Fara í efni

Sveitarstjórn

207. fundur 06. september 2007 kl. 09:00 - 12:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður K. Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða
a) Deiliskipulag vegna Nesja.
b) Lyngdalsheiðavegur.
c) Sala á lóðum í Ásborgum.
d) Málefni Félagsþjónustunnar.
e) Fundargerð Oddvitavitafundar 29.08.2007.
f) Háskólanám í umhverfisfræðum á Sólheimum.
g) Hraði og merkingar á Borg. 

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. ágúst 2007 liggur frammi á fundinum.

2. Fundargerðir.
a) 10. fundur Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu, 04.09.07
Gerð er athugasemd við lið 3557, 3558 og 3559 þar ekki er heimilt að vera með fleiri en eitt aukahús á lóð. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti samhljóða

b) 40. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, 23.08.07.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða 

3. Skipulagsmál
a) Deiliskipulag vegna Kiðjabergs.
Lögð fram tillaga að breytingum á skilmálum deiliskipulags Kiðjabergs, orlofs- og sumarhúsasvæðis Meistarafélags húsasmiða. Í tillögunni felst að gerð er breyting á skilmálum er varða stærð og útlit húsa, h.lið í greinargerð deiliskipulagsins. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 350 fm frístundahús og 40 fm aukahús á hverri lóð, þó þannig að nýtingarhlutfall verði ekki hærra en 0.03. Einnig verða breytingar er varða hæðir húsa, mænishæð og þakhalla. Þann 21. september 2006 samþykkti sveitarstjórn breytingu á skilmálum deiliskipulagsins en með úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. júlí 2007 var sú breyting felld úr gildi. Tillagan var í kynningu frá 19. júlí til 16. ágúst 2007 með athugasemdafresti til 30. ágúst. Tvö athugasemdabréf bárust.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að svara innsendum athugasemdum í samræmi við afgreiðslu sveitarstjórnar. 

b) Deiliskipulag á athafnasvæði á Borg.
Lögð fram til kynningar umræðutillaga nr. 5 að deiliskipulagi að athafnalóðum og hesthúsahverfi á Borg. Athuga þarf með nafn á götur og með vegalagningu með tilliti til landslags og frárennslis. 

c) Umferðartengingar inn á Borgarsvæðið
Lögð fram til kynningar umræðutillaga nr. 5 um breytingar á umferðartengingum á Borgarsvæðinu. Málið verður skoðað með hliðsjón af heildaruppbyggingu á Borgarsvæðinu. 

3. Skráning eigna í Fasteignamat ríkisins
Lagðar eru fram upplýsingar frá Fasteignamati ríkisins um stöðu mála varðandi skráningar á eignum í fasteignamat í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn lýsir óánægju sinni yfir því hversu mög mál bíði afgreiðslu hjá Fasteignamatinu. Sveitarstjórn krefst þess að viðkomandi embætti bæti úr þessu eins fljótt og hægt er en ljóst er að sveitarfélagið hefur orðið fyrir verulegum tekjumissi vegna þessa hversu illa gengur að skrá eignir í fasteignamat ríkisins. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar er tekjutap sveitarfélagsins að lágmarki 10.000.000 á ári og hefur verið undanfarin ár. 

4. Lagning hitaveitu að Borg
Rætt er um lagningu hitaveitu að Borg og nærsvæði og möguleika á aðkomu Orkuveitu Reykjavíkur að því verkefni. Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við Orkuveitu Reykjavíkur. 

5. Háskólasamfélag Suðurlands.
Sveitarstjórn fagnar stofnun Háskólasamfélags Suðurlands og lýsir ánægju yfir jákvæðum framgangi málsins. 

6. Drög að uppfærslu á samstarfssamningi uppsveita um félagsþjónustu.
Lögð eru fram drög á uppfærslu á samstarfssamningi uppsveita um félagsþjónustu á starfssvæði sínu. Um er að ræða uppfærslu á ákvæðum sem eru komnar til framkvæmdar en átti eftir að fella inn í samninginn. Sveitarstjórn samþykkir uppfærslu samstarfssamningsins eins og hann lítur út í drögunum og felur oddvita að staðfesta hann. 

7. Önnur mál .
a) Deiliskipulag vegna Nesja.
Lögð fram tillaga að breytingu á byggingarskilmálum á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Nesja í Grafningi. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja allt að 250 fm frístundahús á svæðinu í stað 40-60 fm eins og nú er. Nýtingarhlutfall lóðar má þó ekki fara upp fyrir 0.03. Einnig er gert ráð fyrir að hámarks mænishæð frá gólfi verði 6 m í stað 4,5 m. Heimilt verður að gera ráð fyrir steyptum kjallara / jarðhæð en hámarks mænishæð frá jörðu má ekki vera hærri en 7 m. Breytingar þessar ná til allra deiliskipulagðra svæða á Nesjum. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

b) Lyngdalsheiðavegur.
Rætt er um erindi frá ferða og samgöngunefnd Landsambands hestamannafélaga um að hugað verði að undirgöngum fyrir umferð hestamanna á væntanlegum nýjum vegi á móts við Kringlumýri. Sveitarstjórn tekur undir nauðsyn þess að gera ráð fyrir undirgöngum á Lyngdalsheiðavegi á móts við Kringlumýri og beinir því til Vegagerðarinnar að gera ráð fyrir þeim við hönnun vegarins. 

c) Sala á lóðum í eigu sveitarfélagsins í Ásborgum.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá sölu á óseldum eignarlóðum sveitarfélagsins í Ásborgum á grundvelli fyrirliggjandi verðskrár og undirrita alla kaupsamninga og afsöl fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps vegna sölu á lóðunum. Jafnframt er ítrekuð heimild til fyrri sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps til undirritunar kaupsamninga og afsala á þeim eigum sveitarfélagsins sem þegar hafa verið seldar í Ásborgum. 

d) Málefni Félagsþjónustunnar.
Rætt er um málefni Félagsþjónustunnar í uppsveitunum Árnessýlu, annars vegar um gjaldtöku vegna veittrar heimaþjónustu og hins vegar um beiðni Flóahrepps um samstarf við uppsveitirnar um félagsþjónustu. Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá félagsþjónustunnar á veittri heimaþjónustu frá og með 1. janúar 2008 en jafnframt samþykkir að greiða niður kostnað vegna gjaldtökunnar um 50% fyrsta árið. Rætt er um beiðni Flóahrepps að þeir verði aðili að samstarfi um félagsþjónustu uppsveita. Fulltrúar C-listans leggja til að Flóahreppur verði aðili að félagsþjónustunni. Fulltrúar K-lista leggja til að málinu verði frestað til næsta fundar. Málinu frestað. 

e) Fundargerð Oddvitavitafundar 29.08.2007.
Fundargerð Oddvitafundar 29.08.2007, lögð fram og staðfest. 

h) Háskólanám í umhverfisfræðum á Sólheimum.
Meirihluti sveitarstjórnar samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna Háskólanáms í umhverfisfræðum á Sólheimum. Fulltrúar C-listans sitja hjá. 

i) Hraði og merkingar á Borg.
Sveitarstjóra falið að hraða málunum. 

8. Til kynningar
a) Umsögn Grímsnes- og Grafningshrepps um frumvarp um réttindi og skyldur eigenda og leigjanda lóða í skipulagðri frístundabyggð.
b) Íslensku byggingarlistaverðlaunin
c) Bréf frá Skipulagsstofnun vegna breytingar á aðalskipulagi vegna frístundabyggðar í landi Syðri Brúar, dags. 15.08.2007.
d) Upplýsingar um greidda stryki frá Vegagerðinni vegna Söðulhólsvegar vegna áranna 2005 og 2006.
e) Bréf frá Háskólasetrinu í Hveragerði, dags. 23.08.2007.
f) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 145. stjórnarfundar.
g) Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 96. stjórnarfundar.
h) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 268. stjórnarfundar.

Getum við bætt efni síðunnar?