06.06.2025
Könnun um framtíð frístunda- og menningarmála í Grímsnes- og Grafningshreppi
Kæri íbúi,
Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur vinnur nú að heildstæðri greiningu á frístunda- og menningarstarfi í sveitarfélaginu. Í mars 2025 var skipuð sérstök nefnd sem hefur það hlutverk að skoða núverandi starfsemi og aðstöðu og leggja fram tillögur að framtíðarfyrirkomulagi – með þarfir íbúa að leiðarljósi.
Við viljum heyra frá þér.