Fara í efni

Sveitarstjórn

525. fundur 20. apríl 2022 kl. 09:00 - 11:15 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Ásu Valdísar Árnadóttur
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Steinar Sigurjónsson

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 237. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 13. apríl 2022.
Mál nr. 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27 og 34 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 237. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 13. apríl 2022. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 21: Þórisstaðir land L220557; Ferðaþjónustusvæði; Deiliskipulag - 2002002.
Lögð er fram umsókn frá Birgi Leó Ólafssyni er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til Þórisstaða lands L220557. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda fyrir gistihús á um 2,1 ha svæði innan jarðarinnar. Heimilt verður að byggja allt að 15 smáhýsi, þ.e. gistihús undir 40 fm að stærð, ásamt þjónustuhúsi allt að 40 fm. Skilgreindur er einn byggingarreitur fyrir uppbygginguna í heild sinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggja fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 22: Markalækur L192476; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting - 2112047.
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting sem tekur til breytingar á deiliskipulagi í landi Syðri-Brúar í Grímsnes- og Grafningshreppi eftir auglýsingu. Deiliskipulagsbreytingin nær til 2 ha lands, Markalæks L192476, og gerir ráð fyrir sameiningu tveggja lóða í eina lóð ásamt breyttum byggingarheimildum innan svæðisins. Landnúmer er 192476 og helst óbreytt. Skipulagssvæðið er landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi GG og er skráð sem lögbýli sbr. staðfestingu Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir uppbyggingu á íbúðarhúsi, allt að 6 gestahúsum og atvinnuhúsnæði. Landið er að hluta ógróinn melur og syðsti hluti þess nýttur sem malarnáma fyrir mörgum árum síðan. Landið er ekki talið hafa verndargildi sökum gróðurs eða jarðfræði. Athugasemdir og umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum skipulagsgögnum.
Sveitarstjórn tekur undir framlagðar athugasemdir nágranna að hluta til og telur að skilgreina þurfi með ítarlegri hætti fyrirhugaða uppbyggingu innan svæðisins og hverskonar landbúnaður verði stundaður innan landsins. Landnotkun skal skilgreind á grundvelli meginlandnotkunar. Sé meginlandnotkun viðkomandi svæðis verslun- og þjónusta umfram landbúnað telur sveitarstjórn ástæðu til að skilgreina þá landnotkun innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins eftir auglýsinu vegna framlagðra athugasemda nágranna og felur skipulagsfulltrúa að annast samskipti við skipulagshönnuð og lóðarhafa varðandi málið.
Mál nr. 23: Nesjar L170877 og L170890 (Litla-Hestvík 1 og 2) og Kleifakot L170903; Deiliskipulag - 2204007.
Lögð er fram umsókn frá Gunnari Jónassyni er varðar deiliskipulag lóða Nesja L170877 og 170890 og Kleifarholts L170903. Á lóðunum er gert ráð fyrir byggingareitum sem eru 10 m frá lóðamörkum þar sem heimilt er að reisa ný sumarhús eða stækka þau sem fyrir eru. Ennfremur er heimilt er að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús innan byggingarreits, þó ekki stærri en 40 fm, þ.e.a.s. ef að engir skúrar eða aukahús eru þar fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggja fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 24: Bíldsfell III L170818; Deiliskipulag - 2204008.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Bíldsfells III. Í deiliskipulaginu felst skilgreining 5 lóða og byggingarreita þar sem m.a. er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, gestahúsa og útihúsa.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggja fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 25: Syðri-Brú L168277; Stækkun námu E9b; Aðalskipulagsbreyting - 2204012.
Lögð er fram beiðni um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps er varðar stækkun námu E9b að Syðri-Brú L168227. Gert er ráð fyrir því að heildarefnistaka úr námunni geti verið allt að 450.000 m3. Lögð er fram tilkynning um matsskyldu verkefnisins sem send hefur verið Skipulagsstofnun. Óskað er eftir því að stækkun námunnar fari inn í heildarendurskoðun aðalskipulags. Samhliða er óskað eftir heimild fyrir efnistöku úr námunni að 50.000 m3.
Sveitarstjórn hafnar beiðni um að stækkun námunnar í 450.000 m3 fari inn í heildarendurskoðun aðalskipulags. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfis vegna efnistöku að 50.000 m3.
Mál nr. 26: Steinar L168288; Svínavatn L168286; Stækkun lands - 2204024.
Lögð er fram umsókn Jóns Ingileifssonar um stofnun viðbótarlóðar úr landi Svínavatns L168286 í þeim tilgangi að sameina við landið Steinar L168288 sem stækkar úr 18.500 fm í 30.241 fm eftir sameiningu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið og gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar eða sameiningu hennar við land Steina L168288 skv. fyrirliggjandi umsókn.
Mál nr. 27: Leynir L230589; Leynigata 1 og 2 (Leynirsgata 1 og 2;) Nýr staðvísir innan skipulags - 2204021.
Lögð er fram umsókn Viðhaldsfjelagsins ehf um samþykki fyrir nýjum staðvísi innan skipulagsins fyrir frístundasvæði í landi Leynis úr Miðengi. Óskað er eftir að aðkomuvegurinn að lóðum merktum nr. 2 og 4 á skipulaginu fái heitið Leynigata eða Leynirsgata til vara og að númer lóðanna verði 1 og 2.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytingu á staðvísum skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir samhljóða að aðkomuvegurinn fái staðfangið Leynigata.
Mál nr. 34: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-162.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 6. apríl 2022.
Fundargerð

b) Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi ( NOS), 6. apríl 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

c) Fundargerð 54. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 16. mars 2022.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 54. fundargerð Skólaþjónustu- og Velferðarnefndar Árnesþings, dagsett 16. mars 2022. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1 Tillaga að gjaldskrárhækkun vegna stuðningsfjölskyldna í barnavernd.
Lagt er til að hækkunin verði í samræmi við vísitölu neysluverðs (4, 5%), og fjárhæð fari úr 25.000 kr. í 26.125.-
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.
Fundargerð

d) Fundargerð 310. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands (SOS), 29. mars 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

e) Fundargerð 2. fundar seyrustjórnar, 30. mars 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

f) Fundargerð 24. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 11. apríl 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

g) Fundargerð aukafundar Héraðsnefndar Árnesinga, 7. febrúar 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

h) Fundargerð 50. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 1. apríl 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

i) Fundargerð 217. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 30. mars 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

j) Fundargerð 580. fundar stjórnar SASS, 1. apríl 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

2. Áskorun til Vegagerðarinnar að breyta flokkun Sólheimavegar (354) úr tengivegi í stofnveg.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps skorar á Vegagerðina að breyta flokkun Sólheimavegar (nr. 354) úr tengivegi í stofnveg. Í A-lið 2. mgr. 8.gr. laga nr. 80/2007 (vegalög) er fjallað um Stofnvegi en þar segir: „Stofnvegir eru hluti af grunnkerfi samgangna eins og það er skilgreint í samgönguáætlun hverju sinni. Til stofnvega teljast vegir sem tengja saman byggðir landsins. Við það vegakerfi sem þannig fæst skal tengja þéttbýlisstaði með um það bil 100 íbúa eða fleiri.“
Í þéttbýlinu á Sólheimum búa um 100 íbúar, þar af eru 45 fatlaðir íbúar með langvarandi stuðningsþarfir. Ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi þess að samgöngur til og frá Sólheimum séu góðar allt árið um kring. Í vetur voru aðstæður á Sólheimavegi ítrekað svo slæmar vegna hálku og snjóa að starfsfólk Sólheima átti í miklum vandræðum með að komast til vinnu. Skjólstæðingar félagsþjónustunnar á Sólheimum þurfa að geta treyst á að starfsfólk komist til vinnu en jafnframt er mikilvægt að aðgengi neyðarbíla sé tryggt allt árið um kring, sjö daga vikunnar. Með vísan til þess sem að framan greinir skorar sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps á Vegagerðina að breyta flokkun vegarins úr tengivegi í stofnveg.

3. Rökstuðningur fyrir fasteignamati á Finnheiðarvegi 15 frá Þjóðskrá Íslands.
Fyrir liggur bréf frá Sigurði Jónssyni sérfræðingi hjá Þjóðskrá Íslands, dags. 31. mars 2022, þar sem færður er rökstuðningur fyrir breyttu fasteignamati eignarinnar Finnheiðarvegs 15.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kæra niðurstöðu endurmats Þjóðskrár Íslands til yfirfasteignamatsnefndar. Lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl., falið að vinna málið áfram.
Bréf um rökstuðning á fasteignamati á Finnheiðavegi 15

4. Tilkynning um kæru nr. 79/2022 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Fyrir liggur tilkynning um kæru nr. 79/2022 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem kærð er sú ákvörðun sveitarstjórnar að breyta lóðarstærð og tilgangi lóðarinnar að Hraunbraut 2 (F220-7325).
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl., ásamt Birni Kristni Pálmarssyni og Smára Bergmann Kolbeinssyni að vinna málið áfram.
Tilkynning um kæru

5. Styrkbeiðni frá Hestamannafélaginu Jökli.
Fyrir liggur styrkbeiðni frá Hestamannafélaginu Jökli, nýstofnuðu sameiginlegu hestamannafélagi uppsveitanna, þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 500.000 á þessu ári og síðan árlega kr. 1.000.000 á árunum 2023-2026.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða styrkbeiðni félagsins og að gerður verði samningur til fimm ára um styrkveitingar, ráðstöfun styrks og réttindi og skyldur aðila. Oddvita falið að skrifa undir samninginn.
Ragnheiður Eggertsdóttir vék sæti við afgreiðslu málsins.
Styrkbeiðni

6. Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2022.
Fyrir liggur að aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2022 verður haldinn mánudaginn 25. apríl í Fjölheimum á Selfossi, ásamt því að hægt verður að sitja fundinn í formi fjarfundar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Smári Bergmann Kolbeinsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
Aðalfundarboð

7. Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2021.
Fyrir liggur ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.
Ársskýrsla

8. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitinga í flokki II í Golfskálanum Öndverðarnesi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 13. apríl 2022 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitinga í flokki II - Veitingaleyfi–C Veitingastofa og greiðasala í Golfskálanum Öndverðarnesi (F 220-7200) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.
Umsagnarbeiðni

9. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 79/2022, „Viltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera?“.
Fyrir liggur til samráðs frá Innviðaráðuneytinu mál nr. 79/2022, „Viltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera?“.
Lagt fram til kynningar.

10. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 68/2022, „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um girðingar meðfram vegum nr. 930/2012, með síðari breytingum“.
Fyrir liggur til samráðs frá Innviðaráðuneytinu mál nr. 68/2022, „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um girðingar meðfram vegum nr. 930/2012, með síðari breytingum“.
Lagt fram til kynningar.

11. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál.
Fyrir liggur beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

12. Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næsti fundur sveitarstjórnar verði mánudaginn 2. maí kl. 9.00.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:15.

Getum við bætt efni síðunnar?