Fara í efni

Sveitarstjórn

206. fundur 16. ágúst 2007 kl. 09:00 - 12:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður K. Jónsson
  • Ásdís Lilja Ársælsdóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða
a) Vinnutölvur fyrir kennara og sveitarstjórnarmenn.
b) Rotþróarstyrkir.
c) Athugasemdir við frumvarp til laga um réttindi og skyldur eiganda og leigjanda lóða í skipulagðri frístundabyggð.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. júlí 2007 liggur frammi á fundinum

2. Fundargerðir.
a) 8. fundur Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu 17.07.07.
Fundargerð lögð fram og kynnt en oddvitar meiri og minni hluta sveitarstjórnar hafa samþykkt fundargerðina sbr. bókun í sveitarstjórn þann 5. júlí sl. og er samþykki þeirra staðfest af hálfu sveitarstjórnar.

b) 9. fundur Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu 08.08.07.
Fundargerð lögð fram og kynnt en oddvitar meiri og minni hluta sveitarstjórnar hafa samþykkt fundargerðina sbr. bókun í sveitarstjórn þann 5. júlí sl. og er samþykki þeirra staðfest af hálfu sveitarstjórnar.

c) 39. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, 12.07.07.
Fundargerð lögð fram og kynnt en oddvitar meiri og minni hluta sveitarstjórnar hafa samþykkt fundargerðina sbr. bókun í sveitarstjórn þann 5. júlí sl. og er samþykki þeirra staðfest af hálfu sveitarstjórnar.

3. Skipulagsmál
a) Stofnun á lóð úr landi Bjarnastaða.
Lagt er fram erindi Guðrúnar S. Sigurðardóttir vegna stofnunar á nýrri lóð úr landi Bjarnastaða. Aðkoma að lóðinni er frá Biskupstungnabraut og afmarkast af henni að sunnan. Lóðin er 10 ha. að stærð. Tilgangur beiðnarinnar er að stofna nýbýli/ lögbýli á lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir erindið um stofnun lóðarinnar sbr. 30 gr. Skipulags- og byggingarlaga.

b) Deiliskipulag á athafnarsvæði á Borg.
Lögð fram til kynningar umræðutillaga nr. 4 að deiliskipulagi að athafnalóðum og hesthúsahverfi á Borg. Rætt er um mögulegar útfærslur á tillögunni og hvaða starfsemi sé æskileg á þessu svæði. Sveitastjórn telur að á þessu svæði eigi ekki að heimila íbúðabyggð í húsinum eða á lóðum á svæðinu. Þá telur sveitarstjórn að lóðirnar eigi að vera á bilinu 4.000-6.000m2.

4. Framkvæmdir á skólalóð á Borg.
Rætt er um framvindu framkvæmda á skólalóð. Lagður er fram verksamningur milli sveitarfélagsins við Eikahús ehf við að útbúa upphitaðan KSÍ sparkvöll á lóðinni að fjárhæð kr. 3.124.032. Þá er lagt fram tilboð K. Þ. verktaka við að setja niður hitalögn á nærsvæði á plani við skóla og íþróttamiðstöð að fjárhæð kr. 427.695 og samþykkt tilboð við Lóðaþjónustu um hellulagnir og frágang á sama svæði við skólann að fjárhæð kr. 2.900.000.

5. Framkvæmdir vegna vatnstanka við Búrfell.
Lagður er fram verksamningur við Heflun ehf vegna vatnstanka við Búrfell að fjárhæð kr. 1.064.500 sem voru lægstbjóðendur í kjölfar 3. tilboða sem gerð voru í verkið. 

6. Lækknun hámarkshraða á Biskupstungnabraut við Borg.
Lagt er fram afrit af bréfi Sýslumannsins á Selfossi dags. 19. júlí sl. þar sem embættið leggur til við Vegmálastjóra að hámarkshraði á Biskupstungnabraut við Borg verði lækkaður úr 90km/klst. í 70km/klst. Sveitarstjórn lýsir vonbrigðum yfir því hversu langan tíma hefur tekið að fá niðurstöðu í erindi sveitarstjórnar sem sent var í október 2005 í ljósi þeirra banaslysa og umferðaróhappa sem hafa átt sér stað á þessu svæði. Jafnframt er skorað á samgönguyfirvöld að tryggja fjármagn í gerð hringtorgs á gatnamótum Biskupstungnabrautar eins og gert er ráð fyrir í skipulagi sveitarfélagsins til þess auka umferðaröryggi á svæðinu.

7. Lagning reiðvegar við Biskupstungabraut frá Öndverðanesvegi að Miðengisvegi.
Sveitarstjórn samþykkir að láta leggja reiðveg ofan á lögn Orkuveitu Reykjavíkur við Biskupstungnabraut frá Öndverðanesi að Miðengisvegi. Lagt er fram bréf Vegagerðarinnar um að veittur sé styrkur að fjárhæð kr. 2.000.000 vegna reiðvegarins og verksamningur um framkvæmd verksins við JC-verktaka um verkið.

8. Heimild til að láta leggja rafmagn á taldsvæðið á Borg.
Sveitarstjórn samþykkir að láta leggja rafmagn á tjaldsvæðið á Borg. Áætlaður kostnaður við tengigjöld og frágang á svæðinu er kr. 1.550.000 og verður gert ráð fyrir því í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

9. Sorpmóttökusvæði.
Rætt er um hvort sveitarfélagið taki þátt í kostnaði vegna sorpmóttökusvæða. Sveitarstjórn leggur til að hvert mál verði skoðað sérstaklega og verði hvert erindi afgreitt með hliðsjón að umfangi verksins og að þá verði tekin ákvörðum um aðkomu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk vegna sorpmóttökusvæðis að Syðri Brú að fjárhæð kr. 1.000.000.

10. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags við Grunnskólann Ljósuborg.
Lögð er fram umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags við Grunnskólann Ljósuborg. Samþykkt samhljóða.

11. Lágmarksaldur innritunar barna á Leikskólann Kátuborg.
Rætt er um hvort breyti eigi reglum sveitarfélagsins um lámarksaldur þeirra barna sem tekin eru inn í Leikskólann Kátuborg en í dag er hann 18 mánuðir. Sveitarstjórn samþykkir að heimilt sé að veita undanþágu frá reglunum þannig að hægt verði að taka inn yngri börn eða allt frá 12. mánaða aldri ef aðstaða sé fyrir hendi.

12. Önnur mál .
a) Vinnutölvur fyrir kennara og sveitarstjórnarmenn.

Rætt er um tölvumál kennara við grunnskólann og sveitarstjórnarmanna og hvort og þá hvernig aðkomu sveitarfélagsins kunni að verða háttað. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og skólastjóra að vinna að framgangi málsins.

b) Rotþróarstyrkir.
Sveitarstjórn samþykkir að veittir verði áfram styrkir vegna rotþróa á lögbýli í sveitarfélaginu til 1. júní 2008.

c) Athugasemdir við frumvarp til laga um réttindi og skyldur eiganda og leigjanda lóða í skipulagri frístundabyggð.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera tillögur að athugasemdum við frumvarpið sem staðfest verður af sveitarstjórnarmönnum og sent ráðaneytinu.

13. Til kynningar
a) Samningur við Bláskógabyggð um nemendur í Grunnskóla Bláskógabyggðar skólaárið 2007-2008.
b) Ráðningarsamningur við Áslaugu Guðmundsdóttur matráð liggur frammi á fundinum.
c) Ráðningarsamningur við Elsu Jónsdóttur aðstoðarmatráðs liggur frammi á fundinum.
d) Bréf frá Skipulagsstofnun um styrk vegna nýs aðalskipulags, dags. 03.08.2007
e) Skil á lóðum við Hólsbraut.
f) Bréf frá Ívari Pálssyni hdl vegna skipulagsmála í Kiðabergi, dags. 20.07.2007.
g) Bréf frá Brynjólfi Eyvindssyni hdl, vegna byggingarframkvæmda á lóð nr. 112 í Kiðabergi, dags. 25.07.2007.
h) Bréf Bæjarráðs Árborgar um kostnaðarþátttöku vegna námu í Seyðishólum,dags. 19.07.2007.
i) Bréf til Þjóðskrár vegna flutnings á lögheimilum í skipulagða frístundabyggð, dags.18.07.2007.
j) Bréf frá Fornleifanefnd vegna deiliskipulags í landi Bjarkar, dags. 28.06.2007.
k) Béf frá Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti, dags. 03.07.2007.
l) Fundargerð Félags landeiganda í Vaðnesi, haldinn 15.07.2007.
m) Fundargerð aukaaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs. dags. 02.06.2007

Getum við bætt efni síðunnar?