Fara í efni

Sveitarstjórn

320. fundur 20. mars 2013 kl. 09:30 - 11:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Ágúst Gunnarsson í fjarveru Ingvars Grétars Ingvarssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. mars 2013.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. mars 2013 liggur frammi á fundinum.

      
2.   Fundargerðir.

a)     Fundargerð 5. fundar umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 7. mars 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
b)    Fundargerð 15. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 27. febrúar 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að aðildarsveitarfélögin móti sér stefnu er varðar með hvaða hætti fjármunum til málaflokksins sé best varið og verði þá horft til mismunandi þjónustuúrræða með tilliti til þeirra fjármuna sem varið er til málaflokksins.

 
c)     Fundargerð 16. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 13. mars 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest. Óskað er eftir mati félagsmálastjóra á útgjöldum næstu sex mánaða vegna fjárhagsaðstoðar í sveitarfélaginu.

 
d)    Fundargerð 15. fundar stjórnar Skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 28. febrúar 2013.
Fundargerðin lögð fram.

 
e)     Fundargerð oddvitafundar uppsveita Árnessýslu, 11. mars 2013.
Fundargerðin lögð fram. Samþykkt er að tilnefna Hörð Óla Guðmundsson í rýnihóp um safnamál í uppsveitum Árnessýslu og Ágúst Gunnarsson til vara.

  

f)     
Fundargerð 2. fundar framkvæmdarstjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 27. febrúar 2013.
Fundargerðin lögð fram.

 
g)     Fundargerð 1. fundar stjórnar sameiginlegs þjónustusvæðis Suðurlands um þjónustu við fatlaða, 25. janúar 2013.
Fundargerðin lögð fram.

 
h)    Fundargerð 2. fundar stjórnar sameiginlegs þjónustusvæðis Suðurlands um þjónustu við fatlaða, 7. mars 2013.
Fundargerðin lögð fram.

 
3.       Trúnaðarmál.
Málið er fært til bókar í trúnaðarmálabók.

 
4.       Bréf frá Lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar hrl. ehf. f.h. Blikalóns ehf. vegna lóða nr. 36 og 38 í Ásborgum.
Fyrir liggur bréf frá Lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar hrl. ehf. f.h. Blikalóns ehf. , dagsett 12. mars 2013 þar sem óskað er eftir riftun kaupsamninga að lóðum nr. 36 og 38 í Ásborgum. Sveitarstjórn vísar erindinu til Óskars Sigurðssonar hrl. lögmanns.

 
5.   Fulltrúi á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands hf.
Fyrir liggur að tilnefna þarf fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. sem haldinn verður 21. mars n.k. Samþykkt er að Ingibjörg Harðardóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Hörður Óli Guðmundsson til vara.

 
6.       Bréf frá Friðriki Hjörleifssyni þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi launa- og skipulagsmál.
Fyrir liggur bréf frá Friðriki Hjörleifssyni, dagsett 5. mars 2013 þar sem óskað er eftir upplýsingum um allar launagreiðslur og þóknanir til sveitarstjórnarfulltrúa sveitarfélagsins fyrir árið 2012 og upplýsingum um launagreiðslur og þóknanir til æðsta yfirmanns fjölmennasta vinnustaðar sveitarfélagsins. Eining er óskað eftir stefnu sveitarfélagsins í samgöngumálum samkvæmt gildandi aðalskipulagi.

Upplýsingagjöf um launagreiðslur og þóknanir til kjörinna fulltrúa í sveitarfélögum með færri en 1.000 íbúa fer eftir 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, enda gilda þau lög áfram um stjórnsýslu minni sveitarfélaga sbr. 4. mgr. 35. gr. laga nr. 140/2012. Samkvæmt fastmótaðri framkvæmd tekur umrædd 5. gr. einungis til upplýsinga um föst launakjör starfsmanna og er óheimilt að veita aðgang að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um greidd heildarlaun. Kjörnir fulltrúar teljast ekki til starfsmanna sveitarfélaga og því gildir almennt, skv. umræddri 5. gr., að óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni þeirra sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema hlutaðeigandi samþykki það. Fulltrúar í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hafa ekki samþykkt að umbeðnar upplýsingar séu veittar. Í fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps þann 7. júlí 2010 var samþykkt að laun sveitarstjórnar verði 8% af þingfararkaupi og ekki greitt sérstaklega fyrir aðra auka fundi. Greitt verður sérstaklega fyrir akstur. Að öðru leiti koma fram upplýsingar um laun sveitarstjórnar og sveitarstjóra í ársreikningi sveitarfélagsins sem verður aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins www.gogg.is á vordögum.

Varðandi óskir um upplýsingar um launakjör „æðsta yfirmanns fjölmennasta vinnustaðar sveitarfélagsins“, skal bent á að slík tilgreining er almennt ekki nægjanleg í skilningi upplýsingalaga nr. 50/1996 auk þess sem þau lög ná ekki til fyrirtækja (lögaðila) sem eru að 51% hluta eða meira í eigu sveitarfélags. Beiðni um þar að lútandi upplýsingar er því vísað frá.

Varðandi gildandi aðalskipulag í Grímsnes- og Grafningshreppi er bent á heimasíðu Skipulagsstofnunar, www.skipulagsstofnun.is þar sem gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins er inn á vefsjá.

 
7.       Erindi frá Hannesi Ingólfssyni vegna klæðningar á heimreið.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Hannesi Ingólfssyni, dagsettur 12. mars 2013 þar sem hafnað er að greiða reikning að fjárhæð kr. 3.486.850 vegna klæðningar á heimreið heim að Litla-Hálsi. Samkvæmt samkomulagi um framkvæmdina ber landeiganda að greiða 40% af kostnaði framkvæmdarinnar og sveitarfélaginu 60% af kostnaði. Sveitarfélagið hefur staðið við sinn hluta samkomulagsins.

 
8.       Grafningur og Grímsnes, byggðasaga.
Undanfarið hefur Sigurður Kristinn Hermundarson ritstjóri unnið að gerð bókarinnar Grafningur og Grímsnes, byggðasaga. Verkinu er nú lokið og það tilbúið til prentunar. Oddvita falið að athuga málið frekar.

 
9.       Erindi frá Bókaútgáfunni Tindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um bæjarfjöll á Íslandi.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Bókaútgáfunni Tindi, dagsettur 5. mars 2013 þar sem óskað er eftir upplýsingum um bæjarfjöll á Íslandi. Herði Óla falið að vera í sambandi við Bókaútgáfuna.

 
10.    Beiðni um styrk frá Landsambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna 40 ára afmælisútgáfu blaðsins, Slökkviliðsmaðurinn.
Fyrir liggur beiðni um styrk í formi auglýsinga frá Landsambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna 40 ára afmælisútgáfu blaðsins, Slökkviliðsmaðurinn. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
11.    Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu (samræming reglna um vatnsréttindi), 634. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 

12.   
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um slysatryggingar almannatrygginga (heildarlög), 635. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 

  

13.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning (heildarlög), 636. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 

Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 148. stjórnarfundar 22.02 2013.
SASS.  Fundargerð  465. stjórnarfundar 08.03 2013.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 804. stjórnarfundar, 01.03 2013.
Tölvupóstur frá Byggðastofnun, dagsettur 7. mars 2013 þar sem lýst er eftir ábendingum um handhafa Landstólpans 2013.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:40

 

Getum við bætt efni síðunnar?