Fara í efni

Hallbjörn V. Fríðhólm ráðinn í akstursþjónustu fatlaðra

Hallbjörn V. Fríðhólm Rúnarsson hefur verið ráðinn í akstursþjónustu fatlaðra í Grímsnes- og Grafningshrepp og hóf störf í dag.

Markmið akstursþjónustunnar er að gera þeim, sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki, kleift að stunda nám, vinnu, hæfingu, sækja heilbrigðisþjónustu og njóta tómstunda. Haft er að leiðarljósi að aðstoða fatlað fólk til fullrar þátttöku í samfélaginu og sjálfstæðs lífs eins og kostur er hverju sinni.

Hallbjörn (Halli Valli) er þroskaþjálfi og hefur starfað á Sólheimum síðastliðin 8 ár, ásamt að hafa starfað um tíma hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. 

Síðast uppfært 10. desember 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?