Fara í efni

Sveitarstjórn

502. fundur 07. apríl 2021 kl. 13:00 - 16:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1. Viðauki við fjárhagsáætlun 2021.

Fyrir liggur að áætlaðar fjárfestingar sveitarfélags við hreinsimannvirki í Ásborgum muni kosta töluvert meira en áætlun gerir ráð fyrir. Jafnframt kom upp bilun í vatnsveitu sveitarfélagsins um páskana sem kosta mun einhverja fjármuni og ekki er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun ársins. Sveitarstjóra falið að vinna viðauka við fjárhagsáætlun 2021 í samræmi við umræður á fundinum og leggja hann fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

2. Fundargerðir.

a)     Fundargerð 91. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 22. mars 2021.

Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Skóladagatal, síðari umræða.
Fyrir liggja tvær tillögur að skóladagatali Kerhólsskóla veturinn 2021 – 2022. Önnur tillagan miðast við að starfsmenn fari í námsferð í apríl 2022 en hin miðast við að ekki verði hægt að fara í ferðina.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða báðar tillögur að skóladagatali 2021-2022.

 b)    Fundargerð 26. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 8. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 c)     Fundargerð 27. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 15. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 d)    Fundargerð 214. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 24. mars 2021.

Mál nr. 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21 og 27 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 214. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 24. mars 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 14: 2101030 - Grímkelsstaðir 21(L170864); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging.

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við sumarbústað að Grímkelsstöðum 21. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn telur að framlagðar athugasemdir hafi ekki áhrif á veitingu byggingarleyfis fyrir umsóttri viðbyggingu. Athugasemdum vegna tæknilegra atriða innan gagnanna og er varðar smáhýsi á lóðarmörkum er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 15: 2011059 - Stangarbraut 20 L202435; Breyting á byggingareit; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur deiliskipulagsbreyting vegna Stangarbrautar 20, L202435, eftir grenndarkynningu. Athugasemdir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn hafnar fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu eftir grenndarkynningu. Sveitarstjórn telur að hagsmunum aðliggjandi lóðar geti verið ógnað með breytingunni enda sé um breyttar forsendur frá núgildandi skipulagi að ræða er varðar staðsetningu húss á Stangarbraut 20. Sveitarstjórn mælist til þess að umsækjandi fari að núverandi skilmálum deiliskipulagins.

Mál nr. 16: 2103059 - Hestur L168251; Hestur 8; Stofnun lóðar.

Fyrir liggur umsókn Jóhönnu Sigurjónsdóttur  f.h. Jarðarinnar Hests ehf, dags. 25. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir að stofna lóðina Hestur 8 úr jörðinni Hestur, L168251. Lóðin er innan deiliskipulags frístundabyggðar í landi Hests en afmörkun lóðarinnar skv. mæliblaði er ekki í samræmi við afmörkun á skipulagi þar sem komið hefur í ljós að lóðin skv. skipulagi skarast við aðliggjandi óskipt svæði, sem nær yfir 3 lóðir L168518-520, skv. afsali.

Sveitarstjórn hafnar samhljóða stofnun lóðarinnar og telur að gera þurfi óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem gerð verður grein fyrir breyttri legu lóðarinnar.

Mál nr. 17: 2003014 - Torfastaðir 1 L170828; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting.

Fyrir liggur tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Torfastaða 1 í Grafningi. Í tillögunni felst að landnotkun á um 25 ha svæði innan jarðarinnar Torfastaða er breytt úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð. Lýsing tillögunnar var kynnt 7. - 28. október. Umsagnir sem bárust vegna lýsingar eru lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

Mál nr. 18: 2103061 - Torfastaðir 1 L170828; Breytt landnotkun; Frístundabyggð; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur tillaga deiliskipulags vegna frístundabyggðar í landi Torfastaða 1, L170828. Í deiliskipulaginu felst skilgreining frístundalóða á um 25 ha svæði innan jarðarinnar. Samhliða er unnið að breytingu aðalskipulags.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

Mál nr. 19: 2103063 - Kiðjaberg lóð 9 L204189; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn frá Gunnari Bergmann Stefánssyni og Andrew Moroz er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Kiðjabergs. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarreit innan lóðar Kiðjabergs lóðar 9, L204189.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um lagfærð gögn og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt næstu nágrönnum.

Mál nr. 20: 1907038 - Grafningsafréttur (L223942); umsókn um byggingarleyfi; vindmælimastur.

Fyrir liggur umsókn Norconsult ehf. fyrir hönd Zephyr Iceland ehf. um framlengingu á byggingarleyfi til júlí 2022. Byggingarleyfi var veitt þann 9. júlí 2019 til 15 mánaða vegna uppsetningar á búnaði til að mæla vindaðstæður á Mosfellsheiði á lóðinni Grafningsafréttur, L223942 í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlengingu byggingarleyfis með fyrirvara um jákvæða umsögn flugmálayfirvalda. Berist engar athugasemdir er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 21: 2103074 - Stóra-Borg lóð 7 L218051; Breyting á landnýtingu; Aðalskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn frá Gunnlaugi Stefánssyni er varðar breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Í breytingunni felst minnkun á skilgreindu frístundasvæði innan lands Stóru-Borgar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið verði tekið til umfjöllunar við heildarendurskoðun aðalskipulags sem nú stendur yfir.

Mál nr. 27: 2103002F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-139.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 17. mars 2021.

 e)     Fundargerð 84. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 10. mars 2021.

Mál nr. 5 og 6 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram fundargerð 84. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, dagsett 10. mars 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar;

Mál nr. 5: Drög að samþykktum UTU vegna stöðuleyfa.

Fyrir liggja drög að samþykktum UTU vegna stöðuleyfa. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög.

Mál nr. 6: Drög að gjaldskrá byggingarfulltrúa UTU.

Fyrir liggja drög að gjaldskrá byggingarfulltrúa UTU. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og óskar eftir kynningu frá byggingarfulltrúa.

 f)      Fundargerð oddvitanefndar vegna reksturs Seyrustaða á Flúðum, 10. mars 2021.

Mál nr. 1 og 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram fundargerð oddvitanefndar vegna reksturs Seyrustaða á Flúðum, dagsett 10. mars 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Drög að endurnýjun á samstarfssamningi.

Fyrir liggur að starfshópur á vegum aðildarsveitarfélaga seyruverkefnisins var skipaður þann 6. október 2020 og samanstóð af sveitarstjórum Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps og Grímsnes- og Grafningshrepps. Hópurinn greindi og reiknaði út fjárhagsleg atriði rekstursins og lagði til út frá þeirri vinnu að fastur kostnaður á sveitarfélögin væri 7% af heildarkostnaði við þjónustufulltrúa, 7% af heildarkostnaði við af seyrubíl/hreinsibifreið og 20% af heildarkostnaði við af rekstri Seyrustaða. Tillaga starfshópsins var lögð fram á fundi oddvitanefnar UTU þann 27. nóvember 2020. Þessi kostnaðarskipting var ekki samþykkt af öllum sveitarfélögunum og við tóku nýjar umræður. Á fundinum sem haldinn var 10. mars fóru því áfram fram miklar umræður um verkefnið og þá enn og aftur einna helst um kostnaðarskiptinguna. Niðurstaða fundarins var sú að föstum kostnaði verði skipt niður eftirfarandi: 7% af heildarkostnaði við þjónustufulltrúa, 5% af heildarkostnaði við af seyrubíl og 7% af heildarkostnaði við af rekstri Seyrustaða.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða kostnaðarskiptinguna og samstarfssamninginn og vill jafnframt leggja til við seyrustjórn að eitt af fyrstu verkefnum hennar verði að setja niður sögu, stefnu, markmið, rekstrarfyrirkomulag og tilgang verkefnisins svo hægt verði að huga að framtíðaráformum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra/oddvita að skrifa undir samstarfssamninginn, lóðarleigusamninginn og skiptayfirlýsinguna. Gerð er athugasemd við tilgreind landnúmer og fastanúmer eignarinnar að Flatholti 2 í lóðarleigusamningnum og skiptayfirlýsingunni.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ása Valdís Árnadóttir verði fulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps í seyrustjórn og að Ingibjörg Harðardóttir verði til vara.

Mál nr. 2: Önnur mál.

Hrunamannahreppur, sem umsjónarsveitarfélag verkefnisins, óskar eftir því að aðildarsveitarfélögin samþykki fjárfestingu á árinu 2021 að fjárhæð kr. 3,0 millj. til að hægt sé að tengja saman botnplötu hreinsimannvirkja við innkeyrsludyr Seyrustaða á Flúðum.

Sveitarstjórn hafnar samhljóða fjárfestingunni þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og leggur til að gert verði ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun næsta árs, 2022.

 g)     Fundargerð 7. fundar Oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu, 29. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 h)    Fundargerð 47. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 10. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 i)      Fundargerð 27. fundar stjórnar Bergrisans, 3. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 j)      Fundargerð 28. fundar stjórnar Bergrisans, 19. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 k)    Fundargerð 19. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 15. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 l)      Fundargerð 11. fundar byggingarnefndar Búðarstígs 22, 15. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 m)   Fundargerð 210. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 12. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 n)    Fundargerð 300. fundar Sorpstöðvar Suðurlands, 22. febrúar 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 o)     Fundargerð 568. fundar stjórnar SASS, 24. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 p)    Fundargerð 896. fundar stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga, 26. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 q)    Fundargerð 45. stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 12. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 3. Úrskurður nr. 127/2020 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Fyrir liggur úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 127/2020 þar sem kærð var ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. nóvember 2020 um að synja umókn um breytingu á deiliskipulagi Farborg í landi Miðengis vegna lóðanna Grýluhrauns 1,3 og 5.

Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að ákvörðun sveitarstjórnar var felld úr gildi.

Sveitarstjórn vísar málinu til skipulagsnefndar uppsveita.

 4. Tölvupóstur frá Eðvarð Sigurvin Ólafssyni þar sem óskað er eftir lægri gjöldum hitaveitu.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Eðvarð Sigurvin Ólafssyni, dags. 24. mars 2021 þar sem óskað er eftir lækkun á fastagjaldi Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps vegna lítillar notkunar.

Sveitarstjórn hafnar samhljóða erindinu og áréttar að fara þarf eftir auglýstri gjaldskrá Hitaveitunnar.

 5. Ársskýrsla 2020 frá Hjálparsveitinni Tintron.

Fyrir liggur ársskýrsla frá Hjálparsveitinni Tintron vegna ársins 2020. Ársskýrslan lögð fram til kynningar.

 6. Bréf frá Skipulagsstofnun vegna ákvörðunar um matsskyldu á tilraunaförgun á koldíoxíði og brennisteinsvetni frá Nesjavallavirkjun.

Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 24. mars 2021 vegna ákvörðunar um matsskyldu á tilraunaförgun á koldíoxíði og brennisteinsvetni frá Nesjavallavirkjun. Bréfið lagt fram til kynningar.

 7. Stöðuskýrsla nr. 12 frá uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála vegna Covid-19.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Maríu Ingibjörgu Kristjánsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. mars 2021, þar sem kynnt er 12. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19. Skýrslan lögð fram til kynningar.

8. Bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt minnisblaði um aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili.

Fyrir liggur bréf frá framkvæmdarstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. stjórnar, dagsett 30. mars 2021 ásamt minnisblaði um aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili. Lagt fram til kynningar.

 9. Bréf frá framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands þar sem skorað er á sveitarfélög til að nota innlend matvæli í skólamáltíðir.

Fyrir liggur bréf frá framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, dagsett 16. mars 2021 þar sem skorað er á sveitarfélög til að nota innlend matvæli í skólamáltíðir. Bréfið lagt fram til kynningar.

 10. Bréf frá framkvæmdarstjóra Samtaka iðnaðarins þar sem skorað er á hvert og eitt sveitarfélag að endurskoða álagningu stöðuleyfisgjalda í kjölfar úrskurða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og leiðbeininga Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Fyrir liggur bréf frá framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, dagsett 15. mars 2021 þar sem skorað er á hvert og eitt sveitarfélag að endurskoða álagningu stöðuleyfisgjalda í kjölfar úrskurða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og leiðbeininga Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 11. Bréf frá Ungmennaráði UMFÍ þar sem kynnt er ungmennaráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði 2021“ og viðburðurinn „Samtal ungmennaráða“.

Fyrir liggur bréf frá Ungmennaráði Íslands, dagsett í mars 2021 þar sem kynnt er ungmennaráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði 2021“ og viðburðurinn „Samtal ungmennaráða“.

Bréfið lagt fram til kynningar.

 12. Umhverfis- og auðlindaráðuneyti kynnir til  samráðs mál nr. 86/2021, „Breyting á reglugerð um verndun vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns “.

Reglugerðin lögð fram til kynningar.

 13. Samþykkt frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna málefna sveitarfélaga og Covid-19 faraldursins.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 14. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um almannavarnir (almannavarnastig ofl.), 622. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

Getum við bætt efni síðunnar?