Fara í efni

COVID 19 - Helstu takmarkanir í gildi

Helstu takmarkanir í gildi

10 manna fjöldatakmörkun sem meginregla
- Heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum
- 50 - 100 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum
- 10 manna fjöldatakmörkun á ekki við þegar fleiri búa á sama heimili.
Íþróttir óheimilar
Sviðslistir óheimilar
Líkamsræktarstöðvar lokaðar
Sundlaugar lokaðar
Hársnyrtistofur og snyrtistofur lokaðar
Krár, skemmtistaðir og spilasalir lokaðir
Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega hafa opið til 21:00 alla daga
Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum
Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldatakmörkun og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar)

Gildandi takmörkun á samkomum

‍Fjöldatakmörkun

Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru tíu, bæði í opinberu rými og í einkarými. Þessi fjöldatakmörkun á þó ekki við um heimilisfólk á heimili sínu.

Lyfja- og matvöruverslanir sem eru undir 1.000m2 að stærð mega hafa allt að 50 einstaklinga inni í versluninni svo lengi sem hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum. Heimilt er að hleypa inn einum viðskiptavini í viðbót fyrir hverja 10m2 umfram 1000 m2, en aldrei fleiri en 100 viðskiptavinum.

Við útfarir mega allt að 30 einstaklingar vera viðstaddir, en í erfidrykkjum gildir hefðbundin fjöldatakmörkun, 10 einstaklingar í rými.

Fjöldatakmörkunin gildir ekki um almenningsamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila (s.s. lögreglu, slökkviliðs, hjálparliðs almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks). Einnig gildir hún ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis og þegar dómstólar fara með dómsvald sitt.  

Nálægðarmörk og grímunotkun

Á öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, s.s. kennslu, fyrirlestrum og kirkjuathöfnum þarf að tryggja 2 metra nálægðarmörkin á milli fólks sem er ekki í nánum tengslum.

Andlitsgrímur skal nota í almenningssamgöngum, í verslunum og í annarri þjónustu. Einnig skal nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun, svo sem í heilbrigðisþjónustu, leigubifreiðum og hópbifreiðum. Andlitsgríma skal hylja nef og munn.

Starfsemi sem felur í sér sérstaka smithættu


Hársnyrtistofur,snyrtistofur, nuddstofur, sólbaðsstofur og önnur starfsemi sem krefst meiri nálægðar en 2 metra er ekki leyfð.

Íþróttir barna og fullorðinna, innan- eða utandyra og með eða án snertingar, eru óheimilar. Þetta á bæði við um æfingar og keppnir.  

Sviðslistir og sambærileg starfsemi eru óheimilar.

Sundstaðir og líkamsræktarstöðvar eru lokaðar.  

Skemmtistaðir,krár og spilasalir eru lokaðir.

Veitingastaðir mega hafa opið til kl. 21:00 alla daga vikunnar en þurfa að fylgja 10 manna fjöldatakmörkunum og 2 metra nálægðarmörkum milli ótengdra einstaklinga. Heimilt er að selja mat út úr húsi eftir klukkan 21:00.  

Vinnustaðir, verslanir, opinberar byggingar og þjónusta


Tryggja þarf 2ja metra nálægðarmörk milli einstaklinga í sama rými og er hámarksfjöldi þar 10 einstaklingar. Einnig þarf að tryggja að enginn samgangur sé milli rýma.

·        Þrífa og sótthreinsa yfirborðsfleti eins oft og hægt er, sérstaklega algenga snertifleti eins hurðarhúna og handrið.

·        Tryggja þarf aðgang að handsótthreinsi við innganga og í grennd við algenga snertifleti,s.s. snertiskjái, innkaupakerrur og afgreiðslukassa.

·        Minna almenning og starfsmenn á einstaklingssóttvarnir með merkingum og skiltum.

·        Skylt er að nota andlitsgrímur í verslunum og annarri þjónustu.


‍Gildandi takmörkun í skólastarfi 
Reglugerð um takmörkun á samkomum á skólastarfi vegna farsóttar. Tekur gildi 3. nóvember 2020 og gildir til og með 17. nóvember.

Leikskólar:

Í leikskólum gildir tveggja metra reglan um kennara og starfsfólk, en þar sem lágmarksfjarlægð verður ekki komið við er starfsfólki skylt að bera andlitsgrímur. Hámarksfjöldi fullorðinna í hverju rými eru 10.
Nálægðartakmörk gilda ekki um börn á leikskólaaldri, en fjöldi barna í hverju sóttvarnarými skal að hámarki vera 50.
Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Gestir sem koma í leikskólabyggingar, svo sem starfsfólk skólaþjónustu eða vegna vöruflutninga, skulu gæta að 2 metra nálægðartakmörkun og bera andlitsgrímur.
Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leikskólaaldri er óheimilt á meðan reglugerðin er í gildi.

Grunnskólar og frístundastarf á grunnskólastigi

Tveggja metra reglan gildir um kennara og starfsfólk í grunnskólum, en nota skal andlitsgrímu þar sem ekki er hægt að tryggja lágmarksfjarlægð. Hámarkfjöldi fullorðinna í hverju sóttvarnarými í grunnskólum er 10, en starfsfólki er heimilt að fara milli hópa til að sinna kennslu og veita aðra nauðsynlega þjónustu.
Nemendur í 1.-4. bekk eru undanþegnir tveggja metra reglu og grímuskyldu. Hámarksfjöldi þeirra í hverju sóttvarnarými eru 50.
Nemendur í 5.-10. bekk þurfa að fylgja tveggja metra reglu, en ef víkja þarf frá henni ber nemendum að nota grímu. Að hámarki mega 25 nemendur í 5. – 10. bekk vera í hverju sóttvarnarými.
Í sameiginlegum rýmum skólabygginga, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að nemendur í 5.–10. bekk og starfsfólk noti andlitsgrímu. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nálægðartakmörkun, svo sem í verklegri kennslu og listkennslu, skulu kennarar og nemendur í 5.–10. bekk nota grímur.
Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Aðrir sem þurfa að koma í skólabyggingar, svo sem starfsfólk skólaþjónustu, kennarar tónlistarskóla eða starfsfólk í vöruflutningum, skulu gæta að 2 metra nálægðartakmörkun og bera andlitsgrímur.
Halda skal þeirri hópaskiptingu nemenda sem er í grunnskólastarfi á frístundaheimilum þannig að þar verði ekki blöndun á milli nemendahópa.
Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á grunnskólaaldri, þ.m.t. starf félagsmiðstöðva, er óheimilt á meðan reglugerðin er í gildi.

Tónlistarskólar

Tónlistarskólum er heimilt að sinna einstaklingskennslu með 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Að hámarki mega 10 einstaklingar vera í sama rými, en tryggja þarf að blöndun hópa verði ekki önnur en í almennu skólastarfi. Andlitsgrímur skulu notaðar í öllu starfi með nemendum þar sem því verður við komið.
Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma í tónlistarskóla nema brýna nauðsyn beri til. Gestir sem þurfa að koma í skólabyggingar, svo sem starfsfólk skólaþjónustu sveitarfélaga eða vegna vöruflutninga, skulu gæta að 2 metra nálægðartakmörkun og bera andlitsgrímur.

Framhaldsskólar og menntastofnanir sem kenna á framhaldsskólastigi

Skólastarf er heimilt ef nemendur og starfsfólk geta haft minnst 2 metra fjarlægð sín á milli og fjöldi nemenda og starfsmanna fer ekki yfir 10 í hverju rými. Í áföngum á fyrsta námsári mega allt að 25 einstaklingar deila sama rými, svo fremi sem tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga er tryggð. Blöndun nemenda milli hópa er ekki heimil í kennslu en starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa.
Í sameiginlegum rýmum, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að notast sé við andlitsgrímu.
Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nálægðartakmörkun, svo sem í verklegri kennslu, listkennslu, klínísku námi og kennslu nemenda á starfsbrautum, skulu nemendur, sé þess kostur, og kennarar nota andlitsgrímu.
Aðrir viðburðir sem ekki teljast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skólabyggingum. Takmarka skal gestakomur í skólabyggingar.
Heimilt er að halda þýðingarmikil próf fyrir allt að 30 einstaklinga í vel loftræstum rýmum, að uppfylltri 2 metra nálægðartakmörkun og ýtrustu sóttvarnaráðstöfunum.

Háskólar:

Skólastarf er heimilt ef nemendur og starfsfólk geta haft minnst 2 metra fjarlægð sín á milli og hámarksfjöldi nemenda í hverri kennslustofu fer ekki yfir 10. Blöndun nemenda milli hópa er ekki heimil í kennslu en starfsfólki og kennurum er heimilt að fara á milli hópa.
Í sameiginlegum rýmum, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að notaðar séu andlitsgrímur. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nálægðartakmörkun, svo sem í verklegri kennslu, listkennslu og klínísku námi, er skólastarf heimilt með því skilyrði að nemendur og kennarar noti andlitsgrímu.
Aðrir viðburðir sem ekki teljast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skólabyggingum. Takmarka skal gestakomur í skólabyggingar.
Heimilt er að halda samkeppnispróf, þýðingarmikil lokapróf og staðbundnar námslotur fyrir allt að 30 einstaklinga í vel loftræstum rýmum, að uppfylltri 2 metra nálægðartakmörkun og sóttvörnum í hvívetna.

Sjá reglugerð.

Heimilt er að sekta vegna brota á sóttvarnareglum


Sektarákvæði vegna brota sem tengjastnálægðartakmörkunum.
Sektarákvæði vegna brota sem tengjastsamkomutakmörkunum, sóttkví og vegna einangrunar.

‍Aðgerðir á landamærum

https://www.covid.is/flokkar/ferdalog

Hér eru upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli sem voru unnar af Landssamtökunum Þroskahjálp.

Takmarkanir í gildi

Síðast uppfært 14. desember 2020
Getum við bætt efni síðunnar?