Fara í efni

Opnunartími gámastöð

Upplýsingar um staðsetningu grenndarstöðva og opnunartíma gámastöðvar má sjá hér að neðan.

Frekari upplýsingar um sorphirðu í Grímsnes- og Grafningshrepp má sjá hér.

Inneignarkort fyrir Gámastöðina í Seyðishólum

Allir fasteignaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi sem greiða sorpeyðingargjöld fá afhent inneignarkort fyrir Gámastöðina í Seyðishólum. Inneignarkortin eru afhent á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma , mánudaga til fimmtudaga milli 9:00 og 15:00 og á föstudögum milli 9:00 og 12:00.
Kortið virkar þannig að þegar komið er á gámasvæðið er inneignarkortið skannað og starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Undir gjaldskyldan úrgang flokkast timbur, málað timbur og grófur úrgangur. Inneignarkortið inniheldur ákveðið magn punkta en hver punktur er 0,25 rúmmetrar. Starfsmaður á gámasvæði metur magn gjaldskylds úrgangs en miðað er við að 0,25 rúmmetrar sé ígildi eins svarts ruslapoka. Þegar inneignin klárast þá er innheimt samkvæmt gjaldskrá en gjald pr. rúmmetra er kr. 6.500,-. Glatist inneignarkort getur fasteignaeigandi nálgast nýtt kort á skrifstofu sveitarfélagsins gegn gjaldi kr. 5.000,-.

Inneignin er uppfærð á kortin um áramót.

EKKI ÞARF AÐ ENDURNÝJA RAFRÆNU KORTIN.

Við heimsókn á gámastöðina skal úrgangurinn vera flokkaður, ef ekki er flokkað og erfitt að sjá hverju er verið að henda t.d. ef rusl er í svörtum ruslapokum, þá verður tekið af inneignarkortinu fyrir öllum úrganginum.

Staðsetning á grenndarstöðvum

Opnunartími gámastöðvarinnar á Seyðishólum

 

Síðast uppfært 11. júlí 2023