Þriðjudaginn 10. júní stóð Félag 60+ fyrir vel sóttri og ánægjulegri gönguferð um hið fallega umhverfi á Sólheimum. Þrátt fyrir svokallað íslenskt sumarveður – léttan úða en hægviðri – mættu um 20 félagar til leiks og nutu góðrar samveru og fræðslu í náttúrulegu og menningarlegu umhverfi.
Þann 12. júní 2025 var formlega undirritaður samstarfssamningur milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Leikfélagsins á Sólheimum. Undirritun fór fram á Sólheimum þar sem Fjóla Steindóra Kristinsdóttir sveitarstýra og Þorvaldur Kjartansson, formaður leikfélagsins, skrifuðu undir fyrir hönd aðila.
Grímsnes- og Grafningshreppur hefur ákveðið að ráðast í sölu á lausafjármunum sveitarfélagsins í gegnum vefuppboð á vegum umboðsaðilans uppbod.com. Með þessari leið er stefnt að því að tryggja aukið gagnsæi í meðferð eigna sveitarfélagsins, bæta aðgengi almennings að söluferlinu og finna eldri munum nýtt og gagnlegt líf í annarra höndum.