Fara í efni

Sveitarstjórn

307. fundur 22. ágúst 2012 kl. 09:00 - 11:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

Oddviti leitar afbrigða.
a)       Bréf frá Ólafi Hermannssyni sem var auglýst til kynningar er fært sem dagskrárliður.
b)      Fundur sveitarstjórnar þann 19. september n.k.

 
1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. júlí 2012.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. júlí 2012 liggur frammi á fundinum.

      
2.   Fundargerðir.

a)     49. fundur Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 25.07 2012.

Mál nr. 2, 3, 4, 5, 12, 13, 14 og 15 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram. Farið yfir mál nr. 2, 3, 4, 5, 12, 13, 14 og 15 þau rædd og staðfest af sveitarstjórn.

 
b)    Fundargerð 10. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 25.07 2012.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.   Trúnaðarmál.
Málið er fært til bókar í trúnaðarmálabók.

 
4.   Ráðningarsamningur við yfirmann framkvæmda- og veitusviðs.
Fyrir liggur ráðningarsamningur við yfirmann framkvæmda- og veitusviðs. Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

 
5.       Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem leiðrétt er skerðing á framlögum sjóðsins vegna ársins 2012.
Fyrir liggur bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 1. ágúst 2012 þar sem gerð grein fyrir leiðréttingu á skertum framlögum sjóðsins. Ráðuneytið hefur ákveðið að afturkalla í ár þann hluta reglugerðarbreytingarinnar er nær til framlaga í tengslum við yfirfærslu á rekstri grunnskólans á grundvelli þess að ekki hafi verið lagastoð fyrir breytingu á reglugerð nr. 960/2010 hvað framlög til reksturs grunnskóla varðar. Við þessa leiðréttingu aukast tekjur sveitarsjóðs um 15 milljónir og verður tekið tillit til þess við gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2012.

 
6.       Bréf frá Félagi sumarhúsalóðaeigenda við Þórsstíg um tjón vegna lausagöngu sauðfjár.
Fyrir liggur afrit af bréfi til Búgarðs ehf. frá Félagi sumarhúsalóðaeigenda við Þórsstíg, dagsett 14. ágúst 2012 um tjón vegna lausagöngu sauðfjár. Erindið lagt fram til kynningar.

 
7.       Bréf frá Vegagerðinni um úthlutun á styrk úr styrkvegasjóði 2012.
Fyrir liggur bréf frá Vegagerðinni, dagsett 25. júlí 2012 þar sem Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið úthlutað styrk að fjárhæð kr. 500.000 úr styrkvegasjóði til lagfæringar á vegslóðanum með Skefilfjöllum. Samþykkt er að ráðstafa fjármununum í lagfæringu á vegslóðum á afréttinum.

 
8.       Bréf frá Jafnréttisstofu um afhendingu á skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála.
Fyrir liggur bréf frá Jafnréttisstofu, dagsett 27. júlí 2012 þar sem óskað er eftir afhendingu á skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála. Sveitarstjórn vísar erindinu til Velferðarsviðs Árnesþings.

 
9.       Bréf frá Orkustofnun þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Orkuveitu Reykjavíkur um nýtingarleyfi vatnsveitu Nesjavallavirkjunar í kjölfar átaks í stjórnsýslu vatnsnýtingar.
Fyrir liggur bréf frá Orkustofnun, dagsett 7. ágúst 2012 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Orkuveitu Reykjavíkur um nýtingarleyfi vatnsveitu Nesjavallavirkjunar í kjölfar átaks í stjórnsýslu vatnsnýtingar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir.

 
10.    Bréf frá framkvæmdarstjóra SORPU bs. f.h. SORPU, Sorpurðun Vesturlands, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpstöð Suðurlands varðandi staðarval fyrir nýjan urðunarstað.
Fyrir liggur bréf frá framkvæmdarstjóra SORPU bs. f.h. SORPU, Sorpurðun Vesturlands, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpstöð Suðurlands, dagsett 18. júlí 2012 varðandi staðarval fyrir nýjan urðunarstað. Erindið lagt fram til kynningar.

 
11.    Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024.
Fyrir liggur minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 18. júlí 2012, um drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024. Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir Sambandsins.

 
12.    Spilda úr landi Klausturhóla.
Fyrir liggur lóðarblað frá Pétri H. Jónssyni, arkitekt af landi sveitarfélagsins í Klausturhólum, réttarlandi. Sveitarstjórn samþykkir að fela fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi að óska eftir tilboðum í landið í heild sinni.

 
13.    Bréf frá Ívari Pálssyni hrl. f.h. Þórs Ingólfssonar og Þórdísar Tómasdóttur varðandi skipulagsmál í Kiðjabergi.
Fyrir liggur bréf frá Ívari Pálssyni hrl. f.h. Þórs Ingólfssonar og Þórdísar Tómasdóttur, dagsett 13. júlí 2012 varðandi skipulagsmál í Kiðjabergi. Niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir í málinu. Erindinu vísað frá.

 
14.    Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg um tillögu að stofnun byggðasamlags um eignarhald á fasteignum vegna málefna fatlaðra.
Fyrir liggur bréf frá Sveitarfélaginu Árborg, dagsett 14. ágúst 2012 um tillögu að stofnun byggðasamlags um eignarhald á fasteignum vegna málefna fatlaðra. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og vísar því til nefndar oddvita/sveitarstjóra (NOS) og Velferðarþjónustu Árnesþings til umsagnar.

 
15.    Skýrsla frá KPMG vegna samkomulags og nýs leigusamnings við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf.
Fyrir liggur skýrsla frá KPMG um hver áhrif nýs leigusamnings og samkomlags við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. komi til að vera. Skýrslan lögð fram til kynningar.

 
16.    Önnur mál.

a)     Bréf frá Ólafi Hermannssyni til eigenda sumarhúsa við Fljótsbakka, Víkurbarm og Sogsbakka 2, 3 og 5 vegna símahliðs sem fyrirhugað er að setja upp.
Fyrir liggur bréf frá Ólafi Hermannssyni til eigenda sumarhúsa við Fljótsbakka, Víkurbarm og Sogsbakka 2, 3 og 5 vegna símahliðs sem fyrirhugað er að setja upp. Bent er á mikilvægi þess að lyklakerfi sveitarfélagsins gangi að hliðinu.

 
b)    Fundur sveitarstjórnar þann 19. september n.k.
Fundur sveitarstjórnar þann 19. september n.k. mun hefjast kl 14:00 í stað 9:00.

 

 
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  218. stjórnarfundar 09.08 2012.
SASS.  Fundargerð  456. stjórnarfundar 02.05 2012.
SASS.  Fundargerð  457. stjórnarfundar 10.08 2012.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 798. stjórnarfundar, 29.06 2012.
Veiðifélag Árnesinga. Fundargerð aðalfundar 25.04 2012.
Afrit af bréfi frá Íbúðalánasjóði til Sambans íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. júlí 2012, þar sem svarað er ályktun Sambandsins vegna leigu á húsnæði Íbúðarlánasjóðs.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. júlí 2012, um nýsköpun í opinberum rekstri.
Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 12. júlí 2012, vegna umsókna um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar á tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda skólaárið 2012-2013.
Afrit af bréfi frá Ásahreppi til stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps þar sem óskað er eftir viðræðum um aðilda að embættinu.
Yfirlit yfir útsvar og útsvarsstofna í Grímsnes- og Grafningshreppi frá Ríkisskattstjóra.
Bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 28. júní 2012, um ungmennaráðstefnuna „Ungt fólk og lýðræði“ ásamt skýrslu um ráðstefnuna.
Bréf frá Landmælingum Íslands, dagsett 5. júlí 2012, um landshæðarkerfi Íslands ISH2004.
Landmælingar Íslands. Tækniskýrsla, landshæðarkerfi Íslands ISH 2004.
-liggur frammi í fundinum-.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands 2011, kynning á starfseminni.
-liggur frammi í fundinum-.
Orkuveita Reykjavíkur, umhverfisskýrsla 2011.
-liggur frammi í fundinum-.
Þroskaþjálfinn, fagblað Þroskaþjálfafélags Íslands 1. tbl 13. árg 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
Hvati, tímarit Íþróttasambands fatlaðara 1. tbl 22. árg 2012.
-liggur frammi á fundinum-.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:20

 

Getum við bætt efni síðunnar?