Fara í efni

Sveitarstjórn

513. fundur 06. október 2021 kl. 08:00 - 10:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

Oddviti leitar afbrigða.

Samþykkt samhljóða

a)      Bréf frá 9. bekk Kerhólsskóla vegna kennslurýmis.

 

1.  Fundargerðir.

 a)      Fundargerð 4. fundar stýrihóps um verkefnið Heilsueflandi samfélag, 14. september 2021.

Mál nr. 7 og 8 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 4. fundargerð stýrihóps um verkefnið Heilsueflandi samfélag, dagsett 14. september 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 7: Styrktarsjóður heilsueflandi verkefna.

Farið yfir reglur um styrki vegna heilsueflandi viðburða og stýrihópurinn leggur til að sveitarstjórn leggi 200.000.- kr. ár hvert í sjóð tengdan þessum verkefnum og að stýrihópur sjái svo um úthlutanir úr sjóðnum.

Sveitarstjórn vísar málinu inn í fjárhagsáætlunargerð.

Mál nr. 8: Styrkumsókn

Hjálparsveitin Tintron sendi inn styrkumsókn í ofangreindan sjóð og óskaði eftir 50.000.- kr. styrk til að halda viðburð sem felur í sér göngu með leiðsögn björgunarsveitarmanna upp með Úlfljótsvatni og svo verður í boði bátsferð eða bílferð með sveitinni til baka að útilífsmiðstöð og veitingar þar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 b)     Fundargerð 94. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 20. september 2021.

Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 94. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dagsett 20. september 2021. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar;

Mál nr. 3: Skólastefna sveitarfélagsins

Fyrir liggur endurskoðuð skólastefna sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða skólastefnu og hrósar fræðslunefnd fyrir vel unna skólastefnu.

 c)      Fundargerð 16. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 21. janúar 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 d)     Fundargerð 17. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 8. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e)      Fundargerð 14. fundar veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. september 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 f)       Fundargerð 22. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 27. september 2021.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 22. fundargerð samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dagsett 27. september 2021. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Úthlutun styrkja vegna veghalds í frístundabyggðum í Grímsnes- og Grafningshreppi

Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um styrki vegna veghalds í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeigenda þar sem óskað var eftir styrkjum vegna veghalds. Höfð var til hliðsjónar úthlutun síðustu ára, umfang framkvæmda og heildarfjöldi húsa.

19 umsóknir bárust, 18 gildar og ein sem uppfyllti ekki skilyrði styrkúthlutunar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að eftirtaldir aðilar fái styrki til veghalds vegna tímabilsins 16. september 2020 – 15. september 2021, samtals að fjárhæð  kr. 3.500.000.

Félag sumarbústaðaeigenda við 5. braut við Álftavatn                                               150.000 kr.

Félag lóðareigenda við Birkibraut í Vaðneslandi                                                           150.000 kr.

Félag sumarhúsaeigenda við Ásgarðsbreiðu                                                                150.000 kr.

Félag sumarhúsaeigenda Sólbrekku, Syðri-Brú                                                             150.000 kr.

Furuborgir                                                                                                                            150.000 kr.

Félag sumarhúsaeigenda í Kerhrauni E-svæði                                                              150.000 kr.

Þrastarungarnir                                                                                                                 150.000 kr.

Félag sumarbústaðaeigenda við Selmýrarveg                                                            150.000 kr.

Félag sumarhúsaeigenda við Villingavatn                                                                   200.000 kr.

Efri-Markarbraut og hliðargötur                                                                                     200.000 kr.

Ásar, frístundabyggð í Búrfelli                                                                                      200.000 kr.

Félag lóðareigenda í Miðborgum                                                                               200.000 kr.

Klausturhóll, félag sumarhúsaeigenda                                                                       200.000 kr.

Félag landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð í Vaðnesi                                     200.000 kr.

Félag sumarbústaðaeigenda í Oddsholti                                                                   200.000 kr.

Hólaborgir, sumarhúsafélag                                                                                        300.000 kr.

Félag sumarbústaðaeigenda í Norðurkotslandi og nágrenni                                300.000 kr.

Öndverðarnes ehf                                                                                                         300.000 kr.

 g)      Fundargerð 224. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 22. september 2021.

Mál nr. 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 19þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 224. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 22. september 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 5: Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Skilgreining iðnaðarsvæðis; Deiliskipulag -  (2010071).

Lögð er fram tillaga deiliskipulags vegna Gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi í landi Króks L170822 eftir kynningu. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir þremur borholum ásamt gufuskilju, gufuháf ásamt gufulögnum og öðrum búnaði gufuaflsvirkjunar auk stöðvarhúss og kæliturna. Gert er ráð fyrir því að 11 kV jarðstrengur verði lagður um 7 km leið að bænum Króki. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 3. mars 2021 þar sem beðið var niðurstöðu Skipulagsstofnunar er varðar mat á umhverfisáhrifum. Það mat liggur nú fyrir. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan breytingar á aðalskipulagi sem auglýst verður samhliða deiliskipulagi.

Mál nr. 6: Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Skilgreining iðnaðarsvæðis; Aðalskipulagsbreyting -  (2010070).

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi í landi Króks L170822 eftir kynningu. Í breytingunni felst skilgreining iðnaðarsvæðis á Folaldahálsi fyrir gufuaflsvirkjun. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW sem nýtt verður fyrir sumarhúsabyggð og mögulega aðra starfsemi í landi Króks. Sveitarstjórn samþykkti breytinguna til auglýsingar á fundi sínum þann 18. ágúst sl. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna auglýsingar. Athugasemdir lagðar fram ásamt uppfærðum skipulagsgögnum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps vegna Gufuaflsvirkjunnar á Folaldahálsi í landi Króks í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar með viðeigandi hætti.

Mál nr. 7: Leynir L230589; Vegagerð; Framkvæmdarleyfi -  (2109031).

Lögð er fram umsókn frá Viðhaldsfjelaginu er varðar vegagerð á landi Leynis. Í framkvæmdinni felst gerð vega innan svæðisins í takt við deiliskipulag svæðisins sem samþykkt var í sveitarstjórn til gildistöku þann 1.9.2021.

Umsókn um framkvæmdarleyfi er synjað þar sem deiliskipulag svæðisins hefur ekki tekið gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

Mál nr. 8: Hraunkot L168252; Arnarnes-, Elliðaár-, Leir-, og Naustavogur, Rauða- og Straumsvík; Sameining lóða við upprunalandið -  (2109034).

Lögð er fram umsókn Sigurðar Garðarssonar f.h. Sjómannadagsráðs, dags. 3. september 2021, um niðurfellingu lóða inn í upprunalandið, Hraunkot L168252. Um er að ræða 72 óbyggðar lóðir við Arnarnes-, Elliðaár-, Leir-, og Naustavog og Rauða- og Straumsvík. Lóðirnar eru innan svæðis A í deiliskipulagi fyrir Hraunkot og óskað er eftir því að þær verði felldar niður þar til búið er að gera götur og sótt verði um stofnun þeirra aftur þegar þar að kemur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða niðurfellingu viðkomandi lóða.

Mál nr. 9: Minni-Bær land L169227; Frístundahúsalóð; Deiliskipulag -  (2109052).

Lögð er fram umsókn frá Gluggasmiðjunni ehf. er varðar nýtt deiliskipulag í landi Minni-Bæjar lands L169227. Í deiliskipulaginu felst skilgreining lóðar og byggingarreits fyrir sumarhús.

Sveitarstjórn fer fram á að annarsvegar verði leitað umsagnar frá umsjónarmanni aðveitna í sveitarfélaginu m.t.t. tengingar við vatnsveitu og hinsvegar að staðföng verði endurskoðuð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulag með fyrirvara um endurskoðuð staðföng og jákvæða umsögn umsjónarmanns aðveitna. Deiliskipulagið verður þá auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

Mál nr. 10: Skagamýri L218056; Skipting lóða 2, 4 og 12; Deiliskipulagsbreyting -  (2109051).

Lögð er fram umsókn frá Pálmari K Sigurjónssyni ehf. er varðar deiliskipulagsbreytingu á lóð Skagamýri L218056. Í breytingunni felst skiptingu lóðar 2 í lóðir 2, 2a og 2b, lóðar 4 í lóðir 4, 4a, 4b og 4c og lóð 12 í lóðir 12 og 12a. Samkvæmt deiliskipulagi er svæðið skilgreint sem blandað íbúða- og landbúnaðarsvæði.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða deiliskipulagsbreytingu en mælist til þess að staðföng verði endurskoðuð innan deiliskipulagsins.

Björn Kristinn Pálmarsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 11: Freyjustígur 5 L202490; Breyting á deiliskipulagi; Fyrirspurn -  (2109058).

Lögð er fram fyrirspurn frá Guðrúnu Pétursdóttur lóðarhafa lóðar Freyjustígs 5 og 7 er varðar breytingu á deiliskipulagi í samræmi við framlagða umsókn.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða fyrirspurn og beinir því til fyrirspyrjanda að unnin verði breyting á deiliskipulagi svæðisins sem gerir grein fyrir umsóttri breytingu.

Mál nr. 12: Tjarnholtsmýri 3A (L203193); fyrirspurn; véla- og tækjageymsla -  (2109054).

Lögð er fram fyrirspurn frá Þorgeiri Þorgeirssyni fyrir hönd Bryndísar Ævarsdóttur, móttekin 10.09.2021 er varðar leyfi til að byggja 117,8 m2 véla- og tækjageymslu á Tjarnarholtsmýri 3A L203193 í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið sem taki til heimilda vegna uppbyggingar innan þess samhliða endurskoðun aðalskipulags.

Mál nr. 13: Borg í Grímsnesi ; Óveruleg breyting á deiliskipulagi ; Minni-Borg og Gamla-Borg -  (2109069).

Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi að Borg í Grímsnesi. Í breytingunni felst breytt skilgreining á legu lóða í kringum Minni-Borg, Gömlu-Borg og Minni-Borg lóð auk þess sem skilgreind er lega nýrrar lóða umhverfis bensíndælur innan lóðar Minni-Borgar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem málið hefur verið unnið með aðkomu viðkomandi lóðarhafa er ekki talin þörf á grenndarkynningu vegna málsins.

Mál nr. 14: Neðan-Sogsvegar 4 L169505; Norðurkot; Minnkun á byggingareit; Deiliskipulagsbreyting -  (2011076).

Lögð er fram breyting á deiliskipulagi sem tekur til Neðan-Sogsvegar 4 eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst minnkun byggingarreitar á lóð Neðan-Sogsvegar 4 í takt við athugasemdir sem gerðar voru við deiliskipulagsbreytingu innan svæðisins þar sem skilgreind voru lóðarmörk og byggingarreitir. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess. Lögð er fram samantekt málsins frá skipulagsfulltrúa sem lögð var fram vegna úrskurðar á gildistöku viðkomandi breytingar. Fyrri breyting var felld úr gildi þar sem úrskurðarnefnd taldi að ekki hefði verið rétt staðið að grenndarkynningu málsins.

Sveitarstjórn telur að framlögð breyting taki til athugasemda lóðarhafa aðliggjandi lóðar 4A, sem snýr að afmörkun byggingarreits lóðar 4 þar sem hann nær á milli lóða 4A og 4B, og sé eðlileg í því ljósi að fyrir fyrrgreinda breytingu á deiliskipulagi svæðisins, þar sem legu lóða á svæðinu var breytt og skilgreindur var byggingarreitur á viðkomandi svæði, hafi ekki áður verið skilgreindur byggingarreitur á lóð 4. Í ljósi fyrrnefndrar athugasemdar við breytingu eftir að hún tók gildi taldi sveitarstjórn eðlilegt að verða við athugasemdum lóðarhafa 4A enda hefði fyrrgreind breyting átt að falla alfarið úr gildi vegna rangrar málsmeðferðar þar sem fyrirfórst að grenndarkynna málið lóðarhafa 4A í samræmi við niðurstöðu úrskurðarnefndar í máli þessu. Í samræmi við ofangreint telur sveitarstjórn eðlilegt að byggingarreitur lóðar 4 verði minnkaður í takt við framlagðan uppdrátt. Lóðarhafar Neðan-Sogsvegar 4 telja engar líkur á skuggavarpi eða minnkuðu friðhelgi þar sem meirihluti umrædds svæðis sé neðar í landinu og hafi því ekki áhrif á aðliggjandi lóð 4A. Sveitarstjórn fellst á að hluti reitsins liggi neðar og hafi því ekki bein grenndaráhrif á það svæði en að mati sveitarstjórnar eru röksemdir og athugasemdir lóðarhafa 4A þó með þeim hætti að ástæða sé til að bregðast við þeim enda liggur hluti þess svæðis sem um ræði hærra í landinu og geti því framkvæmdir innan þess sannarlega haft grenndaráhrif á lóðarhafa aðliggjandi lóðar með beinum og/eða óbeinum hætti.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við gildistöku deiliskipulagbreytingar eftir grenndarkynningu.

Mál nr. 15: Neðra-Apavatn L168269; Lækjarbyggð 8A (viðbótarlóð); Stofnun lóðar -  (2109073).

Lögð er fram umsókn eigenda jarðarinnar Neðra-Apavatns L168269 um stofnun lóðar. Óskað er eftir að stofna 2.812 fm lóð úr jörðinni sem fyrirhugað er að verði viðbót við land eiganda Lækjarbyggðar 8 L169303.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið.

Mál nr. 19: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-149.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 15. september 2021.

 h)     Fundargerð 88. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, 8. september 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 i)       Fundargerð 89. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, 22. september 2021.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 89. fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, dagsett 22. september 2021. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Breytingar á samþykktum UTU bs.

Lagðar fram til fyrri umræðu breytingar á samþykktum UTU. Sveitarstjórn vísar umræðunni til seinni umræðu.

 j)       Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi, 13. september 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 k)     Fundargerð 304. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 24. ágúst 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 l)       Fundargerð 305. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 21. september 2021.

Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 305. fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, dagsett 21. september 2021. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar;

Mál nr. 3: Drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2031.

Drög að svæðisáætlun lögð fram til umræðu. Stjórn SOS hvetur sveitarstjórnir og aðra hagsmunaaðila til þess að rýna drögin vel og koma á framfæri athugasemdum ef þurfa þykir.

Oddvita falið að taka saman athugasemdir við svæðisáætlunina.

 m)   Fundargerð 2. fundar um sameiginlega vatnsveitu frá Kaldárhöfða, 7. september 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 n)     Fundargerð fundar um endurskoðun fjallskilasamþykktar fyrir Árnessýslu austan vatna, 9. september 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 o)      Fundargerð 572. fundar stjórnar SASS, 3. september 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 p)     Fundargerð 16. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 12. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 q)     Fundargerð 17. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 17. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 r)      Fundargerð 18. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 6. júní 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 s)      Fundargerð 19. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 23. september 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 t)       Fundargerð 1. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 7. júní 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 u)     Fundargerð 2. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 14. júní 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 v)      Fundargerð aðalfundar Markaðsstofu Suðurlands, 12. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 w)    Fundargerð 200. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, 1. október 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 x)      Fundargerð 901. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 24. september 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 2.  Staða fjárhagsáætlunar 2021.

Farið yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2021 eftir fyrstu 8 mánuði ársins.

 3.  Minnisblað – Opnun tilboða í verkið „Endurnýjun vatnslagnar frá Lækjarbakka að Þórsstíg“.

Fyrir liggur minnisblað um opnun tilboða í verkið „Endurnýjun vatnslagnar frá Lækjarbakka að Þórsstíg“. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna er 6.387.500 kr. og barst eitt tilboð í verkið sem klára skal í nóvember 2021. Tilboðið var frá Ólafi Jónssyni að fjárhæð kr. 8.047.600 kr. og er það 18% yfir kostnaðaráætlun.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboðinu.

 4.  Umhverfismat á tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.

Fyrir liggur bréf frá Teiti Gunnarssyni f.h. verkefnisstjórnar um sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi, dags. 17. september 2021, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umhverfismats á tillögunni.

Lagt fram til kynningar.

5.  Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2021.

Kynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldin á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík 7. og 8. október n.k.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fimm fulltrúar úr sveitarstjórn eigi kost á að fara á ráðstefnuna.

 6.  Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2021.

Fyrir liggur að ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði haldinn  í dag, 6. október.

Lagt fram til kynningar.

 7.  Tilkynning til hluthafa um eigendaskipti að hlutum í Límtré-Vírnet ehf.

Fyrir liggur bréf frá Límtré Vírnet ehf., dagsett 16. september 2021, þar sem tilkynnt er um kaup Stefáns Árna Einarssonar á um 0,37% alls hlutafjár félagsins. Af þessu tilefni er sveitarfélaginu kynnt að það eigi forkaupsrétt að áður nefndum hlutum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að forkaupsréttur Grímsnes- og Grafningshrepps verði ekki nýttur.

 8.  Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2021.

Fyrir liggur bréf frá Katrínu B. Ríkharðsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, dagsett 17. september 2021 þar sem boðað er til rafræns landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga fimmtudaginn 14. október 2021. Meðal umfjöllunarefna verða jafnlaunamál sveitarfélaga og málefni sem varða skóla- og frístundastarf.

Bréfið lagt fram til kynningar.

 9.  Beiðni um styrk frá Rangárbökkum ehf. vegna fyrirhugaðs Landsmóts hestamanna 2022.

Fyrir liggur bréf frá stjórn Rangárbakka ehf, dagsett 22. september 2021, þar sem óskað er eftir 500.000 kr. styrk frá sveitarfélaginu vegna fyrirhugaðs Landsmóts hestamanna sem haldið verður á Rangárbökkum við Hellu dagana 4. – 10. júlí 2022.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna erindinu.

 10.  Bréf frá Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum, stuðningsverkefni frá hausti 2021 til vors 2022.

Fyrir liggur bréf frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 17. september 2021, þar sem kynnt er að sambandið hafi fengið styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að styðja við innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum á grundvelli verkfærakistu um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög sem kom út í maí 2021. Unnið verður með sveitarfélögum í tveimur hópum eftir því hvar þau eru stödd gagnvart markmiðunum. Þau sem eru komin nokkuð áleiðis í vinnu að innleiðingu markmiðanna munu fá fræðslu og stuðning ráðgjafa til að setja sér fullmótaða aðgerðaráætlun. Hinn hópurinn mun fá fræðslu og stuðning ráðgjafa til að móta grunn fyrir áframhaldandi innleiðingu eftir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Hvert sveitarfélag þarf að tilefna tvo fulltrúa, annars vegar kjörinn fulltrúa og hins vegar starfsmann til að bera ábyrgð á innleiðingarvinnunni innan sveitarfélags og taka þátt í 1-2 vinnustofum, auk stöðu- og lokafunda.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Guðrúnu Ásu Kristleifsdóttur heilsu- og tómstundafulltrúa og Björn Kristinn Pálmarsson varaoddvita í verkefnið.

 11.  Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni.

Fyrir liggur bréf Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. september 2021, þar sem kynnt er hugmynd Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni sem felur í sér að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun er starfi á landsbyggðinni. Óskað er eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana fyrir lok október.

Sveitarstjórn tekur samhljóða jákvætt í hugmynd um að setja á fót húsnæðissjálfeignarstofnun á landsbyggðinni.

 12.  Önnur mál.

a)      Bréf frá 9. bekk Kerhólsskóla vegna kennslurýmis.

Fyrir liggur bréf 9. bekk Kerhólsskóla vegna kennslurýmis.

Sveitarstjórn vísar málinu til afgreiðslu starfshóps um aðbúnað, skólahús og skólalóð sem stofnaður var vorið 2021.

 

Getum við bætt efni síðunnar?