Fara í efni

Sveitarstjórn

543. fundur 15. mars 2023 kl. 15:30 - 17:45 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 7. fundar skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 7. mars 2023.
Lögð fram fundargerð 7. fundar skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 7. mars.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða fundargerðina.

b) Fundargerð 4. fundar vinnuhóps um Atvinnumálastefnu Uppsveitanna, 28. febrúar 2023. Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar vinnuhóps um Atvinnumálastefnu Uppsveitanna sem haldinn var 28. febrúar 2023.

c) Fundargerð 2. fundar um Gullna hringborðið, 23. febrúar 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar um Gullna hringborði sem haldinn var 23. febrúar 2023.

d) Fundargerð 256. fundar skipulagsnefndar UTU, 8. mars 2023.
Mál nr. 13, 14 og 25 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 256. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 8. mars 2023.
Mál nr. 13: Klausturhólar gjallnámur L168965; Efnistaka Seyðishólum, náma E24; Framkvæmdarleyfi - 2302043
Lögð er fram umsókn frá Suðurtaki ehf er varðar útgáfu framkvæmdaleyfis. Í umsókninni felst beiðni um efnistöku á svæði E24, Seyðishólum. Fyrirhugað er að taka 500.000 m3 af efni úr námunni á næstu 15 árum eða um 33.000 m3 á ári. Stærð námusvæðisins er 3,5 ha í dag og er áætlað að raskað svæði verði við áframhaldandi efnistöku í heild 4,4 ha. Með umsókninni er lagt fram álit Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum ásamt umhverfismatsskýrslu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn setur þau skilyrði að útgáfa leyfisins verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi landeigna og að álit Skipulagsstofnunar og umhverfismatsskýrsla framkvæmdaaðila verði lögð fram til grundvallar við kynningu málsins. Útgáfa leyfisins skal háð skilyrðum umhverfismatsskýrslu framkvæmdarinnar þar sem m.a. er tekið er til vöktunar og mótvægisaðgerða. Þar segir að gert sé ráð fyrir að núverandi aðkomuvegur verði lagður bundnu slitlagi frá námu niður að Búrfellsvegi. Efnisflutningsbílar verði með ábreiðslur við efnisflutninga og einungis verði ekið á virkum dögum að degi til og bílstjórum uppálagt að aka rólega Hólaskarðsveg og Búrfellsveg. Framkvæmdaaðili skal vakta svæðið í vondum veðrum sökum hugsanlegt gjallfoks á svæði suðvestan við námu. Ef kemur til aukins gjallfoks vegna efnisvinnslu eða flutninga skal efnisvinnsla stöðvuð og framkvæmdaaðili leggja fram áætlun um endurbætur. Allar mótvægisaðgerðir verði unnar í samráði við sumarhúsaeigendur og Skógræktina.
Mál nr. 14 Borg í Grímsnesi; Vesturbyggð; Ný byggð á reit ÍB2, I14 og I15; Deiliskipulag - 2210061
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til fyrsta áfanga nýs íbúðarsvæðis að Borg í Grímsnesi. Skipulagssvæðið afmarkast af fyrirhuguðu miðsvæði í suðri og Skólabraut í austri. Mörk svæðisins til norðurs og vesturs liggja að ræktuðu landi innan marka landeigna í eigu sveitarfélagsins. Svæðið er innan íbúðarbyggðar (ÍB2) og iðnaðarsvæða fyrir skólphreinsistöðvar (I14 og I15) í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið er óbyggt og á því eru engin mannvirki ef frá eru talinn vegspotti og búnaður skólphreinsistöðvar vestan Skólabrautar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulag og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 25. Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 23-180 – 2302003F
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 23-180 lögð fram til kynningar.

e) Fundargerð aukafundar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., 1. mars 2023. Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð aukafundar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn var 1. mars 2023.
Mál nr. 3 Drög að nýjum félagssamningi lagður fram til samþykktar.
Lagður fyrir til síðari umræðu endurskoðaður félagssamningur byggðasamlagsins Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings bs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi félagssamning.

f) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., 1. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., sem haldinn var 1. mars 2023.

g) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., 7. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., sem haldinn var 7. mars 2023.

h) Fundargerð 8. fundar seyrustjórnar, 7. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð seyrustjórnar sem haldinn var 7. mars 2023.

i) Fundargerð 225. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 3. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 225. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 3. mars 2023.

j) Fundargerð 57. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 22. febrúar 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 57. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 22. febrúar 2023.

k) Fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28. febrúar 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 28. febrúar 2023.

2. Skipan fulltrúa í kjörstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Elínu Bergsdóttur í kjörstjórn sveitarfélagsins.

3. Ársreikningur og ársskýrsla Kvenfélags Grímsneshrepps 2022.
Lagður fram til kynningar ársreikningur og ársskýrsla Kvenfélags Grímsneshrepps fyrir árið 2022.

4. Hitaveita Vaðness, kauptilboð.
Fyrir liggja drög að samkomulagi milli sveitarfélagsins og Orkubú Vaðness um helstu skilmála kauptilboðs og einkaviðræður vegna kaupa og sölu á rekstri veitna Vaðness.
Jafnframt er lagður fram viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2023. Um er að ræða viðauka vegna fjárfestingar í veitustarfsemi að fjárhæð 327 millj.kr. sem mætt er með lántöku og lækkun á handbæru fé. Jafnframt eru lögð fram yfirlit þar sem fram koma áhrif viðaukans á fjárhagsáætlun 2023. Í samræmi við ákvæði 66. gr. sveitarstjórnarlaga um verulega fjárfestingu, þá hefur sveitarfélagið fengið mat frá KPMG um fjárhagsleg áhrif fjárfestingar á rekstur og fjárhag sveitarfélagsins. Álitið er lagt fram samhliða viðaukanum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samkomulagið og veitir sveitarstjóra umboð til að undirrita það. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn viðaukann samljóða.

5. Kostnaðarframlag vegna aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 2. mars 2023 þar sem kallað er eftir sundurliðun á þeim verk- og kostnaðarþáttum sem hafa reynst kostnaðarsamari en áður var áætlað við gerð aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra ásamt oddvita að svara erindinu.

6. Samþykktir Bergrisans bs., seinni umræða.
Fyrir liggja endurskoðaðar samþykktir Bergrisans bs., til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar samþykktir.

7. Drög að Atvinnumálastefnu Uppsveita Árnessýslu.
Lögð fram drög að Atvinnumálastefnu Uppsveita Árnessýslu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við drögin og hrósar starfshópnum fyrir fram komin drög.

8. Ákall Gullna hringborðsins.
Lagt fram til kynningar.

9. Aðalfundarboð Límtré Vírnets ehf.
Lagt fram til kynningar bréf frá stjórnarformanni Límtré Vírnets ehf, dagsett 1. mars 2023 um að aðalfundur Límtré Vírnets ehf., verði haldinn þann 16. mars 2023.

10. Dagur Norðurlanda.
Lagt fram til kynningar bréf frá Hrannari B. Arnarssyni f.h. Norræna félagsins þar sem vakin er athygli á Degi Norðurlandanna sem verður þann 23. mars n.k.

11. Yfirlýsing félagasamtaka á sviði útivistar og náttúruverndar varðandi svæðisskipulag suðurhálendis.
Lagt fram til kynningar bréf frá Auði Önnu Magnúsdóttur, f.h. félagasamtaka á sviði útivistar og náttúruverndar varðandi svæðisskipulag suðurhálendisins.

12. Þátttökuboð í Sveitarfélagi ársins 2023.
Fyrir liggur bréf frá bæjarstarfsmannafélögum innan BSRB þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka í könnuninni Sveitarfélag ársins 2023 fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í könnuninni Sveitarfélag ársins 2023.

13. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar bréf frá framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., þar sem fram kemur að aðalfundur lánasjóðsins verður haldinn föstudaginn 31. mars 2023.

14. Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn um framvarp til laga um breytingu á lögum ummálefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir, 782. mál.
Lagt fram til kynningar.

15. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál.
Lagt fram til kynningar.

16. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla)., 128. mál.
Lagt fram til kynningar.

17. Beiðni Allsherjar- og menntamalanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál.
Lagt fram til kynningar.

18. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 128. mál.
Lagt fram til kynningar.

19. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 64/2023, „Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga“.
Sveitarstjórn gerir verulegar athugasemdir við frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð og felur sveitarstjóra og oddvita að skila inn umsögn um málið.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 17:45.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?