Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps er að skrá og safna upplýsingum um formenn og stjórnir frístundahúsafélaga í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ástæðan er sú að sveitarstjórn vill koma á betra og skilvirkara upplýsingaflæði til frístundahúsaeigenda. Þetta hefur verið í vinnslu í talsverðan tíma en það sem ýtir undir það sérstaklega núna er sú aukna flokkun sem þarf að eiga sér stað í sveitarfélaginu og vill sveitarstjórn vinna það á einhvern hátt með frístundahúsaeigendum. Sveitarstjórn óskar því eftir ákveðnum upplýsingum til að hafa á skrá hjá sér og óskar jafnframt eftir því að fá upplýsingar þegar það verða stjórnarskipti.