Fara í efni

Sveitarstjórn

208. fundur 20. september 2007 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður K. Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. september 2007 liggur frammi á fundinum.
Í fundargerðinni kemur fram að tveir dagskrárliðir eru merktir sem liður nr. 3. Gerð er sú breyting að liður 3, Skipulagsmál, verður að lið 3.1 og liður 3, Skráning eigna í Fasteignamat ríkisins, verður að lið 3.2. 

2. Fundargerðir.
a) 94. fundur félagsmálanefndar, 04.09 og 10.09.2007.
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með tölfræðilegar upplýsingar sem liggja frammi um starfssemi félagsþjónustunnar. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða 

b) Fundargerð oddvitafundar 20.08.2007.
Fundargerð Oddvitafundar 20.08.2007, lögð fram og staðfest. 

3. Skipulagsmál
a) Aðalskipulagsbreyting vegna iðnaðarsvæðis í landi Hallkels- og Klausturhóla.
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. september 2007 varðandi ósk um að breyta aðalskipulagi í landi Hallkelshóla og Klausturhóla á þann veg að afmarkað verði um 2,3 ha iðnðarsvæði undir fyrirhugaða og núverandi borholur. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna að gerð aðalskipulagsbreytingar í samráði við Orkuveituna og Pétur H. Jónsson og leita samráðs við Skipulagsstofnun um umfang umhverfismats.

b) Aðalskipulagsbreyting í landi Stærra-bæjar.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Stærri-Bæjar. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að um 90 ha svæði vestan við Biskupstungnabraut, sem liggur upp að landi Svínavatns og Brjánsstaða, breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Tillagan var í kynningu frá 19. júlí til 16. ágúst 2007 með athugasemdafresti til 30. ágúst. Ein athugasemd barst. Í framkominni aðalskipulagsbreytingu felst ekki afstaða til landamerkja heldur landnotkunar svæðisins. Á grundvelli þess er áður auglýst aðalskipulagstillaga staðfest skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga óbreytt. Sveitarstjórn beinir því til landeiganda að taka tillit til landamerkja við gerð deiliskipulags. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að svara framkominni athugasemd.

c) Aðalskipulagsbreyting í landi Miðengis.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Miðengis. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að um 18,5 ha svæði á horni Miðengisvegar og Biskupstungnabrautar breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Svæðið er á náttúruminjaskrá og liggur fyrir umsögn Umhverfisstofnunar dags. 12. apríl 2007. Tillagan var í kynningu frá 19. júlí til 16. ágúst 2007 með athugasemdafresti til 30. ágúst. Ein athugasemd barst. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að svara framkominni athugasemd. Sveitarstjórn beinir því til framkvæmdaraðila að jarðrask verði í lágmarki þegar framkvæmdir hefjast.

d) Umferðartengingar inn á Borgarsvæðið.
Lagðar eru fram og ræddar hugmyndir um breytingar á umferðartengingum á Borgarsvæðinu í kjölfar fundar sveitarstjórnar, hagsmunaaðila og vegagerðar. Pétri H. Jónssyni verður falið að útfæra þær hugmyndir sem þar voru ræddar og ákveðið að boða til kynningarfundar um skipulagsmál á Borgarsvæðinu. 

4. Málefni félagsþjónustunnar.
Rætt er um málefni Félagsþjónustunnar í uppsveitunum Árnessýlu vegna beiðni Flóahrepps að þeir verði aðili að samstarfi um félagsþjónustu uppsveita. Meirihluti sveitarstjórnar felur oddvita að taka málið upp aftur á vettvangi oddvitanefndar uppsveita með hliðsjón af að metin verði mannaflaþörf Félagsþjónustunnar til að sinna þessu verkefni. Fulltrúar C-listans vísa til fyrri bókunar á síðasta fundi. 

5. Verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum.
Lagt er fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna ráðningar verkefnisstjóra til að sinna hagsmunagæslu í úrgangsmálum fyrir hönd íslenskra sveitarfélaga og upplýsingar um fyrirhugaðan kostnað vegna þess. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu. 

6. Viðmiðunarreglur um kirkjugarðsstæði o.fl.
Lagt er fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynntar eru viðmiðunarreglur um kirkjugarðsstæði o.fl. og þær skyldur sem sveitarfélög hafa vegna þess málaflokks. 

7. Kynningarblað um Suðurland.
Lagt er fram bréf frá SASS þar sem kynnt er fyrirhuguð útgáfa á kynningarblaði um Suðurland. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur sveitarstjóra að sjá um útfærslu á kynningarefni vegna sveitarfélagsins í blaðið í samráði ferðamálafulltrúa. 

8. Ráðning starfsmanns í Leikskólann Kátuborg.
Sveitarstjórn heimilar að ráðið verði í 60% starf leikskólakennara við Leikskólann Kátuborg. Gert verður ráð fyrir þessu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun.

 9. Umsögn um stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í skólamálum.
Lögð er fram ósk Sambands íslenskra sveitarfélaga um umsögn og athugasemdir um stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í skólamálum. Sveitarstjórn gerir athugasemd við að ekki sé skilgreint nánar á hvaða skólastigi ábyrgð sveitarfélagana liggi varðandi tónlistarskóla. Að öðru leyti eru ekki gerðar athugasemdir við stefnuna. 

10. Erindi frá Fasteign hf.
Lagt er fram til kynningar erindi frá Fasteign hf þar sem þeir kynna hugmyndir um stofnun eignarhaldsfélags sem væri eigandi að annars vegar Fasteign og hins vegar öðru fasteignafélagi til hliðar við Fasteign. 

11. Til kynningar
a) Bréf Vegagerðarinnar vegna lækkunar hámarkshraða við Borg, dags. 08.08.2007
b) Bréf Umhverfisstofnunar um skil á skýrslum um refa- og minkaveiðar á veiðiárinu 2006/2007, dags. 30.08.2007.
c) Yfirlit um heildaráætlun sem unnið hefur verið eftir varðandi fráveitur fyrir Grímnes- og Grafningshrepps.
d) Umsögn Heilbriðiseftirlits Suðurlands um yfirlit heildaráætlunar í fráveitumálum, dags. 05.09.2007.
e) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 269. stjórnarfundar.
f) Heilbriðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 101. stjórnarfundar.
g) Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Fundargerð 405. stjórnarfundar.
h) Brunavarnir Árnessýslu. Fundargerð 83. stjórnarfundar.

Getum við bætt efni síðunnar?