Fara í efni

Sveitarstjórn

533. fundur 05. október 2022 kl. 13:00 - 17:05 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir

Oddviti leitar afbrigða.
Samþykkt samhljóða
a) Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga
b) Lyfjaafgreiðsla í Laugarási

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 2. fundar framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 26. september 2022.
Mál nr. 10 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Samkvæmt reglum sveitarfélagsins vegna veghalds í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeigenda þar sem óskað var eftir styrkjum vegna veghalds. Höfð var til hliðsjónar úthlutun síðustu ára, umfang og heildarfjöldi húsa.
17 umsóknir bárust, þar af 16 gildar og ein sem uppfyllti ekki skilyrði styrkúthlutunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að eftirtaldir aðilar fái styrki til veghalds vegna tímabilsins 16. september 2021 – 15. september 2022, samtals að fjárhæð kr. 3.500.000.
Efri Markarbraut og hliðargötur 200.000
Félag sumarbústaðaeigenda í Norðurkotslandi og nágrenni 350.000
Kerhraun, félag sumarhúsaeigenda 350.000
Giljatunga og Borgarbrún 200.000
Félag sumarbústaðaeigenda í Oddsholti 139.500
Félag sumarhúsaeigenda í Öldubyggð 150.000
Félag lóðarhafa Kiðjabergi 350.000
Félag land og frístundahúsaeigenda við A og B götu Norðurkotslandi 150.000
Furuborgir 125.000
Félag sumarhúsalóðaeigenda Þórsstíg 200.000
Félag sumarlóðaeigenda Ásabyggð Grímsnesi 250.000
Ásar, frístundabyggð í Búrfellslandi 200.000
Félag landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð í Vaðnesi 200.000
Hestur Landeigendafélag 170.500
Félag lóðareigenda í Undirhlíð við Minna Mosfell 215.000
Félag sumarhúsaeigenda við Ásskóga 250.000
Fundargerð

b) Fundargerð 1. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 12. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

c) Fundargerð 1. fundar loftslags- og umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 6. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

d) Fundargerð 2. fundar loftslags- og umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 20. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

e) Fundargerð 1. fundar lýðheilsu- og æskulýðsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 13. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

f) Fundargerð 1. fundar skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 13. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

g) Fundargerð 1. fundar starfshóps um hringrásarhagkerfið, 22. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

h) Fundargerð 246. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 27. september 2022.
Mál nr. 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 22 og 23 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 246. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 27. september 2022. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 9: Gamla-Borg þinghús L169144; Stækkun bygg.reits; Fyrirspurn – 2208053.
Lögð er fram fyrirspurn frá Vigfúsi Halldórssyni er varðar stækkun byggingarreits umhverfis Gömlu-Borg þinghús L169144 á grundvelli framlagðra gagna.
Nýtt deiliskipulag fyrir þéttbýlið á Borg var samþykkt 8.3.2022 eftir umtalsvert auglýsinga- og samráðsferli. Mælist sveitarstjórn því til þess að fyrirspyrjandi fari að gildandi skilmálum deiliskipulags vegna uppbyggingar innan lóðar og hafnar beiðninni samhljóða.
Mál nr. 10: Kringla 9 L232038; Árvegsbotnar 42-56; Stofnun lóða; Deiliskipulag – 2202091.
Lögð er fram að nýju umsókn frá Ingibjörgu Guðrúnu Geirsdóttur er varðar nýtt deiliskipulag í landi Kringlu 9 eftir auglýsingu. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir 7 lóðum fyrir frístundabyggð. Umsagnir sem bárust vegna málsins eru lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðri tillögu.
Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 11: Ásgarður; Ferjubakki 1 L232538 og 3 L232540; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2209044.
Lögð er fram umsókn frá Sverri Sverrissyni ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi lóða við Ferjubakka 1 og 3 í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að lóðirnar verði sameinaðar.
Framlögð breyting á deiliskipulagi samræmist ekki stefnu aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps, hvorki gildandi né nýs aðalskipulags þar sem segir að almennt sé óheimilt að skipta upp eða sameina frístundalóðir í þegar byggðum frístundahverfum, nema í tengslum við heildarendurskoðun eða gerð nýs deiliskipulags. Að mati sveitarstjórnar liggur ekki fyrir fullnægjandi rökstuðningur fyrir sameiningu lóðanna. Sveitarstjórn synjar umsókninni samhljóða.
Mál nr. 12: Kaldárhöfði lóð L168933; Breytt afmörkun og stærð lóðar – 2209042.
Lögð er fram umsókn frá Jarðeignum ríkisins er varðar breytta afmörkun og stærð lóðar Kaldárhöfða L168933.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um lagfærð gögn og samþykkir erindið samhljóða.
Mál nr. 13: Syðri-Brú; Lyngbrekka 10 L207036; Stækkun byggingarreits og staðsetning bílastæða; Deiliskipulagsbreyting – 2209062.
Lögð er fram umsókn frá Ómari Guðmundssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðar við Lyngbrekku 10 L207036 í landi Syðri-Brúar. Í breytingunni felst breytt skilgreining á byggingarreit innan lóðarinnar auk þess sem skilgreind bílastæði eru færð inn á lóðina.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði kynnt eigendum aðliggjandi lóða, þ.e. Lyngbrekku 6, 8 og 12.
Mál nr. 14: Hallkelshólar lóð 54 (L219440); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður með geymslulofti að hluta – 2208009.
Fyrir liggur umsókn Alberts Óskarssonar og Kolbrúnar A. Hjartardóttur, móttekin 08.08.2022, um byggingarheimild fyrir 95,8 m2 sumarbústað á sumarbústaðalóðinni Hallkelshólar lóð 54 L219440 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Lóðarhöfum allra aðliggjandi lóða skal kynnt málið. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 15: Öndverðarnes 2 lóð (L170111); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður - viðbygging – 2208095.
Fyrir liggur umsókn Arnar Jóhannessonar fyrir hönd Þórðar Friðrikssonar og Sólborgar A. Pétursdóttur, móttekin 29.08.2022, um byggingarheimild fyrir 15,5 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalóðinni Öndverðarnes 2 lóð L170111 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 55,5 m2. Með umsókninni fylgir reyndarteikning af sumarhúsi sem upphaflega var byggt 1973.
Umsótt viðbygging hefur þegar verið byggð og er því um umsókn um byggingarleyfi vegna óleyfisframkvæmdar að ræða. Samkvæmt framlagðri afstöðumynd er byggingin staðsett í um 5 metra fjarlægð frá lóðarmörkum aðliggjandi lóða og samræmast því ekki skilmálum skipulagsreglugerðar 5.3.2.12 er varðar frístundasvæði og takmarkanir vegna fjarlægðar byggingarreita frá lóðarmörkum. Þar sem viðkomandi hús er byggt 1973 fyrir gildistöku núverandi skipulagslaga- og reglugerðar þá er ekki vitað á hvaða tímapunkti stærð hússins breyttist eða hvort að stærð þess var rangt skráð í upphafi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 16: Farbraut 15 (L169478); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður - viðbygging og garðskáli – 2209014.
Fyrir liggur umsókn Heimis Þ. Gíslasonar og Hrefnu H. Guðnadóttur, móttekin 05.09.2022, um byggingarheimild til að byggja 16,1 m2 viðbyggingu við sumarbústað (mhl 01) og 30,7 m2 garðskála (mhl 03) á sumarbústaðalóðinni Farbraut 15 L169478 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 38,8 m2.
Umsóttar byggingar sem um ræðir hafa þegar verið byggðar og er því um umsókn um byggingarleyfi vegna óleyfisframkvæmdar að ræða. Samkvæmt framlagðri afstöðumynd eru byggingar staðsettar þétt upp að lóðarmörkum aðliggjandi lóða og samræmast því ekki skilmálum skipulagsreglugerðar 5.3.2.12 er varðar frístundasvæði og takmarkanir vegna fjarlægðar byggingarreita frá lóðarmörkum. Sveitarstjórn synjar umsókn um byggingarleyfi. Umsækjanda verði bent á að óska eftir undaþágu frá ákvæðum skipulagslaga- og reglugerðar til innviðaráðuneytis á grundvelli 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga.
Mál nr. 17: Álfaskeið L233749; Skógrækt; Framkvæmdarleyfi – 2208056.
Lögð er fram að nýju umsókn frá Skógarálfum ehf. er varðar framkvæmdaleyfi í landi Álfaskeiðs L233749. Gerð er breyting á fyrri umsókn þar sem óskað er eftir því að umsótt framkvæmdaleyfi vegna skógræktar taki til 75 ha lands í stað 141,5 ha að svo komnu máli. Samhliða er óskað eftir því við sveitarfélagið að unnið verði að breytingu aðalskipulagi þar sem að landnotkun svæðisins verði skilgreind sem skógræktarsvæði í stað landbúnaðarsvæðis.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og mælist til þess að framkvæmdin verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi landeigna. Sveitarstjórn leggur til að landeigandi vinni skipulagslýsingu sem tekur til skilgreiningar á skógræktarsvæði á því svæði sem um ræðir og að verkefnið verði unnið í samráði við eigendur aðliggjandi landeigna. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Mál nr. 18: Kerhraun C 88 L197677; Bílastæði; Byggingareitur; Deiliskipulagsbreyting – 2206111.
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Kerhrauns C88 L197677 eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst breyting á aðkomu og byggingarreit lóðarinnar. Athugasemdir bárust á kynningartíma málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt andsvörum lóðarhafa.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tekið verði tillit til athugasemda nágranna sem taka til breyttrar aðkomu að lóðinni. Þótt svo að við afgreiðslu byggingarleyfis hafi byggingafulltrúi eða starfsmenn hans ekki gert athugasemdir við misræmi í hönnunargögnum gagnvart skipulagi bendir sveitarstjórn á að hönnuðir og umsækjendur um byggingarmál skulu kynna sér skilmála gildandi deiliskipulags með fullnægjandi hætti áður en umsókn um byggingarleyfi er lögð fram.
Að mati sveitarstjórnar skerðast hagsmunir nágranna að engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn umfram núverandi heimildir skipulags, þótt svo að byggingarreitur verði skilgreindur í 10 metra fjarlægð frá lóðarmörkum í takt við gr. 5.3.2.12 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er varðar frístundabyggð og takmarkanir er varðar fjarlægð byggingarreita frá lóðarmörkum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sá hluti breytingarinnar verði samþykktur eftir auglýsingu.
Mál nr. 23: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-170-2209002F.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá fundir nr. 22-170 lagðar fram til kynningar.
Fundargerð

i) Fundargerð NOS stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., 21. september 2022.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð var fram fundargerð NOS, stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs frá 21. september 2022. Í fundargerðinni leggur stjórn NOS til við bæjar- og sveitarstjórnir aðildarfélaganna að á næsta fundi þeirra verði samþykkt að starfsemi byggðasamlagsins „Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings bs.“ (SVÁ) verði hætt og byggðasamlaginu verði slitið. Einnig er óskað eftir samþykki bæjar- og sveitarstjórna fyrir því að ráðinn verði verkefnastjóri til að annast slitin og kostnaður greiðist af SVÁ í sömu hlutföllum og annar rekstrarkostnaður byggðasamlagsins. Tillagan hefur verið kynnt fyrir skólanefnd.
Umræða varð um málið. Á síðustu misserum hefur verið unnið að því að skoða framtíð byggðasamlagsins og var í tilefni af því m.a. gerð úttekt á starfseminni og lágu niðurstöður fyrir í lok síðasta árs.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða tillögu stjórnar NOS um að starfsemi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. verði hætt og byggðasamlaginu verði slitið. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að ráðinn verði verkefnastjóri til að annast slitin og að kostnaður vegna þessa greiðist í sömu hlutföllum og annar rekstrarkostnaður byggðasamlagsins.
Í ljósi framangreinds samþykkir sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að skoða samstarf sveitarfélaganna Bláskógabyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps á sviði skóla- og velferðarþjónustu. Löng hefð er fyrir samstarfi þessara sveitarfélaga í þessum málaflokkum. Er oddvita og sveitarstjóra falið að vinna að málinu.
Fundargerð

j) Fundargerð 1. fundar Oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu (kjörtímabilið 2022-2026), 16. ágúst 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

k) Fundargerð 312. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 6. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

l) Fundargerð 313. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 22. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

m) Fundargerð 1. fundar Almannavarnanefndar Árnessýslu á kjörtímabilinu 2022-2026, 16. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

n) Fundargerð 43. fundar stjórnar Bergrisans bs., 6. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

o) Fundargerð 44. fundar stjórnar Bergrisans bs., 14. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

p) Fundargerð 45. fundar stjórnar Bergrisans bs., 16. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

q) Fundargerð 46. fundar stjórnar Bergrisans bs., 26. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

r) Fundargerð 3. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 19. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

s) Fundargerð 2. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 13. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

t) Fundargerð 221. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 23. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

u) Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Árnesinga, 20. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

v) Fundargerð 203. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, 27. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Skipan fulltrúa í loftslags- og umhverfisnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur að fulltrúi G-lista í loftslags- og umhverfisnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps, Heiða Björk Sturludóttir, hefur beðist lausnar frá störfum í nefndinni. Fulltrúar G-lista tilnefna Berg Guðmundsson sem aðalfulltrúa í hennar stað út kjörtímabilið 2022-2026.

3. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022.
Viðauki (1) við fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2022 vegna breytinga á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 þar sem kveðið var á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags.
Í tilefni af bréfi reikningsskila- og upplýsinganefndar frá 5. maí 2022 um gerð viðauka við fjárhagsáætlun vegna 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 hefur KPMG stillt upp tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árið 2022. Lagt var fram yfirlit fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp með tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2022 sem er gerður vegna breytingar á reglugerð 1212/2015.
Með breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 var kveðið á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélagsmiðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.
Í framlögðum viðauka er búið að færa inn hlutdeild eftirfarandi stofnana í áætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árið 2022:

Bergrisinn bs. (2,05%)
Brunavarnir Árnessýslu (11,58%)
Héraðsnefnd Árnesinga bs. (2,65%)
Byggðasafn Árnesinga (2,65%)
Listasafn Árnesinga (2,65%)
Héraðsskjalasafn Árnesinga (2,65%)
Tónlistarskóli Árnesinga (2,65%)
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs. (1,75%)
Umhverfis- og Tæknisvið uppsveita bs. (30,19%)
Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings bs. (5,68%)

Í fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árið 2022 er hlutdeild í ofangreindum stofnunum færð í A hluta.

Áætluð helstu áhrif:
Rekstrarniðurstaða batnar um 2,1 m.kr.
Aðrar tekjur hækka um 48,7 m.kr.
Rekstrargjöld hækka um 38,1 m.kr.
Afskriftir hækka um 5,6 m.kr.
Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur hækka um 2,9 m.kr.
Fjárfesting eykst um 7,5 m.kr.

Ekki er hægt að meta áhrif á eignir og skuldir þar sem að í flestum áætlunum samstarfsverkefnanna vantar áætlaðan efnahag 2022.
Með viðaukanum er lögð fram greinagerð með fyrirvara á viðaukanum, þar sem að fjárhagsáætlanir byggðasamlaganna eru ekki á sama formi og áætlun sveitarfélagsins, þ.e. að það vantar áætlaðan efnahag og sjóðstreymi hjá flestum stofnunum. Í greinagerðinni er einnig settur fyrirvari um mögulega breytingu á hlutfalli og e.t.v. eiga fleiri samstarfsverkefni að vera í samantektinni.
KPMG bendir á að í framhaldi sé rétt að benda forstöðumönnum þessara stofnanna á þessa breytingu á reglugerð og jafnframt fara fram á að næsta árs áætlun verði lögð fram með rekstrarreikningi, efnahag og sjóðstreymi þannig að betra sé að fella áætlun stofnunarinn í reikningsskil og áætlanir sveitarfélagsins.
Lagt var fram yfirlit sem sýnir samantekin áhrif breytinga vegna viðaukans á rekstur, sjóðstreymi og fjárfestingaryfirlit.
Jafnframt fylgir með sundurliðuð áhrif allra viðauka þar sem m.a. má sjá hvernig fjárhagur einstakra byggðasamlaga hefur áhrif á rekstur sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þennan viðauka vegna byggðasamlaganna sbr. reglugerð nr. 230/2021 og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðkomandi aðila.

4. Deiliskipulag vegna íbúðabyggðar austan við Borg í Grímsnesi (L3).
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi vegna íbúðabyggðar austan við Borg í Grímsnesi (L3).
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela EFLU að senda deiliskipulagið til Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita til meðferðar og umfjöllunar.

5. Deiliskipulag vegna miðsvæðis vestan við Borg í Grímsnesi.
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi vegna miðsvæðis vestan við Borg í Grímsnesi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Landform að senda deiliskipulagið til Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita til meðferðar og umfjöllunar.

6. Úthlutun lóða.
a) Hraunbraut 3.
Ein gild umsókn var um lóðina, Guðríður Björg Guðmundsdóttir.
b) Hraunbraut 39.
Ein gild umsókn var um lóðina, Grétar Örn Ómarsson.

7. Úrskurður umhverfis- og auðlindamála – UUA mál nr. 25/2002 vegna Illagils 17, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur úrskurður í máli nr. 25/2022, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúa Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. frá 16. febrúar 2022 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarbústað og baðhús á sumarbústaðarlandinu Illagili 17, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Í úrskurðinum er hafnað kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúa Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. frá 16. febrúar 2022 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir 152,7 m2 sumarbústað og 30 m2 baðhús á sumarbústaðarlandinu Illagili 17, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.

8. Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar vegna Finnheiðarvegar 15.
Fyrir liggur úrskurður yfirfasteignamatsnefndar frá 22. september 2022 í máli nr. 4/2022 vegna kæru Grímsnes- og Grafningshrepps á úrskurði Þjóðskrár Íslands varðandi lækkun á fasteignamati fasteignarinnar að Finnheiðarvegi 15, Grímsnes- og Grafningshreppi, fnr. 220-8084 fyrir árið 2022.
Með úrskurði yfirfasteignamatsnefndar er úrskurður Þjóðskrár Íslands, dags. 16. febrúar 2022, varðandi fasteignamat Finnheiðarvegar 15, Grímsnes- og Grafningshreppi, fnr. 220-8084, fyrir árið 2022, felldur úr gildi.
Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.

9. Klausturhólar A-gata 10 – afsal forkaupsréttar.
Lögð fram til staðfestingar yfirlýsing vegna hugsanlegrar sölu fasteignarinnar að Klausturhólum A-Gata 10, fasteinganúmer F2207775, landeignanúmer L169040.
Yfirlýsingin er svohljóðandi:
Yfirlýsing þessi er gerð vegna hugsanlegrar sölu fasteignarinnar að Klausturhólum A-Gata 10, fasteignanúmer F2207775, landeignanúmer L169040.
Við skoðun þinglýstra skjala hefur komið í ljós að á eldra afsali, dags. 10. maí 1991, er ritað að Grímsneshreppur eigi forkaupsrétt að hinu selda og samþykki jarðanefndar þurfi til sölunnar. Um þessa kvöð er einnig getið á veðbókavottorði fasteignarinnar (skjal nr. 433-A-001365/1991).
Grímsnes- og Grafningshreppur telur sýnt að forkaupsréttur þessi eigi sér þá skýringu að í eldri jarðalögum nr. 65/1976 var kveðið á um forkaupsrétt sveitarfélaga að jörðum og í greindu afsali sé verið að vísa til þess. Slíkur réttur hefur nú fallið úr gildi samkvæmt gildandi jarðalögum nr. 81/2004 og sömuleiðis ákvæði um jarðanefndir. Verður því að telja að framangreindur forkaupsréttur eigi sér hvorki stoð í lögum né samningi.
Af þessum sökum lýsir Grímsnes- og Grafningshreppur því yfir að forkaupsréttur fyrir sveitarfélagið að umræddri fasteign er ekki til staðar og óskar eftir því að eignarhaftinu verði aflýst með vísun til 1. mgr. 39. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978.
Sveitarstjórn staðfestir yfirlýsinguna samhljóða og felur sveitarstjóra að klára málið.

10. Erindi frá Gjögurtá ehf, áform um skógrækt.
Fyrir liggur erindi frá Jörundi Gaukssyni, f.h. Gjögurtáar ehf., dagsett 19. september 2022. Í erindinu eru kynnt skógræktaráform Gjögurtáar ehf. á jörðinni Lyngdal L168232 og óskað eftir að sveitarstjórn taki afstöðu til þess hvort gefa þurfi út framkvæmdaleyfi. Í erindinu er einnig, óskað er eftir að sveitarstjórn tilnefni fulltrúa til að fara yfir landamerki milli jarðarinnar Lyngdals og Bjarkar I. Jafnframt er í erindinu lögð fram tillaga að makaskiptum á landi Lyngdals og Bjarkar I.
Sveitarstjórn mælist til þess að Gjögurtá ehf. sæki um framkvæmdarleyfi vegna skógræktar til Umhvefis- og tæknissviðs Uppsveita bs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins í vinnu við að ganga á landamerki og ákveða gott girðingastæði fyrir fjárhelda girðingu milli Lyngdals og Bjarkar I.
Sveitarstjórn hafnar samhljóða tillögu um makaskipti á landi Lyngdals og Bjarkar I og vísar í reglur um sölu eigna í eigu Grímsnes- og Grafningshrepps. Í reglunum kemur fram að eignir sveitarfélagsins skulu seldar í því ástandi sem þær eru að undangenginni auglýsingu og skulu líða 14 dagar frá því að auglýsing birtist þar til tilboðum er svarað. Jafnframt skal mat á tilboðum í fasteignir og lóðir byggt á verðmati fasteignasala og skulu tilboð koma í gegnum fasteignasölu.

11. Aukafundur stofnenda Arnardrangs hses.
Boðað hefur verið til auka fundar stofnenda Arnardrangs hses. á Selfossi þann 7. október 2022. Efni fundar eru tillögur um breytingar á samþykktum fyrir Arnardrang hses. sem unnar voru í samræmi við leiðbeiningar innviðaráðuneytis.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögur að breytingum á samþykktum fyrir Arnardrang hses. og er oddvita falið að sækja fundinn og undirrita fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepp.

12. Sýslumaðurinn á Suðurlandi – beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis hjá Brekkum 15, 805 Selfoss.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 29. september 2022 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokk II tegund: - H Frístundahús, Iceland lakeview að Brekkum 15, 805 Selfossi.
Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er í skipulagðri frístundabyggð.

13. Fyrirspurn til sveitarstjórnar um tengingu á köldu vatni frá félagi lóðareigenda í Miðborgum.
Fyrir liggur bréf frá Gunnari Halldórssyni, f.h. Félags lóðareigenda í Miðborgum, dagsett 28. september 2022, þar sem sumarbústaðareigendur lýsa yfir áhyggjum af því að stofnæð fyrir kalt vatn sem liggur um hverfið anni ekki fjölda bústaða.
Sveitarstjórn felur Ragnari Guðmundssyni, umsjónarmanni framkvæmda og veitna sveitarfélagsins, ásamt sveitarstjóra að svara erindinu.

14. Hvatning frá Samtökum orkusveitarfélaga vegna vinnu starfshóps um fyrirkomulag vindorkunýtingar.
Lögð fram hvatning frá stjórn Samtaka orkusveitarfélaga þar sem aðildarsveitarfélög eru hvött til að taka afstöðu til ákveðinna lykilspurninga frá starfshópi sem skipaður var af Umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra til að móta tillögur um fyrirkomulag vindorkunýtingar.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og oddvita að setja saman tillögur að svari í samræmi við umræður á fundinum.

15. Áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara.
Lagt fram til kynningar.

16. Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands.
Lagt fram til kynningar.

17. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Fyrir liggur að ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn 12. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ása Valdís Árnadóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

18. Kynning á starfsemi Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita.
Á fundinn mættu Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóri Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi og Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi og kynntu starfsemi byggðasamlagsins fyrir sveitarstjórn.

19. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 175/2002, „Skýrsla verkefnisstjórnar um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa“.
Lagt fram til kynningar.

20. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 173/2022, „Umferðaröryggisáætlun 2023-2027“.
Lagt fram til kynningar.

21. Fjárlaganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fjárlög 2023, 1. mál.
Lagt fram til kynningar.

22. Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 164/2022 – „Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda“.
Lagt fram til kynningar.

23. Önnur mál.
a) Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Kynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldin á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík 13. og 14. október n.k.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fimm fulltrúar úr sveitarstjórn ásamt sveitarstjóra eigi kost á að fara á ráðstefnuna.

b) Lyfjaafgreiðsla í Laugarási.
Fyrir liggur að Lyfja ehf hefur áform um að breyta fyrirkomulagi lyfjaafgreiðslu í Laugarási og leitar nú eftir samningi við HSU um að lyfjaafgreiðsla færist inn á heilsugæsluna og í hendur starfsfólks þar. Með þessu breytta fyrirkomulagi er hætt við að þjónusta við notendur heilsugæslunnar verði skert, t.d. hvað það varðar að fá lyfseðilsskyld lyf afgreidd í beinu framhaldi af læknisheimsókn.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps lýsir yfir áhyggjum vegna umræddrar þjónustu-skerðingar og hvetur til þess að lyfjaafgreiðsla verði með óbreyttu sniði í Laugarási. Um mikilvæga þjónustu er að ræða fyrir íbúa alls svæðisins, sem sækja þjónustu heilsugæslu í Laugarási.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 17:05.

Getum við bætt efni síðunnar?