Fara í efni

Sveitarstjórn

559. fundur 06. desember 2023 kl. 09:00 - 11:32 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri


Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 14. fundar Skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 21. nóvember 2023.
Mál nr. 2 og 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 14. fundar Skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 21. nóvember 2023.
Mál nr. 2; Gjaldskrá leikskóla.
Gjaldskrá var síðast breytt í heild sinni árið 2020. Hún hefur síðan tekið hóflegum hækkunum síðan þá hvert ár. Í dag er boðið upp á val um 4-8 tíma í vistun.
Það er markmið nefndarinnar að verðskráin hvetji til styttri dvalartíma barna í leikskólanum.
Formaður leggur til eftirfarandi gjaldskrárbreytingar:
Vistun til 14:00 5.000
Vistun til 14:30 14.000
Vistun til 15:00 15.500
Vistun til 15:30 17.700
Vistun til 16:00 19.700
Samfara þessu er tekin út sá möguleiki að 3 eða fleiri geti fengið lengdan opnunartíma (korteri fyrir og korteri eftir). Ekkert barn er í lengri vistun en 8 tímar og ekki hefur verið óskað eftir því í töluverðan tíma. Nefndin samþykkir samhljóma að leggja þessar breytingar til við sveitarstjórn.
Sveitarstjórn þakkar fyrir tillögurnar og vísar þeim inn í umræður um fjárhagsáætlun.
Mál nr. 3; Erindi frá starfsfólki leikskólans.
Starfsfólk leikskólans sendi erindi á nefndina þar sem að óskað var eftir því að skóladagatöl leik og grunnskóla yrðu samræmd til að bregðast við erfiðleikum vegna styttingar vinnuvikunnar og annarra þátta. Eftir nokkra umræðu var óskað eftir því að stjórnendur tækju saman sviðsmyndir fyrir næsta fund til að nefndin fengi betri yfirsýn yfir vandamálið og mögulegar lausnir. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Nefndin leggur til að fyrirkomulag um opnun leikskólans milli jóla og nýárs verði með sama hætti og undanfarið. Foreldrum verður áfram boðið upp á að fella niður leikskólagjöld á tímabilinu gegn því að skrá barn í frí á milli jóla og nýárs. Lágmarksfjöldi skráðra barna í leikskólanum á milli jóla og nýárs skal vera þrjú til að skólinn haldist opinn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leikskóladeild Kerhólsskóla skuli vera opin alla virka daga um jól, páska og vetrarfrí út þetta kjörtímabil. Leikskólagjöld verða felld niður vegna virkra daga í jólafríi, páskafríi og vetrarfríi grunnskóladeildar Kerhólsskóla vegna barna sem ekki sækja leikskóla á þeim tíma enda hafi foreldrar eða forráðamenn sótt um niðurfellingu, á þar til gerðu eyðublaði sem hægt er að nálgast hjá Kerhólsskóla. Lágmarksfjöldi skráðra barna í leikskólanum skal vera þrjú til að leikskóladeild haldist opin á viðkomandi dögum.
b) Fundargerð 14. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 29. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 9. október 2023.
c) Fundargerð 15. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 29. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 29. október 2023.
d) Fundargerð 270. fundar Skipulagsnefndar UTU, 29. nóvember 2023.
Mál nr. 13, 14, 15, 16, 17 og 29 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 270. fundar Skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 29. nóvember 2023.
Mál nr. 13; Hólabraut 8 (L169200); byggingarheimild; sumarbústaður – 2311047.
Móttekin er umsókn um byggingarheimild fyrir 47,9 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hólabraut 8 L169200 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsókn um byggingarheimild fyrir viðkomandi sumarbústað og að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 14; Furuborgir úr landi Minni-Borgar L168263; Hóla-, Lækjar- og Tungubraut; Stofnun og breytt afmörkun og stærðir lóða – 2209049.
Lögð er fram umsókn er varðar skilgreiningu á afmörkun þegar stofnaðra lóða innan frístundasvæðisins að Furuborgum. Jafnframt er sameignarland svæðisins nú einnig hnitsett og gert ráð fyrir stofnun landsins sem kemur upphaflega úr landi Minni-Borgar L168263. Allar lóðir innan svæðisins eru nú hnitsettar og afmarkaðar. Við upphaflega skráningu á núverandi stærðum lóðanna innan svæðisins var bætt við hlutdeild viðkomandi lóðar í sameignarsvæðinu en með nýrri mælingu er sú hlutdeild ekki tekin með í stærð lóðanna. Fyrir liggur samþykki frá öllum lóðarhöfum innanskipulagssvæðisins að Furuborgum ásamt lóðarhafa lóðarinnar Lækjarbraut 2A sem staðsett er utan deiliskipulagsins en er nú tekin sem hluti af svæðinu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun og stofnun sameignarlandsins og afmörkun lóða innan þess skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir erindið samhljóða. Að mati sveitarstjórnar skal unnið að heildarendurskoðun deiliskipulags svæðisins á grundvelli framlagðrar hnitsetninga.
Mál nr. 15; Kringla 2 L168259; Kringla 2A; Stofnun lóðar – 2311051.
Lögð er fram umsókn um stofnun lóðar úr upprunalandi Kringlu 2 L168259. Samkvæmt lóðablaði er lóðin 16.738 fm að stærð og fær hún staðfangið Kringla 2A. Innan lóðarinnar eru tvö gestahús sem eru í byggingu og færist skráning þeirra yfir á nýju lóðina.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir erindið samhljóða.
Mál nr. 16; Vaðnes L168289; Vegagerð 4. Áfangi; Framkvæmdaleyfi – 2311059.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar á grundvelli deiliskipulags fyrir 4. Áfanga frístundabyggðar í landi Vaðnes.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda gildandi deiliskipulags fyrir svæðið. Sveitarstjórn mælist til þess að umsækjandi geri grein fyrir því með hvaða hætti efnistöku verði háttað við framkvæmdina.
Mál nr. 17; Ásgarður í Grímsnesi; Frístundasvæðið Borgargil, Giljatunga 8 L216344; Breytt byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2311075.
Lögð er fram beiðni um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til frístundasvæðis í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að hámarksbyggingarmagn innan lóðar sem skilgreint er 150 fm verði fellt út úr skipulagi og að byggingarmagn verði þess í stað bundið við hámarksnýtingarhlutfall 0,03.
Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins samhljóða. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. Mgr. 43. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Sveitarstjórn mælist til þess að málið verði sérstaklega kynnt sumarhúsafélagi svæðisins sé það til staðar.
Mál nr. 29; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 23-195 – 2311002F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 23-195.
e) Fundargerð 13. fundar seyrustjórnar, 28. nóvember 2023.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 13. fundar seyrustjórnar sem haldinn var 28. nóvember 2023.
Mál nr. 1; Fjárhagsáætlun 2024.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 lögð fram til samþykktar. Fyrir liggur að stefnt er að yfirfærslu á vrkefninu til UTU um áramótin 2023/2024 og þá færist rekstur seyruverkefnisins inn í rekstur UTU bs. Ljóst er að forsendur fjárhagsáætlunar geta breyst á árinu 2024 við flutning starfseminnar.
Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun samhljóða.
f) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 22. nóvember 2023.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð stjórnar fagnefndar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn var 22. nóvember 2023.
Mál nr. 1; Fjárhagsáætlun ársins 2024.
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir Skóla- og velferðarþjónustuna fyrir árið 2024.
Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina samhljóða.
g) Fundargerð 1. fundar vinnuhóps vegna móttökuáætlunar fyrir nýja íbúa í Uppsveitum Árnessýslu, 29. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar vinnuhóps vegna móttökuáætlunar fyrir nýja íbúa í Uppsveitum Árnessýslu sem haldinn var 29. nóvember 2023.
h) Fundargerð byggðaþróunarfulltrúa og ferðamálafulltrúa með oddvitum í Uppsveitum Árnessýslu, 7. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð byggðaþróunarfulltrúa og ferðamálafulltrúa með oddvitum í Uppsveitum Árnessýslu sem haldinn var 7. nóvember 2023.
i) Fundargerð haustfundar Héraðsnefndar Árnesinga, 10. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð haustfundar Héraðsnefndar Árnesinga sem haldinn var 10. október 2023.
j) Fundargerð 104. fundar stjórnar UTU, 14. nóvember 2023.
Mál nr. 2 og 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 104. fundar stjórnar UTU sem haldinn var 14. nóvember 2023.
Mál nr. 2; Seyruverkefnið – 2311044
Lögð fram bókun frá seyrustjórnarfundi sem haldinn var 30. október s.l. þar sem samþykkt er að færa rekstur seyruverkefnisins inn í byggðasamlagið Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að færa seyruverkefnið undir UTU.
Mál nr. 3; Fjárhagsáætlun UTU – 2310019
Önnur umræða um fjárhagsáætlun embættisins fyrir árið 2024.
Sveitarstjórn samþykkir framlagði fjárhagsáætlun samhljóða.
k) Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Árnesinga, 10. nóvember 2023.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Árnesinga sem haldinn var 10. nóvember 2023.
Mál nr. 1; Húsaleigusamningur milli Héraðsskjalasafns Árnesinga og Sveitarfélagsins Árborgar.
Endurnýjun á húsaleigusamningi milli Héraðsskjalasafns Árnesinga og Sveitarfélagsins Árborgar vegna leigu á húsnæði á jarðhæð og í kjallara að Austurvegi 2 á Selfossi.
Sveitarstjórn samþykkir húsaleigusamninginn samhljóða.
l) Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands, 27. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 27. október 2023.
m) Fundargerð 322. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 27. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 322. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 27. október 2023.
n) Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs., 27. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs., sem haldinn var 27. október 2023.
o) Fundargerð 232. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 27. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 232. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 27. nóvember 2023.
p) Fundargerð aðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 26. og 27. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var dagana 26. og 27. október 2023.
q) Fundargerð 603. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 10. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 603. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var 10. nóvember 2023.
r) Fundargerð 67. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 22. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 67. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 22. nóvember 2023.
s) Fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 12. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 12. nóvember 2023.
t) Fundargerð 938. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 24. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 938. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24. nóvember 2023.
2. Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2024.
Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2024.
Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám og álagningu gjalda vegna ársins 2024.
Við mat á útsvarstekjum var stuðst við upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, upplýsingar úr bókhaldi sveitarfélagsins og íbúaþróun. Útsvarsprósenta er sú sama og árið 2023 eða 12,66%. Fasteignaskattur er byggður á upplýsingum um álagningastofn frá Þjóðskrá Íslands og prufukeyrslu úr Fasteignaskrá. Álagningarprósenta fasteignaskatts í flokki A, er 0,46% en lækkar í 0,45% fyrir árið 2024 og álagningarprósenta fasteignaskatts í flokki C verður óbreytt 1,65%. Að jafnaði eru hækkanir á gjaldskrám sveitarfélagsins í samræmi við verðlagsþróun.
Áætlaðar tekjur vegna framlags til farsældar barna eru 4mkr úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
1. Útsvarshlutfall árið 2024 verði óbreytt 12,66%.
2. Fasteignaskattur A, 0,45% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og frístundahús, allt með tilheyrandi lóðum.
Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C, 1,65% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.
Afsláttur af fasteignaskatti fer samkvæmt reglum um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tekjumörk vegna afsláttar ársins 2024 eru eftirfarandi:
Tekjur einstaklinga                        Tekjur hjóna                            Niðurfelling
Allt að 4.212.705                            Allt að 6.338.535                    100%
Milli 4.212.706 - 4.919.460           Milli 6.338.536 - 7.290.150    75%
Milli 4.919.461 - 5.620.650           Milli 7.290.151 - 8.258.460   50%
Milli 5.620.651 - 6.321.840          Milli 8.258.461 - 9.215.640    25%
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda:
Fjárhæðir að 25.000 eru með einn gjalddaga 1. maí, 25.001-90.000 eru með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 8 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. október.
3. Seyra.
Kostnaður við seyruhreinsun verður kr. 15.572,- á hvert íbúðarhús, frístundahús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.
Beiðni um aukalosanir skulu ávallt fara í gegnum þjónustufulltrúa seyruverkefnis.
Fyrir aukahreinsun, að beiðni eiganda, greiðist eftirfarandi:
Aukahreinsun á rotþró í tengslum við aðra hreinsun kr. 42.972,- ásamt kr. 583,- þóknun fyrir hvern ekinn kílómetra.
Aukahreinsun á rotþró sem sérferð kr. 102.661,- ásamt kr. 583,- þóknun fyrir hvern ekinn kílómetra.
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins og verður það 0,27% af fasteignamati húss. Hámarksálagning verði kr. 57.558,- á íbúðarhús.
Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna frá lóðarmörkum við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera kr. 283.979,-.
4. Sorp.
Heimilissorp frá íbúðarhúsnæði skal flokkað í fjóra flokka og er að lágmarki greitt gjald fyrir grunneiningu íláta.
Grunneiningin er samsetning fjögurra íláta: 240 lítra tunna undir blandaðan úrgang, 240 lítra tunna undir pappír og pappa, 240 lítra tunna undir plast og 240 lítra tunna undir lífúrgang.
Ílátastærðir og verð fyrir íbúðarhús:
Blandaður úrgangur, tunna 240L          36.900,- kr.
Lífúrgangur, tunna 240L                        9.900,- kr.
Pappi og pappír, tunna 240L                4.900,- kr.
Plast, tunna 240L                                  4.900,- kr.
Blandaður úrgangur 660L ílát            79.900,- kr.
Fastur kostnaður/rekstur grenndar- og gámastöðva/meðhöndlun úrgangs:
Gjald vegna reksturs gámasvæðis og annar fastur kostnaður 11.130,- kr. leggst á íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði og atvinnuhúsnæði.
Gjald vegna reksturs grenndarstöðva 14.310,- kr. leggst á frístundahúsnæði og það íbúðarhúsnæði sem ekki hefur grunneiningu íláta.
Gjald vegna meðhöndlunar úrgangs, lögbýli 14.320,- kr.
Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að innheimta breytingargjald vegna breytinga á skráningu íláta að fjárhæð kr. 3.500,-.
Allir fasteignaeigendur sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis og annan fastan kostnað fyrir íbúðarhúsnæði eða frístundahúsnæði eða eingöngu gjald vegna meðhöndlunar úrgangs, lögbýli fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð fyrir samtals 4,5 m3 á ári. Inneign færist ekki á milli ára.
Allir fasteignaeigendur sem greiða bæði gjald vegna reksturs gámasvæðis og annan fastan kostnað fyrir íbúðarhúsnæði og gjald vegna meðhöndlunar úrgangs, lögbýli fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð fyrir samtals 10 m3 á ári. Inneign færist ekki á milli ára.
Allir fasteignaeigendur sem greiða bæði gjald vegna reksturs gámasvæðis og annan fastan kostnað og gjald vegna meðhöndlunar úrgangs, fyrirtæki fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð fyrir samtals 4,5 m3 á ári. Inneign færist ekki á milli ára.
Glatist inneignarkort getur fasteignaeigandi nálgast nýtt kort á skrifstofu sveitarfélagsins gegn gjaldi kr. 5.000,-.
Íbúðarhúsnæði sem ekki hefur grunneiningu greiðir gjald vegna reksturs grenndarstöðva til viðbótar við gjald vegna reksturs gámasvæðis og annan fastan kostnað.
Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs.
Móttökugjald á einn m3 6.500,- kr.
5. Gjaldskrá vatnsveitu:
Vatnsgjald eigna í fasteignaskattsflokki A, lögbýli/einbýlishús, verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 53.000 á hverja eign/hús.
Vatnsgjald eigna í fasteignaskattsflokki A í skipulagðri frístundabyggð verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 68.900,- og lágmarksálagning verði kr. 37.100,- á hús.
Vatnsgjald eigna í fasteignaskattsflokki C verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 180.200,- á hverja eign/hús.
Heimæðargjald vatnsveitu fylgir byggingarvísitölu í janúar ár hvert og er uppfært einu sinni á ári, miðað við byggingavísitölu í janúar 2023, grunn 2021 sem var 112,7.
Þvermál rörs                 Lágmarksgjald verð pr.m.           umfram 30 m.
20 mm                           480.000,- kr.                                   2.200,- kr.
25 mm                           500.000,- kr.                                   2.600,- kr
32 mm                           540.000,- kr                                    3.000,- kr
Gjöldin miðast við að ídráttarrör fyrir heimlagnir hafi verið lagt á frostfríu dýpi frá tengistað vatnsveitu Grímsnes- og Grafningshrepps við lóðarmörk, að tengistað (inntaksstað) mannvirkis, og að lega og frágangur ídráttarrörsins hafi verið tekin út og samþykkt af starfsmönnum vatnsveitu. Innifalið í heimæðargjaldi er allt að 30 metra lögn. Ef heimtaug er lengri en 30 metrar bætist við yfirlengdargjald á hvern metra. Heimæðargjald fyrir inntök stærri en 32 mm er reiknað út hjá vatnsveitunni í hverju tilfelli fyrir sig.
Miðað er við að heimtaug í íbúðarhús sé 32 mm.
Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða að lágmarki kr. 795.000 kr. en miðað er við allt að 200 m heimæð. Reikna þarf umframkostnað í hverju tilviki fyrir sig en landeigandi greiðir þann viðbótarkostnað sem hlýst af tengingu veitu að býli. Miðað er við að heimtaug sé 32 mm og semja verður sérstaklega um sverari heimtaugar.
Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 37.100,-.
Fyrir nýskipulagða frístundabyggð og/eða landbúnaðarlóðir (L3) sem tengja skal vatnsveitu sveitarfélagsins skal landeigandi greiða kr. 106.000,- fyrir hverja lóð á skipulagi fyrir lagningu stofnlagnar.
Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda verði kr. 17.113 án vsk. á dagvinnutíma en sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.
6. Gjaldskrá hitaveitu:
Gjaldskrá hitaveitu hækkar um 10% og verður eftirfarandi.
gr. A, B, C, D og E-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps er þannig:
Hemlagjald (varmagjald):
Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lágmarksstilling er 3,0 l/mínútu.
Hemlagjald fyrir hvern mínútulíter á mánuði er kr. 3.674,-.
Rúmmetragjald skv. mæli:
Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns er kr. 167.
Sumarbústaður sem er með mæli og greiðir skv. rúmmetragjaldi skal þó aldrei greiða minna en sem nemur 3,0 l/mínútu eða sem nemur kr. 11.021,- á mánuði, sbr. A-liður 5. gr.
Mælagjald á mánuði:
C1 Stærð mælis/hemils DN 15 1.672,- kr.
C2 Stærð mælis/hemils DN 20 2.391,- kr.
C3 Stærð mælis/hemils DN 25 2.954,- kr.
C4 Stærð mælis/hemils DN 32 3.524,- kr.
C5 Stærð mælis/hemils DN 40 4.092,- kr.
C6 Stærð mælis/hemils DN 50 5.600,- kr.
Stofngjöld:
Íbúðarhús allt að 300m3 og gróðurhús allt að 200m3 kr. 892.812,- og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 340,- kr/m3.
Vélageymslur og gripahús allt að 300m3 kr. 518.990,- og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 340,- kr/m3.
Fyrir frístundahús er stofngjaldið kr. 892.812,-.
Gjald fyrir auka mælagrind er kr. 133.239,-.
Auk stofngjaldsins sem að framan greinir skal greiða kr. 6.685,- fyrir hvern lengdarmetra heimæðar frá stofnæð.
Önnur gjöld:
Lokunargjald verður kr. 25.033,- og auka álestur kr. 11.780,-.
Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda verði kr. 20.423,- án vsk. á dagvinnutíma en sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.
Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps áskilur sér rétt til að beita viðurlögum við rofi á innsigli.
6. Lóðaleiga, verði óbreytt 1% af lóðamati.
7. Gatnagerðargjöld.
Af hverjum fermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á, sbr. 4. gr. laga um gatnagerðargjald. Álagning gatnagerðargjalds er mismunandi eftir húsgerð/notkun fasteignar. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:
Húsgerð                                                             Hlutfall
Einbýlishús                                                        10,50%
Parhús                                                                9,50%
Raðhús                                                               9,00%
Fjölbýlishús                                                       6%
Verslunar-, þjónustu- og annað húsnæði     5,50%
Iðnaðarhúsnæði                                               5,20%
Hesthús                                                             2%
Gróðurhús o.fl. tengt landbúnaði                  2%
*Verð breytist með byggingarvísitölu, viðmið 580,2 stig í janúar 2013.
Fjárhæð gatnagerðargjalds breytist 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins (181.006,- kr./m2, byggingarvísitala 580,2 stig fyrir janúar 2013).
8. Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg, verður óbreytt og eftirfarandi:
Sund:                          fullorðnir, 18-66 ára            börn, 10-17 ára
Stakt skipti                  1.100,- kr.                              500,- kr.
10 miða kort               6.500,- kr.                             2.700,- kr.
30 miða kort              16.000,- kr.                          7.000,- kr.
Árskort                        37.000,- kr.                         19.000,- kr.
Þreksalur:
Stakt skipti 1.600,- kr.
10 miða kort 11.500,- kr.
30 miða kort 22.500,- kr.
Árskort 37.000,- kr.
Íþróttasalur:
Fullorðinn – 60 mín. 1.600,- kr.
Barn – 60 mín. 800,- kr.
Hálfur dagur 12.500,- kr.
Heill dagur 22.500,- kr.
Sturta 750,- kr.
Leiga á sundfatnaði 750,- kr.
Leiga á handklæði 750,- kr.
Handklæði og sundföt 1.100,- kr.
Börn 0-9 ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá frítt í sund, þreksal og íþróttasal.
9. Gjaldskrá dagvistargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla:
Gjaldskrá dagvistunargjalda verður eftirfarandi:
4 klst. vistun                8.270,- kr.
4,5 klst. vistun             9.215,- kr.
5 klst. vistun               10.339,- kr.
5,5 klst. vistun            11.373,- kr.
6 klst. vistun               12.407,- kr.
6,5 klst. vistun           14.025,- kr.
7 klst. vistun              15.642,- kr.
7,5 klst. vistun           17.260,- kr.
8 klst. vistun             18.879,- kr.
8,5 klst. vistun          24.451,- kr.
Gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistunartíma í leikskóla er kr. 700,-
Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn. Systkinaafsláttur dagvistunargjalda er samtengdur systkinaafslætti frístundar.
Afsláttur einstæðra foreldra er 20%.
Afsláttur ef annað foreldri er í fullu námi er 20% en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.
10. Gjaldskrá frístundar:
Gjaldskrá frístundar verður eftirfarandi:
Hver klukkustund 352,- kr.
Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn. Systkinaafsláttur frístundar er samtengdur systkinaafslætti dagvistunargjalda.
Afsláttur einstæðra foreldra er 20%.
Afsláttur ef annað foreldri er í fullu námi er 20% en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.
Gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistunartíma í frístund er kr. 700,-

11. Gjaldskrá mötuneytis:
Gjaldfrjálst er fyrir nemendur Kerhólsskóla og notendur frístundar í mötuneyti Kerhólsskóla. Um gjald fyrir hádegismat starfsmanna fer samkvæmt skattmati á fæðishlunnindum hverju sinni.
Hádegisverður, eldri borgarar 450,- kr.
Hádegisverður, kostgangarar 1.350,- kr.
12. Gjaldskrá bókasafns:
Gjaldskrá bókasafns verður eftirfarandi:
Bókasafnskort 18-66 ára, árskort 1.500,- kr.
Gjaldfrjálst er fyrir börn 0-17 ára, ellilífeyrisþega og öryrkja.
Millisafnalán, fyrir hvert safngagn 1.000,- kr.
Ljósritun og prentun á A4 blaði 30,- kr.
Ljósritun á A3 blaði og litprentun 50,- kr.
Bókasafnskort hefur gildistíma til eins árs. Ef útlánsgagn glatast eða skemmist hjá lánþega ber honum að bæta safninu skaðann með nýju eintaki sem hann útvegar og greiðir fyrir sjálfur eða greiða skaðabætur er nema innkaupsverði viðkomandi gagns.
Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
3. Fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps vegna ársins 2024, síðari umræða.
                                                         2024                  2025                 2026            2027
Tekjur                                              1.783.618         1.855.757       1.947.286      2.037.588
Gjöld                                               1.327.083          1.404.075       1.477.255     1.550.755
Fjármagnsgjöld                             (95.115)            (78.357)          (66.583)         (61.618)
Rekstrarafgangur                          236.919             241.780          258.329         272.328
Eignir                                               3.311.754         3.499.898       3.688.386      3.880.996
Skuldir                                            1.511.061          1.457.425       1.387.583      1.307.866
Eigið fé og skuldir samtals         3.311.754          3.499.898       3.688.386      3.880.996
Fjárfestingar                                  597.758             372.773          474.193          187.596
Gert er ráð fyrir lántökum vegna fjárfestinga að einhverju leyti á árunum 2024-2025.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárin 2024-2027.
4. Gjaldskrá Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps, seinni umræða.
Fyrir liggur uppfærð gjaldskrá Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps vegna ársins 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá.
5. Tilboð í fyrsta áfanga gatnagerðar í Vesturbyggð.
Fyrir liggur fundargerð frá opnunarfundi tilboða í verkið „Vesturbyggð 1. áfangi“ sem haldinn var þann 16. nóvember 2023.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bjóðandi                                                         Leiðrétt tilboðsupphæð                    Hlufall af áætlun
Jarðtækni ehf. og JJ pípulagnir ehf.        185.824.232 kr                                    80,5%
Borgarverk ehf.                                             219.191.307 kr                                   95,0%
Auðverk ehf                                                   251.497.400 kr                                  109,0%
Suðurtak ehf.                                                209.850.250 kr                                   90,9%
Aðalleið ehf.                                                 224.038.700 kr                                   97,1%
Smávélar ehf. og Gröfuþjónustan
Hvolsvelli ehf                                                227.893.150 kr                                   98,8%
Kostnaðaráætlun Eflu                                 230.769.870 kr                                  100,0%
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga að tilboði lægstbjóðanda, Jarðtækni ehf. og JJ pípulagnir ehf og felur sveitarstjóra að undirrita verksamning.
6. Tilboð í eftirlit og mælingar vegna gatnagerðar í Vesturbyggð.
Fyrir liggur fundargerð frá opnun tilboða í verðkönnun Grímsnes- og Grafningshrepps vegna eftirlits og mælinga vegna gatnagerðar í Vesturbyggð.
Eitt tilboð barst í verkið frá Eflu að upphæð 11.803.650 kr, sveitarstjórn samþykkir tilboðið samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita verksamning.
7. Tilboð í borun í vinnsluholu í Vaðnesi.
Vegna áframhaldandi uppbyggingar og þar sem aukin þörf er á heitu vatni í sveitarfélaginu var óskað eftir tilboðum í borun vinnsluholu í grennd við núverandi vinnsluholu í Vaðnesi. Leitað var tilboða hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða og Borlausna. Borlausnir voru með lægra tilboðið og komast fyrr í verkið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að semja við Borlausnir og felur sveitarstjóra að undirrita verksamning.
8. Bréf frá Heilbrigðisnefnd Suðurlands.
Fyrir liggur bréf frá Sigrúnu Guðmundsdóttur framkvæmdarstjóra dagsett 29. nóvember 2023 vegna fráveitumannvirkja í þéttbýli. Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um stöðu fráveitumannvirkja.
Fyrir liggur að öll fráveitumannvirki innan þéttbýlis í Grímsnes- og Grafningshreppi hafa starfsleyfi og samþykkir sveitarstjórn að fela umsjónarmanni framkvæmda og veitna að svara erindinu.
9. Neðan-Sogsvegar 14 (L169341); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður, breytt notkun í gestahús - 2212091
Lögð fram að nýju umsókn Páls Gunnlaugssonar, fyrir hönd Kristjáns Arnarssonar og Sifjar Arnarsdóttur, um byggingarheimild fyrir breyttri notkun í gestahús á þegar byggðum 55,6 m2 sumarbústaði mhl 01, byggður árið 1960, sem er staðsettur á sumarbústaðalandinu Neðan-Sogsvegar 14 L169341 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Málinu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 1. nóvember 2023 og er nú tekið fyrir að nýju.
Sveitarstjórn bendir á, í takt við fyrri bókanir sínar vegna málsins, að forsenda útgáfu byggingarleyfis fyrir frístundahúsi á viðkomandi lóð á sínum tíma hafi verið niðurrif umræddrar byggingar. Byggði það á þeim forsendum að samkvæmt skilmálum aðalskipulag og gildandi deiliskipulags svæðisins var ekki gert ráð fyrir því að aukahús á lóð gætu verið stærri en 40 fm að stærð. Nú hafa forsendur breyst er varðar heimildir fyrir stærðum aukahúsa á frístundalóðum bæði innan aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps og innan gildandi deiliskipulags þar sem stærð aukahúss er bundin við nýtingarhlutfall lóða fremur en hámarksstærð. Umrædd bygging var byggð fyrir gildistöku núverandi skipulagslaga og reglugerðar og er staðsett innan við takmarkanir er varðar fjarlægð frá vatnsbakka og fjarlægð frá lóðarmörkum aðliggjandi lóðar. Sökum aldurs hússins hafa núverandi takmarkanir reglugerðar ekki orðið til þess farið sé fram á niðurrif húsa á þeim forsendum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytta skráningu hússins og samþykkir samhljóða að falla frá fyrri ákvörðun um niðurrif hússins á grunni fyrrgreindra breyttra forsenda gagnvart stærðum aukahúsa á frístundalóðum. Sökum forsögu málsins og staðsetningar hússins mælist sveitarstjórn til þess að breytt skráning hússins verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum sem hugsanlegra hagsmuna hafa að gæta vegna fjarlægðar hússins að sameiginlega lóðamörkum.
10. Erindi frá Hjálparsveitinni Tintron vegna brennu og flugeldasýningar.
Fyrir liggur beiðni frá Hjálparsveitinni Tintron um brennu- og skoteldaleyfi fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu á Borg þann 31. desember n.k.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita brennu- og skoteldaleyfi.
11. Samþykktir Sorpstöðvar Suðurlands, síðari umræða.
Lagðar fram til staðfestingar uppfærðar samþykktir Sorpstöðvar Suðurlands til síðari umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samþykktir.
12. Áskorun til Strætó bs.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps skorar á Strætó að breyta ferðum sínum í gegnum sveitarfélagið og útbúa stoppistöð við Sólheima. Á Sólheimum búa um 100 manns og þar eru að jafnaði mikill fjöldi erlendra sjálfboðaliða sem myndu nýta strætó.
Jafnframt er töluvert af starfsfólki sem vinnur vaktavinnu og býr ekki á staðnum sem myndi nýta sér strætó til að komast til og frá Sólheimum.
Á Sólheimum og þar í kring búa einnig framhaldsskólanemar sem gætu þá einnig nýtt sér ferðir strætó.
13. Bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu.
Fyrir liggur bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, dagsett 15. nóvember 2023 vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu. Fyrir liggur að verið er að vinna að þessum málum fyrir hönd sveitarfélagsins innan Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. og erindið því lagt fram til kynningar.
14. Fyrirspurn frá innviðaráðuneytinu um lögbundnar nefndir innan sveitarfélaga.
Fyrir liggur erindi frá innviðaráðuneytinu, dagsett 17. nóvember 2023 um lögbundnar nefndir í sveitarfélögum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
15. Bréf innviðaráðherra vegna minningardags um fórnarlömb umferðarslysa.
Lagt fram til kynningar.
16. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II – Hestur lóð 123, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 16. nóvember 2023, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II í Hesti lóð 123, fnr 224-8528.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II í Hesti lóð 123, fnr 224-8528 á þeim grundvelli að leyfisveitingin samræmist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins.
Sveitarstjórn bendir á að heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags eru háðar því að fjöldi bílastæða innan lóðar sé fullnægjandi og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni við breytingu á deiliskipulagi eða við gerð nýs deiliskipulags.
17. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II – Lækjarbrekka 32, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða að fresta málinu.
18. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II – Fjallaskáli að Oddsholti 15, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 28. nóvember 2023, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II í Fjallaskála að Oddsholti 15, fnr 223-2263.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Oddsholti 15, fnr. 223-2263 á þeim grundvelli að leyfisveitingin samræmist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins.
Sveitarstjórn bendir á að heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags eru háðar því að fjöldi bílastæða innan lóðar sé fullnægjandi og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni við breytingu á deiliskipulagi eða við gerð nýs deiliskipulags.
19. Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, mál nr. 118/2023.
Lagt fram til kynningar.
20. Ábending frá Jafnréttisstofu til allra sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða.
Lagt fram til kynningar.
21. Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn vegna frumvarps til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál.
Lagt fram til kynningar.
22. Beiðni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um umsögn vegna frumvarps til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál.
Lagt fram til kynningar.
23. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 238/2023, „Skilgreining á opinberri grunnþjónustu“.
Lagt fram til kynningar.
24. Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn vegna frumvarps til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir). 497. mál.
Lagt fram til kynningar.
25. Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn um 509. mál – húsnæðisstefna fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028.
Lagt fram til kynningar.
26. Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um 73. mál – Sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).
Lagt fram til kynningar.
27. Viðauki við fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2023.
Fyrir liggur útfærsla á viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023. Um er að ræða lækkun á heildarfjárfestingu ársins og hækkun á rekstrarkostnaði við málaflokk 04 - Fræðslu- og uppeldismál.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðeigandi aðila.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 11:32.


Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?