Fara í efni

Sveitarstjórn

506. fundur 19. maí 2021 kl. 09:00 - 11:40 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Ásu Valdísar Árnadóttur
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Karl Þorkelsson í fjarveru Ingibjargar Harðardóttur
  • Bjarni Þorkelsson
  • Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Steinar Sigurjónsson.

 

Varaoddviti leitar afbrigða.

Samþykkt samhljóða.

a)      Samningur um refa- og minkaveiðar í Grímsnes- og Grafningshreppi.

 1.  Fundargerðir.

 a)      Fundargerð 217. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 12. maí 2021.

Mál nr. 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18 og 27 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 217. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 12. maí 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 9: Vatnsnes L168292; Breytt notkun landbúnaðarsvæðis; Aðalskipulagsbreyting -  (2104056).

Lögð er fram umsókn frá Þorsteini Magnússyni er varðar breytingu á aðalskipulagi innan jarðarinnar Vatnsnes L168292. Í breytingunni felst að skilgreint verði afþreyingar- og ferðamannasvæði innan jarðarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til vinnu sem nú stendur yfir vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.

Mál nr. 10: Hrossakrókar L231319; Hjólhýsabyggð; Fyrirspurn -  (2104076).

Lögð er fram fyrirspurn er varðar hugsanlega heilsárs hjólhýsabyggð í landi Hrossakróka L23139.

Sveitarstjórn telur að ekki sé lagaheimild fyrir heilsárs hjólhýsabyggðum og hafnar því erindinu samhljóða.

Mál nr. 11: Tjarnarlaut 5 L170911; Viðbygging; Byggingarheimild; Fyrirspurn -  (2104072).

Lögð er fram fyrirspurn frá Ingunni Sveinsdóttur er varðar byggingarheimildir á lóð Tjarnarlautar 5 L170911 í landi Nesja.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagt byggingarmagn Tjarnarlautar 5 sem lagt er til innan fyrirspurnar. Í undantekningatilfellum sé heimilt að notast við nýtingarhlutfall 0,05 innan frístundalóða samkvæmt gildandi skilmálum aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn telur fyrirspurnina jafnframt vera í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.

Mál nr. 12: Kringla 4 L227914; Kringla 9; Skipting lands -  (2104067).

Lögð er fram umsókn Ingibjargar G. Geirsdóttur, dags. 16. apríl 2021, um stofnun landeignar úr Kringlu 4 L227914. Um er að ræða 15 ha spildu sem óskað er eftir að fái staðfangið Kringla 9.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga.

Mál nr. 13: Grýluhraun 1, 3 og 5; Farborgir; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting -  (2008091).

Lögð er fram að nýju umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóða Grýluhrauns 1,3 og 5. Skipulagsnefnd og sveitarstjórn höfðu áður hafnað sameiningu lóðanna í október og nóvember 2020. Sú afgreiðsla var felld úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 127/2020.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins á þeim grundvelli að lóð Grýluhrauns 1 teljist illbyggileg vegna náttúrulegra aðstæðna á svæðinu að mati skipulagsfulltrúa.

Sveitarstjórn telur samþykktina ekki vera fordæmisgefandi gagnvart öðrum umsóknum er taka til sameiningu lóða innan frístundasvæða. Forsenda þess að unnt sé að verða við beiðni um sameiningu eru náttúrulegar aðstæður innan lóðarinnar sem taka hefði átt tillit til við deiliskipulagningu svæðisins í upphafi. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt næstu nágrönnum og sumarhúsafélagi svæðisins.

Mál nr. 14: Sólheimar, byggðahverfi; 2020-2025; Deiliskipulag -  (2011022).

Lögð er fram tillaga frá Sólheimum ses. varðandi heildarendurskoðun deiliskipulags að Sólheimum eftir kynningu. Innan deiliskipulagsins eru m.a. skilgreindar lóðir og byggingarreitir auk byggingaskilmála. Umsagnir bárust á kynningartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðri tillögu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

Mál nr. 15: Hvítárbraut 27 (L169726); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - viðbygging -  (2104058).

Fyrir liggur umsókn Guðrúnar H. Brynleifsdóttur, móttekin 19.04.2021, um byggingarleyfi til að byggja við 67,4 m2 sumarbústað á sumarbústaðalóðinni Hvítárbraut 27 L169726 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 132,9 m2.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 16: Klausturhólar lóð (L175929); umsókn um byggingarleyfi; fjarskiptamastur -  (2104085).

Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd Mílu ehf., móttekin 23.04.2021, um byggingarleyfi til að reisa 30 m fjarskiptamastur á viðskipta- og þjónustulóðinni Klausturhólar lóð L175929 í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu byggingarleyfis á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

Mál nr. 17: Þorkelsholt L227919; Vegsvæði -  (2104068).

Lögð er fram umsókn Ingibjargar G. Geirsdóttur, dags. 16. apríl 2021, um stofnun vegsvæðis. Um er að ræða 3.201 fm spildu, Þorkelsholt vegsvæði, úr landi Þorkelsholts L227919 sem verður 73.199 eftir stofnun.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun vegsvæðisins skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga.

Mál nr. 18: Sogsvirkjanir; H20 og H22; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting -  (1811018).

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Sogsvirkjana. Í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 falla stöðvarnar þrjár og háspennulína í tengslum við virkjanir undir landnotkun iðnaðarsvæðis. Í aðalskipulagsbreytingunni er reiknað með að svo verði áfram og þar verði einnig gerð grein fyrir opnum svæðum, stofnanasvæðum, íbúðasvæðum, golfvelli, hverfisverndarsvæði og svæðum á náttúruminjaskrá. Í aðalskipulagsbreytingunni er almenn stefna og markmið varðandi Sogsvirkjanir og umhverfi þeirra óbreytt frá núverandi aðalskipulagi þar sem um er að ræða í meginatriðum nánari og nákvæmari útfærsla á því sem fyrir er á svæðunum. Umsagnir bárust vegna lýsingar sem var í kynningu til 23.4.20201 og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 27: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-142.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 5. maí 2021.

 b)     Fundargerð fundar starfshóps um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 30. apríl 2021.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Drög að starfsreglum.

Fyrir liggja drög að starfsreglum fyrir svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög.

 c)      Fundargerð 7. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 22. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 d)     Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu, 22. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e)      Fundargerð 14. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 3. febrúar 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 f)       Fundargerð 15. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 13. apríl 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 g)      Fundargerð 20. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 3. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 h)     Fundargerð 199. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, 10. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 i)       Fundargerð 569. fundar stjórnar SASS, 7. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 j)       Fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 30. apríl 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 2.  Erindi frá Leikfélagi Sólheima.

Fyrir liggur bréf frá Hallbirni V. Rúnarssyni formanni Leikfélags Sólheima, dags. 6. maí 2021, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu að upphæð 250.000 kr. vegna uppsetningar á sýningu leikfélagsins „Árar, álfar og tröll: Sólheimaævintýri“ á fjölum Þjóðleikhússins. Gegn styrkveitingu er leikfélagið tilbúið að bjóða nemendum og starfsfólki Kerhólsskóla upp á sérsýningu á verkinu, ásamt því að bjóða upp á aðstöðu fyrir vorhátíð skólans.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 3.  Sorpútboð 2021-2025.

Fyrir liggja útboðsgögn vegna útboðs í sorphirðu Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árin 2021-2025.

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að gögn verði lagfærð áður en til útboðs kemur.

4.  Bréf frá Meltuvinnslunni ehf. vegna innheimtu á fasteignagjöldum á sumarhúsalóðum við Björk.

Fyrir liggur bréf frá Kristjáni Sverrissyni fyrir hönd Meltuvinnslunar ehf., dags. 10. maí 2021, þar sem þess er krafist  að sveitarfélagið endurgreiði Meltuvinnslunni ehf. 1.500.966 kr. auk dráttarvaxta frá 28. apríl 2021, þar sem það sé sú upphæð sem sé oftekin miðað við útreikninga þeirra á vinnu Lögheimtunnar út af máli tengdu vangreiddum fasteignagjöldum af lóðum að Björk. Að auki er þess krafist að lögfræðikostnaður vegna annarra skulda Meltuvinnslunnar ehf. og Litla lands ehf. verði felldur niður.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl., að svara erindinu.

 

5. Úrskurður nr. 13/2021 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Fyrir liggur úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 13/2021, þar sem kærð var ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. desember 2021 um að samþykkja erindi kærenda um skiptingu jarðarinnar Foss með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi jarða þar sem það eigi við. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að það skilyrði sem sett er í hinni kærðu ákvörðun að „samþykki aðliggjandi landeigenda liggi fyrir þar sem það á við“ er fellt úr gildi.

Lagt fram til kynningar.

 6.  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki IV á Hótel Borealis að Brúarholti 2.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 11. maí 2021, þar sem óskað er eftir umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki IV að Brúarholti 2, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

7.  Lyngdalur.

Fyrir liggur erindi frá Magnúsi Ingberg Jónssyni, dags. 14. maí 2021, þar sem lögð er fram tillaga að vegtengingu að Lyngdal (L168232).

Sveitarstjórn telur að framkomin tillaga sé ekki heppilegasta aðkoman að Lyngdal út frá hagsmunum sveitarfélagsins sem landeigenda að Björk 1. Sveitarstjórn telur vænlegra að vegtengingin sé í samræmi við aðalskipulagsuppdrátt.

Formanni veitunefndar og oddvita falið að vinna málið áfram.

8.  Erindi frá verkefnastjóra heilsueflandi samfélags um gerð hjólreiðastígar milli Sólheima og Borgar.

Fyrir liggur bréf frá Gunnari Gunnarssyni verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags, dags. 12. maí 2021, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort að leggja eigi hjólreiðastíg milli Sólheima og Borgar.

Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og samþykkir samhljóða að vísa málinu til veitunefndar til frekari umræðu og kostnaðargreiningar.

 9.  Erindi frá verkefnastjóra heilsueflandi samfélags um gerð bílastæðis við skógræktina við Mosfell.

Fyrir liggur bréf frá Gunnari Gunnarssyni verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags, dags. 12. maí 2021, þar sem spurt er út í hug sveitarfélagsins til samstarfs með Skógræktinni um gerð bílastæðis við skógræktina við Mosfell.

Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og felur oddvita að óska frekari upplýsinga um útfærslu samstarfsins við Skógræktina.

 10.  Minnisblað starfshóps um sameiginlega vatnsveitu Uppsveita.

Fyrir liggur minnisblað starfshóps um sameiginlega vatnsveitu Uppsveita, dagsett 28. apríl 2021, þar sem fram kemur áætluð skipting stofnkostnaðar milli sveitarfélaganna sem að verkefninu standa. Samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun yrði hlutur Grímsnes- og Grafningshrepps í verkefninu 201.480.000 kr.

Minnisblaðið lagt fram til kynningar.

 11.  Bréf frá Hreinsitækni ehf. um stöðu mála varðandi förgun úrgangs í Árnessýslu.

Fyrir liggur bréf frá Björgvini Jóni Bjarnasyni f.h. Hreinsitækni ehf., dags. 3. maí 2021, þar sem lýst er yfir áhyggjum af því ófremdarástandi sem uppi er við förgun þess úrgangs sem fellur til við losun stíflna og hreinsunar úr gildrum hjá einstaklingum og fyrirtækjum í Árnessýslu. Þá er óskað eftir því að sveitarfélög á svæðinu og/eða samtök þeirra bæti úr ástandinu og tryggi förgunarstaði fyrir umræddan úrgang.

Bréfið lagt fram til kynningar.

 12.  Bréf frá Samtökum grænkera á Íslandi um framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum.

Fyrir liggur opið bréf frá Samtökum grænkera á Íslandi, dags. 11. maí 2021, þar sem kallað er eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja um grænkerarétt fyrir þau sem það kjósa í öllum leik- og grunnskólum landsins.

Bréfið lagt fram til kynningar.

 13.  Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um XXXVI. landsþing Sambandsins.

Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. maí 2021, þar sem tilkynnt er að XXXVI landsþing Sambandsins verði haldið rafrænt þann 21. maí 2021.

Lagt fram til kynningar.

 14.  Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2021.

Fyrir liggur bréf frá Ungmennaráði Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), dags. 11. maí 2021, þar sem tilkynnt er að ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2021 verði haldin í Héraðsskólanum á Laugarvatni dagana 15.-17. september n.k.

Lagt fram til kynningar.

 15.  Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2021.

Fyrir liggur bréf frá stjórn Landskerfis bókasafna, dags. 4. maí 2021, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins í Þjóðarbókhlöðu, Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni, þann 19. maí 2021.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ragna Björnsdóttir verði fulltrúi sveitafélagsins á fundinum.

 16.  Aðalfundur Límté Vírnet ehf. fyrir árið 2020.

Fyrir liggur bréf frá stjórn Límtré Vírnet ehf, dags. 4. maí 2021, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins fyrir árið 2020 þann 20. maí n.k. í límtrésverksmiðjunni á Flúðum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Smári Bergmann Kolbeinsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

 17.  Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2021.

Fyrir liggur bréf frá Háskólafélagi Suðurlands, dags. 5. maí 2021, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þann 19. maí 2021. Fundurinn verður haldinn með fjarfundarsniði.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Björn Kristinn Pálmarsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

 18.  Ársfundur Náttúruhamfaratryggingar Íslands 2021.

Fyrir liggur boðskort frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands (NTÍ) á rafrænan ársfund NTÍ sem haldinn verður þann 20. maí 2021.

Lagt fram til kynningar.

 19.  Beiðni Landgræðslunar um umsögn á drögum að landgræðsluáætlun 2021-2031 og á drögum að umhverfismati áætlunarinnar.

Fyrir liggur beiðni Landgræðslunnar um umsögn á drögum að landgræðsluáætlun 2021-2031 og á drögum að umhverfismati áætlunarinnar.

Lagt fram til kynningar.

 20.  Beiðni Skógræktarinnar um umsögn á drögum að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og á drögum að umhverfismati áætlunarinnar.

Fyrir liggur beiðni Skógræktarinnar um umsögn á drögum að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og á drögum að umhverfismati áætlunarinnar.

Lagt fram til kynningar.

 21.  Ársfjórðungsskýrsla Hjálparsveitarinnar Tintron.

Fyrir liggur ársfjórðungsskýrsla Hjálparsveitarinnar Tintron fyrir fyrsta fjórðung ársins.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

 22.  Stöðuskýrsla nr. 14 frá uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála vegna Covid-19.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Maríu Ingibjörgu Kristjánsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. maí 2021, þar sem kynnt er 14. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

 23.  Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 109/2021, „Ræktum Ísland! Umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland“.

Fyrir liggur að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 109/2021, „Ræktum Ísland! Umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland“.

Skjalið lagt fram til kynningar.

 24.  Mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 113/2021, „Endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla“.

Fyrir liggur að  Mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 113/2021, „Endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla“.

Lagt fram til kynningar.

 25.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingar á lögum um fjöleignarhús, 597. mál.

Fyrir liggur beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingar á lögum um fjöleignarhús, 597. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 26.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um barnvænt Ísland – framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál.

Fyrir liggur beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um barnvænt Ísland – framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 27.  Sumarlokun á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 19. júlí til og með 6. ágúst 2020.

 28.  Sumarleyfi sveitarstjórnar og næstu fundir hennar.

Samþykkt er samhljóða að sveitarstjórn verði í sumarleyfi seinni fund í júlí og fyrri fund í ágúst. Næstu fundir sveitarstjórnar verða því 2. júní, 16. júní, 7. júlí og 18. ágúst kl. 9:00.

 29.  Önnur mál.

a)      Samningur um refa- og minkaveiðar í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur samningur um refa- og minkaveiðar í Grímsnes- og Grafningshreppi við Jón Matthías Sigurðsson. Tímabil ráðningar er 15. maí 2021 til 1. maí 2024.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra / oddvita að undirrita samninginn.

Getum við bætt efni síðunnar?