Fara í efni

Sveitarstjórn

560. fundur 18. desember 2023 kl. 15:00 - 16:27 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
Starfsmenn
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri


Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

Oddviti leitar afbrigða
Samþykkt samhljóða
a) Niðurstöður verðkönnunar, íþróttamiðstöð á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi, jarðvinna.

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 16. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 16. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 16. nóvember 2023.
b) Fundargerð 40. fundar Fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 4. desember 2023.
Mál nr. 7 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 40. fundar Fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 4. desember 2023.
Mál nr. 7; Reikningur frá Björk
Reikningur barst frá Björk vegna smölunar á fé sem fór inn fyrir girðingu í landi Bjarkar.
Fjallskilanefnd hafnar reikningnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir skriflegum rökstuðningi frá fjallskilanefnd vegna ákvörðunarinnar.
c) Fundargerð 41. fundar Fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. desember 2023.
Mál nr. 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 41. fundar Fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 11. desember 2023.
Mál nr. 2; Tillögur Fjallskilanefndar að styrktarupphæðum vegna fjallskila.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu og óska eftir fundi með Fjallskilanefnd á nýju ári.
d) Fundargerð 271. fundar skipulagsnefndar UTU, 13. desember 2023.
Mál nr. 14, 15, 16, 17, 18 og 31 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 271. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 13. desember 2023.
Mál nr. 14; Minni-Borg golfvöllur ÍÞ5 og Landbúnaðarsvæði L3; Breytt landnotkun, nýtt íþróttasvæði og verslunar- og þjónustusvæði við Borg; Aðalskipulagsbreyting – 2303019.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna breyttrar landnotkunar á svæði sunnan þjóðvegar við þéttbýlið að Borg í Grímsnesi eftir auglýsingu. Breytingin tekur til skilgreiningar á verslunar- og þjónustusvæði innan núverandi golfvallarsvæðis þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir gistingu auk annarrar þjónustu við notendur golfvallarins. Að auki er skilgreint nýtt íþróttasvæði syðst á svæðinu sem tekur til uppbyggingar á hesthúsasvæði og aðstöðu fyrir hestaíþróttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 15; Neðra-Apavatn lóð (L169305); byggingarheimild; geymsla - 2308064.
Fyrir liggur umsókn Sturlu S. Frostasonar, móttekin 17.08.2023, um byggingarheimild fyrir 16,5 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Neðra-Apavatn lóð L169305 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 16; Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032; Íbúðarsvæði ÍB2 og Miðsvæði M1; Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi; Breyttir skilmálar; Aðalskipulagsbreyting – 2303045.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar er varðar breytingu á landnotkunarsvæðum innan þéttbýlisuppdráttar fyrir Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi eftir kynningu. Í breytingunni felst endurskoðun afmörkunar og skilmála fyrir ÍB2. Endurskoðun afmörkunar og skilmála M1 og breytt afmörkun aðliggjandi svæða til samræmis við breyttar áherslur innan skipulagssvæðisins sem ofangreindir landnotkunarflákar taka til. Umsagnir bárust á kynningartíma skipulagsbreytinga og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna breytingu á landnotkunarsvæðum innan þéttbýlisuppdráttar fyrir Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Mál nr. 17; Oddsholt F50; Skilgreining byggingaskilmála; Deiliskipulagsbreyting – 2309085.
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem tekur til frístundasvæðis Oddsholts F50 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að skilgreindar eru byggingarheimildir fyrir svæðið. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir auglýsingu og að breytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 18; Hlauphólar L219058; Gisting flokkur I og II; Deiliskipulagsbreyting – 2312005.
Lögð er fram umsókn er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis á landi Hlauphóla L219058. Í breytingunni felst að veitt verði heimild til rekstrarleyfisskyldrar starfsemi í formi útleigu á frístundahúsum innan skipulagssvæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði sérstaklega kynnt hagsmunaaðilum innan svæðisins séu þeir aðrir en umsækjandi.
Mál nr. 31; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 23-196 – 2311004F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 23-196.
e) Fundargerð Aðalfundar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 5. desember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð Aðalfundar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn var 5. desember 2023.
f) Fundargerð 14. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 14. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 14. nóvember 2023.
g) Fundargerð 15. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 12. desember 2023.
Lögð fram fundargerð 15. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 12. desember 2023.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir upplýsingum um það með hvaða hætti verðkönnunin undir lið nr. 2, „Verðkönnun vegna jarðvinnu fyrir tækjageymslu á Laugarvatni“ var framkvæmd og til hvaða aðila var leitað.
h) Fundargerð 16. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 10. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs., sem haldinn var 10. nóvember 2023.
i) Fundargerð 323. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 4. desember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 323. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 4. desember 2023.
j) Fundargerð 3. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 9. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands sem haldinn var 9. október 2023.
k) Fundargerð 4. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 13. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar Markaðsstofu Suðurlands sem haldinn var 13. nóvember 2023.
l) Fundargerð 939. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 5. desember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 939. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 5. desember 2023.
2. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 2023-2024.
Fyrir liggur beiðni frá skrifstofu menntasviðs Reykjanesbæjar um námsvist nemanda utan lögheimilissveitarfélags í grunnskóladeild Kerhólsskóla vorið 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða beiðnina með fyrirvara um að greidd verði sú stuðningsþjónusta sem Kerhólsskóli telur að barnið þurfi.
3. Erindi frá Vottunarstofunni Túni ehf.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Ragnari Þórðarsyni starfandi framkvæmdastjóra Vottunarstofunnar Túns, dagsettur 4. desember 2023. Í tölvupóstinum kemur fram að Guðrún Hallgrímsdóttir sem fer með 1,46% hlut í Vottunarstofunni í gegnum félag sitt Sjávarhættir ehf, kveðst ætla að loka félaginu og flytja hlutafjáreign sína á sig persónulega. Þess er óskað að sveitarfélagið staðfesti að viðkomandi muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn skv. 7. gr. samþykkta Vottunarstofunar Túns ehf.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða sveitarfélagið muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn vegna þessara aðstæðna.
4. Erindi frá Ingibjörgu Harðardóttur og Birni Snorrasyni.
Fyrir liggur bréf frá Ingibjörgu Harðardóttur og Birni Snorrasyni, dagsett 12. desember 2023. Í bréfinu er óskað eftir því að upprekstrarréttur fyrir jörðina Björk II í Grímsnesi, landnúmer 201555, verði tekinn af jörðinni frá og með árinu 2024.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra ásamt Óskari Sigurðssyni hrl, að vinna málið áfram.
5. Beiðni frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstyrk.
Fyrir liggur bréf frá Brynhildi Jónsdóttur f.h. Samtaka um kvennaathvarf, dagsett 4. desember 2023 þar sem óskað er eftir styrk til reksturs samtakanna árið 2024 að fjárhæð kr. 200.000.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða styrkja Samtök um kvennaathvarf um kr. 100.000.
6. Bréf frá Vinum íslenskrar náttúru (VÍN).
Fyrir liggur bréf frá Sveini Runólfssyni, formanni VÍN, dagsett 5. desember 2023. Í bréfinu er farið fram á með vísan til upplýsingalaga nr. 140/2012 að VÍN fái send afrit af umsóknum, meðfylgjandi ræktunaráætlunum og þeim framkvæmdaleyfum sem framkvæmd við skórækt á vegum Skógálfa, á Álfabrekku og Álfaskeiði og aðliggjandi skógrækt á Skógarbrekkum hefur fengið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Vigfúsi Þór Hróbjartssyni skipulagsfulltrúa að taka saman umrædd gögn og vinna að málinu.
7. Samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk milli þriggja ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá Arnari Þór Sævarssyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 16. desember 2023. Í bréfinu kemur fram að ríki og sveitarfélög hafa undirritað samkomulag um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Þar sem tekjuskattsálagning lækkar um samsvarandi prósentu mun ákvörðunin ekki leiða til þess að heildarálögur á skattgreiðendur hækki.
Breytingar á hámarksútsvari sveitarfélaga taka gildi fyrir árið 2024 og sveitarfélögum verður heimilað að ákvarða útsvar vegna ársins 2024 eigi síðar en 30. desember 2023 og tilkynna það fjármálaráðuneytinu eigi síðar en þann dag, sbr. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða að hækka álagningu útsvars sem þessu nemur og verður álagning útsvars fyrir árið 2024 því 12,89%.
8. Sundlaugamenning á skrá UNESCO.
Fyrir liggur bréf frá Vilhelmínu Jónsdóttur sérfræðingi á skrifstofu menningar og fjölmiðla í Menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Í bréfinu kemur fram að yfirstandandi sé vinna við tilnefningu sundlaugamenningar á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Leitað er til sveitarfélaga eftir samtali og stuðningi við tilnefninguna.
Sveitarstjórn lýsir yfir einhuga stuðningi við tilnefninguna.
9. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna tækifærisleyfis.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 15. desember 2023 um umsögn vegna tækifærisleyfis fyrir þorrablót í Félagsheimilinu Borg 2. febrúar 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.
10. Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 248/2023, „Aðgerðaráætlun – Efling lífrænnar matvælaframleiðslu“.
Lagt fram til kynningar.
11. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 254/2023, „Endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar – drög að tillögum verkefnastjórnar“.
Lagt fram til kynningar.
12. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 251/2023, „Áform um frumvarp til laga um vindorku“.
Lagt fram til kynningar.
13. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 247/2023, „Breyting á reglugerð nr. 814/2010, er varðar búningsaðstöðu á sund- og baðstöðum“.
Lagt fram til kynningar.
14. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr.258/2023, „Drög að reglugerð um merki fasteigna“.
Lagt fram til kynningar.
15. Umsögn frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum, umsögn um frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum (raforkuöryggi).
Lagt fram til kynningar.
16. Önnur mál
a) Niðurstöður verðkönnunar í verkið „Íþróttamiðstöð á Borg í Grímsnesi. Jarðvinna“.
Fyrir liggur fundargerð frá opnunarfundi tilboða í verkið „Íþróttamiðstöð á Borg viðbygging, Jarðvinna“
sem haldinn var þann 16. desember 2023.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bjóðandi: Upphæð Hlutfall af kostnaðaráætlun
Fossvélar 9.109.600 kr. 73%
Suðurtak 15.372.900 kr. 123%
JÞ Verk 19.993.302 kr. 160%
Kostnaðaráætlun 12.494.100 kr. 100%
Umsjónaraðili verðkönnunar hefur farið yfir tilboðin og eru þau öll staðfest sem gild tilboð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga að tilboði lægstbjóðanda, Fossvélar og felur sveitarstjóra að undirrita verksamning.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 16:27.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?