Fara í efni

Sveitarstjórn

532. fundur 21. september 2022 kl. 09:00 - 12:10 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir

Oddviti leitar afbrigða.
Samþykkt samhljóða
a) Fundartími sveitarstjórnar

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 245. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 14. september 2022.
Mál nr. 17, 18, 19, 20, 21 og 28 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 245. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 14. september 2022. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 17: Markalækur L192476; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2112047.
Lögð fram breyting á deiliskipulagi sem tekur til Markarlækjar L192476. Framlögð breyting hefur þegar tekið gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Athugasemdir Skipulagsstofnunar vegna málsmeðferðar auk ábendinga vegna tillögunnar voru lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn telur að framlögð athugasemd Skipulagsstofnunar hafi ekki áhrif á fyrri afgreiðslu málsins og að brugðist hafi verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og að fyrri breyting vegna málsins falli úr gildi.
Mál nr. 18: Álfaskeið L233749; Skógrækt; Framkvæmdarleyfi – 2208056.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Skógálfum ehf. Í leyfisumsókninni felst að sótt er um skógrækt á 141,5 ha landi.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins falið að annast samskipti við umsækjanda vegna málsins.
Mál nr. 19: Ytrihlíð 2 L216412; Veglagning; Framkvæmdaleyfi – 2208066.
Lögð er fram umsókn frá Meltuvinnslunni ehf. er varðar útgáfu framkvæmdaleyfis. Í framkvæmdinni felst lagning vega á grundvelli gildandi deiliskipulags fyrir sumarhúsasvæðið að Björk I.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda gildandi deiliskipulags.
Mál nr. 20: Vaðnes; Nesvegur 1-8; Deiliskipulagsbreyting – 2203024.
Lögð er fram að nýju deiliskipulagsbreyting sem tekur til Nesvegar 1-8 í landi Vaðness eftir auglýsingu. Í breytingunni felast breyttir deiliskipulagsskilmálar innan svæðisins auk þess sem kvaðir eru settar á lágmarks hæðarkóta vegna flóðahættu. Umsögn barst vegna málsins og er hún lögð fram við afgreiðslu þess.
Sveitarstjórn samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 21: Kerhraun svæði A, B og C; Frístundabyggð; Endurskoðað deiliskipulag – 2201063.
Lögð er fram að nýju tillaga deiliskipulags sem tekur til Kerhrauns, svæðis A, B og C eftir auglýsingu. Gildandi deiliskipulag fyrir Kerhraun var staðfest 17. nóvember 1999. Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á deiliskipulaginu síðan það tók gildi. Tillagan er sett fram sem nýtt deiliskipulag og tekur til allra þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á upprunalegu deiliskipulagi svæðisins. Með gildistöku þessa deiliskipulags falla úr gildi öll ákvæði eldra deiliskipulags. Tilgangur skipulagsgerðarinnar er að uppfæra eldra skipulag í samræmi við núgildandi lög og skilgreina helstu bygginga- og framkvæmdaskilmála innan svæðisins með skýrum hætti. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt tillögu að uppfærðum skilmálum deiliskipulags. Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 6.7.2022 og fól skipulagsfulltrúa að annast samskipti við málsaðila vegna umsagna sem bárust vegna málsins.
Sveitarstjórn samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 28: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22 – 169 – 2208003F.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá fundi nr. 22-169 lagðar fram til kynningar.
Fundargerð
Fundargerð

b) Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 31. ágúst 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

c) Fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans bs., 30. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

d) Fundargerð 42. fundar stjórnar Bergrisans bs., 23. ágúst 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

e) Fundargerð 1. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 1. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

f) Fundargerð 2. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 13. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð 

g) Fundargerð 19. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis, 31. ágúst 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

h) Fundargerð 586. fundar stjórnar SASS, 2. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

2. Ályktun vegna betri vinnutíma í dagvinnu hjá kennurum Kerhólsskóla.
Lögð fram að nýju tillaga kennara hjá Kerhólsskóla dagsett 31. maí 2022, um betri vinnutíma í dagvinnu kennara ásamt tillögu vegna vinnutímastyttingu.
Tillagan er eftirfarandi:
„Í kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var 10. mars 2022 er kveðið á um heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnutíma sem nemur 13 mínútum á dag miðað við 40 stunda vinnuviku að jafnaði yfir árið. Samkomulag um útfærslu vinnutíma gildir fyrir skólaárið 2022 til 2023 eða frá 1. ágúst 2022 til 31. júlí 2023.
Viðræður um breytt skipulag áttu að fara fram í hverjum skóla fyrir sig. Í maímánuði áttu grunnskólakennarar í Kerhólsskóla samtal um tillögur að útfærslu styttingar en komust ekki að niðurstöðu sem ekki felur í sér „breytingar á launum eða launakostaði sveitarfélaga s.s. vegna fjölgunar starfsmanna, afleysinga eða yfirvinnu“ né „viðbótarvinnu fyrir kennara eða að starfsemi skólans raskist.“
Grunnskólakennarar Kerhólsskóla vilja leggja til eftirfarandi útfærslu:
Minnkun á kennsluskyldu grunnskólakennara um 1 kennslustund á viku. Kennsluskylda fer úr 26 kennslustundum í stundatöflu í 25 kennslustundir.
Hver kennslustund er 40 mínútur og undirbúningur vegna hennar eru 26 mínútur = 66 mínútur.“
Fram kemur í fylgiskjali 2 við kjarasamning milli Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga að forsenda breytinganna sem felast í vinnutímastyttingu er að starfsemi skóla/vinnustaðar raskist ekki og að skólastarf sé af sömu eða betri gæðum en áður. Stytting vinnutíma með skerðingu á kennslu er óheimil og gengur gegn kjarasamningi.
Sveitarstjórn hafnar samhljóða tillögu kennara og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og ræða við kennara um útfærslu á styttingu vinnutíma.

3. Fyrirspurn frá Kvenfélagi Grímsneshrepps varðandi ársþing Sambands sunnlenskra kvenna 2023.
Fyrir liggur fyrirspurn frá Rögnu Björnsdóttur fyrir hönd Kvenfélags Grímsneshrepps dagsett 13. September, varðandi beiðni frá Sambandi sunnlenskra kvenna til Kvenfélagsins um að halda 95. Ársfund SSK (Samband sunnlenskra kvenna) í apríl 2023.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar fyrirliggjandi beiðni inn í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra að vinna að málinu ásamt Rögnu Björnsdóttur formanni Kvenfélagsins.

4. Erindi frá Ingibjörgu Harðardóttur og Birni Snorrasyni, Björk II.
Fyrir liggur erindi frá Ingibjörgu Harðardóttur og Birni Snorrasyni, dagsett 11. september 2022 þar sem farið er fram á niðurfellingu á fjallskilum vegna þess að jörðin Björk II er afgirt og að allt sauðfé jarðarinnar er innan girðingar.
Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða þar sem ekki liggja fyrir viðmiðunarreglur um heimildarákvæði um niðurfellingu fjallskila. Jafnframt felur sveitarstjórn fjallskilanefnd að fjalla um hvort ástæða sé til að vinna viðmiðunarreglur um niðurfellingu fjallskila, þannig að gætt sé að jafnræði og samræmingu í allri meðferð á slíkum erindum.
Erindi 

5. Erindi frá Örugg búseta – íbúasamtök fólks með búsetu í frístundahúsum Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur erindi frá Heiðu Björk Sturludóttur, fyrir hönd íbúasamtakanna Örugg búseta, dagsett 12. september 2022. Í erindinu kemur fram ósk samtakanna um að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps stofni samráðshóp til að vinna að hagsmunamálum íbúa í heilsárshúsum í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn frestar samhljóða afgreiðslu málsins.
Erindi

6. Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 2022-2023.
Fyrir liggur beiðni frá Reykjavíkurborg um áframhaldandi námsvist tveggja nemenda í Kerhólsskóla utan lögheimilissveitarfélags.
Sveitarstjórn samþykkir beiðnina samhljóða og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.

7. Tilkynning um kæru 105/2022 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála.
Fyrir liggur tilkynning um kæru nr. 105/2022 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð er sú ákvörðun sveitarstjórnar að breyta deiliskipulagi er tekur til lóðarmarka og legu byggingarreits lóðar 8, L168251 innan frístundabyggðar í landi Hests.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Vigfúsi Þór Hróbjartssyni skipulagsfulltrúa að svara kærunni.
Tilkynning um kæru 

8. Erindi frá Innviðaráðuneytinu.
Fyrir liggur erindi frá Innviðaráðuneytinu dagsett 7. september 2022 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um framkomna kvörtun frá Björgvini Njáli Ingólfssyni, dagsett 1. október 2021, vegna gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir sundlaug og íþróttamiðstöðina að Borg í Grímsnesi.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins, Óskar Sigurðsson hrl.
Erindi

9. Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ÚUA í máli nr. 29/2022, deiliskipulag Borgar í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð var ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. febrúar 2022 um að samþykkja deiliskipulag Borgar í Grímsnesi. Niðurstaða nefndarinnar var að kröfu kæranda var hafnað.
Lagt fram til kynningar.
Úrskurður

10. Erindi frá Árna Benedikt Árnasyni og Brynju Guðmundsdóttur vegna snjó/krapaflóðs.
Fyrir liggur bréf frá Árna Benedikt Árnasyni og Brynju Guðmundsdóttur, dagsett 22. júlí 2022, vegna snjó- og krapaflóðs sem varð aðfararnótt 6. mars 2022 vestan til í Búrfelli ofan við sumarhúsabyggð Syðri-Brúar. Leggja bréfritarar til að fram fari hættumat á svæðinu og leitað verði leiða til að koma í veg fyrir frekara tjón sem kunna að geta orðið við flóð síðar. Þá er óskað eftir aðstoð sveitarfélagsins við lagfæringu á vegarkafla sem eyðilagðist í flóðinu.
Sveitarfélagið kemur ekki að viðhaldi eða endurbótum á einkavegum en sveitarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hvort þörf sé á því að framkvæma hættumat vegna flóðsins, sbr. 1. tl 1. mgr. 3. gr. laga nr. 70/2008 um Veðurstofu Íslands.
Erindi

11. Atvinnumálastefna, minnisblað og skipun í starfshóp.
Lagt er fram að nýju minnisblað frá Ásborgu Arnþórsdóttur ferðamálafulltrúa Uppsveita, varðandi atvinnumálastefnu þriggja sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp og Hrunamannahrepp. Frá því að minnisblaðið var sent hefur Skeiða- og Gnúpverjahreppur bæst í hópinn. Í minnisblaðinu koma fram áform um stofnun vinnuhóps um atvinnumálastefnuna sem hvert af þátttökusveitarfélögunum tilnefni tvo fulltrúa í.
Sveitarstjórn tilnefnir Önnu Katarzyna Wozniczka og Önnu Maríu Daníelsdóttur sem fulltrúa í vinnuhóp um atvinnumálastefnu.
Minnisblað

12. Ársreikningur og starfsskýrsla Hjálparsveitarinnar Tintron 2021.
Lögð fram til kynningar ársreikningur og starfsskýrsla Hjálparsveitarinnar Tintron fyrir árið 2021.

13. Vindorkuvettvangsferð til Danmerkur.
Lagt fram til kynningar.

14. Ráðstefna – Samtaka um hringrásarhagkerfið – réttur farvegur til framtíðar.
Lagt fram til kynningar og ákveðið að gefa kjörnum fulltrúum ásamt fulltrúum starfshóps um hringrásarhagkerfið kost á að sækja ráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins.

15. Stefnumótunardagur Samorku.
Lagt fram til kynningar.

16. Orkídea – kynning á starfsemi.
Á fundinn komu fulltrúar frá Orkídeu, Sveinn Aðalsteinsson og Helga Gunnlaugsdóttir og kynntu starfsemi verkefnisins.

17. Önnur mál
a) Fundartími sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fundir sveitarstjórnar þann 5. október, 19. október og 2. nóvember hefjist klukkan 13:00 í stað 9:00.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 12:10

Getum við bætt efni síðunnar?