Fara í efni

Lýðheilsu og tómstundastyrkur

Sveitarstjórn hefur samþykkt að hækka lýðheilsu- og tómstundastyrk í 50.000 krónur á einstakling. 
Hækkunin tekur þegar gildi og er fyrir allt árið 2020.

Grímsnes- og Grafningshreppur veitir foreldi/forráðamanni barna á aldrinum 5 – 18 ára og eldri borgurum 67 ára og eldri styrk til að stunda íþrótta-, tómstunda- og menningarstarf.

Meginreglan er sú að skipulagt tómstundastarf nái yfir 6 vikur samfellt. Hægt er að ráðstafa styrk til styttri námskeiða, enda uppfylli námskeiðið önnur skilyrði um styrkhæfi.

 Ungmenni í framhaldsskóla geta nýtt sér styrkinn til kaupa á árskortum í líkamsrækt.

 Allar upplýsingar um lýðheilsu og tómstundastyrkinn má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

 Hægt er að sækja um styrkinn  á heimasíðu eða á skrifstofu sveitarfélagsins.

 

Síðast uppfært 1. október 2020
Getum við bætt efni síðunnar?