Fara í efni

Sveitarstjórn

517. fundur 01. desember 2021 kl. 09:00 - 11:50 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.  Fundargerðir.

a)  Fundargerð 228. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 24. nóvember 2021.

Mál nr. 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16 og 19 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 228. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 24. nóvember 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

228. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita

Mál nr. 6: Kiðjaberg lóð 129 L201719; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting - (2111012).

Fyrir liggur umsókn frá Principal Holdings ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis í landi Kiðjabergs. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðar Kiðjabergs lóð 129 L201719.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt.

Mál nr. 7: Ytraholt 9 L216457; Veglagning; Framkvæmdarleyfi - (2110043).

Fyrir liggur beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu að lóð Ytraholts 9 L216457 í landi Bjarkar 1.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli gildandi deiliskipulags svæðisins.

Ingibjörg Harðardóttir gerir alvarlegar athugasemdir við að embættið leggi fram gögn sem aldrei hafa verið staðfest sem hluta af málsgögnum og á ekkert erindi með í þessu máli.

Mál nr. 8: Miðengi L168261; Framkvæmdarleyfi - (2111016).

Fyrir liggur beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Miðengis L168261.

Sveitarstjórn synjar umsókn um framkvæmdaleyfi þar sem ekki er skilgreind náma á umræddu svæði innan gildandi aðalskipulags sveitarfélagsins.

Mál nr. 9: Stóra-Borg lóð 13 L218057; Hvítuborgir; Breytt heiti lóðar - (2111028).

Fyrir liggur umsókn frá Ögmundi Gíslasyni er varðar breytt heiti lóðar Stóru-Borgar lóð 13 L218057. Í breytingunni felst að lóðin fær staðfangið Hvítuborgir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða nýtt staðfang landsins.

Mál nr. 10: Leynir L230589; Vegagerð; Framkvæmdarleyfi - (2109031).

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Viðhaldsfjelaginu ehf. er varðar veglagningu á grundvelli deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar í landi Leynis L230589.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli gildandi deiliskipulags svæðisins.

Mál nr. 11: Efri-Markarbraut 6; Skilmálabreyting; Byggingarefni og þakhalli; Deiliskipulagsbreyting - (2111031).

Fyrir liggur umsókn frá Aðalheiði Ásgrímsdóttir er varðar breytingu á deiliskipulagi Vaðnesi sem tekur til Efri-Markarbrautar, Kjalbrautar, Birkibrautar og Kjarrbrautar. Í breytingunni felst að byggingarefni verði gefin frjáls innan deiliskipulagsins og þakhalli megi vera á bilinu 0-45°.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði kynnt sumarhúsafélagi svæðisins sé það til staðar.

Mál nr. 12: Kerið 1 L172724; Aðkomuvegur og bílastæði; Framkvæmdarleyfi - (2111032).

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir nýjum 294m löngum aðkomuvegi ásamt uppbyggingu á bílastæði við Kerið fyrir um 120 fólksbíla og 4-6 hópferðabíla á alls um 4.600 m2 svæði.

Fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdarleyfi samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins og mælist sveitarstjórn til þess unnin verði breyting á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við framlagða umsókn og að jafnframt verði lögð fram staðfesting á samþykki landeiganda. Sveitarstjórn hafnar samhljóða útgáfu framkvæmdarleyfis.

 

Mál nr. 13: Borgarhólsbraut 24 (L169762); umsókn um byggingarleyfi; gestahús - (2111033).

Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar fyrir hönd Stellu K. Víðisdóttir með umboð jarðareigenda, um byggingarleyfi til að byggja 28,7 m2 gestahús að Borgarhólsbraut 24, L169762 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Lóðin stendur utan deiliskipulags Borgarhólsbrautar 24a og 24b.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 14: Hallkelshólar lóð 64 (L174041); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - breyting og geymsla - (2110071).

Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Þorgeirssonar, f.h. Ingu H. Hjörleifsdóttur og Benedikts H. Benediktssonar um byggingarleyfi til að byggja 15,6 m2 viðbyggingu við sumarhús og 35 m2 geymslu að Hallkelshólum lóð 64, L174041 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð sumarhúss eftir stækkun verður 122,6 m2.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 15: Sogsvirkjanir; H20 og H22; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting - (1811018).

Fyrir liggur tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Sogsvirkjana eftir auglýsingu. Í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 falla stöðvarnar þrjár og háspennulína í tengslum við virkjanir undir landnotkun iðnaðarsvæðis. Í aðalskipulagsbreytingunni er reiknað með að svo verði áfram og þar verði einnig gerð grein fyrir opnum svæðum, stofnanasvæðum, íbúðasvæðum, golfvelli, hverfisverndarsvæði og svæðum á náttúruminjaskrá. Í aðalskipulagsbreytingunni er almenn stefna og markmið varðandi Sogsvirkjanir og umhverfi þeirra óbreytt frá núverandi aðalskipulagi þar sem um er að ræða í meginatriðum nánari og nákvæmari útfærsla á því sem fyrir er á svæðunum. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Mál nr. 16: Torfastaðir 1 L170828; Breytt landnotkun; Frístundabyggð; Deiliskipulag - (2103061).

Fyrir liggur tillaga deiliskipulags vegna frístundabyggðar í landi Torfastaða 1 L170828 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining frístundalóða á um 25 ha svæði innan jarðarinnar. Samhliða er unnið að breytingu aðalskipulags. Umsagnir bárust við málið á auglýsingatíma þess og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Engar athugasemdir bárust frá almenningi við auglýsingu skipulagsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulag eftir auglýsingu og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða gildistöku breytingar á aðalskipulagi. Jafnframt telur sveitarstjórn að brugðist hafi verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar.

Mál nr. 19: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-153.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2021.

b) Fundargerð aðalfundar Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs., 10. nóvember 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin

c) Fundargerð 5. fundar um sameiginlega vatnsveitu uppsveita, 14. maí 2021.

Fyrir liggur fundargerð 5. fundar um sameiginlega vatnsveitu uppsveita frá 14. maí 2021 ásamt minnisblaði dagsettu 28.apríl 2021. Í minnisblaðinu er farið yfir kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna á verkefninu og skv. því er kostnaðarhlutur Grímsnes- og Grafningshrepps áætlaður 201,5 millj. Jafnframt er í fundargerðinni óskað eftir afstöðu hvers sveitarfélags um framhald verkefnisins.

Sveitarstjórn hafnar samhljóða áframhaldandi þátttöku í verkefninu og felur veitunefnd að skoða aðra möguleika er varða vatnsöflun til lengri tíma litið.

Fundargerð 5. fundar um sameiginlega vatnsveitu uppsveita

d) Fundargerð 23. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 25. október 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin

e) Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands, 29. október 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin

f) Fundargerð 574. fundar stjórnar SASS, 27. október 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin

g) Fundargerð 575. fundar stjórnar SASS, 5. nóvember 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin

h) Fundargerð aðalfundar SASS, 28. og 29. október 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin

i) Fundargerð 3. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 4. október 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin

j) Fundargerð 4. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 1. nóvember 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin

2.  Viðauki við fjárhagsáætlun 2021.

Fyrir liggur útfærsla á viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021. Ekki er gert ráð fyrir lántöku vegna þessa heldur verður þessi viðbót tekin af handbæru fé sveitarfélagins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðeigandi aðila.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2021

3.  Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2022.

Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám og álagningu gjalda vegna ársins 2022.

1.   Útsvarshlutfall árið 2022 verði óbreytt 12,44%.

2.  Fasteignaskattur A, 0,470% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.

Fasteignaskattur C, 1,65% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.

5% staðgreiðsluafsláttur verður veittur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem staðgreiða álagninguna fyrir 5. mars 2022.

Afsláttur er af fasteignaskatti íbúðarhúsa til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri eða 75% öryrkjar og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign. Afsláttur er hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali. Til tekna teljast bæði launatekjur og fjármagnstekjur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

Tekjumörk vegna afsláttar ársins 2022 eru eftirfarandi:

Tekjur einstaklinga                                   Tekjur hjóna                           Niðurfelling

Allt að 3.785.000                                        Allt að 5.695.000                         100%

Milli 3.785.001 – 4.420.000                    Milli 5.695.001 – 6.550.000           75%

Milli 4.420.001 – 5.050.000                     Milli 6.550.001 – 7.420.000          50%

Milli 5.050.001 – 5.680.000                    Milli 7.420.001 – 8.280.000           25%

Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda:

Fjárhæðir að 25.000 eru með einn gjalddaga 1. maí, 25.001-90.000 eru með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 7 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. september.

3.  Seyra, seyrulosunargjald mun hækka um 15% frá síðasta ári vegna mikils kostnaðarauka við hreinsun, meðhöndlun og afsetningar á seyrunni. Fyrir liggur að taprekstur á málaflokknum er áætlaður 5,5 milljónir á árinu 2022 þrátt fyrir gjaldskrárhækkanir.

Kostnaður við seyrulosun/hreinsun verður kr. 13.355 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingar­skil­málum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.

Fyrir aukahreinsun, að beiðni eiganda, greiðist eftirfarandi:

Aukahreinsun á rotþró í tengslum við aðra hreinsun kr. 51.750.-

Aukahreinsun á rotþró sem sérferð kr. 126.500.-

Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins og verður það 0,27% af fasteignamati húss. Hámarksálagning verði kr. 53.000 kr. á íbúðarhús.

Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna frá lóðarmörkum við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera kr. 243.550.

4.  Sorp, álagning vegna sorphirðu og sorpeyðingar fyrir heimilissorp er:

Sorphirðugjald fyrir íbúðarhús:

Heimilissorp skal flokkað í fjóra flokka og er greitt gjald fyrir tunnueiningu. Tunnueiningin inniheldur tunnu fyrir lífrænan úrgang, tunnu fyrir plast, tunnu fyrir pappír og tunnu fyrir annan heimilisúrgang. Einungis er ein stærð í boði en hægt er að fá auka tunnur fyrir þá flokka sem þörf er á.

Ílátastærðir og verð:

240 L ílát, fjórar tunnur 46.857 kr.

240 L ílát, auka tunna fyrir annan heimilisúrgang 20.617 kr.

240 L ílát, auka tunna fyrir pappa, plast eða lífrænan úrgang 8.747 kr.

Sorpeyðingargjald:

Íbúðarhúsnæði 27.628 kr.

Frístundahúsnæði 23.303 kr.

Lögbýli 13.510 kr.

Fyrirtæki 45.207 kr.

Allir fasteignaeigendur sem greiða sorpeyðingargjald fyrir íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði eða lögbýli fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð fyrir samtals 4,5 m3 á ári. Inneign færist ekki á milli ára.

Allir fasteignaeigendur sem greiða sorpeyðingargjald fyrir íbúðarhús og lögbýli fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð fyrir samtals 10 m3 á ári. Inneign færist ekki á milli ára.

Allir fasteignaeigendur sem greiða sorpeyðingargjald fyrir fyrirtæki fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð fyrir samtals 10 m3 á ári. Inneign færist ekki á milli ára.

Glatist inneignarkort getur fasteignaeigandi nálgast nýtt kort á skrifstofu sveitarfélagsins gegn gjaldi kr. 5.000,-

Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs.

Móttökugjald á einn m3 6.000 kr.

5.  Gjaldskrá vatnsveitu:

Gjaldskrá vatnsveitu verður óbreytt.

Vatnsskattur eigna í fasteignaskattsflokki A, lögbýli/einbýlishús, verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 50.000 á hverja eign/hús.

Vatnsskattur eigna í fasteignaskattsflokki A í skipulagðri frístundabyggð verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 65.000 og lágmarksálagning verði kr. 25.000 á hús.

Vatnsskattur eigna í fasteignaskattsflokki C verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 170.000 á hverja eign/hús.

Tengigjöld vatnsveitu (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verða kr. 480.965.

Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða kr. 714.385.

Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 25.000.

Fyrir ný skipulagða frístundabyggð sem tengjast skal vatnsveitu sveitarfélagsins skal landeigandi greiða kr. 45.000 fyrir hverja lóð á skipulagi fyrir lagningu stofnlagnar.

Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda verði kr. 15.375 án vsk á dagvinnutíma en sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.

Gjaldskráin miðast við að heimtaug í sumarhús sé 20mm. Velji menn 25mm heimtaug tvöfaldast tengigjaldið og semja verður sérstaklega um sverari heimtaugar.

6.  Gjaldskrá hitaveitu:

Gjaldskrá hitaveitu verður eftirfarandi.

gr. A, B, C, D og E-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps er þannig:

A.  Hemlagjald (varmagjald):

 Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lágmarksstilling er 3,0 l/mínútu.

 

Hemlagjald fyrir hvern mínútulíter á mánuði er kr. 2.904.

B.  Rúmmetragjald skv. mæli:

 Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns er kr. 131,88.

 

Sumarbústaður sem er með mæli og greiðir skv. rúmmetragjaldi skal þó aldrei greiða minna en sem nemur 3,0 l/mínútu eða sem nemur kr. 8.712 á mánuði, sbr. A-liður 5. gr.

Mælagjald á mánuði:

C1 Stærð mælis/hemils DN 15 1.322 kr.

C2 Stærð mælis/hemils DN 20 1.890 kr.

C3 Stærð mælis/hemils DN 25 2.335 kr.

C4 Stærð mælis/hemils DN 32 2.786 kr.

C5 Stærð mælis/hemils DN 40 3.235 kr.

C6 Stærð mælis/hemils DN 50 4.427 kr.

C. Stofngjöld

Íbúðarhús allt að 300m3 og gróðurhús allt að 200m3 kr. 705.780 og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 269 kr/m3.

 

Vélageymslur og gripahús allt að 300m3 kr. 410.269 og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 269 kr/m3.

Fyrir sumarhús er stofngjaldið kr. 705.780.

Gjald fyrir auka mælagrind er kr. 105.327.

Auk stofngjaldsins sem að framan greinir skal greiða 5.284 kr. fyrir hvern lengdarmetra heimæðar frá stofnæð.

 D.  Önnur gjöld
Lokunargjald verður kr. 19.789 og auka álestur kr. 9.312.

 

Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda verði kr. 16.144 án vsk á dagvinnutíma en sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.

Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps áskilur sér rétt til að beita viðurlögum við rofi á innsigli.

7.  Lóðaleiga, verði óbreytt 1% af lóðamati.

8.  Gatnagerðargjöld, verði óbreytt og jafnframt verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum í þéttbýli út árið 2022.

Af hverjum fermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:

Húsgerð

Hlutfall

Einingarverð/m²
m.v. hámarksnýtingar hlutfall kr.*

Einbýlishús með bílgeymslu

8,5%

15.386 kr.

Parhús með/án bílgeymslu

7,5%

13.575 kr.

Raðhús með/án bílgeymslu

7,0%

12.670 kr.

Fjölbýlishús með/án bílgeymslu

4,0%

7.240 kr.

Verslunar-, þjónustu- og annað húsnæði

3,5%

6.335 kr.

Iðnaðarhúsnæði

3,0%

5.430 kr.

Hesthús

3,0%

5.430 kr.

Gróðurhús o.fl. tengt landbúnaði

1,0%

1.810 kr.

*Verð breytist með byggingarvísitölu, viðmið 580,2 stig í janúar 2013.

Fjárhæð gatnagerðargjalds breytist 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins (181.006 kr./m2, byggingarvísitala 580,2 stig fyrir janúar 2013).

9.  Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg, verði eftirfarandi:

Sund: fullorðnir, 18-66 ára börn, 10-17 ára

Stakt skipti 1.050 kr. 450 kr.

10 miða kort 6.000 kr. 2.500 kr.

30 miða kort 15.000 kr. 6.500 kr.

Árskort 35.000 kr. 17.500 kr.

Þreksalur:

Stakt skipti 1.500 kr.

10 miða kort 11.000 kr.

30 miða kort 21.000 kr.

Árskort 35.000 kr.

Íþróttasalur:

Fullorðinn – 60 mín. 1.500 kr.

Barn – 60 mín. 750 kr.

Hálfur dagur 12.000 kr.

Heill dagur 21.000 kr.

Sturta 700 kr.

Leiga á sundfatnaði 700 kr.

Leiga á handklæði 700 kr.

Handklæði og sundföt 1.000 kr.

Íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu er boðið upp á að kaupa árskort í sund, þreksal og íþróttasal.

Fullorðnir, 18-66 ára 12.000 kr.

Börn, 10-17 ára 4.500 kr.

Íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu geta leigt íþróttasalinn fyrir afmælisveislu barna sinna fyrir kr. 6.000.

Börn 0-9 ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá frítt í sund, þreksal og íþróttasal.

10.  Gjaldskrá dagvistargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla:

Gjaldskrá dagvistunargjalda verður eftirfarandi:

4 klst. vistun 7.292 kr.

4,5 klst. vistun 8.124 kr.

5 klst. vistun 9.116 kr.

5,5 klst. vistun 10.027 kr.

6 klst. vistun 10.939 kr.

6,5 klst. vistun 12.365 kr.

7 klst. vistun 13.792 kr.

7,5 klst. vistun 15.218 kr.

8 klst. vistun 16.645 kr.

8,5 klst. vistun 21.558 kr.

9 klst. vistun 26.471 kr.

Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn. Systkinaafsláttur dagvistunargjalda er samtengdur systkinaafslætti frístundar.

Afsláttur einstæðra foreldra er 20%.

Afsláttur ef annað foreldri er í fullu námi er 20% en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.

11.  Gjaldskrá frístundar:

Gjaldskrá frístundar verður eftirfarandi:

Hver klukkustund 310 kr.

Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn. Systkinaafsláttur frístundar er samtengdur systkinaafslætti dagvistunargjalda.

Afsláttur einstæðra foreldra er 20%.

Afsláttur ef annað foreldri er í fullu námi er 20% en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.

12.  Gjaldskrá mötuneytis:

Gjaldfrjálst er fyrir börn Kerhólsskóla og frístundar í mötuneyti Kerhólsskóla. Jafnframt er gjaldfrjálst fyrir eldri borgara með lögheimili í sveitarfélaginu í mötuneyti Kerhólsskóla.

Hádegisverður, starfsmanna 570 kr.

Hádegisverður, kostgangara 1.350 kr.

13.  Gjaldskrá bókasafns:

Gjaldskrá bókasafns verður eftirfarandi:

Bókasafnskort 18-66 ára, árskort 1.500 kr.

Gjaldfrjálst er fyrir börn 0-17 ára, ellilífeyrisþega og öryrkja.

Millisafnalán, fyrir hvert safngagn 1.000 kr.

Ljósritun og prentun á A4 blaði 30 kr.

Ljósritun á A3 blaði og litprentun 50 kr.

Bókasafnskort hefur gildistíma til eins árs. Ef útlánsgagn glatast eða skemmist hjá lánþega ber honum að bæta safninu skaðann með nýju eintaki sem hann útvegar og greiðir fyrir sjálfur eða greiða skaðabætur er nema innkaupsverði viðkomandi gagns.

Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2022.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.

4.  Fjárhagsáætlun 2022-2025, fyrri umræða.

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjár­hags­árin 2022 – 2025 sbr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 var farið yfir hverja deild fyrir sig og hún skoðuð ítarlega með tilliti til þess hver áætlun var vegna 2021 og staða deildarinnar eftir 9-10 mánuði. Þessar forsendur voru svo aðlagaðar aðstæðum.

Við mat á útsvarstekjum var stuðst við upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, upplýsingum úr bókhaldi sveitarfélagsins og íbúaþróun en vísbendingar eru um að íbúasamsetning í sveitarfélaginu leiði ekki til mikilla breytinga á útsvarstekjum.

Útsvarsprósenta verði sú sama og árið 2021 eða 12,44%.

Fasteignaskattur er byggður á upplýsingum um álagningastofn frá Þjóðskrá Íslands og prufukeyrslu úr Fasteignaskrá. Álagningarprósenta fasteignaskatts í flokki A, verður 0,470% og álagningarprósenta fasteignaskatts í flokki C verður 1,65%.

Ekki eru áætlaðar tekjur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Í áætluninni er gert ráð fyrir 4% hækkun á gjaldskrá sorpeyðingar og sorphirðu. Gjaldskrá seyrulosunar hækkar um 15% vegna mikils kostnaðarauka og hallareksturs málaflokksins, gjaldskrá hitaveitu hækkar um 5-10% og gjaldskrá vatnsveitu verður óbreytt.

Áfram verður veittur 50% afsláttur af gjaldskrá gatnagerðargjalda.

Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verður breytt lítillega, dagvistunargjald og vistunargjald í frístund hækkar um 3,5 %. Mötuneyti Kerhólsskóla verður áfram gjaldfrjálst.

Lögð er fram endurbætt gjaldskrá bókasafns Grímsnes- og Grafningshrepps.

Ekki er gert er ráð fyrir lántökum vegna fjárfestinga á árinu 2022 né sölu eigna.

Sveitarstjórn vísar áætluninni til annarrar umræðu.

Fjárhagsáætlun 2022-2025

5.  Tilboð í gerð göngustígs í Ásborgum.

Fyrir liggur minnisblað frá Ragnari Guðmundssyni, umsjónarmanni framkvæmda og veitna, dagsett 24. nóvember 2021, þar sem farið er yfir tilboð í gerð göngustígs í Ásborgum. Tvö tilboð bárust, frá Jóhannesi Guðmundssyni að fjárhæð kr. 3.847.000,- og Tæki og tól ehf. að fjárhæð kr. 4.584.500,-.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka lægra tilboðinu, frá Jóhannesi Guðmundssyni. Sveitarstjóra / oddvita falið að skrifa undir samninginn.

Minnisblað

6.  Lóðarleigusamningur, Borgarbraut 34.

Fyrir liggur nýr lóðarleigusamningur vegna Borgarbrautar 34 en búið var að úthluta lóðinni áður og gekk sú úthlutun til baka til sveitafélagsins. Veitt var vilyrði til úthlutunnar lóðarinnar fyrir gildistöku nýs deiliskipulags fyrir þéttbýlið að Borg og gildistöku reglna um úthlutun lóða í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

7.  Samþykktir Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs.

Lagðar fram til seinni umræðu samþykktir fyrir Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykktirnar.

Samþykktir

8.  Samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma sveitarfélaga á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs.

Lögð fram til fyrri umræðu samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma sveitarfélaga á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs.

Sveitarstjórn vísar umræðunni til seinni umræðu.

Samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla

9.  Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Auglýsing um ákvörðun ráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga.

Fyrir liggur auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga. Þar kemur fram að ráðherra hafi tekið ákvörðun um að framlengja heimild allra sveitarstjórna, sem veitt hefur verið í mars árið 2020 og var hún framlengd í ágúst 2020, nóvember 2020, desember 2020, mars 2021 og gilti fram í júlí á þessu ári. Heimildin gildir til 31. janúar 2022.

Lagt fram til kynningar.

Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

10.  Verkefnaáætlun Þingvallavatns árið 2022 ásamt stöðuskýrslu.

Fyrir liggur verkefnaáætlun Þingvallavatns árið 2022 ásamt stöðuskýrslu.

Áætlunin ásamt skýrslunni lögð fram til kynningar.

Verkefnaáætlun

11.  Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti vegna minningardags um þá sem hafa látið lífið í umferðinni.

Fyrir liggur bréf frá Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dagsett 22. nóvember 2021, þar sem farið er yfir minningardaginn um fórnarlömb umferðarslysa þann 21. nóvember s.l.

Bréfið lagt fram til kynningar.

Bréf frá Sigurði Inga Jóhannssyni

 Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:50

Getum við bætt efni síðunnar?