Fara í efni

Opnunarmót frisbígolfvallarins á Ljósafossi

Nú er komið að opnunarmóti Ljósafossvallar en þetta er nýr frisbígolfvöllur sem byggður er á svæði sem Landsvirkun hefur til umráða. Þarna hefur verið golfvöllur í mörg ár en Landsvirkjun ákvað að loka honum og byggja flottann frisbígolfvöll.
Tveir vellir er á svæðinu. Annar er skemmtilegur 9 brauta púttvöllur sem heitir Ljósálfur en hinn er 18 brauta völlur með tveimur teigum á hverri braut.

Völlurinn hefur verið í smíðum í vor og nú ætlum við að halda fyrsta mótið miðvikudaginn 26. júní kl. 19
Opnunarmótið er öllum opið en boðið er upp á 8 keppnisflokka.

Ekkert keppnisgjald.

Völlurinn er staðsettur í Soginu sem er rétt við Úlfljótsvatn og er bílastæðið við Ljósafossvirkjun. Það tekur 45-50 mínútur að keyra þangað en bæði er hægt að taka Selfoss leiðina (beygja til vinstri rétt eftir Þrastarlund) eða fara Nesjavallarleiðina sem er aðeins styttri.

Getum við bætt efni síðunnar?