Uppfært - Tilkynning um flutning á strætóstoppistöð á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi
10.09.2025
Til að auka öryggi notenda og til að bæta þjónustu, verður strætóstoppistöðin á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi flutt.
Frá og með 30. september næstkomandi mun stoppistöð fyrir strætóleiðir 72 og 73 færast af núverandi stað og verður staðsett við sundlaugina á Borg.
Strætóskýli er nú í smíðum á nýjum stað til að gera bið eftir strætó þægilegri. Þessi breyting er hluti af því að auka öryggi allra þeirra sem nota strætó í sveitarfélaginu.
Nánari upplýsingar um tímatöflur og leiðir má finna á heimasíðu Strætó:
Vinsamlegast athugið að flutningurinn tekur gildi 30. september 2025.
Sjá nýja staðsetningu á þessari mynd:

Síðast uppfært 1. október 2025