Fara í efni

Opnunarmót frisbígolfvallarins á Ljósafossi

Nú er komið að opnunarmóti Ljósafossvallar en þetta er nýr frisbígolfvöllur sem byggður er á svæði sem Landsvirkun hefur til umráða. Þarna hefur verið golfvöllur í mörg ár en Landsvirkjun ákvað að loka honum og byggja flottann frisbígolfvöll.
Tveir vellir er á svæðinu. Annar er skemmtilegur 9 brauta púttvöllur sem heitir Ljósálfur en hinn er 18 brauta völlur með tveimur teigum á hverri braut.

Völlurinn hefur verið í smíðum í vor og nú ætlum við að halda fyrsta mótið miðvikudaginn 26. júní kl. 19
Opnunarmótið er öllum opið en boðið er upp á 8 keppnisflokka.

Ekkert keppnisgjald.

Völlurinn er staðsettur í Soginu sem er rétt við Úlfljótsvatn og er bílastæðið við Ljósafossvirkjun. Það tekur 45-50 mínútur að keyra þangað en bæði er hægt að taka Selfoss leiðina (beygja til vinstri rétt eftir Þrastarlund) eða fara Nesjavallarleiðina sem er aðeins styttri.

Getum við bætt efni þessarar síðu?