Fara í efni

Sveitarstjórn

326. fundur 05. júní 2013 kl. 09:00 - 11:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 22. maí 2013.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 22. maí 2013 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerðir.

a)     59. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 27. maí 2013.

Mál nr. 1, 5, 6, 8, 11, 12, 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27 og 38 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Mál nr. 1: Nesjar 170907 – fyrirspurn um nýtt hús

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og vísar ábendingu um byggingarmagn í gildandi deiliskipulag svæðisins.

Mál nr. 5: Frkvl. Miðengi – Kerengi

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og telur ekki að um framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd að ræða.

Mál nr. 6: Frkvl. Stangarlækur 1

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að breyta aðalskipulagi sveitarfélagsins á þá vegu að gert verði ráð fyrir allt að 49.900 m3 efnistökusvæði í landi Stangarlæks. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar aðalskipulagsbreytingin hefur tekið gildi.

Mál nr. 8: Afgreiðslu byggingafulltrúa

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 23. apríl til 24. maí 2013.

Mál nr. 11: LB_Nesjar lnr. 170900 (Réttarháls 5)

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytingu á stærð lóðar sem og heiti hennar, með fyrirvara um samþykki eigenda/leigjanda aðliggjandi lóðar.

Mál nr. 12: LB_Svínavatn lnr. 168286

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir stofnun lóðar undir spennistöð með fyrirvara um leyfi Vegagerðarinnar. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 20: Askbr. Grímsnes- og Grafn. Torfastaðir – Arnarnes

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggjandi nánari upplýsingar um uppbyggingaráform.

Mál nr. 21: Askbr. Grímsnes- og Grafn. Seyðishólar – Kerbyggð

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og hafnar fyrirliggjandi erindi þar sem fyrirhuguð breyting er ekki í samræmi við ákvæði aðalskipulags varðandi staðsetningu stærri þjónustusvæða.

Mál nr. 22: Ásgarður_Ásborgir – deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagsbreytinguna að nýju minniháttar lagfæringum til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar í bréfi dags. 29. apríl 2013. Byggingarreitir nokkurra lóða eru lagfærðir til samræmis við gildandi deiliskipulag auk þess sem skilmálar eru skýrðir frekar.

Mál nr. 23: Dskbr. Hæðarendi – Skyggnisbraut 2b

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að breyta skilmálum frístundabyggðar í landi Hæðarenda við Selhól á þann verið að hámarksbyggingarmagn miðist við nýtingarhlutfallið 0.03. Þá er einnig samþykkt að hámarksstærð aukahúsa miðist við ákvæði aðalskipulags um hámarksstærð upp á 40 fm.

Mál nr. 24: Dskbr. Vatnsholt – Háahlíð 1, 3 og 5

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og hafnar beiðni um sameiningu lóða við Háuhlíð 1, 3 og 5.

Mál nr. 25: Dskbr. Öndverðarnes – Goðhólsbraut 10

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir aðliggjandi lóðarhafa.

Mál nr. 26: Dskbr. Öndverðarnes – Goðhólsbraut 2a

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

Mál nr. 27. Kerhóll – útivistarsvæði

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni eins og hún er framsett á fyrirliggjandi gögnum.

Mál nr. 38: Svæðisskipulag

Sveitarstjórn samþykkir að stofnuð verði svæðisskipulagsnefnd  sem vinni að undirbúningi svæðisskipulags fyrir aðildarsveitarfélög byggðasamlagsins. Samþykkt er að skipa Gunnar Þorgeirsson sem fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps og Hörð Óla Guðmundsson til vara.

 
b)    Fundargerð 17. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 15. maí 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
c)     Fundargerð 1. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 8. maí 2013.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.   Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2012.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2012 lagður fram til seinni umræðu.  Helstu niðurstöður samantektar A og B hluta eru eftirfarandi:

 

 

 
Rekstrarniðurstaða A hluta                                           kr.       135.009.696

Rekstrarniðurstaða A og B hluta saman                        kr.         78.958.500

Eigið fé                                                                           kr.       530.709.771

Skuldir                                                                           kr.    1.099.898.799

Eignir                                                                             kr.    1.630.608.568

Veltufé frá rekstri                                                                      kr.      112.868.962

        
Ársreikningur samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir að halda íbúafund um ársreikning sveitarfélagins í Félagsheimilinu Borg miðvikudaginn 19. júní n.k. kl. 20:00.

 
Ingvar G. Ingvarsson óskar eftir upplýsingum um söluvirði seldra eigna á árinu 2012.

Meirihluti sveitarstjórnar vill koma því á framfæri að í ársreikningi sveitarfélagsins ársins 2012 er skýrt tekið fram söluvirði eigna og kaupverð nýrra eigna.

 
4.       Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.
Nýjar samþykktir um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps í samræmi við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 lagðar fram til fyrri umræðu. Málinu vísað til seinni umræðu.

 
5.       Minnisblað og gjaldskrá frá Velferðarþjónustu Árnesþings fyrir félagslega heimaþjónustu.
Fyrir liggur minnisblað frá félagsmálastjóra, Maríu Kristjánsdóttur f.h. Velferðarnefndar Árnesþings ásamt gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu. Nefndin hefur unnið að því að samræma gjaldskrár og reglur innan Velferðarþjónustu Árnesþings. Sveitarstjórn samþykkir að hefja gjaldtöku frá og með 1.september n.k. samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá.

 
6.       Málefni Skólaskrifstofu Suðurlands.
Sveitarstjórn samþykkir úrsögn úr Skólaskrifstofu Suðurlands á grundvelli bókunar sem gerð var á fundi fulltrúa aðildarsveitarfélaga að Skólaskrifstofu Suðurlands utan Árborgar á Hvolsvelli þann 29. maí s.l.;

Sveitarfélagið Árborg hefur eins og kunnugt er tilkynnt úrsögn úr Skólaskrifstofu Suðurlands en hlutur sveitarfélagsins af rekstri skrifstofunnar hefur numið um  helmingi af heildar rekstrarkostnaði hennar.  

Eftir ítarlega skoðun og samræður þeirra sveitarfélaga sem eftir standa er ljóst að ekki telja þau öll forsendur til þess að reka sameiginlega skólaþjónustu.  Því telja þau að ekki sé annar kostur í stöðunni en að hefja nú þegar vinnu við samþættingu sérfræðiþjónustu á sviði fræðslu- og skólamála við velferðarþjónustuna annarsvegar í Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu og hinsvegar í Árnesþingi utan Árborgar.

Fundurinn beinir því þeim tilmælum til aðildarsveitarfélaga sem eftir eru að þau fari að fordæmi Árborgar og segi sig úr Skólaskrifstofu Suðurlands.

Sveitarfélögin harma það að Sveitarfélagið Árborg skuli með ákvörðun sinni hafa gert það að verkum að áratugalöngu farsælu samstarfi sveitarfélaga á Suðurlandi um skólaþjónustu sé nú að ljúka.

 
7.       Bréf frá Hrafnkeli Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á verkefnislýsingu skiplagsgerðar og umhverfismats vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015 – 2040.
Fyrir liggur bréf frá Hrafnkeli Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra, dagsett 29. maí 2013 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á verkefnislýsingu skiplagsgerðar og umhverfismats vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015 – 2040. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna.

 
8.     Kynningarbréf frá Umhverfisstofnun vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar Bitru og Grændals samkvæmt rammaáætlun.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 15. maí 2013 þar sem óskað er eftir samvinnu við fulltrúa sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar Bitru og Grændals samkvæmt rammaáætlun. Sveitarstjórn er reiðubúin til samstarfs við Umhverfisstofnun.

 
9.       Bréf frá vátryggingarfélaginu Sjóvá þar sem óskað er eftir tækifæri til þess að gera tilboð í vátryggingar sveitarfélagsins fyrir næstu endurnýjun.
Fyrir liggur bréf frávátryggingarfélaginu Sjóvá, dagsett 24. maí 2013 þar sem óskað er eftir tækifæri til þess að gera tilboð í vátryggingar sveitarfélagsins fyrir næstu endurnýjun. Sveitarstjóra falið að skoða tryggingarmál sveitarfélagsins með almennt útboð í huga.

 
10.    Bréf frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði þar sem óskað er eftir að sveitarfélög  tryggi grasrótar- og félagasamtökum húsnæði.
Fyrir liggur bréf frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði þar sem óskaðer eftir að sveitarfélög  tryggi grasrótar- og félagasamtökum húsnæði. Sveitarstjórn telur að aðgengi að húsnæði sé fyllilega tryggt á jafnræðisgrundvelli af hálfu sveitarfélagsins.

 
11.    Bréf frá Hagsmunasamtökum heimilanna þar sem skorað er á sveitarstjórnir á landsvísu að stemma stigu við nauðungarsölum sýslumanna og öðrum fullnustuaðgerðum gagnvart íbúum sveitarfélaganna.
Fyrir liggur bréf frá Hagsmunasamtökum heimilanna, dagsett 24. maí 2013 þar sem skorað er á sveitarstjórnir á landsvísu að stemma stigu við nauðungarsölum sýslumanna og öðrum fullnustuaðgerðum gagnvart íbúum sveitarfélaganna. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
12.    Afrit af bréfi frá Lögmönnum Árbæ slf. til Héraðsdóms Suðulands vegna nauðungarsölu á sumarhúsalóð í landi Hallkelshóla.
Fyrir liggur afriti bréf frá Lögmönnum Árbæ slf. til Héraðsdóms Suðulands, dagsett 23. maí 2013 vegna nauðungarsölu á sumarhúsalóð í landi Hallkelshóla. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
13.    Beiðni um styrk frá HSK vegna Landsmóts UMFÍ.
Fyrir liggur beiðni frá HSK um styrk að fjárhæð kr. 25.000 vegna Landsmóts UMFÍ á Selfossi dagana 4. – 7. júlí n.k. Sveitarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.

 
14.    Kauptilboð í golfvöllinn að Minni-Borg.
Fyrir liggur kauptilboð frá Guðbjarna Eggertssyni f.h. óstofnaðs hlutafélags í golfvöllinn að Minni-Borg. Sveitarstjórn hafnar fyrirliggjandi kauptilboði.

 

 
Til kynningar
SASS.  Fundargerð  467. stjórnarfundar 30.05 2013.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 150. stjórnarfundar 22.05 2013.
 Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 7. aðalfundar 18.10 2012.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. maí 2013 um nýsköpunarráðstefnu og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013.
Landgræðslan, ársskýrsla 2012.
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf., ársreikningur 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
Héraðsskjalasafn Árnesinga, ársskýrsla 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:40

 

Getum við bætt efni síðunnar?