Fara í efni

Sveitarstjórn

518. fundur 15. desember 2021 kl. 09:00 - 11:50 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Ásu Valdísar Árnadóttur
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1. Fundargerðir.

a) Fundargerð 96. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 29. nóvember 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b) Fundargerð 30. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 29. nóvember 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c) Fundargerð 229. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 8. desember 2021.

Mál nr. 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18 og 24 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 229. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 8. desember 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 10: Farbraut 8 L169423; Sameining lóða 8 og 10; Deiliskipulagsbreyting - (2111046)

Fyrir liggur umsókn frá TCI fasteignafélagi er varðar breytingu á deiliskipulagi að Farbraut 8 L169423. Í breytingunni felst sameining lóða númer 8 og 10. Breytingin er í samræmi við núverandi skráningu lóðarinnar í fasteignaskrá.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Mál nr. 11: Álfhóll L210521; 25 hektarar; Deiliskipulag - (2111047)

Fyrir liggur umsókn frá Tjaldhól sf. sem tekur til deiliskipulagsáætlunar innan 25 ha lands Álfhóls L210521. Innan deiliskipulagsins eru m.a. skilgreindir tveir byggingarreitir ásamt byggingarheimildum fyrir íbúðarhús, tvö minni hús allt að 60 m2, fjölnotahús tengt atvinnurekstri allt að 600 m2 auk skemmu/skýlis í tengslum við skógrækt.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagnar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 12: Neðan-Sogsvegar 14 L169341; Gestahús; Niðurrif; Frestun; Fyrirspurn - (2111077)

Lögð fram fyrirspurn er varðar beiðni um frestun ákvörðunar um niðurrif gestahúss á lóð Neðan-Sogsvegar 14.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara á staðinn og taka út aðstæður. Meta ástand og raunstærð hússins og hugsanleg grenndaráhrif þess m.t.t. aðliggjandi lóða.

Mál nr. 13: Bíldsfell II veiðihús (L227365); umsókn um byggingarleyfi; veiðihús - viðbygging og gistihús - (2111069)

Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar f.h. Guðmundar Þorvaldssonar og Árna Þorvaldssonar, móttekin 23. nóvember 2021, um byggingarleyfi fyrir annars vegar 13,4 m2 viðbyggingu við veiðihús, mhl 01, og hins vegar 21 m2 gistihús á landinu Bíldsfell II veiðihús L227365 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á veiðihúsi, mhl 01, eftir stækkun verður 74,3 m2.

Sveitarstjórn vísar málinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir hagsmunaaðilar eru á svæðinu aðrir en umsækjandi telur sveitarstjórn ekki þörf á grenndarkynningu.

Mál nr. 14: Farbraut 8 (L169423); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - (2107077)

Fyrir liggur umsókn Guðmundar Á. Þórðarsonar f.h. TCI fasteignafélags ehf., móttekin 11. júlí 2021, um byggingarleyfi til að flytja 30 m2 fullbúið sumarhús að Farbraut 8, L169423 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Samhliða er unnið að óverulegri breytingu á deiliskipulagi svæðisins til samræmingar við skráningu lóðar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Útgáfa byggingarleyfis verði grenndarkynnt samhliða breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

Mál nr. 15: Álfhóll (L210521); umsókn um byggingarleyfi; skemma - (2111080)

Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar f.h. Skógálfa ehf., móttekin 29. nóvember 2021, um byggingarleyfi fyrir 149,2 m2 skemmu á jörðinni Álfhóll L210521 í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn hafnar útgáfu byggingarleyfis þar til deiliskipulag svæðisins hefur tekið gildi.

Mál nr. 16: Endurskoðun Aðalskipulags Ölfuss 2020-2036; Umsagnarbeiðni - (2112003)

Fyrir liggur umsagnarbeiðni vegna kynningar á heildarendurskoðun aðalskipulags Ölfuss 2020-2036.

Lagt fram til kynningar.

Mál nr. 17: Stóra-Borg lóð 13 (Hvítuborgir) L218057; Borun eftir köldu vatni; Framkvæmdarleyfi - (2111072)

Fyrir liggur umsókn frá TCOB ehf. er varðar borun á köldu vatni á lóð Stóru-Borgar lóð 13 (Hvítuborgir) L218057.

Eftir að málið var tekið fyrir hjá skipulagsnefnd var umsóknin dregin til baka með tölvupósti dagsettum 9. desember 2021.

Mál nr. 18: Þóroddsstaðir L168295; Álfabrekka; Stofnun lóðar - (2112004)

Fyrir liggur umsókn Gunnars Ríkharðssonar f.h. landeigenda um stofnun landeignar. Óskað er eftir að stofna 100 ha land með staðfanginu Álfabrekka úr landi Þóroddsstaða L168295. Aðkoman er um Álfhól L210521 frá Laugarvatnsvegi (37).

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun landsins skv. fyrirliggjandi umsókn.

Mál nr. 24: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-154.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 1. desember 2021.

 d) Fundargerð 52. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar, 30. nóvember 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e) Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, 29. október 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f) Fundargerð 215. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 25. nóvember 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g) Fundargerð aðalfundar Bergrisans bs., 24. nóvember 2021.

Mál um stofnun sjálfseignarstofnunar um byggingu og rekstur íbúðakjarna fyrir fatlað fólk þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram fundargerð aðalfundar Bergrisans bs., dagsett 24. nóvember 2021. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar;

Mál um stofnun sjálfseignarstofnunar um byggingu og rekstur íbúðakjarna fyrir fatlað fólk.

Fyrir liggur erindi Bergrisans bs. þar sem lagt er til við aðildarsveitarfélögin að stofnuð verði húsnæðissjálfseignarstofnun (hses) um byggingu og rekstur íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. Sjálfseignarstofnunin mun eiga og annast rekstur íbúðakjarnans, þ.e. húsnæðisins.

Stofnfé verður samtals 1.000.000 kr. og er hlutur Grímsnes- og Grafningshrepps 19.956 kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leiti að vera aðili að sjálfseignarstofnun um byggingu og rekstur íbúðakjarna fyrir fatlað fólk skv. fyrirliggjandi gögnum.

h) Fundargerð 576. fundar stjórnar SASS, 3. desember 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

i) Fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 126. nóvember 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Næsti fundur sveitarstjórnar.

Samþykkt er að fella niður næsta reglulega fund sveitarstjórnar þann 5. janúar n.k. Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 19. janúar 2022, kl. 9:00.

3. Staða fjárhagsáætlunar 2021.

Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2021 eftir fyrstu 11 mánuði ársins.

4. Fjárhagsáætlun 2022-2025, seinni umræða.

Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árin 2022-2025 er tekin til lokaafgreiðslu.

Helstu lykiltölur samstæðureikningsins í þúsundum króna:

Gert er ráð fyrir lántökum vegna fjárfestinga að einhverju leiti.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárin 2022-2025.

5. Snjómokstursþjónusta Vegagerðarinnar.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafninghrepps gerir alvarlegar athugasemdir við vetrarþjónustu á þeim vegum sem Vegagerðin sinnir í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið sinnir vetrarþjónustu á heimreiðum í sveitarfélaginu og á héraðsvegum til helminga á móti Vegagerðinni og er með samning við verktaka um að allir vegir skulu vera orðnir færir kl. 7 á morgnanna. Vegagerðin sér hins vegar um vetrarþjónustu á stofn- og tengivegum. Tengivegir á forræði Vegagerðarinnar í sveitarfélaginu eru m.a. Sólheimavegur og Þingvallavegur. Stefna Vegagerðarinnar er sú að miða við að búið sé að opna tengivegi kl. 10 alla daga nema þriðjudaga og laugardaga, þá daga er engin þjónusta í boði. Af hálfu Grímsnes- og Grafningshrepps er lögð áhersla á að vegir þessir verði mokaðir eftir þörfum, ekki bara þá daga sem skipulag Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir. Alla jafna skapast ekki þörf fyrir slíkt oftar en fimm daga í viku, a.m.k. ef horft er til veðurlags síðustu ára. Þá er einnig mikilvægt að þessir vegir séu mokaðir það snemma að snjór troðist ekki og svell myndist, með tilheyrandi hálku. Nauðsynlegt er að hálkuverja þegar mikil hálka er og getur mokstur áður en snjór treðst komið í veg fyrir að ráðast þurfi í slík verkefni. Um þessa vegi fara skólabörn alla virka daga og er nauðsynlegt að huga að öryggi þeirra, sem og annarra vegfarenda. Fjölmargir sækja vinnu milli sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu ásamt því að stórir vinnustaðir eru staðsettir við þessa vegi og er nauðsynlegt að vegirnir séu greiðfærir. Góð vetrarþjónusta kemur í veg fyrir að fólk missi úr vinnu, börn komist ekki í skóla og getur dregið úr kostnaði samfélagsins við tjón á ökutækjum og slys á vegfarendum.

6. Samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma sveitarfélaga á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs.

Lögð fram til seinni umræðu samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma sveitarfélaga á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykktina.

7. Ferðamálafulltrúi.

Fyrir liggur minnisblað vegna breytinga á embætti ferðamálafulltrúa uppsveita, dags. 30. nóvember 2021. Breytingin felst í að frá og með 1. janúar 2022 verður starfshlutfall ferðamálafulltrúa 80% og að aðildarsveitarfélögin verða aðeins þrjú, Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð og Hrunamannahreppur. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu.

8. Loftlagsstefna

Fyrir liggur tillaga um að unnin verði sameiginleg loftslagsstefna fyrir sveitarfélögin í uppsveitum og Flóahreppi. Jafnframt er lagt til að ráðinn verði verkefnisstjóri fyrir verkefnið.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

9. Uppbygging hjúkrunarheimilis.

Fyrir liggur umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Bláskógabyggð til Heilbrigðisráðuneytisins, dagsett 1. desember 2021, þar sem óskað er eftir byggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum Árnessýslu. Þar kemur fram að í sveitarfélögunum fjórum í Uppsveitum Árnessýslu hafi 469 einstaklingar á aldrinum 65 til 100 ára verið búsettir hinn 1. janúar 2021, eða um 15% íbúa. Núverandi hjúkrunarrými á Suðurlandi munu ekki nægja til að sinna þörf fyrir hjúkrunarrými til framtíðar. Nauðsynlegt sé að stuðla að því að aldraðir íbúar geti búið sem næst sinni heimabyggð og óska fulltrúar sveitarfélaganna eftir viðræðum við fulltrúa ráðuneytisins um málið.

Umsóknin lögð fram til kynningar.

10. Ályktanir ársþings SASS 2021.

Lagðar fram til kynningar ályktanir sem gerðar voru á ársþingi SASS, dagana 28. og 29. október s.l.

11. Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga.

Fyrir liggur bréf frá framkvæmdarstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, Karli Björnssyni, dagsett 30.nóvember 2021 þar sem sveitarfélög eru hvött til að uppfæra svæðisáætlanir vegna breytinga á lögum.

Bréfið lagt fram til kynningar.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:50

Getum við bætt efni síðunnar?