Fara í efni

Sveitarstjórn

193. fundur 21. desember 2006 kl. 09:00 - 12:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar G. Ingvarsson oddviti
  • Sigurður K. Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Sigfríður Þorsteinsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð var færð í tölvu og hana ritaði Sigfríður Þorsteinsdóttir

Í upphafi leitaði oddviti afbrigða vegna brennuleyfa.
a) Fyrir Björgunarsveitina Tintron 31. desember.
b) Fyrir brennu á Sólheimum 6. janúar.
d) Lóðarsala, kaldavatnsveitur. Hreppsnefnd samþykkir að taka erindin á dagskrá sem 8. lið í fundargerðinni.

Þar sem Einar Sveinbjörnsson var kominn á fundinn var samþykkt að taka seinni umræðu um fjárhagsáætlun sem 2. lið.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Frá 7. desember 2006. Liggur frammi á fundinum.

2. Fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2007 – önnur umræða.
Sveitarstjóri lagði fram drög fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjárhagsárið 2007. Á fundinn mætti Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi frá KPMG. Samþykkt var að leggja fram áætlunina með eftirfarandi niðurstöðum það er fyrir A-hluta sveitarsjóðs, þ.e. aðalsjóð, eignasjóð og þjónustumiðstöð ásamt B-hluta sem er vatnsveita, hitaveita, félagslegar íbúðir, leiguíbúðir og fráveita. Áætlunin gerir ráð fyrir að skatttekjur sveitarsjóðs árið 2007 verði kr. 251.420 þús. Framlög Jöfnunarsjóðs verði kr. 32.200 þús. Aðrar tekjur verði 97.690 í A-hluta. Aðar tekjur í heild fyrir samstæðuna samtals 123.032. Tekjur samstæðunnar í heild verði kr. 406.652 þús. Gert er ráð fyrir því að laun og launatengd gjöld A-hluta verði 116.514. Launagreiðslur samstæðunnar í heild er gert ráð fyrir að verði kr. 120.809 þús. Annar rekstrarkostnaður A-hluta er áætlaður kr. 215.194 þús. Afskriftir í A-hluta eru kr. 5.284 þús. og samstæðunnar í heild kr. 19.081 þús. Fjármagnsliðir í heild eru gjöld upp á 1.082 þús. Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 69.094 þús. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild er áætluð jákvæð um kr. 48.677 sem breytist til lækkunar um 9.400 þús. Sbr. Sundurliðun neðar. Veltufé frá rekstri (til rekstrar) er í A-hluta kr. 63.441 þús. Veltufé frá rekstri samstæðunnar í heild er samtals áætlað kr 67.085 þús. Sem lækkar sbr. Samþykkt neðar. Fjárfesting í varanlegum rekstrar-fjármunum er áætluð samtals kr. 143.680. Gert er ráð fyrir lántökum að upphæð kr. 85.000 þús.
Samþykkt var að hækka kostnað vegna seyrulosunar um 9 milljóni.aðkeypta þjónustu í kaflanum um sveitarstjórn um eina milljón og lækka framlag til FSU um 600 þúsund.

C-listi óskar bókað. Vegna Fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007 situr c listi hjá við afgreiðslu áætlunarinnar. Ekkert samráð virðist vera haft við starfsmenn stofnana eða rekstrareininga má þar nefna félagsheimili, veitumál. Engar fundargerðir liggja fyrir þar sem einstaka nefndir eða ráð hafa komið saman til að fjalla um fjármál framtíðarinnar og er því þessi áætlun alfarið á ábyrgð meirihlutans sem sitja í sveitarstjórn þar sem aðrir virðast ekki mega koma að vinnu við áætlanir hreppsins. Athygli vekur að engin fundargerð hefur verið lögð fram á kjörtímabilinu sem kemur frá nefndum innan sveitarfélagsins og virðast þær ekki enn hafa verið kallaðar saman.

Meirihlutinn fagnar áhuga minnihlutans á nefndastarfi og mun í framtíðinni virkja þá krafta sem þar eru.

3. Fundargerðir.
a) Fundargerð 32. fundar skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu frá 14. des.
Hreppsnefnd staðfestir fundargerðina.

b) Fundargerð leik- og grunnskólaráðs frá 18. desember.
Hreppsnefnd samþykkir tillögu leik- og grunnskólaráðs og gerir hana að sinni og felur sveitarstjóra framkvæmd hennar.
Fulltrúar C-lista óskar bókað: Vegna fundargerðar leik og grunnskólaráðs vilja fulltrúar C- lista taka fram eftirfarandi. Ekkert samráð hefur verið haft við foreldra og eða starfsmenn, einungis er um að ræða ákvörðun einstakra einstaklinga innan listans. Ekkert liggur fyrir um rökstuðning við þessum gjörningi og virðist okkur sem verið sé að setja allt skólahald í óvissu með þessari ákvörðun. Oddviti upplýsti og lét bóka í fundargerð að fundað yrði með foreldrum fyrir áramót og fólk upplýst um málið ekkert hefur orðið af þeim loforðum. Fulltrúar c lista óska eftir að oddviti leiðrétti fyrri bókun ef ekki á að verða af þessum fundi. Fulltrúar c lista bóka að þeir séu á móti þessari ákvörðun.

c) Fundargerð 78. fundar Brunavarna Árnessýslu frá 21.11.06, ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Gert hefur verið ráð fyrir fjárveitingu til BÁ á næsta fjárhagsári í samræmi við fjárhagsáætlun BÁ.

4. Aðalskipulagsbreytingar.
a) Hæðarendi í Grímsnesi, Lyngholt.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagstillöguna.
b) Minni-Borg Grímsnesi, golfvallarsvæði.
Athugassemd barst við tillöguna Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagstillöguna og felur oddvita að svara athugasemdunum.
c) Krókur í Grafningi, frístundabyggð.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu tillögunnar.

5. Samþykkt um fráveitur í Grímsnes- og Grafningshreppi – önnur umræða.
061206/2102.
Hreppsnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samþykktina.
Fulltrúar C-lista sitja hjá við afgreiðslu samþykktarinnar.

6. Starfslok sveitarstjóra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir að segja upp ráðningarsamningi Sigfríðar Þorsteinsdóttur sveitarstjóra dagsettum 28. júní. Uppsögnin er frá og með 31. desember 2006. Í samningnum stendur ráðningartímabilið er frá 1. júlí 2006. Einnig stendur í samningnum “Fyrstu sex mánuði ráðningartímans er gagnkvæmur uppsagnarfrestur þrír mánuðir. Einnig er lagt til að oddvita verði falið að ganga frástarfslokum sveitarstjóra enda sé það gert í samræmi við ráðningarsamninginn.

Sveitarstjóri óskar bókað: þar sem mikil sárindi eru í sveitarfélaginu eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor tel ég að gæta verði vel að því hvernig stjórnsýslan tekur á málum. Mikilvægt er við þær aðstæður að gæta meðalhófs og að jafnræði ríki við meðferð mála. Þar sem dagskipun K-listans sem myndar meirihluta í hreppsnefnd er að sýna hörku í samskiptum við í búana sé ég mér ekki annað fært en bóka þetta við þessi tímamót.
Varðandi starfslok sveitarstjóra lýsa fulltrúar c lista furðu á að sveitarstjóra skuli vera sagt upp án fundar í sveitarstjórn og án þess að sveitarstjóri hafi fengið áminningu frá sveitarstjórn. Fulltrúar c lista lýsa fullri ábyrgð á hendur meirihluta sem fer með sveitarfélagið eins og einkafyrirtæki tveggja til þriggja einstaklinga. Ekkert gefur tilefni til að svo harkalega sé gengið fram enda meirihlutinn ekki lagt fram rökstuðning í málinu.
Gerð er krafa um að starfið verði auglýst.
Að sjálfsögðu verður starfið auglýst.

7. Til kynningar:
94. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 12. desember.
90. Stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands.

8. a) Brennuleyfi fyrir Björgunarsveitina Tintron 31. desember.
Hreppsnefnd samþykkir heimild til björgunarsveitarinnar til þess að halda brennu þann 31. desember.
b) Brennuleyfi fyrir brennu á Sólheimum 6. janúar.
Hreppsnefnd samþykkir heimild til Sólheima til þess að halda brennu þann 6. janúar
d) Lóðarsala. Kaldavatnsveitur.
Rætt var um lóðasölu og um kaldavatnsveitur í sveitarfélaginu.

Getum við bætt efni síðunnar?