Fara í efni

Sveitarstjórn

287. fundur 05. október 2011 kl. 09:00 - 11:35 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Sigurður Karl Jónsson í fjarveru Guðmundar Ármanns Péturssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. september 2011 lá frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerðir.

a)     39. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 22.09 2011.

            Mál nr. 2, 3, 4, 7, 8, 9, 14, 15, 16, 17, 18, 19 og 20 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram.  Farið yfir mál nr.  2, 3, 4, 7, 8, 9, 14, 15, 16, 17, 18, 19 og 20 þau rædd og staðfest af sveitarstjórn.

 
b)    Fundargerð oddvita Laugaráslæknishéraðs, 20. september 2011.
Fundargerðin lögð fram. Varðandi lið 2, ársreikningur Laugaráslæknishéraðs þá staðfestir sveitarstjórn ársreikninginn. Fundargerðin staðfest.

 
3.       Bréf frá Nordik lögfræðiþjónustu f.h. stjórna Golfklúbbs Öndverðarness og Golfklúbbs Kiðjabergs vegna framkvæmda við golfvöllinn á Minni-Borg.
Erindið lagt fram.

 
4.       Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna.
Kynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldinn á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 13. og 14. október n.k. Samþykkt er að allir aðalmenn í sveitarstjórn eigi kost á að fara á ráðstefnuna.

 

 
5.       Kostnaðaráætlun Eflu hf. í forhönnun og kostnaðaráætlun á ljósleiðarakerfi í Grímsnes- og Grafninghreppi.
Á fundi sveitarstjórnar þann 7. september s.l. var frestað afgreiðslu á kostnaðaráætlun Eflu hf. í forhönnun og kostnaðaráætlun á ljósleiðarakerfi um sveitarfélagið. Búið er að afla upplýsinga hjá nágranna sveitarfélögum um fjarskipti og í ljósi þeirra upplýsinga samþykkir sveitarstjórn að taka tilboði Eflu hf.

 
6.       Bréf frá Umhverfisráðuneyti vegna útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012-2023 og innleiðingu á rammatilskipun Evrópusambandsins um úrgang í íslenskan rétt.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfisráðuneyti vegna útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012-2023 og innleiðingu á rammatilskipun Evrópusambandsins um úrgang í íslenskan rétt. Erindinu vísað til  Sorpstöðvar Suðurlands til úrvinnslu.

 
7.       Skýrsla Félagsmiðstöðvarinnar Borg.
Skýrslan lögð fram til kynningar.

 
8.       Breytingartillaga að aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 fyrir jörðina Suðurkot. Í tillögunni felst að landnotkun jarðarinnar breytist úr óbyggðu svæði í landbúnaðarsvæði til samræmis við greinargerð aðalskipulagsins og stöðu jarðarinnar sem lögbýlis. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 
9.       Breytingartillaga að deiliskipulagi fyrir jörðina Suðurkot.
Fyrir liggur að nýju tillaga VSÓ ráðgjafar að deiliskipulagi hluta jarðarinnar Suðurkots í Grímsnes- og Grafningshreppi. Jörðinni hefur verið skipt í 10 sérafnotahluta og tvo sameignarhluta, en deiliskipulagið nær eingöngu yfir nyrsta hluta eins af 10 sérafnotahlutum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að á skipulagssvæðinu verði heimilt að reisa allt að 200 fm íbúðarhús og 50 fm aukahús. Samþykkt að auglýsa tillöguna að nýju skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.

 
10.    Breytingartillaga að deiliskipulagi á Borg.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi þéttbýlisins Borgar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að lóð félagsheimilis stækkar til norðurs, verður 4.250 fm í stað 2.500 fm, auk þess sem gert er ráð fyrir að lega byggingarreitar fyrir nýja viðbyggingu breytist á þann veg að liggi norður-suður í stað austur-vestur. Þá er einnig gert ráð fyrir að byggingareitur viðbyggingar tengist byggingarreit núverandi stjórnsýsluhúss. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða sem felur í sér smávægilega hliðrun á áður samþykktri viðbyggingu. Breytingin er samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 
11.    Reglur um námsmannaafslátt á leikskólagjöldum.
Fyrir liggja drög að reglum um afslátt til námsmanna á leikskólagjöldum Kerhólsskóla. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur og að þær taki gildi 1. nóvember 2011.

 

12.    Skólavogin.
Samkvæmt nýjum grunnskólalögum frá 2008 ber sveitarfélögum að sinna eftirliti með gæðum skólastarfs og getur Skólavogin verið gagnlegt tæki til að sinna þeim skyldum. Skólavogin skilar samanburði á viðhorfi nemenda, foreldra og starfsfólks í grunnskólum, frammistöðu nemenda á samræmdum prófum ásamt framfarastuðli og ýmsum rekstrarupplýsingum. Með þeirri skilgreiningu og sundurliðun rekstrarliða sem notaðar eru í Skólavoginni er hægt að skoða ýmsa rekstrarliði grunnskólans samræmt á milli sveitarfélaga. Skólavogin byggist á norskri aðferðarfræði og hafa Norðmenn lýst sig reiðubúna til samstarfs við íslensk sveitarfélög um aðgang að þeirra kerfi. Forsenda þess að hægt sé að koma á samstarfi við Norðmenn er að nægileg þátttaka fáist hjá íslenskum sveitarfélögum. Sveitarstjórn lýsir yfir vilja sínum til að taka þátt í verkefninu að því gefnu að lámarki 60-70% sveitarfélaga á Íslandi verði með í verkefninu.

 
13.    Endurmat fasteigna á Nesjavöllum.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir endmati á fasteignum á Nesjavöllum hjá Þjóðskrá Íslands. Sigurður Karl situr hjá við afgreiðslu málsins.

 
14.    Verðkönnun verkfræðiteikninga vegna skólabyggingar.
Fyrir liggur niðurstaða verðtilboðs í verkfræðiteikningar fyrir nýtt húsnæði Kerhólsskóla. Lægsta tilboðið kom frá Vektor ehf. að fjárhæð 2.800.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Vektors ehf.

 
15.    Staða fjárhagsáætlunar 2011.
Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins.

 

 

 

 

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  206. stjórnarfundar 19.09 2011.
Bréf frá Innanríkisráðuneyti um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 12. október 2011.
Bréf frá Innanríkisráðuneyti um áætlun á heildargreiðslum sveitarfélagsins á almennum húsaleigubótum fjárhagsárið 2012.
Bréf frá Innanríkisráðuneyti um áætlun á heildargreiðslum sveitarfélagsins á sérstökum húsaleigubótum fjárhagsárið 2012.
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um samanburð á fjárhagslegum stærðum milli sveitarfélaga.
Auglýsing frá Innanríkisráðuneyti um umhverfismat, tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun 2011-2022.
Brunamálastofnun, ársreikningur 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Öryrkjabandalag Íslands, 50 ára afmælisrit.
-liggur frammi á fundinum-.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:35

 

Getum við bætt efni síðunnar?