Fara í efni

Sveitarstjórn

509. fundur 07. júlí 2021 kl. 09:00 - 10:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Björn Kristinn Pálmarsson varaoddviti
  • Karl Þorkelsson í fjarveru Ásu Valdísar Árnadóttur
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.  Fundargerðir.

 a)      Fundargerð 37. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 20. apríl 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b)     Fundargerð 38. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 26. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar

 c)      Fundargerð 39. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 8. júní 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar

 d)     Fundargerð 3. fundar stýrihóps um verkefnið Heilsueflandi samfélag, 16. júní 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e)      Fundargerð 220. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 23. júní 2021.

Mál nr. 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35 og 58 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 220. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 23. júní 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 24: Þórisstaðir land L220557; Landbúnaðarsvæði breytt í verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting -  (2002001).

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Þórisstaða lands L220557. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði innan landeignarinnar. Innan svæðisins er ætlunin að rísi þyrping gistihúsa með tilheyrandi þjónustumannvirkjum. Tillaga var auglýst til kynningar frá 19. maí til 9. júní.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Þórisstaða lands L220557 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

Mál nr. 25: Tjaldhóll L210521; Vegagerð; Efnistaka; Náma; Framkvæmdaleyfi -  (2106045).

Lögð er fram umsókn frá Ásmundi Skeggjasyni er varðar framkvæmdaleyfi við veg inn á land Tjaldhóls L210521. Samhliða er óskað eftir staðfangabreytingu á lóðinni og heimild fyrir gerð deiliskipulags.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 5. mgr. 13. gr og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við staðfangabreytingu lóðarinnar og samþykkir að unnið verði deiliskipulag fyrir landið. Sveitarstjórn mælist til þess að leitað verði umsagnar Vegagerðarinnar vegna málsins.

Mál nr. 26: Lerkigerði 2 L169289; Undanþága frá byggingaskyldu; Fyrirspurn -  (2106046).

Lögð er fram fyrirspurn frá Ársæli Ármannssyni er varðar undanþágu frá byggingarskyldu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fallið verði frá byggingarskyldu í takt við framlagða fyrirspurn. Sveitarstjórn bendir á að uppbygging innan svæðisins er háð útgáfu byggingarleyfis.

Mál nr. 27: Miðborgir, Miðengi; Flóttaleið; Borgarleynir; Framkvæmdaleyfi -  (2106060).

Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna flóttaleiðar frá Miðborgum í landi Miðengis auk óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Miðborga sem tekur til flóttaleiðar. Sveitarstjórn gerði ekki athugasemd við skilgreiningu flóttaleiðar frá svæðinu á fundi sínum þann 21.4.2021 með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar og að unnin væri óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins. Fyrir liggja umsagnir Skógræktarinnar og Vegagerðarinnar vegna málsins auk tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis vegna flóttaleiðar. Sveitarstjórn mælist til þess að óveruleg breyting á deiliskipulagi fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Þar sem fyrir liggur samþykki Skógræktarinnar og Vegagerðarinnar telur sveitarstjórn ekki ástæðu til grenndarkynningar og samþykkir samhljóða að óveruleg breyting á deiliskipulagi taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

Mál nr. 28: Lundeyjarsund 4 L168718; Skilmálar; Stálvirki; Deiliskipulagsbreyting -  (2104009).

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem tekur til skilmálabreytingar innan frístundabyggðarinnar að Hraunkoti. Athugasemdir bárust á auglýsingartíma málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess. Í breytingunni felst að krafa um að hús skuli byggð úr timbri verði felld út úr skipulagsskilmálum og gert verði ráð fyrir því að byggja megi hús úr stálvirki eða öðrum léttum byggingarefnum.

Athugasemdir bárust vegna kynningar á breyttum skipulagsskilmálum frá Sjómannadagsráði. Í athugasemdinni felst að óljóst þyki hvað er verið að samþykkja með framlagðri breytingu auk þess sem samráðsleysi er gagnrýnt. Sveitarstjórn tekur ekki undir þær athugasemdir og telur ljóst að í breytingunni felst að heimilað er að byggja úr fleiri léttum byggingarefnum en timbri. Gildandi skilmálar gera ráð fyrir að eingöngu megi byggja hús úr timbri innan svæðisins. Sveitarstjórn telur ljóst að þar sé um burðarvirki húsa að ræða. Breytingin taki því til þess að heimilt sé að byggja úr fleiri byggingarefnum en timbri sem geti talist til léttra byggingarefna. Það er mat byggingarfulltrúa og eftir atvikum skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar hverju sinni hvað geti talist til léttra byggingarefna ef vafi leikur á. Ljóst þykir að skilmálum þessum er ætlað að koma í veg fyrir gerð steinsteyptra bygginga innan svæðisins, breyting þessi er því í anda þeirra markmiða þótt svo að auknar heimildir séu veittar fyrir notkun mismunandi byggingarefna. Sveitarstjórn telur að staðið hafi verið að kynningu málsins á fullnægjandi hátt. Skipulagsfulltrúi hefur upplýst sveitarstjórn um að til standi að fara í heildarendurskoðun deiliskipulags á svæðinu. Sveitarstjórn fagnar því en telur ekki ástæðu til að stöðva ferli umsóttrar breytingar vegna þessa. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða deiliskupulagsbreytingu og að hún taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Þeim sem athugasemdir gerðu verði kynnt niðurstaða sveitarfélagsins.

Mál nr. 29: Neðan-Sogsvegar 4 L169505; Norðurkot; Minnkun á byggingareit; Deiliskipulagsbreyting -  (2011076).

Lögð er fram breyting á deiliskipulagi sem tekur til Neðan-Sogsvegar 4. Í breytinguni felst minnkun byggingarreitar á lóð Neðan-Sogsvegar 4 í takt við athugasemdir sem gerðar voru við deiliskipulagsbreytingu innan svæðisins þar sem skilgreind voru lóðarmörk og byggingarreitir. Framlögð deiliskipulagsbreyting var samþykkt í sveitarstjórn 21.10.2020 og auglýst í B-deild í mars 2021. Gildistaka breytingarinnar var felld út gildi með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 34/2021 sem taldi að ekki hefði verið staðið rétt að kynningu málsins gagnvart lóðarhafa. Er því umrædd breyting sem byggir á athugasemdum lóðarhafa aðliggjandi lóðar lögð fram á ný til afgreiðslu skipulagsnefndar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhafa Neðan-Sogsvegar 4 og lóðarhafa aðliggjandi lóðar.

Mál nr. 30: Stóra-Borg lóð 13 L218057; Veglagning; Efnistaka; Framkvæmdaleyfi -  (2106067).

Lögð er fram umsókn frá ÖRG sumarhús ehf. er varðar umsókn um framkvæmdaleyfi. Í framkvæmdinni felst veglagning að lóðinni um 400 metra frá Biskupstungnabraut. Gert er ráð fyrir því að efnistaka verði úr námu við Svínavatn og verði á bilinu 1200-1500 m3.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 5. mgr. 13. gr og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar. Unnið er að deiliskipulagi svæðisins. Sveitarstjórn mælist til þess að staðfang lóðarinnar/svæðisins verði tekið til endurskoðunar við vinnslu deiliskipulags á svæðinu.

Mál nr. 31: Hestvíkurvegur 8 (L170887); umsókn um byggingarleyfi; bátaskýli - gestaherbergi, breyting -  (1912009).

Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknar voru þ. 30.05.2021 breyttar aðalteikningar frá hönnuði. Sótt er um byggingarleyfi til að byggja 40 m2 gestahús með geymslulofti á sumarbústaðalandinu Hestvíkurvegur 8 L170887 í Grímsnes- og Grafningshreppi í stað bátaskýli/gestaherbergi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 32: Álftavatn 2A (L168307); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með sambyggðu gestahúsi og geymslu -  (2106037).

Fyrir liggur umsókn Valdimars Harðarsonar fyrir hönd Þórðar Sverrissonar, móttekin 09.06.2021, um byggingarleyfi til að fjarlægja 45 m2 sumarbústað, mhl 01, byggingarár 1985 og byggja 144 m2 sumarbústað með sambyggðu gestahúsi og geymslu á sumarbústaðalandinu Álftavatn 2A L168307 í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 33: Hamrar 3 (L224192); umsókn um byggingarleyfi; vinnustofa-geymsla -  (2104039).

Fyrir liggur umsókn Eiríks V. Pálssonar fyrir hönd Gyðuborga ehf., móttekin 11.04.2021. Til stendur að byggja 38 m2 vinnustofu/geymslu á lóðinni Hamrar 3 L224192 í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Sveitarstjórn mælist til þess að séu frekari framkvæmdir ætlaðar innan svæðisins til framtíðar verði unnið deiliskipulag.

Mál nr. 34: Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps -  (1506033).

Lögð fram til afgreiðslu fyrir kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 ásamt fylgigögnum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 35: Ásgarður; Suðurbakki 16 L212142 ; Stækkun byggingarreits ; Deiliskipulagsbreyting -  (2106121).

Lögð er fram umsókn frá Guðjóni Haukssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðar Suðurbakka 16 í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður lítillega til suðvesturs. Engar breytingar eru gerðar á greinargerð skipulagsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Mál nr. 58: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-145.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16. júní 2021.

 f)       Fundargerð 303. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 22. júní 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 g)      Fundargerð 899. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 11. júní 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 2.  Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 4/2021, Ásabraut 40, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur úrskurður yfirfasteignamatsnefndar frá 22. júní s.l. í máli nr. 4/2021 vegna kæru eigenda Ásabrautar 40, Grímsnes- og Grafningshreppi, um álagningu fasteignaskatta. Yfirfasteignamatsnefnd staðfestir álagningu sveitarfélagsins.

Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.

 3.  Tilkynning um kæru nr. 91/2021 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Fyrir liggur tilkynning um kæru nr. 91/2021 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem kærð er samþykkt Grímsnes- og Grafningshrepps á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Kiðjabergi vegna lóða 108, 109, 110 og 111 við Kamba.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að vinna málið og gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

4.  Héraðsdómur Suðurlands, dómur nr. E-674/2020, Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Innovation Now ehf. og íslenska ríkinu.

Fyrir liggur dómur Héraðsdóms Suðurlands frá 15. júní s.l. í máli nr. E-674/2020, Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Innovation Now ehf. og íslenska ríkinu þar sem farið er fram á að úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 25. maí 2020 í máli nr. SRN19050056 verði felldur úr gildi. Niðurstaða dómsins er að úrskurðurinn er felldur úr gildi og málskostnaður felldur niður.

Dómurinn lagður fram til kynningar.

5.  Beiðni um afnot af vegum vegna Hillrally á Íslandi 2021.

Fyrir liggur bréf frá Tryggva M. Þórðarsyni f.h. Hillrally á Íslandi 2021, dagsett 17. júní 2021, þar sem sótt er um leyfi sveitarfélagsins til að halda fyrrnefnda keppni á vegum sem undir sveitarfélagið falla. Vegirnir sem um ræðir eru svokallaður Eyfirðingavegur sem liggur sunnan Skjaldbreiðar og vegur er tengir Eyfirðingaveg og gömlu Lyngdalsheiðina, en keppnin verður haldin dagana 6. – 8. ágúst 2021.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að keppnin verði haldin á umræddum vegum. Minnt er á að huga þarf vel að merkingum vegna keppninnar og skilja við svæðið í sama ástandi og tekið var við því.

 6.  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna tækifærisleyfis og tímabundins áfengisleyfis í Vatnsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 14. júní 2021, um umsögn vegna tækifærisleyfis og tímabundins áfengisleyfis þann 30. júlí til 2. ágúst í Vatnsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfin verði veitt.

 7.  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Melhúsasundi 11, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 1. júlí 2021, um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Melhúsasundi 11, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.

 8.  Tilkynning til hluthafa í Límtré-Vírnet ehf. um eigendaskipti að hlutum.

Fyrir liggur bréf frá stjórn Límtré-Vírnets ehf. dagsett 1. júlí 2021 þar sem tilkynnt er að Stefán Árni Einarsson hafi óskað eftir því að kaupa alls 1.800.000 hluti í félaginu sem jafngilda 1,32% af heildarhlutafé félagsins. Samkvæmt samþykktum félagsins hafa aðrir hluthafar félagsins forkaupsrétt að hlutunum í réttu hlutfalli við hlutafjáreign.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að forkaupsréttur Grímsnes- og Grafningshrepps verði ekki nýttur.

 9.  Stöðuskýrsla nr. 16 frá uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála vegna Covid-19.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Maríu Ingibjörgu Kristjánsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. júní 2021, þar sem kynnt er 16. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

 10.  Bréf frá NPA Setri Suðurlands.

Fyrir liggur bréf frá Hafdísi Bjarnadóttur og Ingu Sveinbjörgu Ásmundsdóttur f.h. NPA Seturs Suðurlands, dagsett 7. júní 2021, þar sem kynnt er starfsemi félagsins.

Bréfið lagt fram til kynningar.

 11.  Vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

Fyrir liggur beiðni skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar um umsögn á vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

Lagt fram til kynningar.

Getum við bætt efni síðunnar?