Fara í efni

Sveitarstjórn

512. fundur 15. september 2021 kl. 09:00 - 10:45 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Karl Þorkelsson í fjarveru Ingibjargar Harðardóttur
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.

Oddviti leitar afbrigða.

Samþykkt samhljóða.

 a)      Ráðgjafasamningur vegna forhönnunar mannvirkis, gerð forvalsgagna og alútboðsgagna vegna fyrirhugaðrar stækkunar á íþróttamiðstöð að Borg í Grímsnesi.

b)      Minnisblað – Opnun tilboða í verkið „Endurnýjun vatnslagnar frá Lækjarbakka að Þórsstíg“.

1.  Fundargerðir.

a)      Fundargerð 223. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 8. september 2021.

Mál nr. 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19 og 34 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 223. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 8. september 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 10: Efri-Markarbraut 8 L169794; Aðkomuvegur; Fyrirspurn -  (2108086).

Lögð er fram fyrirspurn er varðar aðkomuveg að lóðinni Efri-Markarbraut 8 í samræmi við lýsingu í umsókn og meðfylgjandi uppdrátt.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða fyrirspurn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar innan svæðisins hljóti afgreiðslu á grundvelli 5. mgr. 13.gr. skipulagslaga er varðar framkvæmdaleyfi og verði grenndarkynnt með viðeigandi hætti. Sveitarstjórn mælist til þess að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins sem geri grein fyrir breytingunni. Skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu í samráði við fyrirspyrjanda.

Mál nr. 11: Tjarnarlaut 18 L191238; Minnkun; Breytt skráning lóðar -  (2108050).

Lögð er fram umsókn er varðar breytingu á stærð lóðar Tjarnalautar 18 L191238. Í breytingunni felst að stærð lóðarinnar breytist úr 7.500 fm í 7.320 fm. Lóðin er staðsett innan gildandi deiliskipulags við Nesjaskóg í landi Nesja.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytingu á stærð lóðar með fyrirvara um uppfærð gögn.

Mál nr. 12: Kringla II; Árvegur 23-45; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting -  (2108091).

Lögð er fram umsókn frá Jóni H. Bjarnasyni er varðar breytingu á deiliskipulagi sem snýr að sameiningu lóða við Árveg númer 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 43 og 45 í tvær lóðir sem yrðu númer 23 og 25.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að umsókn um sameiningu lóða verði synjað. Að mati sveitarstjórnar eiga lóðir innan frístundasvæða að jafnaði að vera á bilinu 0,5 - 1 ha. Sveitarstjórn telur jafnframt að framlögð sameining 12 lóða innan svæðisins í tvær tæplega 5 ha lóðir samræmist illa núverandi byggðarmynstri svæðisins.

Mál nr. 13: Litlabraut 2 (Ll190146); umsókn um byggingarleyfi; bílageymsla -  (2108047).

Fyrir liggur umsókn Reynis Kristjánssonar fyrir hönd Helgu K. Hauksdóttur og Reynis Kristjánssonar, móttekin 17.08.2021, um byggingarleyfi til að byggja 39,9 m2 bílageymslu á sumarbústaðalandinu Litlabraut 2 L190146 í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 14: Neðan-Sogsvegar 17 (L169419); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður mhl 03 -  (2108095).

Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Hrafnhildar H. Ragnarsdóttur og Péturs Gunnarssonar, móttekin 30.08.2021, um byggingarleyfi til að byggja 74,5 m2 sumarbústað, mhl 03, á sumarbústaðalóðinni Neðan-Sogsvegar 17 L169419 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sumarbústaður sem er skráður sem mhl 01 skv. Þjóðskrá Íslands verður skráður sem gestahús á lóð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins þar sem skilgreindur er byggingarreitur innan lóðarinnar en tekur ekki afstöðu til lóðarstærðar þar sem framlögð gögn og skráning lóðar hjá Þjóðskrá passa ekki saman. Sveitarstjórn samþykkir samhljóðða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælist jafnframt til þess að stefnt verði að heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins.

Mál nr. 15: Borgarhóll L168437; Yndisskógur; Bílastæði; Framkvæmdarleyfi -  (2109004).

Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi er varðar umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gerð bílastæðis við útivistarsvæði norðan við Borg í Grímsnesi. Aðkoma er í gegnum Borgarbraut og inn á athafnasvæði. Reiknað er með aðgengi björgunarbíla að svæðinu í gegnum vegtengingu. Svæðið grófjafnað og ekkert brottflutt efni, mosagróður nýttur í fláa við bílastæði og aðkomuveg (4 m breiður).

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar framkvæmdaleyfi og verði grenndarkynnt á grundvelli 44. gr. sömu laga.

Mál nr. 16: Villingavatn lóð L170965; Staðfesting á afmörkun lóðar -  (2107065).

Lögð er fram að nýju umsókn Sveinbjarnar G. Haukssonar um staðfestingu á afmörkun lóðar, Villingavatn lóð L170965. Erindið var tekið fyrir á 221. fundi skipulagsnefndar þar sem ekki var gerð athugasemd við afmörkun lóðarinnar og var mælst til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja erindið með fyrirvara um uppfært lóðablað og samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsettri afmörkun. Sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu nefndarinnar þann 18.08.2021. Uppfært lóðablað hefur nú borist með samþykki allra viðeigandi aðila nema fyrir Villingavatn lóð L170957. Fyrir liggur útskýring umsækjanda í meðfylgjandi bréfi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ekki verði gerð athugasemd við afmörkun lóðarinnar þó svo að samþykki aðliggjandi lóðar Villingavatns lóð L170957 liggi ekki fyrir. Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til legu sameiginlegra marka lóða L170965 og L170957 að öðru leyti.

Mál nr. 17: Þórisstaðir land L220557; Landbúnaðarsvæði breytt í verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting -  (2002001).

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Þórisstaða lands L220557. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði innan landeignarinnar. Innan svæðisins er ætlunin að rísi þyrping gistihúsa með tilheyrandi þjónustumannvirkjum. Sveitarstjórn hefur áður samþykkt málið til auglýsingar á fundi sínum þann 7. júlí 2021. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun við auglýsingu aðalskipulagsbreytingar er varðar atriði sem snúa að vernd landbúnaðarlands og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Að mati sveitarstjórnar telst framlögð breyting á aðalskipulagi ekki vera með þeim hætti að landsvæðið sem um ræðir sé stærra en þörf krefur eða að skilgreining svæðisins muni hafa veruleg óafturkræf áhrif á landbúnaðarland svæðisins. Innan svæðisins er gert ráð fyrir smáhýsum til útleigu. Að mati sveitarstjórnar mun slík starfsemi fremur styðja við landbúnaðarnotkun innan jarðarinnar auk þess sem eðli fyrirhugaðra framkvæmda sé ekki með þeim hætti að óafturkræf skerðing á landbúnaðarlandi sé að ræða. Að mati sveitarstjórnar hefur breytt landnotkun ekki áhrif á aðlæg landbúnaðarsvæði með óafturkræfum hætti. Sveitarstjórn mælist til þess að ofangreindur rökstuðningur verði færður til bókar innan breytingartillögunnar.

Sveitarstjórn samþykkir málið samhljóða til auglýsingar samkv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga. Skipulasstofnun verði gerð grein fyrir rökstuðningi sveitarfélagsins vegna breytingar á aðalskipulagi.

Mál nr. 18: Torfastaðir 1 L170828; Breytt landnotkun; Frístundabyggð; Deiliskipulag -  (2103061).

Lögð er fram tillaga deiliskipulags vegna frístundabyggðar í landi Torfastaða 1 L170828. Í deiliskipulaginu felst skilgreining frístundalóða á um 25 ha svæði innan jarðarinnar. Samhliða er unnið að breytingu aðalskipulags. Málinu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 7.4.2021.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulagsbreytingar sem nú er í auglýsingu.

Mál nr. 19: Suðurbakki 6 L210850; Skilmálabreyting; Nýtingarhlutfall; Deiliskipulagsbreyting -  (2109037).

Lögð er fram umsókn frá Pétri Hjaltested og Sigurlaugu Margréti Guðmundsdóttur er varðar breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að felld verði út hámarksstærð sumarhúsa að 150 fm innan svæðisins. Hámarksstærð húsa miðist við nýtingarhlutfall 0,03. Skilmálar deiliskipulagsins verði óbreyttir að öðru leyti.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skilmálabreytingu deiliskipulagsins til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málið verði kynnt sérstaklega fyrir sumarhúsafélagi svæðisins sé það til staðar en verði að öðrum kosti kynnt með einhverjum hætti þeim sumarhúsaeigendum sem innan svæðisins eru enda hafi breytingin umtalsferð áhrif á heimilað byggingarmagn innan deiliskipulagssvæðisins.

Mál nr. 34: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-148.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 1. september 2021.

b)     Fundargerð 8. fundar Oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu, 6. september 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi, 31. ágúst 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð 87. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, 25. ágúst 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð 213. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 27. ágúst 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)       Fundargerð 29. fundar stjórnar Bergrisans bs., 9. apríl 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g)      Fundargerð 30. fundar stjórnar Bergrisans bs., 7. júní 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

h)     Fundargerð 31. fundar stjórnar Bergrisans bs., 15. júlí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

i)       Fundargerð 49. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 18. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

j)       Fundargerð 50. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 26. maí 2021.

Mál nr. 3 og 5 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram 50. fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, dagsett 26. maí 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 3: Tillaga að reglum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um félagslegt leiguhúsnæði ásamt greinargerð.

Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og forstöðumanni falið að gera viðeigandi breytingar. Nefndin leggur til við sveitarstjórnirnar að þær samþykki reglurnar. Lagt er til að reglur um félagslegt leiguhúsnæði taki gildi frá og með 1. september 2021.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglurnar.

Mál nr. 5: Tillaga að reglum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur ásamt greinargerð.

Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og forstöðumanni falið að gera viðeigandi breytingar. Nefndin leggur til við sveitarstjórnirnar að þær samþykki reglurnar. Lagt er til að reglur um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur taki gildi frá og með 1. september 2021.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglurnar.

k)     Fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27. ágúst 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.  Kjörskrá og kjörfundur.

Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis er lögð fram og yfirfarin. Á kjörskrá eru 365 aðilar, 199 karlar og 166 konur. Sveitarstjórn felur oddvita/sveitarstjóra að árita kjörskránna. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 25. september n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis. Kjörskráin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagins til 24. september n.k.   

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kjörstaður vegna kosninga til Alþingis þann 25. september n.k. verði í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð. Einnig er samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan kjörfundi stendur.

3.  Skipan fulltrúa í fjallskilanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.

Fyrir liggur að varamaður í fjallskilanefnd, Hannes Gísli Ingólfsson, hefur beðist lausnar frá störfum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Brúney Bjarklind Kjartansdóttir sem varamann í hans stað.

4.  Tilnefningar í Ungmennaráð Suðurlands.

Fyrir liggur bréf frá Guðlaugu Ósk Svansdóttur f.h. Ungmennaráðs Suðurlands, dags. 1. september 2021, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið tilnefni einn aðalmann og einn varamann til setu í Ungmennaráði Suðurlands.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela heilsu- og tómstundafulltrúa að skila inn tilnefningum.

5.  Bréf frá Björgvini Njáli Ingólfssyni vegna svars Grímsnes- og Grafningshrepps við erindi hans um árskort í íþróttamiðstöð og sundlaug.

Fyrir liggur bréf frá Björgvini Njáli Ingólfssyni, dagsett 2. september 2021, þar sem óskað er eftir svörum við spurningum sem snúa flestar að mismunandi gjaldskrá árskorta í íþróttamiðstöð og sundlaug sveitarfélagsins. Upphaflegt erindi barst sveitarfélaginu 26. júlí 2021 og var málið tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 18. ágúst 2021, þar sem sveitarstjóra var falið að svara bréfinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins, sem var svo gert með bréfi dagsettu 1. september 2021. Málsaðila þótti það svar ekki fullnægjandi og fer því fram á skýrari svör, ásamt því að leggja fram fleiri spurningar er snúa að rekstri sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við lögmann sveitarfélagsins, Óskar Sigurðsson hrl.

6.  Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga vegna Ársþings SASS og aðalfunda Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.

Fyrir liggur bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dagsett 31. ágúst 2021, þar sem greint er frá því hvar og hvenær Ársþing SASS verður haldið, en á ársþinginu verða haldnir aðalfundir SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands. Ársþingið verður haldið á Stracta hótelinu á Hellu dagana 28. og  29. október n.k. Sveitarfélagið á tvo fulltrúa á þinginu, en öllum sveitarstjórnarmönnum er heimilt að sækja þingið.

Fulltrúar Grímsnes- og Grafningshrepps verða Ása Valdís Árnadóttir og Björn Kristinn Pálmarsson.

7.  Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar vegna gjaldtöku á ferðamannastöðum.

Fyrir liggur bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar, dagsett 30. ágúst 2021, þar sem farið er yfir áherslur samtakanna þegar kemur að gjaldtöku á ferðamannastöðum.

Bréfið lagt fram til kynningar.

8.  Bréf frá Skipulagsstofnun vegna beiðnar um hækkun kostnaðarframlags vegna aðalskipulagsgerðar.

Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 3. september 2021, þar sem fram kemur að samþykkt hafi verið að hækka framlag til sveitarfélagsins úr Skipulagssjóði vegna vinnu við aðalskipulag um kr. 2.050.000, en framlagið leggst við þegar samþykkt framlag úr Skipulagssjóði sem verður þá samtals kr. 12.431.250.

Bréfið lagt fram til kynningar.

9.  Bréf frá Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, um innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

Fyrir liggur bréf frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. ágúst 2021, þar sem tilkynnt er um bókun stjórnar sambandsins, en í henni eru sveitarfélög hvött til þess að hefja undirbúning innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

Bréfið lagt fram til kynningar.

10.  Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar.

Fyrir liggur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 1. september 2021, þar sem kynnt eru drög að leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar. Þá er sveitarfélagið hvatt til að huga að breytingum á samþykkt sinni telji það ástæðu til að heimila rafræna þátttöku nefndarmanna í fundum á vegum sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

11.  Í samráðsgátt – Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis.

Fyrir liggur að birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda aðgerð A.18 á byggðaáætlun sem ber heitið „Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis“. Umsagnarfrestur er til 10. október 2021.

Lagt fram til kynningar.

 12.   Önnur mál.

a)      Ráðgjafasamningur vegna forhönnunar mannvirkis, gerð forvalsgagna og alútboðsgagna vegna fyrirhugaðrar stækkunar á íþróttamiðstöð að Borg í Grímsnesi.

Fyrir liggja drög að ráðgjafasamningi vegna forhönnunar mannvirkis, gerð forvalsgagna og alútboðsgagna vegna fyrirhugaðrar stækkunar á íþróttamiðstöð að Borg í Grímsnesi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og felur Ragnari Guðmundssyni að skrifa undir samninginn.

 b)     Minnisblað – Opnun tilboða í verkið „Endurnýjun vatnslagnar frá Lækjarbakka að Þórsstíg“.

Fyrir liggur minnisblað um opnun tilboða í verkið „Endurnýjun vatnslagnar frá Lækjarbakka að Þórsstíg“. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna er 6.387.500 kr. og barst eitt tilboð í verkið sem klára skal í október 2021. Tilboðið var frá Ólafi Jónssyni að fjárhæð kr. 8.811.000 kr. og er það 38% yfir kostnaðaráætlun.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna tilboðinu og auglýsa aftur.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 10:45

 

Getum við bætt efni síðunnar?