Fara í efni

Sveitarstjórn

514. fundur 20. október 2021 kl. 13:30 - 15:50 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.  Fundargerðir.

 a)      Fundargerð 19. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 4. október 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b)     Fundargerð 40. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. júní 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 c)      Fundargerð 41. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. júní 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 d)     Fundargerð 42. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 16. september 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e)      Fundargerð 43. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. október 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 f)       Fundargerð 17. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, 1. október 2021.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 17. fundargerð húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, dagsett 1. október 2021. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Rennihurð fyrir kaffistofu.

Fyrir liggur tilboð í nýja rennihurð fyrir kaffistofu félagsheimilisins. Margar gerðir og litir eru í boði og leggur húsnefndin til að hurðin verði án allra glugga og í hvítum lit, t.d. litur nr. 017 í litaprufum. Samhliða var litur á veggjum salarins ræddur og lagt til að panillinn verði hvíttaður á komandi árum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboðinu og panta hurð í þeim lit sem húsnefnd leggur til.

 g)      Fundargerð 225. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 13. október 2021.

Mál nr. 15, 16, 17, 18, 19, 20 og 24 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 225. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 13. október 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 15: Öndverðarnes 2 lóð L170103; Staðfesting á afmörkun lóðar -  (2109078).

Lögð er fram umsókn Snorra M. Egilssonar, dags. 20. september 2021, þar sem óskað er eftir samþykki á afmörkun lóðarinnar Öndverðarnes 2 lóð L170103 skv. meðfylgjandi uppdrætti. Lóðamörkin byggja á þinglýstum skjölum, girðingum og merkjum sem eru í kringum lóðina. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóðarhafa. Lóðin er skráð 12.500 fm og mælist 12.589 fm skv. hnitsetningu sem ekki hefur legið fyrir áður.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið með fyrirvara um lagfærð gögn.

Mál nr. 16: Eyvík 3 L231154; Eyvík II L168241; Stækkun lóðar -  (2110003).

Lögð er fram umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar f.h. landeigenda um stækkun lóðar. Óskað er eftir að lóðin Eyvík 3 L231154 stækki úr 5.688 fm í 6.628 fm skv. lóðablaði. Stækkunin kemur úr landi Eyvíkur II L168241 og kemur til vegna fyrirhugaðrar færslu á staðsetningu íbúðarhúss upp á brekkubrún sem er frávik frá því sem áður liggur fyrir samþykkt. Fyrir liggur samþykki eigenda upprunalands sem og eigenda aðliggjandi landeigna á breyttri afmörkun sem og nýrri staðsetningu íbúðarhússins.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið.

Smári Bergmann Kolbeinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 17: Öndverðarnes 2 lóð (L170129); Umsókn um leyfi fyrir garðskála -  (2109101).

Fyrir liggur umsókn Magnúsar Sveinssonar og Katrínar S. Sigurbjörnsdóttur, móttekin 27.09.2021, um leyfi til að byggja 24,5 m2 garðskála við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Öndverðarnes 2 lóð L170129 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð sumarbústaðar eftir stækkun verður 71,4 m2.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

 Mál nr. 18: Sogsbakki 7 (L202465); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús-geymsla -  (2109102).

Fyrir liggur umsókn Jóns Þ. Þorvaldssonar fyrir hönd F7172, móttekin 30.09.2021, um byggingarleyfi til að byggja 137,9 m2 sumarbústað og 25 m2 gestahús/geymslu á sumarbústaðalandinu Sogsbakki 7 L202465 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsið er innan deiliskipulags en utan heimilda er varðar þakhalla innan svæðisins. Lögð er fram samantekt vegna þakhalla húsa innan svæðisins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu byggingarleyfis á grundvelli heimilda 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Umsótt byggingaráform eru í takt við deiliskipulag svæðisins að öðru leyti og minnkaður þakhalli mun frekar leiða til minni grenndaráhrifa vegna byggingaframkvæmda. Sveitarstjórn mælist þó til þess að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi samhliða útgáfu byggingarleyfis þar sem heimildir vegna þakhalla innan svæðisins verði uppfærðar í takt við byggðarmynstur innan þess.

Mál nr. 19: Bjarnastaðir I L189338; Básar L168231; Bjarnastaðir lóð (Heiðarbrún 12) L190658; Heiðarbrún 10 L200051; Stækkun lands og breytt skráning lóða -  (2110014).

Lögð er fram umsókn Ólafs Einarssonar um stofnun 22 ha lands úr jörðinni Bjarnastaðir I L189338 í þeim tilgangi að sameina við landið Bása L168231 sem verður 24 ha eftir sameiningu. Stærð Bjarnastaða I verður 82 ha eftir stofnun og er hluti ástæðunnar sú að samtímis er verið að leiðrétta hnitsetta skörun jarðarinnar við Stangarlæk 2 L208879. Samhliða er óskað eftir staðfestingu á afmörkun og breyttri stærð lóðarinnar Bjarnastaðir lóð L190658 sem er skráð 6.000 fm í fasteignaskrá en mælist 6.017,1 fm ásamt því að breyta staðfangi lóðarinnar í Heiðarbrún 12. Jafnframt er óskað eftir staðfestingu á breyttri afmörkun og stærð lóðarinnar Heiðarbrún 10 sem er aðliggjandi lóð. Með breytingunni á afmörkun lóðarinnar er verið að horfa til legu vegar, girðinga og aðliggjandi landspilda. Lóðin er skráð 5,4 ha en verður 5,1 ha eftir breytingu. Fyrir liggur umsókn eiganda lóðar 10 um breytingu á skráningunni.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lands og breytta skráningu viðkomandi lóða skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir samhljóða erindið. Þar sem fyrir liggur umsókn um breytingu á staðfangi Heiðarbrúnar 10 í fyrirhugaðri skipulagsbreytingu leggur sveitarstjórn til að staðfang lóðar L190658 verði endurskoðað í kjölfar skipulagsbreytingarinnar.

Mál nr. 20: Syðri-Brú; Lyngbrekka 6 L207390 og 8 L207035; Breyting byggingarreita og lóðamarka; Deiliskipulagsbreyting -  (2110019).

Lögð er fram umsókn frá Herði Karlssyni er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi Syðri-Brú. í breytingunni felst breyting á lóðarmörkum milli lóðar Lyngbrekku 6 og 8.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en hlutaðeigandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

Mál nr. 24: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-150.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 6. október 2021.

 h)     Fundargerð 51. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 28. september 2021.

Mál nr. 8 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 51. fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, dagsett 28. september 2021. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar;

Mál nr. 8: Tillaga um hækkun á tekju- og eignaviðmiðum sérstaks húsnæðisstuðnings.

Fyrir liggur tillaga um hækkun á tekju- og eignaviðmiðum vegna sérstaks húsnæðisstuðnings í samræmi við viðmiðunarfjárhæðir í leiðbeiningum félags- og barnamálaráðherra til sveitarfélaga.

Breytingin tekur gildi frá og með 1. nóvember 2021 og verður endurskoðuð að nýju í upphafi árs 2022.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna fyrir sitt leyti.

 i)       Fundargerð fundar stjórnar Héraðsskjalasafns Árnesinga, 6. október 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 j)       Fundargerð 214. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 1. október 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 k)     Fundargerð 22. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 29. september 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 l)       Fundargerð 14. fundar bygginganefndar Búðarstígs 22, 29. september 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 m)   Fundargerð aðalfundar Leikfélagsins Borg, 9. júní 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 2.  Reglur um úthlutun lóða í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggja drög að reglum um úthlutun lóða í þéttbýli í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglurnar.

 3.  Samþykktir Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita – seinni umræða.

Lagðar eru fram til seinni umræðu breytingar á samþykktum UTU.

Eftir síðari umræðu um breytingar á samþykktum UTU er niðurstaðan eftirfarandi:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka 1 um valdheimildir byggingarfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu mála.

Sveitarstjórn hafnar samhljóða framsali valdheimilda til skipulagsfulltrúa og skipulagsnefndar samanber viðauka 2 og 3.

Í ljósi umræðunnar hafnar sveitarstjórn samhljóða samþykktunum í núverandi mynd.

 4.  Minnisblað – Lagfæring á hreinsistöð á Borg.

Fyrir liggur minnisblað frá Ragnari Guðmundssyni umsjónarmanni veitna, dags. 9. september 2021, þar sem farið er yfir athugasemdir sem bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna hreinsistöðvar á Borg. Jafnframt er farið yfir tilboð sem borist hafa í lagfæringar á stöðinni.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að farið verði í lagfæringarnar.

5.  Starfsmannamál.

Fyrir liggur að sveitarstjóri sveitarfélagsins hefur óskað eftir að taka út uppsafnað orlof frá miðjum febrúar og út ráðningarsamninginn sem er í lok kjörtímabils 2022. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða  fyrirliggjandi beiðni sveitarstjóra.

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að oddviti verði í 100% starfshlutfalli frá og með morgundeginum, 21. október 2021 og út kjörtímabilið 2022.

 6.  Fulltrúi í Skipulagsnefnd Uppsveita.

Fyrir liggur að Ása Valdís Árnadóttir, aðalfulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps í skipulagsnefnd Uppsveita, hefur beðist lausnar frá störfum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Björn Kristinn Pálmarsson verði aðalfulltrúi í nefndinni í hennar stað og að Smári Bergmann Kolbeinsson verði varafulltrúi.

 7.  Námuúttekt í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggja tilboð frá verkfræðistofunum Mannvit, Verkís og Eflu í kortlagningu á námum í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur oddvita að vinna málið áfram.

 8.  Íbúafundur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda íbúafund í Félagsheimilinu Borg þann 17. nóvember n.k.

Oddvita falið að boða til fundarins og auglýsa hann.

 9.  Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2022 frá Kvennaathvarfinu.

Fyrir liggur bréf frá Brynhildi Jónsdóttur f.h. Samtaka um kvennaathvarf, dagsett 6. október 2021 þar sem óskað er eftir styrk til reksturs samtakanna árið 2022 að fjárhæð kr. 100.000. 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna erindinu.

 10.  Ársskýrsla og ársreikningur Leikfélagsins Borg.

Fyrir liggur ársskýrsla og ársreikningur Leikfélagsins Borg fyrir árið 2020.

Lagt fram til kynningar.

11.  Ársskýrsla og ársreikningur Skógræktarfélags Grímsnesinga.

Fyrir liggur ársskýrsla og ársreikningur Skógræktarfélags Grímsnesinga fyrir árið 2020.

Lagt fram til kynningar.

12.  Ársskýrsla og ársreikningur Ungmennafélagsins Hvatar.

Fyrir liggur ársskýrsla og ársreikningur Ungmennafélagsins Hvatar fyrir árið 2020.

Lagt fram til kynningar.

13.  Bréf frá Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, um viðmiðunarlaunatöflu fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum.

Fyrir liggur bréf frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. október 2021, þar sem kynnt er viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum.

Bréfið lagt fram til kynningar.

14.  Bréf frá Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, um þátttöku og framlög til samstarfs um stafræna umbreytingu sveitarfélaga.

Fyrir liggur bréf ásamt fylgiskjölum frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. október 2021, þar sem farið er yfir framlög til sveitarfélaga vegna stafrænnar umbreytingar sveitarfélaga. Jafnframt er óskað eftir þátttöku sveitarfélaganna í verkefnum ársins 2022 og biðlað til þeirra að gera ráð fyrir framlögum vegna þeirra og grunnframlags í fjárhagsáætlun ársins 2022.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt bæði verkefnum og grunnframlagi um stafræna umbreytingu sveitarfélaga.

15.  Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um breytingu á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga.

Fyrir liggur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 11. október 2021, þar sem kynntar eru breytingar á 3. mgr. 20. gr.  reglugerðar 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga. Með breyttum ákvæðum 20. gr. er nú gert skylt að færa inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags vegna byggðarsamlaga, sameignarfélaga, sameignarfyrirtækja og annara félagaforma sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags.

Bréfið lagt fram til kynningar.

16.  Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Fyrir liggur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 6. október 2021, þar sem kynnt eru drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Drögin hafa verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda og er opið fyrir umsagnir þar til í lok dags 20. október 2021.

Bréfið lagt fram til kynningar.

17.  Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna nýrra leiðbeininga og fyrirmyndar að samþykkt um stjórn sveitarfélaga.

Fyrir liggur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 4. október 2021, þar sem nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Samhliða nýjum leiðbeiningum hefur ráðuneytið, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, uppfært fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga sem ráðuneytinu ber að gefa út sbr. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga.

Lagt fram til kynningar.

18.  Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2021.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Katrínu Björgu Ríkharðsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, dags. 8. október 2021, þar sem minnt er á árlegan fund um jafnréttismál sveitarfélaga sem haldinn verður fimmtudaginn 14. október í streymi. Jafnframt er dagskrá fundarins kynnt.

Lagt fram til kynningar.

19.  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 184/2021, „Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu“.

Fyrir liggur að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 184/2021, „Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu“.

Lagt fram til kynningar.

20.  Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 189/2021, „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga“.

Fyrir liggur að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 189/2021, „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga“.

Lagt fram til kynningar.

21.  Kynning frá Heilsu- og tómstundafulltrúa.

Á fundinn mætti Guðrún Ása Kristleifsdóttir, Heilsu- og tómstundafulltrúi sveitarfélagsins, og hélt kynningu á starfinu.

Getum við bætt efni síðunnar?