Fara í efni

Á morgun 2. september malbikun á Biskupstungnabraut = LOKUN

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:

Þriðjudaginn 2. september er stefnt á að malbika Biskupstungnabraut við gatnamótin á Þingvallavegi.
Biskupstungnabraut verður lokuð á milli Suðurlandsvegar og Kersins.

Hjáleið verður um Skeiðaveg og Skálholtsveg.

Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdri merkingaráætlun.

Áætlað er að framkvæmdirnar muni standa frá 09:00 til 20:00 þriðjudaginn 2. september.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Hér má sjá nánar um verkefnið:

Síðast uppfært 1. september 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?