Augnablik jökuls - vídeóverk
Verið velkomin í vídeóhorn Listasafns Árnesinga þar sem vídeóverkið Augnablik jökuls er sýnt.
Augnablik jökuls (2024) er vídeóverk sem beinir sjónum að jökulefni frá Sólheimajökli, skoðuðu í gegnum smásjá og sett í samtal við gamalt íslenskt þjóðlag Lóuvísur. Verkið býður upp á nýtt sjónarhorn á bráðnun jökla og dregur áhorfandann inn í innra líf jökulsins – og allt það efni og minningar sem hann ber með sér. Í þessum smásæja heimi birtist bæði fegurð og viðkvæmni jökulsins og áhorfandinn verður vitni að því sem er að hverfa, augnablik fyrir augnablik.
Alberte Parnuuna, Antonía Bergþórsdóttir, Íris María Leifsdóttir & Vikram Pradhan
Listamennirnir Antonía Bergþórsdóttir, Íris María Leifsdóttir, Vikram Pradhan og Alberte Parnuuna rannsaka jökulís og jökulleir frá Sólheimajökli með smásjá til að afhjúpa það sem leynist í ísnum. Sermit | Jöklar er þverfaglegt samstarf sem varpar ljósi á áhrif jöklabráðnunar og loftslagsbreytinga. Hópurinn hefur ferðast reglulega milli Grænlands og Íslands frá árinu 2023.