Pétur Thomsen, íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi og virkur þátttakandi í menningarlífi samfélagsins okkar, hlaut nýverið aðalverðlaun fyrir ljósmyndasýninguna Landnám, sem haldin var í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar.
Heitavatnslaust verður í Kringluveitu þann 20.3.2025 frá kl 10:00 til kl 17:00 vegna vinnu við dreifikerfi RARIK. Rafmagnslaust verður milli Sólheima og Þórisstaða
Sveitarstjórn hefur samþykkt breytingar á lýðheilsu- og tómstundastyrk sem munu taka gildi nú þegar. Aldurssvið styrksins hefur verið lengt og nær nú til barna frá fæðingu upp að 18 ára aldri. Jafnframt hefur styrktarupphæð verið hækkuð úr 50.000 krónur í 60.000 krónur á einstakling.