Fara í efni

Sveitarstjórn

510. fundur 18. ágúst 2021 kl. 09:00 - 11:45 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
  • Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

Oddviti leitar afbrigða.

 Samþykkt samhljóða

a)      Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Auglýsing um ákvörðun ráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og nýtt heimildarákvæði sveitarstjórnarlaga.

1.  Fundargerðir.

 a)      Fundargerð 221. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 14. júlí 2021.

Mál nr. 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28 og 34 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 221. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 14. júlí 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 16: Leynir L230589; Miðengi; 8 frístundahúsalóðir; Deiliskipulag -  (2103106).

Lagt er fram deiliskipulag frístundahúsalóða eftir auglýsingu sem tekur til Leynis L230589 úr landi Miðengis. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 8 frístundahúsalóðum að stærðinni frá 5.948 fm til 7.491 fm. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og mælist til þess að brugðist verði við athugasemdum er varðar flóttaleið m.t.t. brunavarna. Jafnframt mælist sveitarstjórn til þess að lagfærður uppdráttur verði sendur til yfirferðar Brunavarna Árnessýslu.

 Mál nr. 17: Neðan-Sogsvegar 61 L169338, Norðurkot, Skipting lóðar, Deiliskipulagsbreyting -  (2010091).

Lögð er fram að nýju uppfærð umsókn um deiliskipulagsbreytingu lóða Neðan-Sogsvegar 61, 61A og 61B. Í breytingunni felst ný skilgreining lóða og byggingarreita innan svæðisins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir uppfærðum gögnum vegna málsins.

Mál nr. 18: Grýluhraun 1, 3 og 5; Farborgir; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting -  (2008091).

Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna sameiningar lóðar Grýluhrauns 1, 3 og 5 eftir grenndarkynningu. Umsögn barst vegna málsins frá sumarhúsafélagi svæðisins og er hún lögð fram til kynningar ásamt yfirlýsingu lóðarhafa er varðar sameiginlegan kostnað innan svæðisins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir grenndarkynningu með fyrirvara um lagfærð gögn. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði sent til varðveislu Skipulagsstofnunar eftir að uppfærð gögn berast.

Mál nr. 19: Sogsvirkjanir; H20 og H22; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting -  (1811018).

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Sogsvirkjana eftir kynningu. Í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 falla stöðvarnar þrjár og háspennulína í tengslum við virkjanir undir landnotkun iðnaðarsvæðis. Í aðalskipulagsbreytingunni er reiknað með að svo verði áfram og þar verði einnig gerð grein fyrir opnum svæðum, stofnanasvæðum, íbúðasvæðum, golfvelli, hverfisverndarsvæði og svæðum á náttúruminjaskrá. Í aðalskipulagsbreytingunni er almenn stefna og markmið varðandi Sogsvirkjanir og umhverfi þeirra óbreytt frá núverandi aðalskipulagi þar sem um er að ræða í meginatriðum nánari og nákvæmari útfærsla á því sem fyrir er á svæðunum. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsbreytingar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Sogsvirkjanna í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

Mál nr. 20: Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Skilgreining iðnaðarsvæðis; Aðalskipulagsbreyting -  (2010070).

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi í landi Króks L170822 eftir kynningu. Í breytingunni felst skilgreining iðnaðarsvæðis á Folaldahálsi fyrir gufuaflsvirkjun. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW sem nýtt verður fyrir sumarhúsabyggð og mögulega aðra starfsemi í landi Króks. Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu málsins þann 3. mars 2021 þar til niðurstaða Skipulagsstofnunar er varðar matsskyldu verkefnisins lægi fyrir. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins auk niðurstöðu Skipulagsstofnunar um matsskyldu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps vegna Gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

 Mál nr. 21: Vaðnes, 3. áfangi; Mosabraut 27; Ný lóðamörk og breyting á leik- og útivistarsvæði; Deiliskipulagsbreyting -  (2107004).

Lögð er fram umsókn frá Byggðanesi ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi Vaðness, 3. áfanga. Í breytingunni felst breytt lega lóðar Mosabrautar 27 og breytingu á leik- og útivistarsvæði þar sem gert er ráð fyrir skilgreiningu nýrrar lóðar á hluta svæðisins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Sveitarstjórn mælist til þess að auglýsing skipulagsins verði kynnt sérstaklega fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða við skipulagsbreytinguna ásamt sumarhúsafélagi svæðisins sé það til staðar.

Mál nr. 22: Neðan-Sogsvegar 41 L169422; Skipting lands; Deiliskipulagsbreyting; Fyrirspurn -  (2107005).

Lögð er fram fyrirspurn frá Þórkötlu M. Valdimarsdóttir er varðar skiptingu lóðarinnar Neðan-Sogsvegar 41 í landi Norðurkots.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í að unnið verði að deiliskipulagsbreytingu á svæðinu þar sem skilgreind verði lóð umhverfis hús fyrirspyrjanda.

Mál nr. 23: Kringla 2 og 9; Kringlugil 1 og 2; Deiliskipulag -  (2107009).

Lögð er fram umsókn frá Ingibjörgu G. Geirsdóttur er varðar deiliskipulagningu tveggja lóða, Kringlugil 1 og 2, úr Kringlu 2 og 9. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda fyrir íbúðarhús og úthús.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar sem sveitarstjórn getur ekki samþykkt fyrirhugaða aðkomu að lóðunum. Skipulagsfulltrúa falið ræða við hlutaðeigandi aðila.

Mál nr. 24: Útivistarsvæði Borg í Grímsnesi; Ú7; Deiliskipulag -  (2107022).

Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi er varðar nýtt deiliskipulag fyrir útivistarsvæði á Borg. Svæðið sem um ræðir er tæplega 19 ha að stærð og er ofan við núverandi byggð. Markmið skipulagsins er að skapa skjólgott útvistarsvæði með göngustígum, áningarstöðum og trjálundum til skjóls. Gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir aðstöðuhús. Samhliða deiliskipulagi er unnið að breytingu á aðalskipulagi sveitafélagsins þar sem svæðið er skilgreint sem opið svæði.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem tillagan er í fullu samræmi við áður auglýsta aðalskipulagsbreytingu sem tekur til lands sveitarfélagsins norðan Biskupstungnabrautar.

Mál nr. 25: Minni-Borg lóð (L169150); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - viðbygging -  (2106154).

Fyrir liggur umsókn Höllu H. Hamar fyrir hönd Kristínar Halldórsdóttur og Stefáns Sveinssonar, móttekin 28.06.2021, um byggingarleyfi til að byggja 19,3 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Minni-Borg lóð L169150 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 52 m2.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

 Mál nr. 26: Neðra-Apavatn L168269; Sauðhóll 5; Neðra-Apavatn lóð (Sauðhóll 6) L169306; Stofnun og breytt staðfang lóðar -  (2107045).

Lögð er fram umsókn eigenda Neðra-Apavatns L168269 um stofnun lóðar úr jörðinni skv. meðfylgjandi lóðablaði. Óskað er eftir að stofna 11.204 fm lóð og að hún fái staðfangið Sauðhóll 5. Jafnframt er óskað eftir að lóðin Neðra-Apavatn lóð L169306 fái staðfangið Sauðhóll 6.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðar í samræmi við framlagða umsókn. Sveitarstjórn mælist til þess að staðföng allra lóða við veg merktur Sauðhólsvegur á uppdrætti fái viðeigandi staðföng í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga.

Mál nr. 27: Villingavatn lóð L170965; Staðfesting á afmörkun lóðar -  (2107065).

Lögð er fram umsókn Sveinbjarnar G. Haukssonar, dags. 25. júní 2021, um staðfestingu á afmörkun lóðar, Villingavatn lóð L170965. Hnitsett afmörkun hefur ekki legið fyrir áður og skv. meðfylgjandi lóðarblaði mælist hún 2.000 fm og er í samræmi við núverandi skráningu í fasteignaskrá.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið með fyrirvara um uppfært lóðarblað í samráði við skipulagsfulltrúa og samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsettri afmörkun.

Mál nr. 28: Borgarleynir 7 L198615; Stækkun byggingarreits; Gestahús; Fyrirspurn -  (2107069).

Lögð er fram fyrirspurn frá Gullhömrum ehf. er varðar staðsetningu gestahúss á lóð Borgarleynis 7 L198615.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við staðsetningu gestahúss sbr. framlagðan uppdrátt með fyrirvara um að lögð verði fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í breytingunni felist að byggingarreitur lóðarinnar verði afmarkaður í 10 metra fjarlægð frá lóðarmörkum í áttina að lóð Borgarleynis 5.

Mál nr. 58: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-145.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16. júní 2021.

 b)     Fundargerð 13. fundar bygginganefndar Búðarstígs 22, 6. júlí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 c)      Fundargerð 21. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 6. júlí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 d)     Fundargerð aðalfundar Þristsins – félags landeigenda í frístundabyggð við Klausturgötu A, B og C, 23. júlí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.  Sorpútboð 2021-2025.

Fyrir liggur fundargerð frá opnunarfundi tilboða sem haldinn var 8. júlí 2021, ásamt minnisblaði um yfirferð tilboða, kostnaðaráætlun og tilboði Íslenska gámafélagsins, sem var lægstbjóðandi. Fylgigögnum tilboðs hefur verið skilað og þau yfirfarin og uppfyllir bjóðandi þær kröfur sem gerðar voru í útboðsgögnum. Sveitarstjórn samþykir samhljóða tilboð lægstbjóðanda, Íslenska gámafélagsins og  felur sveitarstjóra / oddvita að ganga frá samningi við um sorphirðu á grundvelli útboðsgagna.

3.  Skipulagsmál – 2002014 -  Torfastaðir 1 L170828; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting.

Sveitarstjórn vísar málinu til skipulagsnefndar.

4.  Bréf frá Hjálparsveitinni Tintron vegna húsnæðismála.

Fyrir liggur bréf frá Jóhannesi Þ. Guðmundssyni f.h. Hjálparsveitarinnar Tintron, dags. 11. ágúst 2021 þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum um að eignast hlut sveitarfélagsins í húsnæðinu að Hraunbraut 2 (F2207326). Ástæðan er sú að núverandi húsakostur rúmar ekki tæki og búnað sveitarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita og formanni veitunefndar að ræða við fulltrúa Tintron.

5.  Vegslóði að jörðinni Lyngdal, jörðin Björk II, mótmæli o.fl.

Fyrir liggur bréf frá Ívari Pálssyni hrl. f.h. Landslaga dags. 3. ágúst 2021 þar sem fram kemur að eigendur jarðarinnar Bjarkar II hafi falið Landslögum að gæta hagsmuna sinna í tilefni af beiðni eiganda jarðarinnar Lyngdals um heimild til lagningar vegar að landi sínu. Jafnframt er óskað eftir öllum gögnum um málið sem sveitarfélaginu hafa verið send, ásamt því að umbjóðendum Landslaga verði kynnt málið á lögmætum forsendum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita að afhenda umrædd gögn í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins, Óskar Sigurðsson hrl.

Ingibjörg Harðardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

6.  Úrskurður til bráðabirgða í máli nr. 91/2021 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Fyrir liggur úrskurður til bráðabirgða frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 91/2021 þar sem kærð var ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar í Kiðjabergi. Var þess krafist að ákvörðunin yrði felld úr gildi og að réttaráhrifum deiliskipulagsbreytingarinnar yrði frestað.

Niðurstaða Úrskurðarnefndarinnar er að kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda og frestun réttaráhrifa hinnar kærðu deiliskipulagsákvörðunar er hafnað.

Lagt fram til kynningar.

7.  Bréf frá Björgvini Njáli Ingólfssyni vegna árskorta í íþróttamiðstöð og sundlaug.

Fyrir liggur bréf frá Björgvini Njáli Ingólfssyni, dagsett 26. júlí 2021 þar sem farið er fram á formlega afstöðu sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps til mismunandi gjaldtöku notenda íþróttamiðstöðvarinnar á Borg og upplýsingar um á hvaða lögum sú ákvörðun byggir.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara bréfinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins, Óskar Sigurðsson hrl.

8.  Eigendaskipti að hlutum í Límtré Vírnet ehf.

Fyrir liggur bréf frá stjórn Límtré-Vírnets ehf. dagsett 16. júlí 2021 þar sem tilkynnt er að Þorsteinn V. Viggósson hafi ákveðið að selja alla hluti sína í Límtré Vírnet ehf. Um er að ræða alls 100.000 hluti að nafnvirði 1 kr. hver hlutur, sem jafngilda 0,07% af heildarhlutafé félagsins. Samkvæmt samþykktum félagsins hafa aðrir hluthafar félagsins forkaupsrétt að hlutunum í réttu hlutfalli við hlutafjáreign.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins á hlutunum.

9.  Beiðni frá Skipulagsstofnun um umsögn vegna eldisstöðvar að Hallkelshólum, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn um hvort og á hvaða forsendum eldi á laxaseiðum að Hallkelshólum í Grímsnes- og Grafningshreppi skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Sveitarstjórn vísar erindinu til skipulagsnefndar.

10.  Bréf frá Dómsmálaráðuneytinu varðandi greiðslu kostnaðar vegna fyrirhugaðra kosninga til Alþingis.

Fyrir liggur bréf frá Dómsmálaráðuneytinu dagsett 11. ágúst 2021 þar sem tilkynnt er um greiðslu kostnaðar vegna fyrirhugaðra kosninga til Alþingis þann 25. september 2021.

Bréfið lagt fram til kynningar.

11.  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna tækifærisleyfis í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 9. júlí 2021, um umsögn vegna tækifærisleyfis þann 17. júlí til 18. júlí 2021 í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn tók málið fyrir á fjarfundi þann 9. júlí 2021 og fól sveitarstjóra að svara erindinu. Sveitarstjórn gerði ekki athugasemdir við að leyfið yrði veitt og staðfestir hér með umsögn sína.

12.  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna tækifærisleyfis í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 14. júlí 2021, um umsögn vegna tækifærisleyfis þann 9. júlí til 11. júlí 2021 í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn tók málið fyrir á fjarfundi þann 14. júlí 2021 og fól sveitarstjóra að svara erindinu. Sveitarstjórn gerði ekki athugasemdir við að leyfið yrði veitt og staðfestir hér með umsögn sína.

13.  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna tækifærisleyfis í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 21. júlí 2021, um umsögn vegna tækifærisleyfis þann 24. júlí til 25. júlí 2021 í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn tók málið fyrir á fjarfundi þann 21. júlí 2021 og fól sveitarstjóra að svara erindinu. Sveitarstjórn gerði ekki athugasemdir við að leyfið yrði veitt og staðfestir hér með umsögn sína.

14.  Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um drög að reglum um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta á fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.

Fyrir liggur bréf frá Bryndísi Gunnlaugsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 16. júlí 2021 þar sem kynnt eru drög að reglum um lækkun og niðurfellingu á dráttarvöxtum á fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði sem sveitarfélög geta nýtt sér.

Bréfið lagt fram til kynningar.

15.  Ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunetsins fyrir árið 2020.

Fyrir liggur ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunetsins fyrir árið 2020.

Lagt fram til kynningar.

16.  Í samráðsgátt stjórnvalda - undirbúningur að uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningingsins.

Fyrir liggur að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið undirbýr nú uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi. Tekið verður við almennum ábendingum og athugasemdum í samráðsgátt stjórnvalda til og með 23. ágúst n.k. auk þess sem unnt verður að gera athugasemdir við drög að skýrslunni þegar þau verða birt.

Lagt fram til kynningar.

17.  Önnur mál.

a)      Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Auglýsing um ákvörðun ráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og nýtt heimildarákvæði sveitarstjórnarlaga.

Fyrir liggur auglýsing um ákvörðun ráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og nýtt heimildarákvæði sveitarstjórnalaga. Sveitarstjórn samþykkir að nýta heimild auglýsingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra frá 27. júlí s.l. hvað varðar notkun fjarfundarbúnaðar vegna Covid-19. Sveitarstjórn heimilar þannig að sveitarstjórn og nefndir sveitarfélagsins noti fjarfundarbúnað á fundum og að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda með fjarfundabúnaði. Jafnframt verði heimilt að staðfesta fundargerðir með tölvupósti þegar um fjarfundi er að ræða. Heimild þessi gildir til 1. október n.k. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera tillögu að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins hvað varðar heimild til að nýta fjarfundarbúnað á grundvelli breytingar á sveitarstjórnarlögum sem samþykkt var hinn 13. júní 2021.

 Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:45

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?