Fara í efni

Samráðshópur um málefni aldraðra

5. fundur 08. júní 2023 kl. 10:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Sigríður Kolbrún Oddsdóttir
Starfsmenn
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir heilsu- og tómstundafulltrúi
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðrún Ása Kristleifsdóttir starfsmaður ráðsins.

1. Rætt um hótelferð eldri borgara.
Rætt um dagskrá í sæludvöl og Guðrún Ása ætlar að athuga með göngu um þorpið, siglingu og heimsókn á Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn.
2. Annað starf
• Síðasta ganga sumarsins verður hádegisganga í Öndverðarnesi 19. September þar sem Tryggvi Felixson ætlar að ganga með okkur og svo verður súpa í Alviðru á eftir
• Hvetja eldri borgara til að skrá sig á stafgöngunámskeið og sundnámskeið í september
• Athuga með tvískipt tölvunámskeið í nóvember
• Hafa jólakaffi í desember
• Guðrún Ása ætlar að spyrja Rögnu hvort að möguleiki sé að ákveða einhvern tíma þegar bókasafnið er opið þar sem að eldri borgarar er sérstaklega velkomnir og þá hægt að fá aðstoð við smávægileg tækniatriði ef þarf.
3. Bjart líf fundur
Bjart líf er heilsueflandi verkefni fyrir eldri borgara á vegum LEB og ÍSÍ. Þau eru með fund í uppsveitunum þann 25. september sem Guðrún Ása og Sirrý Odds ætla að mæta á. Það kom til tals í samtali við umsjónarmenn verkefnisins hvort að við vildum frekar vera í uppsveitunum eða á Selfossi en við ætlum að fara í Reykholt í þetta skiptið þó að það megi alltaf endurskoða það.
4. Hvernig náum við í þá sem ekki mæta
Hugmynd að reyna að hringja í alla eldri borgara í sveitarfélaginu fyrir jólakaffið í desember og kanna hvort að þau vilji ekki koma og hitta aðra.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:00

Næsti fundur verður úthringi fundur í nóvember og Guðrún Ása boðar hann þegar að því kemur.

Getum við bætt efni síðunnar?