Fara í efni

Sveitarstjórn

516. fundur 17. nóvember 2021 kl. 15:00 - 16:20 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Ásu Valdísar Árnadóttur
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Varaoddviti leitar afbrigða.

Samþykkt samhljóða

a)  Skipulagsmál – Hallkelshólar lóð 69 (L186617); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - viðbygging - (2106125).

1.  Fundargerðir.

a)  Fundargerð 15. fundar veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. nóvember 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)  Fundargerð 227. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 10. nóvember 2021.

Mál nr. 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20 og 26 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 227. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 10. nóvember 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 14: Neðan-Sogsvegar 40 L169358 og 4b L194759; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting - (2110096).

Lögð er fram umsókn frá HH eignum ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi Neðan-Sogsvegar 40 og 40b. Í breytingunni felst sameining lóða.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Mælst er til þess að samhliða verði skilgreindur byggingarreitur á sameinaðri lóð. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt næstu nágrönnum.

Mál nr. 15: Torfastaðir 1 L170828; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting - (2003014).

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Torfastaða 1 L170828 í Grafningi eftir auglýsingu. Í tillögunni felst að landnotkun á um 25 ha svæði innan jarðar Torfastaða er breytt úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð. Samhliða er lögð fram fornleifaúttekt innan svæðisins til kynningar. Umsagnir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar og telur sveitarstjórn að brugðist hafi verið við umsögnum með fullnægjandi hætti innan tillögunnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Mál nr. 16: Írafoss L170986; Haugsetning jarðvegs; Framkvæmdarleyfi - (2111008).

Lögð er fram beiðni frá Landsvirkjun um framkvæmdaleyfi vegna haugsetningar á jarðvegi við Írafossvirkjun. Kominn er gróður í jarðveginn inni í tengivirkinu fyrir utan stöðvarhúsið við Írafossvirkjun. Þess vegna þarf að taka 10 cm lag ofan af jarðveginum og setja nýja möl í staðinn. Þetta er um 4.200 fermetra svæði. Verkefnið verður unnið í samráði við Landsnet þar sem eignarhaldið á tengivirkinu er á forræði Landsvirkjunar sem og Landsnets. Jarðvegurinn sem verður tekinn úr tengivirkinu verður svo haugsettur á jafnstórt svæði í dæld fyrir utan tengivirkið skv. meðfylgjandi korti. Umsækjandi vill frekar nota umframefni á staðnum til að minnka losun og rask vegna flutninga með efnið annað. Passað verður upp á að gengið verði vel frá öllu svæðinu, því lokað og haugsetning verði aðlöguð að landslagi. Einnig verður passað upp á alla olíunotkun sem og hugsanlegan leka frá tækjum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

Mál nr. 17: Freyjustígur 5-7; Breytt lóðamörk; Göngustígur færður; Deiliskipulagsbreyting - (2111009).

Lögð er fram umsókn frá Landhönnun slf. um breytingu á deiliskipulagi að Freyjustíg 5-7 í landi Ásgarðs sem tekur til breyttra lóðarmarka og færslu á göngustíg.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Mál nr. 18: Borgarhóll L168437; Yndisskógur; Bílastæði; Framkvæmdarleyfi - (2109004).

Lögð er fram beiðni um framkvæmdaleyfi sem tekur til bílastæðis við Yndisskóg að Borgarhól L168437 við þéttbýlið í Borg í Grímsnesi eftir grenndarkynningu. Ein athugasemd barst vegna málsins og er hún lögð fram við afgreiðslu þess.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis.

Mál nr. 19: Borg í Grímsnesi; Íbúðabyggð; Deiliskipulag - (2108030).

Lögð er fram tillaga að heildarendurskoðun deiliskipulags sem tekur til þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi eftir auglýsingu. Á síðustu árum hefur atvinnutækifærum fjölgað í Grímsnes- og Grafningshreppi og er það forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu þéttbýlisins á Borg. Mikil ásókn hefur verið í nýjar lóðir og með nýju deiliskipulagi áformar sveitarfélagið að mæta vaxandi eftirspurn eftir íbúðarlóðum með áherslu á fjölbreytni í íbúðastærðum og húsagerðum. Einnig verða unnar ýmsar lagfæringar á lóðamörkum, stígakerfi, byggingaskilmálum og fleiru vegna breyttra aðstæðna og nýrri og nákvæmari kortagagna. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagaðar fram við afgreiðslu þess.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Helstu athugasemdir sem bárust vegna málsins eru gerðar innan umsagnar Minjastofnunar Íslands er varðar skráningu fornleifa innan skipulagssvæðisins. Sveitarstjórn bendir á að viðkomandi svæði hafi verið skilgreint sem íbúðarsvæði um margra ára skeið innan aðalskipulags og gildandi deiliskipulags. Á árunum 1999-2001 fór fram fornleifaskráning á svæðinu sem Minjastofnun telur ekki fullnægjandi. Sveitarstjórn telur að sökum þess að á svæðinu er nú þegar í gildi deiliskipulag sem tekur til framkvæmda á nákvæmlega sama svæði og nýtt deiliskipulag tekur til og sökum þess að áður hefur farið fram skoðun á svæðinu við gerð aðalskipulags og deiliskipulags innan þess að þá sé ekki ástæða til að hindra gildistöku skipulagsáætlunarinnar á grundvelli umsagnar Minjastofnunar Íslands. Sveitarstjórn vísar að auki til 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 þar sem m.a. fram kemur: "Ef fornminjar sem áður voru ókunnugar finnast við framkvæmdir verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmdir án tafar. Skal Minjastofnun Íslands láta framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust svo skera megi úr um eðli og umfang fundarins." Þessi skilyrði eiga við jafnt nú sem og eftir gildistöku nýs skipulags þar sem fyrir eru framkvæmdaheimildir innan svæðisins eins og fyrr segir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 20: Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps - (1506033).

Lögð er fram tillaga heildarendurskoðunar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps ásamt fylgigögnum til samþykktar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að framlögð tillaga endurskoðunar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps verði samþykkt til auglýsingar. Tillagan verði send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

Mál nr. 26: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-152.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 3. nóvember 2021.

c)  Fundargerð aðalfundar nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 2. nóvember 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)  Fundargerð fundar seyrustjórnar, 27. október 2021.

Mál nr. 2 og 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram fundargerð seyrustjórnar, dagsett 27. október 2021. Eftirfarandi liðir þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Gjaldskrá Seyrustaða 2022.

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá Seyrustaða fyrir árið 2022. Gjaldskráin er gerð í nafni Hrunamannahrepps á grundvelli fráveitusamþykkta Hrunamannahrepps og var auglýst þannig fyrir þetta ár. Lagt er til að gera breytingar á gjaldskrá þannig að móttökugjald og gjald fyrir aukalosanir hækki um 3% á milli ára en að öðru leyti sé gjaldskráin óbreytt.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskránna.

Mál nr. 3: Fjárhagsáætlun 2022.

Lögð var fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlunina og gert verður ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

e)  Fundargerð 4. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 18. nóvember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)  Fundargerð 5. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 2. febrúar 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g)  Fundargerð 6. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 23. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

h)  Fundargerð 7. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 26 apríl 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

i)  Fundargerð 8. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 30. apríl 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

j)  Fundargerð 9. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 25. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

k)  Fundargerð 10. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 21. júní 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

l)  Fundargerð 11. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 29. september 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

m)  Fundargerð 12. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 27. október 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

n)  Fundargerð 306. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 27. október 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

o)  Fundargerð 573. fundar stjórnar SASS, 8. október 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

p)  Fundargerð 902. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29. október 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.  Staða fjárhagsáætlunar 2021.

Farið yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2021 eftir fyrstu 10 mánuði ársins.

3.  Brennu- og skoteldaleyfi 2021.

Fyrir liggur beiðni frá Hjálparsveitinni Tintron um brennu- og skoteldaleyfi fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu á Borg þann 31. desember n.k.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita brennu- og skoteldaleyfi.

4.  Skipulagsmál – 2107009 - Kringla 2 og 9; Kringlugil 1 og 2; Deiliskipulag.

Lögð er fram að nýju umsókn frá Ingibjörgu G. Geirsdóttur er varðar deiliskipulagningu tveggja lóða, Kringlugil 1 og 2, úr Kringlu 2 og 9. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda fyrir íbúðarhús og útihús. Málinu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 18. ágúst 2021 og er nú tekið fyrir að nýju.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagnar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga 123/2010.

5.  Tilboð í deiliskipulagsgerð fyrir nýtt athafnasvæði.

Fyrir liggur minnisblað frá Ragnari Guðmundssyni umsjónarmanni veitna og framkvæmda, dagsett 3. nóvember 2021, þar sem farið er yfir tilboð sem bárust í kjölfar verðkönnunar í gerð og umsjón deiliskipulags fyrir nýtt athafnasvæði við Sólheimaveg. Verðkönnunin var send á Eflu, Landhönnun og Landform. Tilboð Eflu hljóðaði upp á 1.665.000 kr., tilboð Landhönnunar hljóðaði upp á 2.652.000 kr. og tilboð Landforms hljóðaði upp á 3.682.800 kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka lægsta tilboði, frá Eflu. Sveitarstjóra / oddvita falið að skrifa undir samninginn.

6.  Tilboð í hönnun skólalóðar og opinna svæða í þéttbýlinu Borg.

Fyrir liggur minnisblað frá Ragnari Guðmundssyni umsjónarmanni framkvæmda og veitna, dagsett 3. nóvember 2021, þar sem farið er yfir tilboð sem bárust í kjölfar verðkönnunar í landslagshönnun og skipulag á opnum svæðum á Borg. Verkið felst í forhönnun á svæðunum, gerð grunnteikninga af svæðum með efnisvali og kostnaðaráætlunar fyrir hvern áfanga. Verðkönnunin var send á Landhönnun, Landform og VA Arkitekta. Engin magnskrá var gefin heldur treyst á innsæi hönnuða við vinnuna og því er ekki verið að bera saman föst einingarverð og ekki verið að leggja mat á gæði afurða. Tilboð Landhönnunar hljóðaði upp á 6.800.000 kr., tilboð Landforms hljóðaði upp á 7.700.000 kr. og tilboð VA Arkitekta hljóðaði upp á 6.300.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði Landhönnunar. Sveitarstjóra / oddvita falið að skrifa undir samninginn.

7.  Kæra nr. 163/2021 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Fyrir liggur tilkynning um kæru nr. 163/2021 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem kærð er sú ákvörðun sveitarstjórnar að samþykkja breytingu á deiliskipulagi nr. 1212/2021 vegna Neðan-Sogsvegar 4 (L169505).

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að svara kærunni í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

8.  Aðalfundur Bergrisans bs.

Fyrir liggur að aðalfundur Bergrisans bs. verður haldinn miðvikudaginn 24. nóvember n.k. í fjarfundarbúnaði.

Fulltrúar sveitarfélagsins á fundinum verða Ása Valdís Árnadóttir og Ingibjörg Harðardóttir en Smári Bergmann Kolbeinsson og Björn Kristinn Pálmarsson til vara.

9.  Hillrally á Íslandi 2022.

Fyrir liggur bréf frá Tryggva M. Þórðarsyni f.h. Hillrally á Íslandi 2022, dagsett 11. nóvember 2021, þar sem sótt er um leyfi sveitarfélagsins til að halda fyrrnefnda keppni á vegi sem undir sveitarfélagið fellur. Vegurinn sem um ræðir er svokallaður Eyfirðingavegur sem liggur sunnan Skjaldbreiðar, en keppnin verður haldin dagana 6. – 7. ágúst 2022.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að keppnin verði haldin á umræddum vegi. Minnt er á að huga þarf vel að merkingum vegna keppninnar og skilja við svæðið í sama ástandi og tekið var við því.

10.  Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál.

Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. nóvember 2021, þar sem kynnt er bókun Sambandsins um leikskólamál. Í bókuninni er tekið undir bókun bæjarráðs Árborgar þar sem lögð er til full viðurkenning ríkisvaldsins á leikskólastiginu sem menntastofnun með því að ríkisvaldið skilgreini sveitarfélögum tekjustofn til að standa straum af kostnaði við rekstur leikskóla frá lokum fæðingarorlofs.

Sveitarstjórn tekur undir þá afstöðu sem fram kemur í ályktunum bæjarráðs Árborgar og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

11.  Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki

Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. nóvember 2021, þar sem kynnt er að kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaga sé boðin þátttaka í námskeiðinu „Loftlagsvernd í verki“ á vegum Landverndar. Þátttaka í upphafi verður sveitarfélögunum gjaldfrjáls, en gjaldskráin endurskoðuð síðar meir ef framvinda námskeiðsins gengur vel.

Bréfið lagt fram til kynningar.

12.  Innleiðing hringrásarhagkerfisins.

Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. nóvember 2021, þar sem farið er yfir þau verkefni sem framundan eru við innleiðingu hringrásarhagkerfis. Jafnframt er kynnt að Sambandið hafi gert samning við VSÓ Ráðgjöf um gerð handbókar um úrgangsstjórnun sveitarfélaga, ásamt því að gerður hafi verið samningur við Eflu verkfræðistofu um leiðir til að innleiða svonefnda „Borgaðu þegar þú hendir“ aðferðafræði við gjaldtöku í málaflokknum.

Bréfið lagt fram til kynningar.

13.  Alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa.

Fyrir liggur bréf frá Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dagsett 29. október 2021, þar sem tilkynnt er að alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verði haldinn hátíðlegur hér á landi sunnudaginn 21. nóvember n.k.

Bréfið lagt fram til kynningar.

14.  Beiðni um styrk frá Sjóðnum góða.

Fyrir liggur bréf frá starfshópi Sjóðsins góða dags. 9. nóvember 2021, þar sem óskað er eftir fjárframlagi frá sveitarfélaginu í sjóðinn. Tilgangur Sjóðsins góða er að veita þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum aðstoð fyrir jólahátíðina.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja Sjóðinn góða um 500 kr. á hvern íbúa og eru íbúar sveitarfélagsins 500 talsins, samtals 250.000 kr.

15.  Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta.

Fyrir liggur bréf frá Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur talskonu Stígamóta, dags. 3. nóvember 2021, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs samtakanna á árinu 2022.

Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða.

16.  Erindi frá Sigurhæðum, átak gegn kynbundnu ofbeldi.

Fyrir liggur bréf frá Hildi Jónsdóttur verkefnisstjóra Sigurhæða og Jónu Ingvarsdóttur formanni Soroptimistaklúbbs Suðurlands, dagsett 8. nóvember 2021, þar sem kynnt er að hinn 25. nóvember n.k. hefjist árlegt alþjóðlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Haldinn verður opinn fundur í Tryggvaskála á Selfossi þann dag um átakið og Sigurhæðir. Átakið í ár er helgað stafrænu ofbeldi og litur átaksins er appelsínugulur. Af því tilefni eru sveitarfélög hvött til þess að flagga appelsínugulum fána á meðan átakinu stendur.

Bréfið lagt fram til kynningar.

17.  Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 212/2021, „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um skráningu einstaklinga“.

Fyrir liggur að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 212/2021, „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um skráningu einstaklinga“.

Lagt fram til kynningar.

18.  Önnur mál.

a)  Skipulagsmál – Hallkelshólar lóð 69 (L186617); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - viðbygging - (2106125).

Lögð er fram beiðni Arnars A. Gunnþórssonar og Þórhildar E. Sigurðardóttur, móttekin 15. júní 2021, um byggingarleyfi til að byggja 95 m2 við núverandi sumarhús í Hallkelshólum lóð 69 L186617, Grímsnes- og Grafningshreppi eftir grenndarkynningu. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 165 m2. Málið var grenndarkynnt frá 14. september til og með 19. október, engar athugasemdir bárust á kynningartíma málsins. Umsækjandi hefur óskað eftir því að sveitarstjórn falli frá fyrri bókun er varðar kröfu um staðfest lóðarblað fyrir lóðina. Innan grenndarkynningar var lögð fram málsett afstöðumynd af staðsetningu hússins á lóð og bárust engar athugasemdir frá lóðarhöfum aðliggjandi lóða eða landeiganda upprunalands. Umsækjandi bendir á að gefin hafi verið út byggingarleyfi innan saman svæðis án þess að staðfest hnitsett lóðarblað liggi fyrir.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu byggingarleyfis að lokinni grenndarkynningu þar sem engar athugasemdir bárust við staðsetningu viðbyggingar á afstöðumynd. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu. Sveitarstjórn beinir því þó til lóðarhafa að vinna að hnitsetningu lóðar á grundvelli fyrrgreindra gagna í samráði við skipulagsfulltrúa en telur ekki ástæðu til að hafna eða tefja útgáfu byggingarleyfis sökum þess.

 

Getum við bætt efni síðunnar?