Fara í efni

Sveitarstjórn

547. fundur 17. maí 2023 kl. 09:00 - 12:20 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri

1. Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2022.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2022 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætti Ólafur Gestsson endurskoðandi PWC og fór yfir reikninginn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningnum til annarrar umræðu og að boðað verði til íbúafundar um ársreikninginn þann 25. maí klukkan 19:30.
2. Tilboð í hönnun innviða í fyrsta áfanga Vesturbyggðar og Miðsvæði.
Lagt fram minnisblað frá Ragnari Guðmundssyni, umsjónarmanni framkvæmda og veitna, um tilboð í hönnun innviða í fyrsta áfanga Vesturbyggðar og Miðsvæðis.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tilboð Eflu að upphæð 9.437.560,- kr. án vsk. og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
3. Erindi frá stjórn Búsetufrelsis, íbúasamtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Inn á fundinn komu Heiða Björk Sturludóttir, Sandra Gunnarsdóttir og Guðrún M. Njálsdóttir, fulltrúar úr stjórn Búsetufrelsis, íbúasamtaka fólks með búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes- og Grafningshreppi.
4. Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps.
Á fundinn kom ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps, þau Árni Tómas Ingólfsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ísold Assa Guðmundsdóttir, Sigurður Thomsen ásamt starfsmanni ráðsins, Guðrúnu Ásu Kristleifsdóttur. Lagðar voru fram eftirfarandi tillögur ungmennaráðs;
Strætóskýli á Borg og frístundastrætó.
Frisbígolfvöllur á Borg.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Guðrúnu Ásu Kristleifsdóttur, heilsu- og tómstundafulltrúa að afla upplýsinga og vinna málið áfram.
5. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II að Dvergahrauni 5 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 3. maí 2023, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II að Dvergahrauni 5, fnr 231-9418.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Dvergahrauni 5, fnr 231-9418 á þeim grundvelli að leyfisveitingin samræmist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins.
Sveitarstjórn bendir á að heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags eru háðar því að fjöldi bílastæða innan lóðar sé fullnægjandi og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni við breytingu á deiliskipulagi eða við gerð nýs deiliskipulags.
6. Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga.
Ársreikningur samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2022 lagður fram til kynningar.
7. Bréf frá VÍN, vinum íslenskrar náttúru.
Lagt fram til kynningar.
8. Tillaga að svæðisskipulagsgerð fyrir Suðurhálendið.
Lögð er fram tillaga að svæðisskipulagi Suðurhálendis 2022-2042, greinargerð ásamt fylgiritum svæðisskipulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og þakkar svæðisskipulagsnefnd um gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið fyrir góða vinnu.
9. Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023.
Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS), dagsett 10. maí 2023, til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023.
Bréfið var lagt fram til kynningar en þar kemur fram yfirlit yfir þær aðgerðir sem nefndin mun framkvæma á árinu 2023 vegna eftirlits með fjármálum sveitarfélaga, auk þess sem áréttaðar eru reglur um skyldu til að láta fara fram mat á áhrifum mikilla fjárfestinga og skuldbindinga á fjárhag sveitarfélaga.
10. Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 82/2023, „Grænbók um sjálfbært Ísland“.
Lagt fram til kynningar.
11. Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 84/2023, „Valkostir og greining á vindorku. Skýrsla starfshóps“.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps fagnar framkominni skýrslu starfshóps um vindorku, valkosti og greiningu en í skýrslunni eru dregin fram með skýrum hætti helstu álitaefni og valkostir um hagnýtingu á vindorku. Sveitarstjórn telur mikilvægt að sett verði skýrt regluverk og skýr stefna um vindorkunýtingu og tekur heilshugar undir umsögn stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga og vill ítreka eftirfarandi punkta úr þeirri umsögn.
Nærsamfélag orkuvinnslu á ekki og getur ekki fórnað sinni náttúru og auðlindum án þess að njóta sanngjarns ávinnings af orkuframleiðslunni. Skipta þarf tekjum nærsamfélagsins af orkuvinnslu milli þeirra er verða fyrir beinum áhrifum, óbeinum áhrifum og til nærsamfélags megin flutningskerfis raforku. Eðlilegt er að stærsti hlutinn fari til nærsamfélags er verður fyrir beinum áhrifum og nokkuð jöfn hlutföll séu milli þess svæðis er verður fyrir óbeinum áhrifum og til nærsamfélags flutningskerfisins.
Brýnt er að allar ákvarðanir tengdar vindorku og eftir atvikum öðrum virkjanakostum séu teknar á grundvelli skýrrar stefnu stjórnvalda, heildstæðu regluverki og skýrum leiðbeiningum sem tryggi samræmda og skilvirka framkvæmd og fyrirsjáanleika í ákvarðanatöku. Það verður því að setja það í forgang að gera skýra stefnu, setja heildstætt regluverk og vinna góðar leiðbeiningar.
12. Fundargerðir.
a) Fundargerð 260. fundar skipulagsnefndar UTU, 10. maí 2023.
Mál nr. 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 22 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 260. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 10. maí 2023.
Mál nr. 12; Neðra-Apavatn L168269; Skógarbrekkur L233752; stækkun lóðar – 2304047.
Lögð er fram umsókn er varðar stækkun landeignarinnar Skógarbrekkur L233752 úr 120 ha í 150 ha. Stækkunin kemur úr landi Neðra-Apavatns L168269.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stækkun landsins skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir erindið samhljóða með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi landeigna fyrir hnitsettri afmörkun.
Mál nr. 13; Neðra-Apavatn L168269; Álfadalur; Stofnun lóðar - 2304048.
Lögð er fram umsókn er varðar stofnun nýrrar landeignar úr landi Neðra-Apavatns L168269. Um er að ræða 110 ha land sem fær staðfangið Álfadalur.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun landsins samkvæmt fyrirliggjandi umsókn og gerir ekki athugasemd við staðfangið Álfadalur. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi landeigna fyrir hnitsettri afmörkun.
Mál nr. 14; Þóroddsstaðir L168295; Álfheimar; Stofnun lóðar – 2304049.
Lögð er fram umsókn er varðar stofnun nýrrar landeignar úr landi Þóroddsstaða L168295. Um er að ræða 70 ha land sem fær staðfangið Álfheimar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun landsins samkvæmt fyrirliggjandi umsókn og gerir ekki athugasemd við staðfangið Álfheimar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi landeigna fyrir hnitsettri afmörkun.
Mál nr. 15; Bjarnastaðir I L189338; Tjarnholtsmýri 1-15; Landbúnaðarsvæði; Skilgreining lóðarmarka, byggingarreita og byggingarheimilda; Deiliskipulag - 2301077.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til lóða við Tjarnholtsmýri 1-15 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining lóðarmarka, byggingarreita og byggingarheimilda. Heimilt verður að byggja íbúðarhús með bílageymslu/geymslu og aðstöðuhús/hesthús. Nýtingarhlutfall lóða má vera allt að 0,05. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu með fyrirvara um að brugðist verði við umsögn Brunavarna Árnessýslu með ítarlegri hætti innan gagnanna, skipulagsfulltrúa er falið að leiðbeina umsækjanda um uppfærslu gagna í takt við umsögn. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins að öðru leyti.
Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrrgreindum fyrirvörum.
Mál nr. 16; Norðurkot; Frístundabyggð, svæði 1-4; Breytt byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2301079.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar breytingu á skilmálum deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis í landi Norðurkots. Í breytingunni felst að heimildir er varðar hámarksstærð aukahúss á lóð eru felldar út úr skilmálum deiliskipulagsins. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu ásamt því að mælast til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 17; Krókur L170822; Borun 3ju holu KR-03; Framkvæmdarleyfi – 2304046.
Lögð er fram umsókn frá Suðurdal ehf. er varðar borun á þriðju og síðustu borholu vegna fyrirhugaðrar gufuaflsvirkjunar. Gert er ráð fyrir um 400 m2 borplani. Framkvæmdaaðili er jafnframt landeigandi. Framkvæmdin hefur lokið matsskyldufyrirspurnarferli Skipulagsstofnunar. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag og aðalskipulag.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin byggir á heimildum gildandi deiliskipulags fyrir svæðið.
Mál nr. 22; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 23-184 – 2304006F.
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 23-184.
b) Fundargerð 29. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 28. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 29. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., sem haldinn var 28. apríl 2023.
c) Fundargerð 205. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, 5. maí 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 205. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, sem haldinn var 5. maí 2023.
d) Fundargerð 227. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 4. maí 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 227. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, sem haldinn var 4. maí 2023.
e) Fundargerð 25. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis, 5. maí 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 25. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis, sem haldinn var 5. maí 2023.
f) Fundargerð 61. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 13. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 61. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, sem haldinn var 13. apríl 2023.
g) Fundargerð 62. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 21. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 62. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, sem haldinn var 21. apríl 2023.
h) Fundargerð 63. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 11. maí 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 63. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, sem haldinn var 11. maí 2023.
i) Fundargerð 595. fundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 5. maí 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 595. fundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 5. maí 2023.
j) Fundargerð 925. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 925. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 28. apríl 2023.


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 12:20.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?