Yndisskógurinn á Borg
Yndisskógurinn á Borg er útivistarsvæði í uppbyggingu. Skógræktarfélag Grímshrepps sér um að planta trjám og byggja upp skóg en sveitarfélagið hefur lagt stíga, komið fyrir bekkjum og vinnur í frekari uppbyggingu á afþreyingu á svæðinu. Vorið 2024 stendur til að setja upp frisbígolfvöll með 9 körfum.
Lengsti hringurinn í skóginum er 1,38 km en hægt er að fara 4 mismunandi hringi í skóginnum. Tilvalið svæði til útivistar, göngu og hlaupa.
Síðast uppfært 6. október 2023