Fara í efni

Sveitarstjórn

552. fundur 17. ágúst 2023 kl. 09:00 - 10:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 4. fundar samráðshóps um málefni aldraðra í Grímsnes- og Grafningshreppi, 6. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar samráðshóps um málefni aldraðra í Grímsnes- og Grafningshreppi sem haldinn var 6. júní 2023.
b) Fundargerð 25. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 13. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 25. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 13. mars 2023.
c) Fundargerð 26. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 26. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 17. apríl 2023.
d) Fundargerð 6. fundar skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 7. febrúar 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 7. febrúar 2023.
e) Fundargerð 12. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs. kjörtímabilið 2022-2026, 7. júlí 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs. kjörtímabilið 2022-2026, sem haldinn var 7. júlí 2023.
f) Fundargerð 229. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 8. ágúst 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 229. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 8. ágúst 2023.
g) Fundargerð 597. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 30. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 597. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var 30. júní 2023.
q) Fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 22. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 22. júní 2023.
2. Íþróttamiðstöð á Borg – niðurstöður útboðs.
Fyrir liggja niðurstöður útboðs í byggingu íþróttamiðstöðvar á Borg. Eitt tilboð barst í verkið en það var frá Fortis ehf, að upphæð kr. 645.332.372,-. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 414.017.378,- og er tilboðið því 56% hærra en áætlun gerði ráð fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna tilboði Fortis ehf og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram ásamt umsjónarmanni framkvæmda og veitna.
3. Staða sveitarsjóðs fyrstu 6 mánuði ársins.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu rekstrar fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við fjárhagsáætlun.
4. Skipan fulltrúa í fjallskilanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur að Rúna Jónsdóttir aðalmaður í fjallskilanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps hefur flutt úr sveitarfélaginu og skipa þarf fulltrúa í hennar stað.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ingólfur Oddgeir Jónsson verði aðalmaður í stað Rúnu út kjörtímabilið 2022-2026.
5. Áskorun frá Kvenfélögum í Uppsveitum Árnessýslu vegna versnandi stöðu heilsugæslumála í umdæminu.
Lagt er fram bréf frá Kvenfélögunum í Uppsveitum Árnessýslu. Í bréfinu er farið yfir fyrirsjáanlega skerðingu á læknisþjónustu í Uppsveitum m.a. vegna uppsagna á bakvöktum lækna á Heilsugæslunni í Laugarási. Af þessu tilefni skora kvenfélögin á stjórn HSU, allar sveitarstjórnir í Uppsveitum Árnessýslu, Landlæknisembættið, Heilbrigðisráðuneytið og heilbrigðisráðherra auk innviðaráðherra að þau taki öll höndum saman og vinni hratt og vel að öryggi íbúa, sumarhúsaeigenda og ferðamanna með því að tryggja og verja stöðu heilsugæslunnar í Uppsveitum, fastráða lækna og tryggja bakvaktir þeirra, tryggja fasta viðveru sjúkrabíla og bráðliða allt árið um kring ásamt því að fylgja Heilbrigðisstefnu til ársins 2030.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps tekur undir áhyggjur Kvenfélagskvenna af þeirri skerðingu á þjónustu sem farið er yfir í áskoruninni, enginn læknir mun verða á bakvakt í Uppsveitum Árnessýslu eftir að dagvinnu lýkur ef af uppsögninni verður, en læknir á bakvakt hefur hingað til sinnt bráðatilfellum sem komið hafa upp á svæðinu.
Uppsveitir Árnessýslu eru stórt landsvæði en íbúar telja á fjórða þúsund, ásamt því þá hefur svæðið að geyma stærstu frístundahúsabyggðir á Íslandi eða á sjöunda þúsund húsa. Fólksfjöldi þegar á heildina litið getur því verið gríðarlega mikill á svæðinu þegar mest er, ásamt þessu þá er stöðug aukning í straumi ferðafólks um þetta vinsæla svæði sem Uppsveitirnar eru.
Sveitarstjórn tekur undir bókanir sveitarstjórna Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Bláskógabyggðar um málið og skorar á stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að tryggja íbúum og gestum Uppsveita Árnessýslu eins góða bráðaþjónustu og hægt er.
Einnig skorar sveitarstjórn á heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að tryggja fjármagn í aukna bráðaþjónustu viðbragðsaðila á svæðinu, til dæmis með því að sjúkrabifreið með sérhæfðum sjúkraflutningamönnum verði staðsett miðsvæðis í Uppsveitum. Ekki getur talist viðunandi að viðbragðstími þegar slys eða bráðaveikindi ber að höndum miðist við að allt viðbragð komi frá Selfossi ef litið er til stærðar, vegalengda og fólksfjölda á svæðinu.
6. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV í Ásborgum í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 13. júlí 2023, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki IV á Hótel Grímsborgum, Ásborgum 1 í Grímsnes- og Grafningshreppi, fnr. 2313844, 2313842, 2313843, 2343855, 2313840, 2318671, 2318670, 2343863, 2343865, 2343867, 2313026, 2343873, 2343874 og 2343876.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki IV í Ásborgum í Grímsnes- og Grafningshreppi.
7. Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf. 2023.
Fyrir liggur fundarboð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf. sem haldinn verður 17. ágúst í Reykjavík. Sveitarstjórn tilnefnir Iðu Marsibil Jónsdóttur til fundarsetu fyrir hönd sveitarfélagsins á aðalfundinum.
8. Erindi frá Bændasamtökum Íslands.
Fyrir liggur bréf frá Bændasamtökum Íslands, dagsett 6. júlí 2023. Í bréfinu er farið yfir nokkur atriði sem Bændasamtökin vilja koma á framfæri er varða lausagöngu og ágang búfjár og það álitaefni hvort lausaganga búfjár í ógirtum heimalöndum geti talist ágangur.
Lagt fram til kynningar.
9. Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2023 – Finnheiðarvegur 15.
Fyrir liggur úrskurður yfirfasteignamatsnefndar frá 11. júlí 2023 í máli nr. 5/2023 vegna kæru Grímsnes- og Grafningshrepps á úrskurði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar varðandi fasteignamat fasteignarinnar að Finnheiðarvegi 15, Grímsnes- og Grafningshreppi, fnr. 220-8084 fyrir árin 2022 og 2023.
Í úrskurðinum var kröfu kæranda um endurskoðun á fasteignamati Finnheiðarvegs 15, Grímsnes- og Grafningshrepps, fnr. 220-8084 fyrir árið 2023 vísað frá yfirfasteignamatsnefnd. Jafnframt er úrskurður Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 1. desember 2022, varðandi fasteignamat Finnheiðarvegs 15, Grímsnes- og Grafningshreppi, fnr. 220-8084, fyrir árið 2022, felldur úr gildi.
10. Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála, tilkynning um kæru mál nr. 98/2023.
Fyrir liggur tilkynning um kæru nr. 98/2023 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps um útgáfu framkvæmdaleyfis á efnistökusvæði E24 að Seyðishólum. Vegna framkominnar stöðvunarkröfu var farið fram á að úrskurðarnefndin fengi í hendur gögn er málið varðar fyrir 22. ágúst n.k. hefur Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi þegar skilað inn umbeðnum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Vigfúsi Þór Hróbjartssyni skipulagsfulltrúa ásamt lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að svara kærunni fyrir hönd sveitarfélagsins.
11. Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 119/2023. „Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu“.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og oddvita að skila inn umsögn um málið.
12. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 139/2023, „Drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál)“.
Lagt fram til kynningar.
13. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 139/2023, „Grænbók um skipulagsmál“.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og oddvita að skila inn umsögn um málið.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:00.

Getum við bætt efni síðunnar?