Fara í efni

Hlið í frístundahúsahverfum

Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru tæplega 3000 frístundahús. Þau eru flest afmörkuð í frístundahúsahverfi og oft á tíðum er hvert hverfi annað hvort með lyklahlið eða símahlið. Samhliða því eru sumir einstaklingar einnig með læst hlið að sínum frístundahúsum. 

Sveitarstjórn vill beina þeim tilmælum til frístundahúsaeigenda og félaga sem hafa hlið að sínum fasteignum að til að hægt sé að þjónusta viðkomandi fasteignir þurfa ákveðnir þjónustuaðilar á vegum sveitarfélagsins að hafa aðgang að hliðunum. Ef lyklahlið er til staðar er hægt að fá aðgang að lyklakerfi sveitarfélagsins og þá hafa þjónustuaðilar sveitarfélagsins masters lykil eða ef símahlið er til staðar þarf að gefa ákveðnum númerum aðgang að símahliðinu.  

Lyklakerfi sveitarfélagsins

Frístundabyggðir sem vilja læsa hliðum inn á svæði hjá sér skulu gera það
með lásum frá sveitarfélaginu.
Lásarnir eru kerfislásar svo hægt sé að halda þjónustu við frístundabyggðir
óskertri.

Kostnaður lása og lykla er eftirfarandi:
1. Hver lás kostar kr. 27.000.-
2. Hver lykill kostar kr. 2.300.-
Panta skal lása og lyklameð því að senda tölvupóst á gogg@gogg.is

Símahlið

Vegna úttekta- og veitumála hjá embættinu þurfum við að hafa aðgang að öllum símahliðum.
Sum símanúmera okkar hafa þegar aðgang, en önnur ekki.

Vinsamlegast tryggið að aðgangur sé til fyrir eftirfarandi símanúmer :
867 0408 - Vaktsími Grímsnes- og Grafningshrepps
840 3957 - Seyrusíminn
832 5105 - Þjónustufulltrúi seyruverkefnis
892 2239 - Davíð Sigurðsson – Byggingarfulltrúi
899 0255 - Stefán Short – Aðstoðarmaður Byggingarfulltrúa
832 4959 - Lilja Ómarsdóttir - Aðstoðarmaður Byggingarfulltrúa

Sendið okkur endilega símanúmer og heiti fyrir viðkomandi hlið á gogg@gogg.is.

Neyðarnúmer á sumarhús

Hægt er að panta öryggisnúmer hér: Öryggisnúmer á sumarhús

Síðast uppfært 12. september 2023