Fara í efni

Sveitarstjórn

323. fundur 24. apríl 2013 kl. 09:30 - 12:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson vék af fundi að loknum lið nr. 8. Björn Kristinn Pálmarsson kom inn í hans stað.
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Ágúst Gunnarsson í fjarveru Ingvars Grétars Ingvarssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Golfvöllurinn að Minni-Borg.
Fyrir liggur kauptilboð frá Engilbert Runólfssyni f.h. óstofnaðs hlutafélags í golfvöllinn að Minni-Borg. Sveitarstjórn hafnar kauptilboðinu.

 
2.   Annáll ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu.
Fyrir liggur annáll ársins 2012 frá ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu, Ásborgu Arnþórsdóttur um störf sín á árinu 2012. Annállinn lagður fram til kynningar.

 
3.   Skipan fulltrúa í samgöngunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur að traust milli formanns samgöngunefndar og meirihluta sveitarstjórnar er brostið og hefur meirihluti sveitarstjórnar ákveðið að skipta um formann. Í stað Hannesar G. Ingólfssonar tilnefnir sveitarstjórn Birgir Leó Ólafsson í hans stað sem formann samgöngunefndar út kjörtímabilið 2010-2014.

 
4.   Niðurfærsla á viðskiptakröfum Grímsnes- og Grafningshrepps.
Á fundi sveitarstjórnar þann 3. apríl s.l. var sveitarstjóra falið að taka saman endanlega kröfufjárhæð sem fella þarf úr bókhaldi sveitarfélagsins. Kröfur að fjárhæð kr. 3.462.976 er ljóst að ekki fáist greiddar sökum aldurs, gjaldþrota eða annarra ástæðna. Sveitarstjórn samþykkir að umræddar kröfur verði felldar niður og teknar út úr bókhaldi sveitarfélagsins vegna ársins 2012.

 
5.       Fjarskipti í dreifbýli.
Oddviti kynnti ýmsa kosti sem eru í boði fyrir fjarskipti í dreifbýli. Sveitarstjórn samþykkir að skoðaðar verði lausnir í fjarskiptamálum í samstarfi við nágrannasveitarfélögin.

 
6.       Þriggja fasa rafmagn.
Sveitarstjórn skorar á RARIK að þriggja fasa væða þá bæi í sveitarfélaginu sem ekki hafa þá þjónustu nú þegar.

 
7.       Kaup Grímsnes- og Grafningshrepps á eignum í Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga til endurfjármögnunar á þeim eignum sem sveitarfélagið er með á leigu hjá Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

 
8.       Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti vegna styrkumsóknar í Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða.
Fyrir liggur bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, dagsett 18. apríl 2013 þar sem sveitarfélaginu er tilkynnt um að það hafi ekki hlotið styrk frá Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða úr seinni úthlutun á árinu 2013. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
9.       Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Illagili 21, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Illagili 21, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
10.    Beiðni um styrk vegna Skólahreysti 2013.
Fyrir liggur beiðni um styrk að fjárhæð kr. 50.000 vegna skólahreysti 2013. Sveitarstjórn samþykkir að veita þennan styrk.

 
11.    Bréf frá Lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar hrl. ehf. f.h. Blikalóns ehf. vegna lóða nr. 36 og 38 í Ásborgum.
Fyrir liggur bréf frá Lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar hrl. ehf. f.h. Blikalóns ehf. , dagsett 9. apríl 2013 þar sem sveitarfélaginu er tilkynnt um riftun kaupsamninga á lóðum nr. 36 og 38 í Ásborgum. Sveitarstjórn vísar erindinu til lögmanns sveitarfélagsins, Óskars Sigurðssonar hrl.

 
12.    Bréf frá Skipulagsstofnun vegna skipulagsskilmála varðandi grunnskóla í deiliskipulagi.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 8. apríl 2013 þar sem bent er á að ef sveitarstjórn ákveði að grunnskólar sveitarfélagsins skuli aðeins þjónusta ákveðna árganga grunnskólabarna, skuli  það koma fram í skilmálum með deiliskipulagi. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
13.    Bréf frá Samkeppniseftirlitinu vegna erindi Gámaþjónustunnar hf. til Samkeppniseftirlitsins.
Fyrir liggur bréf frá Samkeppniseftirlitinu, dagsett 3. apríl 2013 vegna erindis frá Gámaþjónustunni hf. þar sem kvartað er yfir framkvæmd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, í Rangárvallasýslu og Árborg við innleiðingu á bláum endurvinnslutunnum í samstarfi við SORPU bs. og eftir atvikum Sorpstöð Suðurlands. Einnig liggur fyrir svarbréf Óskars Sigurðssonar hrl. f.h. Sorpstöðvar Suðurlands. Bréfið lagt fram til kynningar. 

 
14.    Velferðarþjónusta Árnesþings.
Fyrir liggur staða helstu málaflokka Velferðarþjónustu Árnesþings, janúar – apríl 2013 og yfirlit yfir fjárhagaðstoð og heimaþjónustu árið 2012. Mánudaginn 13. maí n.k. kl. 13:00 í Aratungu verður haldinn fundur fyrir sveitarstjórnarmenn um málefni Velferðarþjónustu Árnesþings.

 
15.    Fundargerðir.

a)     Fundargerð 6. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 12. apríl 2013.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.

 
b)    Fundargerð 25. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 16. mars 2013.
Fundargerðin lögð fram. Í dagskrárlið 2, skóladagatal 2013/2014, er lagt til að skóladagar næsta skólaárs verði 177. Einnig í dagskrárlið 2 leggur fræðslunefnd til að sveitarstjórn hafi leikskóladeild Kerhólsskóla lokaða mánudaginn 23. desember, föstudaginn 27. desember og mánudaginn 30. desember á næsta skólaári. Sveitarstjórn samþykkir að skóladagar næsta skólaárs verði 177 og að leikskóladeildin verði lokuð þessa áður nefnda daga.

Í dagskrárlið 3, kennslukvóti og starfsmannaskipulag, leggur skólastjóri Kerhólsskóla til að kennslukvóti næsta skólaárs verði 160,1 stund og stöðugildin 5,9. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

Í dagskrárlið 4, skólastefna Grímsnes- og Grafningshrepps, óskar fræðslunefnd eftir að bætt verði við í skólastefnu sveitarfélagsins að grunnskóladeild Kerhólsskóla skuli vera lokið fyrir 1. júní ár hvert. Sveitarstjórn samþykkir þessa viðbót. Fundargerðin staðfest.

 
c)     Fundargerð 2. fundar fagráðs Brunavarna Árnessýslu, 5. apríl 2013.
Fundargerðin lögð fram.

 
16.    Lagfæring á fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. desember 2012. 
Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps þann 15. desember 2012 var samþykktur viðauki við samþykkta fjárhagsáætlun 2012. Í fundargerðinni misrituðust tölur viðaukans og eiga þær að vera eins og hér sýnir;

 
Deild     Textalýsing          Samþykkt áætlun              Ný áætlun                     Fjárauki áætlunar

0010      Jöfnunarsjóður             -16.531.000              -33.062.000         -16.531.000

0200      Félagsþjónusta              20.518.000               30.518.000          10.000.000

0800      Hreinlætismál                   -222.000                 3.278.000            3.500.000

3321      Áhaldahús                           806.000                 3.806.000            3.000.000

    

                                                                                                   Samtals viðauki 2012:     -31                                                                               

 
Leiðréttist þessi misritun hér með.

 

 
17.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. apríl 2013. 
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. apríl 2013 liggur frammi á fundinum.

 
18.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. apríl 2013.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. apríl 2013 liggur frammi á fundinum.

 
19.    Næstu fundir sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að næstu fundir sveitarstjórnar verði mánudaginn 6. maí kl. 14:00 og miðvikudaginn 22. Maí kl. 9:00. Framvegis verða fundir sveitarstjórnar kl. 9:00 í stað 9:30.

 
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  225. stjórnarfundar 26.03 2013.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 149. stjórnarfundar 05.04 2013.
Markaðsstofa Suðurlands, framvinduskýrsla janúar til mars 2013.
Bréf frá UMFÍ, dagsett 2. apríl 2013 um ályktun ungmenna frá ráðstefnunni „Ungt fólk og lýðræði“.
Límtré Vírnet ehf., ársreikningur 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
Héraðssambandið Skarphéðinn, ársskýrsla 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
Rarik, ársskýrsla 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
Landsnet, fimm ára kerfisáætlun 2013-2017.
-liggur frammi á fundinum-.
ION Hótel á Nesjavöllum, kynningarbæklingur.
-liggur frammi á fundinum-.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:15

 

Getum við bætt efni síðunnar?