Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

5. fundur 24. maí 2012 kl. 08:30 - 11:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Eiríkur Steinsson
  • Pétur Ingi Frantzson
  • Ólafur Jónsson var forfallaður
Eiríkur Steinsson

Fundargerð.

 

5. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, fimmtudaginn 24. maí 2012 kl. 8:30 f.h

 
Fundinn sátu:
Eiríkur Steinsson
Pétur Ingi Frantzson
Ólafur Jónsson var forfallaður

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Eiríkur Steinsson

 
Mörg mál voru skeggrædd fram og aftur og bera þessi hæst.              

 
1.        Dagatal.
       Rætt var lítilega um dagatalið fræga sem við gáfum út í fyrra, og þó nokkur ánægja var með. Erfitt er að rýna í afrakstur auglýsinga en nokkrir þjónustu aðilar hafa orðið varir við viðbrögð í kjölfarið. Einnig var rætt um vandamál og erfiðleika við dreifingu sökum læstra hliða sem komin eru nánast við alla afleggjara og innkeyrslur inn í sumarhúsahverfin. Ákveðið var að skoða útgáfu dagatalsins að ári og reyna að finna nýjar lausnir varðandi dreifingu þess.

 
2.        Opinn dagur.
       Aðal málefni fundarins var skipulagning á opna deginum í sveitinni sem þótti takast afbragðs vel í fyrra. Því höfum við ákveðið að endurtaka leikinn og var 16. júní fyrir valinu. Ákveðið var að skipta niður á menn að hringja út og fá staðfesta þátttöku hjá áhugasömum aðilum úr sveitafélaginu. Einnig að setja auglýsingu í Dagskrána og Hvatarblaðið.

Þar af leiðandi óskar Atvinnumálanefndin eftir fjárstyrk frá gogg til að greiða fyrir auglýsingar í Dagskránni.

 
3.        Bændamarkaður á Borg.
Atvinnumálanefnd óskar eftir að gogg skipuleggi og í framhaldi undirbúi lóð undir svo kallaðan bændamarkað á Borg. Hugmyndin er að gogg reisi, eigi og reki hentugt húsnæði þar sem fólk úr sveitinni geti komið og leigt sér bása og selt þar afurðir sínar, listmuni og handverk. Þetta húsnæði þarf að falla vel að landi og jafnframt þarf að huga að  tengingu við sundlaug, verslun og aðra hugsanlega þjónustu staði eða lóðir á borgarsvæðinu þar sem mesta umferð fólks er. Þangað til væri jafnvel hægt að nýta neðri hæð núverandi skólahúsnæðis t.d. smíðastofuna sem allt stefnir í að verði brátt á lausu.

 
4.        Iðnaðarlóðir á Borgarsvæðinu.
Atvinnumálanefnd skorar á gogg að endurskoða lóðaleigu og önnur gjöld er varða skipulagðar iðnaðarlóðir á Borgarsvæðinu. Mjög kostnaðar samt er fyrir fólk að byggja á þessum lóðum og þar af leiðir hamlandi áhrif á frekari atvinnuppbyggingu í sveitarfélaginu.

Það er trú okkar að sveitarfélagið ætti eftir fremsta megni að liðka fyrir og styðja við frekari atvinnusköpun og uppbyggingu í sveitarfélaginu. Því að án atvinnumöguleika sér fólk sér ekki fært að flytja í þetta prýðis sveitarfélag okkar.

 


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 11:10.

 

Getum við bætt efni síðunnar?