskipulagi á Efri-Brú, dags. 06.12,.2007.
f) Tölvupóstur frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf um frestun hlutahafafundar, dags. 12.12.2007.
g) Sorpstöð Suðurlands bs. Fundargerð 150. stjórnarfundar.
h) Sorpstöð Suðurlands bs. Fundargerð 151. stjórnarfundar.
i) Sorpstöð Suðurlands bs. Fundargerð 152. stjórnarfundar.
j) Tónlistarskóli Árnesinga. Fundargerð 141. stjórnarfundar.
k) Tónlistarskóli Árnesinga. Fundargerð 142. stjórnarfundar.

Getum við bætt efni síðunnar?